Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 5. JÚNl 1993 Dagur í lífí Óskars Vigfússonar, forseta Sjómannasambands fslands: Hættur að reykja eftir fjörutíu ár „Ég vaknaði eins og venjulega klukkan hálfátta og byijaði á að fá mér hinn venjulega morgunverð sem er ekki nema ein brauðsneið og tebolh. Að sjálfsögðu fylgdi mik- il löngun í nikótín sem ég hef brúk- að í fjörutíu ár. Ég er hins vegar hættur að reykja og því kannski svoUtið hvefsinn við mína nánustu á morgnana. Ég fór til vinnu minnar inn í Reykjavík, nánar tiltekið á skrif- stofu Sjómannasambands íslands, rétt fyrir níu. Ég hóf vinnudaginn á að kynna mér bréf frá einu ágætu og nýstofnuðu apparati í sjávarút- veginum - aUtaf verið að stofna ný apparöt - sem er Fiskistofa. Spurt var um ástæðu fyrir því að við höfðum skrifað okkar sambandsfé- lögum bréf þar sem við fórum fram á að þau hafni öllum tilfærslum á kvóta á miUi skipa. Þetta bréf okk- ar er eöUlegt miðað við það sem fram hefur komið frá sjómanna- stéttinni að undanfómu. Þetta svo- kaUaða kvótabrask er farið að ganga út yfir allan þjófabálk, eins og maður segir. Þannig leið morguninn að mestu. Að sjálfsögðu voru símtöl viö for- menn félaga og einstaklinga sem eru að leita réttar síns til sambands okkar. í hádeginu fór ég heim í mat og borðaði í góðu yfirlæti riieð konu minni og dóttur. Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambands Islands. DV-mynd JAK Miðstjórnar- fundur hjá ASÍ Ég mætti á miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi íslands sem hófst klukkan eitt. Á þessum fundi var mest fjallað um afgreiðslumál. Að vísu reifaði forseti, Benedikt Dav- íðsson, samtal sitt við forsætisráð- herra um að setja fulltrúa frá ASÍ í þessa tíumannanefnd - nú heitir það ekki tvíhöfðanefnd heldur tíu- mannanefnd - um lausn á vanda sjávarútvegsins eða skyldi maður heldur segja vanda þjóðarinnar í efnahagsmálum. Að loknum þeim fundi klukkan hálfflmm fór ég í smáheimsókn til fóðurbróður míns, rabbaði við hann í klukku- tíma eöa svo. Knattspyrna og borgfirskar ættir Lengi var ég að tvístíga yfir því hvort ég ætti að fara á völlinn til að sjá landsleik íslands og Rúss- lands. í stað þess að mæta of seint hlustaði ég á hann í útvarpi og var mjög spenntur framan af. Alþjóð veit nú hvernig þeim leik lauk og ég sætti mig við þá niöurstöðu sem þar varð. Aö leik loknum tók ég mér bók í hönd. Ég er að glugga í Borgfiskar ættir að gamni mínu og gríp í þetta öðru hvoru þegar ég hef tíma til. Ég var sofnaður klukkan hálftólf. -JJ Finnur þú fimm breytingar? 208 „Þú átt svo myndarlega konu, elskan, að hún þurfti ekki aö líta i eitt Nafn:...... einasta skipti í matreiðslubókina!" Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtuin við nöfn sigurvegara. 1. verðlatm: Aiwa vasadiskó að verðmæti 4.480 krónur frá Radíóbæ, Armúla 38. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækurnar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 208 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundruðustu og sjöttu get- raun reyndust vera: 1. Valdimar Bernódus Ottósson Amarbakka 7,465 Bíldudalur. 2. Ragna Hlín Þorleifsdóttir Granaskjóh 66,107 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.