Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Síða 26
26
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 19Í
Tvær milljónir múslíma:
í hvítu laki fyrir Allah
íslenskar flugfreyjur ásamt pílagrímunum, sem allir eru klæddir í hvít, ósaumuð klæði. Það undirstrikar að allir
eru jafnir tyrir guði.
Brynhildur Ólafedóttir, DV, Saúdí-Arabíu;
Á hveiju ári ferðast rúmlega tvær
milljónir múslíma til Mekka í Saúdí-
Arabíu í svokallaða pOagrímaferð.
Flestir koma frá Miðausturlöndum,
Suður-Asíu, Indónesíu og Norður-
Afríku. íslendingar hafa í gegnum
árin haft atvinnu af að flytja þessa
pOagríma loftleiðina til og frá Saúdí-
Arabíu. Bæði Flugleiðir og Amarflug
hafa sent flugvélar og mannskap í
pOagrímaflug og í ár starfa hátt í tvö
hundmð manns viö pílagrímaflutn-
inga í Jedda í Saúdí-Arabíu á vegum
Atlanta flugfélagsins. Um þessar
mundir er dvöl pílagrímanna í
Mekka að ljúka og þeir fara að halda
heim á leið eftir stærstu stund lífs
síns.
En hvað em þessar pílagrímaferðir
og hvers vegna flykkist allur þessi
ijöldi fólks tíl Mekka?
Margtlíktmeð
kristni og íslam
Talið er að um 1/5 hluti mannkyns
sé múslímar, það er íslamstrúar. ísl-
am er grein af sama meiði og gyðing-
dómur og kristni og margt er líkt
með þessum trúarbrögðum. Guð
múslíma heitir AOah og hann skap-
aði himin og jörð og mennina með.
Líkt og guð kristinna manna er Allah
almáttugur og miskunnsamur.
Heimsmynd múslíma og kristinna
manna er svipuð og himnaríki og
helvíti eru í báöum trúarbrögðunum.
Spámenn gyðingdóms og kristni svo
sem Abraham, Móses og Jesús eru
einnig mikOvægir spámenn í íslam
og hafa í gegnum tíðina leiðbeint
mönnum um rangt og rétt.
Múhameð fæddist í Mekka um 570.
Þegar hann var 39 ára gamall birtist
honum engill sem færði honum boð-
skap AUah og er sá boðskapur uppi-
staðan í Kóraninum, hinni helgu bók
íslams. Múslímar trúa aö Múhameð
hafi verið síðasti spámaöurinn í
langri röð og að Kóraninn sé því
lokaorð guðs. Múhameð var einungis
dauðlegur maður, ólíkt Jesú í krist-
inni trú, og bannað er að tflbiðja
hann beint.
Mekka var á tímum Múhameðs
miðstöð verslunar og mikilvæg pOa-
grímaborg en þar tObáðu menn ýmsa
heOaga hluti. Ferðamannaiðnaðin-
um í Mekka stóð ógn af Múhameð,
sem boöaði eingyðistrú, og meðal
annars af þeim sökum hrökklaðist
hann frá Mekka tfl Medina árið 622.
Tímatal múslíma er miðað við þann
atburð og nú er árið 1414 í hinum
íslamska heimi.
Fimm stoðir íslams
Múhameð setti fram fimm grund-
vallaratriði, nokkurs konar boðorð
sem kölluð hafa verið stoðir íslams.
Fyrsta stoðin er trúaijátning mús-
líma. Önnur stoðin er bænin, en
múslímum er uppálagt aö snúa sér í
átt aö Mekka fimm sinnum á dag og
biðjast fyrir. Múslímar eiga einnig
að borga nokkurs konar eignarskatt
sem rennur tfl góðgerðarmála og
fasta einn mánuð á ári, Ramadan.
Fimmta stoð íslams er pílagríms-
ferð tO Mekka, ef efni og aöstæður
leyfa, en Múhameð fór einmitt í pOa-
grímsferð til fæðingarborgar sinnar
skömmu fyrir dauða sinn. Engin
maður er þó minni fyrir guði þótt
hann fari ekki í pOagrímsferö en
launin eru víst í paradís.
Flestir pílagrímamir koma með
flugi tO Jedda í Saúdí-Arabíu þaðan
sem þeir eru fluttir með rútum til
Mekka en einungis múslímar mega
fara inn í borgina. Margir pílagrímar
byrja einnig eöa enda ferð sína í
Medina þar sem Múhameð dó. Píla-
grímaferðirnar eru afltaf farnar í
sama mánuði, eftir tímatali múslíma,
en þar sem ár þeirra er styttra en
sólaráriö færast ferðirnar tO eftir
vestrænu tímatah.
Sköllóttir
í hvítum lökum
Ýmsar venjur hafa myndast í
kringum pílagrímaferðirnar. Allir
sem í þær fara þurfa tO dæmis að
klæðast hvítum, ósaumuöum klæð-
um og því er hefðbundinn klæðnaður
pflagríma tvö hvit lök eða stór hand-
klæði. Þetta er gert tO að undirstrika
að allir eru jafnir fyrir guði, ríkir sem
fátækir. Pílagrímarnir raka einnig
hárið af höfði sér og dýrum er slátrað
og kjötinu dreift meðal fátækra.
Fólkið safnast saman í hoflnu Kaaba
í Mekka, biður saman og gengur í
kringum svartan stein sem er í miðju
hofsins. Inni í hofinu er einnig upp-
spretta sem tengist sögu Abrahams
og fólk fyllir þar flöskur með heOögu
vatni, svokölluðu Zamzam.
Hátindur pílagrímaferðanna er þó
rétt fyrir utan Mekka á fjallinu Arar-
at. Þar flutti Múhameð sína síðustu
prédikun en sagan segir að Adam og
Eva hafi búið þar eftir brottrekstur-
inn úr Paradís. Við sólarupprás
standa aOir pOagrímarnir upp sem
einn maður og biðja saman á helg-
asta augnabliki lífs síns.
„Þetta er andleg hreinsun og
syndaaflausn fyrir guði. Þama eru
alhr jafnir. Það skiptir engu hvort
maöurinn er hvítur eða svartur, fá-
tækur eða ríkur. Samkenndin sem
menn finna og bræðralagið sem
myndast er ólýsanlegt. Það jafnast
ekkert á við þessa tilfmningu,“ segir
Ibrahim, olíuverkamaður frá Dahar-
an í Saúdí-Arabíu, vafinn í hvítt lak,
á leið í sína fjórðu pOagrímsferð.
Hilke Jakob, yfirflugfreyja hjá Atlanta:
Þá hafði maðurinn dáið skömmu eftir flugtak
Brynhildur Ólafedóttir, DV, Saúdi-Arabíu:
„í einni fyrstu ferðinni minni með
pOagríma var mjög lasburða, gamaO
maður borinn um borð,“segir Hilke
Jakob, yfirflugfreyja hjá Atlanta
flugfélaginu í MosfeOsbæ.
„ Hann var settur í sæti og breitt
yfir hann. Ég bar til hans mat sem
hann snerti aldrei og bauð honum
kafli og eitthvað að drekka en mað-
urinn sem sat við hliöina á honum
benti mér bara í burtu. Þegar við
lentum þá sátu þessi ganOi maður
og maðurinn við hhðina á honum
sem fastast. Ég ætlaði að aðstoða þá
út en þá kom í þós aö gamO maöur-
inn var dáinn og hafði sennOega dáið
stuttu eftir flugtak.
Maöurinn sem sat við hOöina á
honum var honum aOs óskyldur en
hafði tekið það á sig að hugsa um
gamla manninn og beið um borö í
vélinni þar tO hann var sóttur og fór
með honum út. Mér varð mikið um
þetta og fór tíl flugstjórans sem var
frá Súdan. Hann útskýrði fyrir mér
að þetta væri aflt í lagi og ég skyldi
ekki hafa áhyggjur af þessu. Hugsun-
arhátturinn væri annar. GamO mað-
urinn hafði komist tO Mekka í sína
pílagrímsferð og þaö. var allt sem
hann vOdi. Hann var kominn í sælu-
ríkið og eftir það gat hann dáiö
ánægöur."
Missti fóstur um borð
Hilke er stödd í Saúdí-Arabíu en
Atlanta hefur gert samning, meðal
annars um pOagrímaflug, við ríkis-
flugfélagið þar í landi. Hilke hefur
yfirumsjón með um 140 flugOöum í
Jedda í Saúdí-Arabíu, þar af tugum
íslendinga.
„Pílagrímar eru afskaplega elsku-
legt fólk og þetta starf er mjög gef-
andi. Maöur hittir fólk sem er þakk-
látt fyrir aOt sem maður gerir fyrir
þaö, hvem vatnsdropa sem það fær
og klappar manni í bak og fyrir.
Ég man eftir einni konu sem missti
fóstur í flugvéOnni. Við reyndum aö
gera það sem viö gátum og fengum
mikið þakklæti í staðinn. Það er í
raun sama hvort maöur kemur með
plástur eða höfuðverkjatöflu. Þau
verða svo þakklát fyrir að maður
skflur að þau eiga bágt og reynir aö
veita þeim einhveija aöstoð."
Skrýtin tæki
Hilke hefur unnið við pOagríma-
flug frá 1988 og segir að þrátt fyrir
að mikfll munur sé á pílagrímum
eftir því hvort þeir koma frá Afríku,
Asíu eða Evrópu þá hafi tfl dæmis
pOagrímar frá Afríku ekki mikið
breyst frá þvi hún byijaði.
„Þetta fólk lifir sínu lífi og það
breytist ekkert við að stíga um borð
í flugvél. UndantekningarOtið er
þetta í fyrsta skipti sem það kemur
í flugvél og velflestir hafa aldrei séð
klósett. Þeir koma inn og kíkja á kló-
settin, alveg furðu lostnir og hafa
ekki hugmynd um hvemig á að nota
þessi skrítnu tæki. Það fer í mig ef
það þarf að þrífa klósettin eftir Evr-
ópubúa því þess ætti ekki að þurfa,
en maður horfir öðrum augum á
hlutina þegar verið er að flytja píla-
gríma annars staðar frá þar sem
hefðimar em aðrar.
Ég verð að segja að ég er hissa á
hvað íslensku flugOðarnir taka þessu
öflu saman vel. Það er sama hvað
gerist, þeir láta sig hafa það að þrífa
upp kúk og piss eins og ekkert sé.
Mér fmnst íslendingar skara fram
úr í þessum efnum því það kemur
þeim ekkert á óvart. Þeir ganga í
verkin án þess að velta sér upp úr
þeim. Ef þeir taka að sér svona verk-
efni þá vinna þeir þaö möglunar-
laust.“
Með eldhúsinnrétt-
ingar í farteskinu
Að sögn Hilke er skipulagið á píla-
grímaferðunum betra núna en þegar
hún var að byija í þessu starfi. Áður
þurfti kannski að bíða klukkutímun-
um saman eftir farþegunum á meðan
verið var að smala þeim saman úr
öllum áttum. Handfarangur píla-
grímanna á leiðinni tfl baka hefur
líka verið vandamál. Fólk kaupir
ótrúlegustu hluti 01 að taka með sér
heim. Sjónvarpstæki, potta og pönn-
ur og jafnvel heOu eldhúsinnrétting-
arnar. Þær flugvélar sem notaðar
eru í pílagrímaflugið líta líka oft mjög
illa út á eftir. Sætin eru skítug og
ónýt, sætisvasamir hanga niður og
klósettin eru að detta í sundur. Að
sögn Hilke er það ein meginástæða
þess aö ríkisflugfélagið í Saúdí-
Arabíu notar ekki eigin flugvélar í
pOagrímaflugið.
Margir snúa
aldrei aftur
Hilke segist Ota sömu augum á pOa-
grímaferðir múslíma nú og kross-
ferðirnar sem kristnir menn fóru tíl
Jerúsalem á miðöldum.
„Mitt sjónarmið er að þetta sé svip-
að. Mér finnst músOmar vera á svip-
uðu stigi í sínum trúmálum og
kristnir menn voru fyrir um 500
árum. POagrímarnir leggja á sig
mjög erfiða ferð. Þeir þurfa oft að
ganga dögum saman bara til aö koma
sér á flugvölOnn. Síðan bíða þeir eft-
ir aö komast um borð í véOna og eru
þá orðnir svangir og þyrstir. Flug-
ferðirnar til baka eru svo aOtaf erfið-
ari. Þá hrynur fólk niður, það er
þreytt, með einkennOegan hósta og
jafnvel veikt. Margir af þessum pfla-
grímum er mjög gamalt fólk sem
hefur safnað aOa ævi fyrir þessari
ferð og maður sér á sumum að þeir
koma aldrei tO baka. En þetta er
bara svona," segir HOke.
I
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
39
Þuríður Siguröardóttir, söngkona og flugfreyja í Saúdí-Arabíu:
Stundum í vandræðum
með ofstækismennina
Þuríður Sigurðardottir i fullum skrúða. Grunur leikur á að íslenskt höfuð sé undir köflótta dúknum við hliðina á henni.
aö þær mega hvergi vera. Konur
hérna eru til dæmis oft mjög feitar.
Þaö er hreinlega vegna þess að þær
hafa engin tækifæri tO að hreyfa sig
og ekkert annað að gera en hittast í
heimahúsum og borða.“
Fagnaðarlæti
við aftökur
„Hins vegar er maður mjög örugg-
ur héma og ég hef aldrei fundið fyrir
því að ég þyrfti að halda fastar um
budduna mína enda er mjög strangt
tekið á því ef fólki verður á í mess-
unni. Fólk missir höndina fyrir
þjófnað og fyrir tveimur vikum voru
fjórir líflátnir fyrir heróínsmygl.
Fólk er líflátið hér fyrir opnum tjöld-
um. Þeir sem eru strangtrúaðir
sækja í þessar athafnir og það bijót-
ast út fagnaðarlæti við hveija af-
töku,“ segir þuríður.
„Ég hef mikið reynt að setja mig
inn í hugarfariö hérna en oft á tíöum
held ég að við lokum svohtið fyrir
tengsl við fólkið. Friðrik, maðurinn
minn, kom í heimsókn hingað og við
fórum niður í bæ og keyptum á hann
arabískan höfuðbúnað, rauðköflótt-
an klút og tilheyrandi. Hann setti
búnaðinn upp og við gengum af stað.
Við vorum ekki alveg viss um hvern-
Brynhildur Ólafedóttir, DV, Saúdí-Arabíu:
„Stundum lendir maður í vand-
ræðum meö ofstækismennina sem
ekki vfija horfa í augun á konum og
vfija ekki að konur snerti sig. Það
getur verið erfitt að sinna öryggis-
gæslu um borð í flugvélunum við
þær aðstæöur. Þá þarf oft að beita
lagni, til dæmis þegar þarf að hjálpa
og kenna fólki að festa öryggisbeltin.
Maður þarf sífeflt að vera vakandi
og minna sjálfan sig á að maður er
í landi sem setur aflt aðrar kröfur
um siðgæði. Þetta er svo ofboöslega
ólíkt þvi sem við eigum aö venjast.
Hins vegar eru þetta oftast mjög
elskulegir farþegar og maður er bú-
inn að hitta mikið af góðu fólki. Ég
sé til dæmis mun á ftúlorðnu fólki
hér eða heima. Það er sama hvað
landið heitir, maður uppsker eins og
maður sáir. Þetta er fólk sem búið
er að lifa sitt og maður fær mikið af
hlýjum kveðjum og notalegu við-
móti, klapp á öxhna og blessun í bak
og fyrir. Ef Guð er AOah eöa AOah
er Guð þá hlýtur maður að eiga
greiöan aðgang að hinu guflna hliði,“
segir Þuríður Sigurðardóttir, flug-
freyja, söngkona og dagskrárgerðar-
maður meö meiru.
Flugið kitlar
Þuríður er þessa dagana í Jedda í
Saúdí-Arabíu að vinna sem flug-
freyja í pílagrímaflugi fyrir Atlanta
flugíélagið í Mosfellsbæ.
„Ég bytjaði að fljúga árið 1973. Þá
var ég búin að syngja á veitingastöð-
um í Reykjavík nánast á hveiju
kvöldi í fimm ár og fannst ég þurfa
að prófa eitthvað nýtt. Guðni í Sunnu
var að skipuleggja sumarferðir og
ætlaði aö nota spænskt leiguflugfélag
til að flytja farþega frá íslandi og þá
vantaði íslenskumælandi flugfreyju.
Það er ekki oft sem maður kemst í
þetta starf út á íslenskuna en ég fór
á mitt fyrsta flugfreyjunámskeið á
Spáni og var þar eitt sumar. Það
æxlaðist svo þannig að ég fór að
fljúga á sumrin og syngja á vetuma.
Þessi vinna mín við flugfreyjustarfið
jókst svo smám saman þar tO ég byrj-
aði hjá Arnarflugi og árið 1981 varð
þetta mitt aðalstarf.
Það var mjög sárt að sjá á eftir
Amarflugi. Þá lokaðist eitthvað inni
1 manni og ég hélt aö ég ætti aldrei
eftir að fara út í þetta aftur. En flug-
ið kitlar aOtaf. I fyrstu sótti ég um
hjá Atlanta af rælni en svo var ég
farin að sækja það fast. í upphafi
ætlaði ég að vera í fjórar vikur í
Saúdí-Arabíu en það hefur dregist
því það hefur verið þörf fyrir fólk
með reynslu og þekkingu á svæð-
inu.“
Klöngrast
upp á klósettin
Þuríður hefur áður unnið við píla-
grímaflug í Saúdí-Arabíu. Árið 1983
flaug hún á vegum Amarflugs með
farþega frá Líbíu í Norður-Afríku til
Jedda og árið 1986 var hún staðsett
í Jedda.
„Pílagrímaflug frá einu landi til
annars er mjög óOkt. Það er gjörólíkt
að fljúga með pflagríma frá Suður-
Pakistan eða Casablanca í Marokkó.
Þetta em svo ólíkir þjóðernishópar
að það er engu saman að jafna. Að
vísu em klósettin víða vandamál
vegna þess aö fólkið kann ekkert að
nota þau. Það sem afiir tala fyrst um
þegar minnst er á pOagrímaflug eru
einmitt klósettin og áður en ég flaug
fyrst var búiö að hræöa okkur upp
úr skónum með að þrifnaður væri
af skomum skammti. Verst er þegar
fólk er að klöngrast upp á klósettin
tO að gera þarfir sínar. Stór stykki
lenda þá ekki alltaf á sínum stað.
Þaö var annars búið að vara okkur
við ýmsu varðandi arabalöndin,
meðal annars aö við þyrftum að hylja
ökkla og olnboga. Við vorum hins
vegar bara í okkar einkennisfatnaði,
pOsum og stuttermablússum. Ég
man eftir því þegar ég stóð í dyrun-
um á flugvélinni, tilbúin í fyrsta flug-
ið mitt frá Líbíu. Stór hópur af kon-
um kom hlaupandi í áttina að vélinni
með einkennilegum hljóðum. Ég hélt
að nú væri þetta búið, að þær ætluðu
í mig út af stutta pOsinu og blúss-
unni. Þegar til kom vom þetta fagn-
aðarlæti, nokkurs konar hátíðni-
hljóð sem þær mynda með því að
sveifla tungunni uppi í gómnum svo
úr veröur ofsalegur hávaði. í hveiju
flugtaki og lendingu mynduöu þær
þetta hljóð. Ég er búin að reyna mik-
ið tO að ná þessu en hef aldrei getað
gert þetta eins hátt og þær. Ég varð
hins vegar aldrei vör við aðkast út
af búningnum," segir Þuríður.
Þuríöi er ýmislegt fleira til lista lagt
en að syngja, stjórna útvarpsþáttum
og fræða fólk um umferðina. Hún
teiknar nefnilega listavel, eins og
sjá má á meðfylgjandi teikningu
sem þarfnast ekki nánari útskýringa.
Svartklæddar veröa þær að vera,
konurnar, sem láta sjá sig úti á götu.
Þessi búningur nefnist abaya. Þarna
eru tvær íslenskar flugfreyjur að
spóka sig í borginni.
í svartri
skikkju, með blæju
Flugfreyjur Atlanta í Jedda klæð-
ast sérstökum einkennisfatnaöi viö
vinnuna: buxum, síðri mussu og
slæðu sem hylur hárið. Á almanna-
færi verða einnig allar konur í
Saúdí-Arabíu, hvort sem þær eru
músOmar eða ekki að klæöast svo-
kölluðu abaya sem er síð, svört
skikkja og hylja háriö með svörtu
sjali. Þuríður segir ástandið í Saúdí-
Arabíu hafa breyst mikið frá því hún
kom þangað fyrst árið 1986.
„Þá vorum við bara í pOsi og blússu
í vinnunni og fórum niður í bæ í
gallabuxum. Núna dytti mér ekki í
hug að fara út af hótelinu öðruvísi
en í abaya. Ég varð heldur aldrei vör
við trúarlögregluna í þá daga. Svo
virðist sem Persaflóastríðið hafi
breytt hlutunum mikið og orðið tfl
þess aö menn halda betur utan um
trúna en áður.
Það er reyndar mjög einkeniúlegt
varðandi þennan klæðaburð að mað-
ur er fljótur að aölagast þessu. Ég er
sannfærð um að mér Oði Ola að fara
niður í bæ venjulega klædd eftir að
hafa komist upp á lag með að setja
svarta slæðu yfir höfuöið. Það sést
hins vegar strax að viö erum Evrópu-
konur því við bindum slæöumar ekki
eins fast og erum ekki með andOtið
huOð eins og þær innfæddu. Manni
finnst alveg ótrúlegt að konur skuO
sætta sig við að vera svona klæddar.
Þetta dregur í sig hitann og það er
ekkert grín að vera með blæju fyrir
andOtinu, það er ég búin að prófa. Það
sést svo sem ágætiega í gegnum slæð-
una en þetta er óþægOegt og það er
erfitt að tala við konur svona klæddar
því maður sér engin viðbrögð.
Annars er misjafnt eftir arabalönd-
unum hvernig konur klæða sig. Hér
eru þær svartklæddar frá hvirfli til
ilja en í Kúveit skreyta þær sig með
hvítu eöa grænu klæði fram á ennið.
í Líbíu eru konurnar klæddar hvítri
skikkju og svo eru sumar hirðingja-
konur frá Persaflóanum með nokk-
urs konar stálgrímu fyrir andlitinu."
Konurmega
ekki keyra
i Saúdí-Arabíu er margt ólíkt þvf
sem íslendingar eiga að venjast.
Áfengi er stranglega bannað af trúar-
ástæðum og svínakjöt sömuleiðis.
Þuríður vann hjá Umferðarráði sið-
asta vetur sem dagskrárgerðarmað-
ur en í Saúdí-Arabíu mega konur
ekki einu súini keyra bfl.
„Þaö er ýmislegt svona sem manni
finnst alveg fáránlegt og mjög erfitt
að sætta sig við. Ég er sannfærð um
að það stendur konum fyrir þrifum
ig fólk myndi taka þessu, verða
móðgað eða hvað. Þetta vakti hins
vegar mikla kátínu og fyrir vikið
fengum við mikið af kveðjum, menn
hlógu og klöppuðu honum á öxl. Ég
held að ég hafi aldrei séð jafnmarga
araba brosa og hafa eins gaman af
einhveiju og þama. Þetta sýnir að
maður veit í raun aldrei hvemig
maður á að haga sér héma.“
Vatn í kristalsglösum
Að sögn Þuríðar eru andstæðurnar
í saúdí-arabísku þjóðfélagi einmitt
mjög miklar og eftirtektarverðar.
„Maöur uppOfir andstæðumar í
þessu landi svo glöggt. Við fómm til
dæmis út að borða á mjög góðan veit-
ingastað sem sérhæfir sig í sjávar-
réttum. Þetta er yndislega róman-
tískur staöur meö silkidamaskdúka
á borðum, kristalsglös og borðbúnað
úr postuOni og silfri. Áfengi er bann-
að í landinu og þjónninn kom með
vatn í fínu kristalsglösin. Við höfum
aldrei áður séð heflt úr vatnsflösku
úr plasti með jafnmiklum elegans og
þarna. Maturinn var síðan borinn
fram á postulíns- og silfurfótum og
þar á meöal franskar kartöflur. Svo
var Libby’s tómatsósuflösku skeOt á
mitt borðiö. Svona er þetta hérna.
Annars vegar er gífurlegt ríkidæmi
og elegans og hins vegar fátækt og
Libby’s tómatsósuflaska.
Sömu andstæður er að finna þegar
kafað er við kóralrifin við ströndina.
í þessu landi em engir Otir. Konur
og karlar eru í svörtum og hvítum
klæðum og svo er bara sandur og
Otiaus hús. Síöan þegar maður fer
að kafa þá eru þar fiskar og kóralar
í öflum regnbogans Otum. Aö kafa
héma er ehis og detta inn í þá 1001
nótt sem við emm öO að leita að og
finna hana undir yfirborði sjávar.“
Dýrmætt tækifæri
„Það er dýrmætt tækifæri aö kom-
ast í svcna útgerð. Maður heimsækir
ekki þennan heimshluta sem feröa-
maður og hefði aldrei komist á þessa
staði nema í gegnum vinnuna. Með
opnum huga lærir maður margt um
menn og málefni. Þrátt fyrir tungu-
málaörðugleika finnur maður margt
sammerkt bæði hvað varðar almennt
viömót og trúarbrögðin. Það er ýmis-
legt sem við þekkjum þó að útfærslan
sé önnur,“ segir Þuríður.