Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 23 Nesbúhf. áVatnsleysuströnd: Eins og sex stjömu hótel Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjum: „Hænunum líður mjög vel hjá okk- ur. Þetta er eins og 5 eða 6 stjörnu hótel fyrir þær. Hvert búr er ætlað 6 hænum en við erum með þrjár í hveiju. Þetta kostar allt mikla pen- inga og getur seint skilað sér í öÚum þeim hardaga sem er í þessari grein í dag,“ sagði Sigurður Sigurðsson eggjabóndi, eigandi Nesbús hf. á Vatnleysuströnd, í samtali við helg- arblað DV. „í upphafi var ætlunin að fara í minkarækt en þegar við vorum að spá í spihn gekk mjög illa í þeirri grein. Þá fórum við út í að framleiða egg. Það er mjög gaman að eiga við þetta. Þetta er orðin meiri hugsjón en business í dag. Við eram núna með um 5000 fermetra undir starf- semina en byrjuöum í 500 fermetr- um.“ Það eru tvær fjölskyldur sem eiga og reka Nesbú hf. á Vatnleysuströnd, fjölskyldur Ólafs Jónssonar og Sig- urðar Sigurðssonar. Hlutafélagið var stofnað árið 1971 og hafa þeir félag- amir byggt upp eggjabúið í 22 ár. Eggin eru seld um allt land í dag. Nesbúið á Vatnsleysuströndinni hefur unnið til margra verðlauna og fengið viðurkenningar fyrir gott skipulag og þrifnað, utan húss og innan. Eggjabændur og dýralæknar frá öðrum löndum hafa komið að skoða eggjabúið. Vantaði eitthvað milli vakta „Þetta átti bara að vera svona aukabúgrein eða hobbí hjá okkur Ólafi. Annar okkar starfar hjá slökkvihðinu á Keflavíkurflugvehi og ég hjá Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvehi. Við unnum báðir vakta- vinnu þegar við byrjuðum og vantaði eitthvað að gera á mihi vakta. Síðan hefur þetta þróast hjá okkur. Við byrjuðum með 500 hænur í upphafi og þetta hefur bara þróast í stærra bú. Það er nú orðið annað stærsta bú á landinu með 35000 varphænur og 25000 í uppeldi og síðan stofn sem er um 3000 hænur en stofninn er fluttur í upphafi frá Noregi.“ Þeir félagar skipta út, eins og það er kallað, einu sinni á ári. Þá þrífa þeir húsin eftir varptímabihð sem er eitt ár, en þá er hænunum fargað og aðrar settar inn í staðinn. Ein hæna skhar um 250 eggjum á ári. Hjá Nesbúinu starfa um 12 manns. Þar er sjálfvirknin í fyrirrúmi og má nefna að hænan verpir á vírnet sem hahar út að færibandi. Þangað kemst eggið ekki fyrr en það er orðið þurrt. Síðan rennur það að hreinsunar- og gegnumlýsingarborði og þaðan í pökkunarsal. Það er aldrei skítur undir hænunum þar sem sjálfvirkur hreinsibúnaður sér um aö halda búr- inu hreinu. Skíturinn fer beint af bandinu og út á bh sem er fyrir utan húsin. Þetta er aðeins brot af þeirri sjálfvirkni sem er fyrir í húsinu. „Við höldum eggjabúinu svo hreinu að ekki er nauðsynlegt að þvo eggin. Engin egg, sem fara út á neyt- endamarkaðinn frá okkur, era þveg- in áður. Þau era sett beint í bakk- ana, þannig að þau halda sínu ghdi eins og þau koma frá hænunni. Það er talað um það að þau missi gæði við þvott. Séu einhver eggjanna óhrein tökum við þau frá og þvoum. Þau egg eru sett í bakaríin og notuð þar. Gæði eggjanna byggjast að miklu leyti á þrifnaði. Hehbrigði dýranna hefur mikið að segja og við reynum að halda því í lagi með góðri loftræst- ingu, góðu fóðri, góðu vatni og þrifn- aði,“ sagði Sigurður. Sigurður Sigurðsson, annar eigenda eggjabúsins Nesbús á Vatnsleysuströnd. Hér er tvímælalaust komin besta lausnin við hreinsun bletta og óhreininda úr fatnaði og efnum. Erfiðustu blettir verða leikur einn með BIO SPOT og má þar nefna olíur, grasgrænu, blóð og önnur efni sem ekki fara úr við venjulegan þvott. íslenskar leiðbeiningar eru á brúsanum. -til blettahreinsunar- Við skorum á þig að prófa HAGKAUP gœði úrval þjónusta sbrauð MYLLAN íslensk og ódýrari! Kynningarverð til 17. júní. Myllu hvítlauksbrauð fást bæði gróf og fín. Þau eru ómissandi með öllum mat x Y'X HV TLAUKSdRAUD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.