Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Page 21
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 21 Craig T. Nelson og Jiirgen Prochnow i hiutverkum sínum í Sviðinni jörð. Sjónvarpið í kvöld: Flótti frá sviðmni jorð „Sviðin jörð“ nefnist sjónvarps- þáttur sem sýndur verður í kvöld, laugardagskvöld og annað kvöld. Þetta er bandarísk spennumynd sem nefnist á frummálinu „The Fire Next Time“. Hún fjallar um gróðurhúsa- áhrif á jörðinni og skelfilegar afleið- ingar þeirra. Myndin gerist árið 2017. Gróður- húsaáhrif eru orðin geigvænleg á vissum stöðum jarðar. Meðan vís- indamenn og stjómmálamenn rífast um hvað gera skuli til að sporna við frekari vanda eru óbreyttir borgarar að kafna í hita og mengun. Dauðinn einn blasir við ef fram heldur sem horfir. Drew Morgan, fiskimaður frá Lou- isiana, er ákveðinn í að fara norður á bóginn, í kaldara loftslag. Hann hyggst taka með sér fyrrverandi eig- inkonu, Súsönnu, og þrjú böm. Fyrsta verk sjómannsins er að ná í elsta soninn, Paul, til Los Angeles. Þar er hryllilegt umhorfs, fólk lokar sig inni vegna ólofts og af ótta við að fá húðkrabba. Þá gengur mikil glæpaalda yfir borgina sem engu eir- ir. Meðan Drew er að sækja Paul, kemur félagi hans í heimsókn til eig- inkonunnar fyrrverandi. Hann hefur selt eigur sínar fyrir nokkra og flust norður á bóginn. Hann hvetur Sú- sönnu mjög til þess að flytja norður, þar sem hvirfilvindamir verði æ tíð- ari og sterkari á svæðinu þar sem hún býr nú, þannig að íbúamir séu í stórkostlegri hættu. Hann segist einnig hafa hug á að giftast henni. Náttúruhamfarir Nú kemur Drew einnig til að sækja Súsönnu. í sama mund og hann kem- ur inn í borgina, þar sem hún býr, skellur á hverfilbylur. Hann leggur borgina í rúst og þar með eignir Morgan-fjölskyldunnar. Hún leggur nú af stað til að flýja þetta land- svæði, þar sem verður alltaf heitara og heitara... Fjölskyldan lendir í ótrúlegustu hrakningum, auk þess sem ýmiss konar tilfinningamál flækja máhn. Þessi mynd er sýnd í tilefni af umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna sem er í dag, 5. júní. Það em engir viðvaningar sem standa að gerð hennar. Handritshöfundur er James Henderson og íeikstjóm annaðist Tom McLoughlin. Með helstu hlut- verk fara Craig T. Nelson, Bonnie Bedelia, Richard Farnsworth og Jurgen Prochnow. v\0s^X e*r e' GRÍSAKÓTILETTUR Ostakryddaðar Marineraðar Léttreyktar,kryddaðar GRILLPYLSUR Sœlkerapylsa með osti Smelipylsa ,(Knackwurst) HÖFN SELFOSSI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.