Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ1993
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Lausn gátunnar
um Atlantis?
Bretland
Skáldsögur:
1. Robert Harris:
FatheHand.
2. Stephen King:
Gerald's Game.
3. Adam Thorpe:
Ulverton.
4. lain Banks:
The Crow Road.
5. Terry Pratchett:
The Carpet People.
6. Dick Francis:
Driving Force.
7. Joanna Trollope:
The Rector's Wife.
8. Toni Morrison:
Jatz.
9. Robert Ludlum:
The Road to Omaha.
10, Craig Thomas:
A Hooden Crow.
Rit almenns eðlis:
1. Ðrian Keenan:
An Evil Cradling.
2. Bill Bryson:
The Lost Continent.
3. R. Coltrane & G. Stuart:
Coltrane in a
Caddillac.
4. Andrew Morton:
Diana: Her True Story.
5. Peter Mayle:
Toujours Provence.
6- Bill Bryson:
Neither here nor there.
7. Laföi Fortescue:
Sunset House.
8. Benjamin Hoff:
The Tao of Piglet.
9. Timothy Good:
Alien Update.
10. Piers Paul Read:
Alive.
(Byggt é The Sunday Tlmes)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Johannes Motlehave:
Retur til Waterloo.
2. Anais Nin:
Henry & June.
3. Hanne Marie Svendsen:
Under solen.
4. Betty Mahmoody:
For mit barns skyld.
5. Herbjerg Wassmo:
Dinas bog.
6. Regine Deforges:
Sort tango.
7. Jostein gaarder:
Kabalemysteriet.
(Byggt á Politiken Sendag)
Eina heimildin um goðsagnaríkið
Atlantís, ríkt, voldugt og tæknilega
háþróað land sem á aö hafa sokkið í
sjó, er ófullgerð frásögn gríska heim-
spekingsins Plató. Hann kvaö sína
heimild samtal gríska sljómmála-
mannsins Sólons og prests í egypsku
höfuðborginni Sais á sjöttu öld fyrir
Krist.
Þessi saga hefur lengi vakið at-
hygh manna, enda hafa í tímans rás
komið fram fjölmargar ólíkar hug-
myndir um hvar Atlantis hafi verið
og hvers vegna þetta stórveldi hafi
hrunið svo skyndilega.
Það mun þó saxma sagnast að flest-
ir fræðimenn era þeirrar skoðunar
að sagan um Atiantis sé einungis
saga - þ.e. goðsögn eða skáldskapur.
Trójuborg
Engu að siður hafa ýmsir viður-
kenndir vísindamenn tekist á við
gátuna um Atiantis. Höfundur þess-
arar bókar er virtur sérfræðingur í
jarðfomleifaíræði við Cambridge-
háskólann. Hann kveðst hafa farið
að kanna frásögnina um Atiantis fyr-
ir hreina tilviljun fyrir nokkrum
árum og dottið niður á lausn sem
hann álíti mjög sennilega.
Niöurstaða Zanggers er mjög ein-
fóld. Hann telur aö frásögnin um
Atlantis sé í reynd lýsing á hinni
sögufrægu Trójuborg frá því veldi
hennar var mest um 1300 fyrir Krist.
Grikkir hafi verið hinir hörðu and-
stæðingar þessa volduga ríkis sem
hafi liöið undir lok af mörgum sam-
verkandi ástæðum, svo sem vegna
langvarandi styrjaldar, jarðskjálfta
og mikils flóös sem fylgdi í kjölfarið.
Umsjón:
Elías Snæland Jónsson
Hekla og loftslagið
Hann telur vísindamenn í landa-
fræöi og fornleifafræði hafa fram að
færa margvíslegar sannanir fyrir
slíkum náttúruhamfórum einmitt
um þetta leyti.
Einn þeirra atburða sem hann
nefnir þar sem dæmi snertir íslend-
inga; sum sé mikið gos í Heklu í
kringum 1159 fyrir Krist en þaö hafi
verið svo öflugt að loftslag og veður
hafi breyst verulega.
Auk slíkra atburða rekur hann
einnig hvernig efnahagslegt hrun
hafi átt sér stað á öllu þessu svæði
um þetta sama leyti. Allt hafi þetta
hjálpast að við að búa til þjóðsöguna
um Atiantis.
Höfundurinn birtir í bókinni frá-
sögn Platós og fer síðan ítarlega ofan
í söguna og ber saman við niðurstöö-
ur rannsókna landfræðinga, fom-
leifafræðingar og annarra sérfræð-
inga á því hvemig löndin við Eyja-
hafiö litu út fyrir 3-4 þúsund árum.
Hann reynir þannig að nota þekk-
ingu fræðimanna til að leysa gátuna.
Með opnum huga
Zangger ber rannsóknir sínar og
niðurstöður saman við frægt rit
Charles McLarens frá árinu 1822 en
þar færði hann afar sterk rök fyrir
því að hin foma Trójuborg hlyti að
vera á hæðinni Hisarlik. Kenning
hans hafði engin áhrif fyrr en fimm-
tíu árum síðar þegar Schhemann fór
að grafa í Hisarlik og fann borgina
nákvæmlega þar sem McLaren hafði
sagt að hún hlyti að vera.
Þótt höfundurinn sé út af fyrir sig
sannfæröur um að hann sé með rétta
lausn gátunnar þá er hann enginn
einstefnumaður. Þvert á móti endar
hann bókina á því að telja upp öll
þau helstu rök sem mæh á móti
kenningunni um að sagan af Atiantis
sé í reynd frásögn af hinni sögufrægu
Trójuborg sem Hómer gerði ódauð-
lega. Það er svo lesandans að velja
og hafna.
THE FLOOD FROM HEAVEN.
HÖFUNDUR: EBERHARD ZANGGER.
PAN BOOKS, 1993.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Jobn Grísham:
The Pelican Brief.
2. Sue Grafton:
,,l" Is for Innocent.
3. John Grisham:
The Firm.
4. Michael Crichton:
Jurassic Park.
5. Danielle Steel:
Jewels.
6. John Grisham:
A Tlme to KUI.
7. Terry McMillan:
Waiting to Exhale.
8. Anne Rice:
The Witching Hour.
9. Dean Koontz:
Shadowfires.
10. Jude Deveraux:
Sweet Liar.
11. Amanda Quick:
Dangerous-
12. W.E.B. Griffin:
The Assassin.
13. Sandra Brown:
French Silk.
14. Maya Angelou:
On the Pulse of
Morning.
15. Michael Crichton:
Rising Sun.
Rit almenns eðlis:
1. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
2. M. Scott Peck:
The Road Less
Travetted.
3. Peter Mayle:
A Year in Provence.
4. Maya Angelou:
I Knowwhy the Caged Bird
Sings.
5. Ðeborah Tannen:
You just Don't
Understand.
6. Ross Perot:
Not for Sale at Any Price.
7. Gloria Steinem:
Revolution from
within.
8. Susan Faludí:
Backlash.
9. Nancy Friday:
Women on Top.
10. R. Marcinko & J. Weisman:
Rogue Warrior.
{Byggt á New York Tímes Book Revíew)
Vísindi
Eftir tvö ár veröur komið á mark-
aðlnn tölvustýrt heyrnartæki sem
útilokar óæskileg bakgrunnshljóö.
Tölvustýrt
heymartæki
Norskur prófessor hefur ásamt að-
stoðarmönnum sínum þróað tölvu-
stýrt heymartæki. Erfiðasti vand-
inn var að velja og efla æskileg hljóð
og samtímis útiloka allan hávaða
eins og venjulegt mannseyra gerir.
Notendur venjulegra heymartækja
kannast vel við píp eða óæskilegan
bakgrunnshávaða frá umferð og
fólki.
Norski prófessorinn, Asbjorn
Krokstad, segir að með tölvustýrða
heymartækinu muni hinn heymar-
skerti nema hljóðin betur. Notendur
muni á vissan hátt fá átta heyrnar-
tæki í einu. Með því aö þrýsta á
hnapp sé hægt að skipta á mitli sam-
tals við matarborð og fyrirlesturs,
bæjarferðar eða göngutúrs út í nátt-
úruna. Hægt verður að finstilia átta
atriði eftir þörfum hvers og eins.
Gert er ráð fyrir að tækið verði
komið á markað eftir tvö ár.
Bamakon-
um hættara
við hjarta-
sjúkdómum
Bandarískir vísindamenn segjast
hafa komist að þeirri niðurstöðu að
konum, sem hafa gengið með böm
aö minnsta kosti sex sinnum, sé
hættara við hjartasjúkdómum en
öðmm. Rannsakaðar vom um fimm
þúsund konur og niöurstaða rann-
sóknarinnar er sú að um 70 prósent
meiri líkur em á hjartveiki hjá kon-
um sem hafa verið bamshafandi sex
sinnum eða oftar en hjá þeim sem
aldrei hafa gengið með böm.
Það virtist ekki skipta máh hvort
konumar vom útivinnandi eða
ekki.
Sólin sker úr
um ævitím-
ann
Geislastyrkur sólarinnar á fæð-
ingarári móður hefur greinileg áhrif
á ævitíma bamanna. Þetta er niður-
staða rannsóknar við Michigan há-
skólann í Bandaríkjunum.
Rannsakaöur var ævitími 7552
bandarískra þingmanna sem vom
fæddir milli 1750 og 1900. Með því
að bera saman ákveðnar staðreynd-
ir varðandi ævitímann komust vís-
indamennimir að því að meðalævi-
tími þingmannanna reyndist ganga
íbylgjum.
Þeir sem fæddir vom 1752 náðu
lægri meðaltalsaldri en þeir sem
fæddust 1753. Síðan hækkaöi meðal-
ævitíminn og náði hápunkti hjá
Tengsl eru milli fjölda sólbletta og
ævltima.
þeim sem fæddust 1963 en seig síðan
aftur.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknarinnar er hinn bylgjubundni
ævitími greinilega í tengslum við
fjölda sólblettanna en fjöldi þeirra
virðist stíga og hníga á 11,7 árum.
Sólblettirnir era tiltölulega svöl
svæöi á yfirborði sólar sem líta út
eins og dökkir blettir gagnstætt við
bjart umhverfið. Styrkur hinna
ýmsu tegunda sólarorku sem nær
til jaröar er háður fjölda sólbletta.
Því fleiri blettir því sterkari geislar.
Með því að bera saman báðar
bylgjurnar, annars vegar sólar og
hins vegar ævitíma, komust rann-
sóknaraðilamir að því að ekki er
um beint samband aö ræöa. Hins
vegar er um greinilega fylgni að
ræða þegar stillt er saman fæðing-
arámm þingmannanna í tengslum
viö virkni sólar 20 ámm fyrir fæð-
ingu.
Vísindamennimir komust aö
þeirri niðurstöðu aö væm mæöur
þingmannanna fæddar þegarfj öldi
sólbletta væri sem mestur dæju þeir
almennt 2 til 3 ámm fyrr en þeir sem
ættu mæður fæddar á þeim tíma
sem virkni sólar var lítil.
Að mati vísindamannanna gæti
hugsanleg orsök verið áhrif sólar á
eggfmmur móðurinnar sem mynd-
ast við fæðingu. Mjög mikil virkni
sólar gæti hafa skaðað alvarlega
genin í eggfrumunum.
Bækistöð á
tunglinu
Bandaríska geimvísindastofnunin
NASA hefur nú kynnt áætlanir um
tunglferðir og er takmarkið aö
bækistöð verði reist á tunglinu fyrir
árið2010.
Fyrsta skrefið verður að senda tvo
ómannaða gervihnetti til tunglsins,
jafnvel þegar 1995. Eiga þeir að finna
besta staðinn fyrir fyrstu tunglstöð-
ina. Því næst verður tunglstöðin
send ómönnuð með eldflaug.
Fyrstu geimfararnir eiga að dvelja
á tunglinu í 45 daga við rannsóknar-
störf. Vonast vísindamenn til aö
tunglstöðin verði áfangi á leiðinni
tilMars.
Tengsl milli
lífsstíls og
beinbrota
Brypjólfur Jónsson bæklunarsér-
fræðingur vinnur nú að doktorsrit-
gerö þar sem hann sýnir fram á
tengsl milli lífsstíls fólks og hætt-
unnar á að beinbrotna.
Brynjólfur hefur rannsakað kon-
ur og karla á aldrinum 40 til 80 ára
í Malmö og sveitarfélaginu Sjöbo í
Svíþjóð. Þeir sem búsettir em í
Sjöbo brotna sjaldnar en þeir sem
búa í Malmö. Mismunurinn er eink-
um áberandi hjá öldmðum konum.
Þær sem búa í borginni brotna tvö-
Landsbyggðarkonur eru með sterk
bein.
falt oftar en konurnar á landsbyggö-
inni. Skýringin er sú aö landsbyggð-
arkonumar hafa eða hafa haft
vinnu sem krefst meiri líkamlegrar
orku auk þess sem þær em virkari
ífrítímasínum.
Landsbyggðarkonur um fertugt
eru hins vegar famar að taka upp
lífsstíl borgarbúa og telur Brynjólf-
ur að hætta sé á að beinbrot séu
jafnalgeng hjá konum í borgum og
sveitum um þrítugt.
Umsjón
Ingibjörg Bára
Sveinsdóttir