Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Qupperneq 20
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ1993
Er Spielberg að fullorðnast?
- Schindler's list er dramatísk kvikmynd sem tekin er að mestu í svarthvítu
Útiatriði tekin
í Krakow
Steven Spielberg hefur ekki haft
Steven Spielberg við tökur á Schindler’s List í Krakow. Með honum á myndinni er Ben Kingsley sem leikur
annað aðalhlutverkið.
Frá því í febrúar og fram í maí var
Steven Spielberg í Póllandi viö tök-
ur á nýjustu kvikmynd sinni
Schindler’s List. Fjallar kvikmynd-
in um þýska iðnjöfurinn Oscar
Schindler sem talinn er hafa bjarg-
aö 1000 gyöingum frá gasofnum
gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni.
Schindler’s List er óraveg frá
flestum kvikmyndum Spielbergs
enda fæst hann í fyrsta skipti viö
raunverulega atburði. Ævintýra-
ljómi og oft tilfinninagsemi hefur
fylgt kvikmyndum hans. Meira aö
segja fór hann mjúkum höndum
um The Color Purple, skáldsögu
sem gaf þó tilefni til annars. í
Schindler’s List kemst Spielberg
ekki upp með slíkt. Hann tekur á
alvarlegu máli, sem er ferskt í hug-
um margra og er einn af ljótustu
blettum mannkynssögunnar, hel-
för nasista gegn gyðingum í síöari
heimsstyrjöldinni.
það ekki með Jaws og ekki heldur
Michael Chricton með Jurassic
Park: Oft reyna rithöfundar að
breyta eigin texta, vegna þess að
þeir eru orðnir leiðir á viðfangsefn-
inu.“
Næstur til að reyna að skrifa
handrit var Kurt Luedtke, fyrrum
blaðamaður sem skrifaði handrit
að Absence of Malice og Out of
Africa. Luedtke lá yfir handritinu
í fjögur ár. Spielberg sagðist næst-
um hafa verið búinn að gleyma
verkinu þegar Luedtke skilaöi
handritinu ókláruðu og haföi að-
eins fullgert 30 blaðsíður. „Vand-
ræði Luedtke voru að hann átti
erfitt meö aö stytta söguna og var
það mest af persónulegum ástæð-
um, en hann er gyöingur." Spiel-
berg leitaöi næst til Tom Stoppard
sem sá sér ekki fært að taka að sér
verkið. Að lokum var það Steve
Zaillian, sem skrifaði haföi handrit
að Awakenings, sem gat komið með
handrit sem Spielberg sætti sig við.
Að mestu í
svarthvítu
Það hefur komið mörgum á óvart
sem unnið hafa með Spielberg við
gerð Schindler’s List hversu hug-
fanginn hann er af verki þessu.
Sjálfsagt er ein ástæðan sú að hann
er gyðingur og hefur því sterkar
tilfmningar til þeirra íjölda með-
bræðra sinna sem urðu fómarlömb
í helför nasista í seinni heimsstyrj-
öldinni. „Ég er að borga meö hjarta
mínu, ekki samvisku," segir Spiel-
berg. „Ég meina það í fullri alvöru
þegar ég segi að mig langaði að
gera þessa kvikmynd." En ástæðan
er einnig sú að Spielberg vili gera
góða, dramatíska kvikmynd sem
ekki er byggð á skáldskap.
Og víst er að Schindler’s List
verður prófsteinn á það hvort
Spielberg getur fullorðnast í list
sinni. Enginn efast um hæfileika
hans að skemmta fólki en er hann
leikstjóri listrænna kvikmynda?
Spielberg neitar því að Schindler’s
List sé hans fyrsta tilraun til aö
gera hstræna mynd. Hann svarar
aö bæði Duel og E.T. séu mjög hst-
rænar: „Ég var tahnn hstrænn
leikstjóri í Bandaríkjunum þar th
allir fengu leið á mér,“ segir hann
hlæjandi og vill alls ekki sam-
þykkja að Schindler’s List verði
eingöngu sýnd í litlum kvikmynda-
sölum.
Spielberg tekur vissa áhættu sem
felst meðal annars í því aö Schindl-
er’s List verður að langmestu leyti
í svarthvítu og er hún fyrsta banda-
ríska kvikmyndin af þessari stærð-
argráðu síðan Peter Bogdanovich
gerði The Last Picture Show 1971
sem er tekin í svarthvítu.
Það eru margir sem telja að það
hjálpi Spielberg að gera Schindler’s
iist raunsæja með því að hafa hana
í svarthvítu. Aðrir eru sannfærðir
um að útrýming gyðinga í seinni
heimsstyijöldinni fái þokukennda
og mjúka áferð hjá Spielberg. Það
var einmitt hræðsla við þetta sem
gerði það aö verkum að Alþjóðleg
samtök gyöinga mótmæltu því að
Spielberg fengi að kvikmynda inn-
an múra útrýmingarbúðanna í
Auschwitz. Fékk Spielberg aðeins
að kvikmynda fyrir utan búðirnar.
Steven Spielberg er meðvitaður
um þær háværu raddir sem segja
að hann hafi ekki þá hörku sem
þurfi til að takast á við kvikmynd
sem fjallar um helförina gegn gyð-
ingum. „Kvikmynd mín er ekki um
neinn dýrling en í bókinni er
Schindler nánast dýrlingur enda
bókin byggð á vitnisburði þeirra
sem Schindler bjargaði. í myndinni
er ég að lýsa iðpjöfri sem er nasisti
og hvernig hann fer aö því að gera
það sem hann gerði. Ég reyni að
gera þessa mynd mjög hlutlaust en
af því að nafn mitt er á myndinni
er gengið út frá því sem staðreynd
að tilfinningasemi ráði ferðinni."
Breski leikarinn Liam Neeson, til vinstri á myndinni, leikur Oscar Schindl-
er.
mörg tækifæri í myndum sínum til
að takast á við hið vonda í mann-
eskjunni. Að vísu hafa í myndum
hans verið litskrúðug illmenni en
þau hafa oftast verið langt frá raun-
veruleikanum. Undantekning er
The Color Purple. Spielbergs er og
verður ávallt minnst sem leikstjóra
sem hefur vakið upp bamið í okkur
öllum á rómantískan hátt.
Spielberg tekur langflest útiatrið-
in í Krakow og er áætlaður kostn-
aöur við Schindler’s List 23 milljón-
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
ir dollara. í gögnum um Schindi-
er’s List má sjá að talhlutverk í
myndinni eru 100 talsins og að það
þurfi að nota 30.000 statista og
18.000 búningar voru saumaðir.
Spielberg er nvjög annt um að allt
verði sem raunverulegast enda
búinn að vera lengi að undirbúa
myndina.
Schindler’s List er byggð á verð-
launabók eftir Thomas Kennelly.
Þar er sögö saga Gskars Schindler,
iðnjöfurs sem var meölimur í
þýska nasistaflokknum. Hann kom
til Póliands 1939, ákveðinn í að
græða á stríðinu en endaði með að
bjarga þúsund gyðingum frá út-
rýmingarbúðum nasista, með því
að ráða þá til vinnu í efnaverk-
smiðju sinni.
Aðalhlutverkin leika Liam Nee-
son, sem leikur Oscar Schindler,
og Ben Kingsley sem leikur Itzhak
Stem, bókara sem aðstoðaði
Schindler. Meðan á tökum stóð var
Spielberg enn að vinna við Jurrasic
Park sem fmmsýnd verður í
Bandaríkjunum á næstu dögum.
Spielberg sem kom með alla íjöl-
skylduna með sér til Póllands,
keypti lítið hótel fyrir utan
Krakow, lét breyta öllu og setti upp
loftnetsdiska í þeim tilgangi að vera
í beinu sambandi við myndverið í
Hollywood þar sem eftirvinnsla á
Jurassic Park var unnin. Þama gat
hann á kvöldin unnið við stórmynd
sína og fylgst með með allri khpp-
ingu og í raun gat hann stjórnað
aUri vinnu við Jurassic Park frá
PóUandi.
Eins og margir vestrænir leik-
stjórar hafa rekið sig á þá gUda
ekki sömu vinnubrögð í Austur-
Evrópu og í Bandaríkjunum. Þegar
hann var spurður um aöstöðuna í
PóUandi svaraöi að hann myndi
ekki sakna neins í Póllandi þegar
vinnunni lyki: „Andrúmsloftið á
Hópsena úr Schindier’s List en
mikill fjöldi statista tekur þátt i
myndinni.
tökustað er oftast þvingandi og
sjaldgæft að sjá fólk brosa.“
Erfið fæðing
Það var strax þegar Spielberg haföi
lokið við gerð E.T. að hann fór aö
huga að handritsgerð eftir Schindl-
er’s List. Fyrst fékk hann höfund
bókarinnar, Thomas Kennely, til
að skrifa handritið. Ekki var Spiel-
berg ánægður með útkomuna.
„Rithöfundar eiga oft í erfiðleikum
með að skrifa kvikmyndahandrit
eftir eigin verki. KenneUy er ekkert
einsdæmi. Peter Benchley tókst