Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 5. JÚNl 1993 t - rætt við Albert Haraldsson, skipstjóra í Chile Nýja áhöfnin á Elínu sem nú heitir Friosur VII og siglir Gott hol af merluza komið um borö í Karlsefni á miðun áleiðis til Chile um helgina. um í Kyrrahafi. „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hafði verið á togurunum héma heima í mörg ár og fannst ástandið alltaf vera á niðurleið. Það hlaut að vera eitthvað skárra aö hafa. Ég hafði samband við Icecon í Chile en það fyrirtæki hafði tekið við Karlsefni þegar hann var seldur út. Á sama tíma og ég er að kanna þetta kemur Grandi inn í dæmið og ég fór út á hans vegum,“ segir Albert Har- aldsson, skipstjóri í Chile. Sem stendur er hann eini íslenski skipstjórinn í Chile en von er á fleiri. Albert er skipstjóri á Friosur IV sem áður var íslenski togarinn Karlsefni. Undanfarið hafa nokkrir chileskir sjómenn verið hérlendis og um helg- ina fara þeir áleiðis heim á togaran- um Elínu Þorbjarnardóttur sem nú heitir Friosur VII. „Ég var að vona að þeir fengju að upplifa íslenskan sjómannadag því þeir þekkja ekkert slíkt." Sjálfur fór Albert til Chile á miövikudag eftir hafa dvaliö á ís- landi í þijár vikur. „Það er mjög gott að vera í Chile. Sumarið er helmingi lengra en hér og veturinn er mildari en rigningar- samur,“ segir Albert. Hann bjó 1 Chacabugo, en þaðan eru skipin gerð út, fyrstu mánuðina meðan hann var að -ná tökum á spænskunni en býr nú í Puerto Montt. Þegar togarinn kemur í land ekur Albert 70 km upp í í Andesfjöllin og flýgur frá litlu þorpi í fjöllunum. Flugferðin tekur eina klukkustund. I Chacabugo er bara höfn og fólkið sem vinnur við íiskinn býr í Port Aisén. Langt á miðin „Öll veiðarfæri um borð eru frá Hampiðjunni. í raun erum við að flytja út íslenska þekkingu og vinnu," segir hann. Um borð eru 26-30 menn en á sambærilegu skipi hérlendis eru aðeins 15-18 í áhöfn. Fjórir menn eru brúnni, einn chil- eskur flotaskipstjóri, fyrsti og annar stýrimaður og AJbert sem fiskiskip- stjóri. Fyrsti stýrimaður leysir hann af við veiðarnar. „Skipstjórinn gerir ekki neitt ann- að en að stýra. Þegar herinn er búinn aö munstra pappírana og gefa okkur leyfi til brottfarar segi ég skipstjór- anu hvert ég vil fara. Stysti tíminn á miðin er þrettán tímar á þrettán mílna ferð. Þetta eru eintómir kanal- ar inn í land til og frá höfninni." Fiskað með túlk Albert hefur verið í Chile síðan í mars á síðasta ári. Hann talar spænsku ágætlega enda talar enginn um borð ensku. „í byijun var ég með túlk í hverri veiðiferð. Þetta var allt saman hálf- afkáralegt í fyrstu. Ég vissi ekkert hvert ég átti að fara og þekkti ekki einu sinni fiskana. Ég skildi ekkert í því þegar ég hífði ágætis hol fór minnst af fiskinum í lest en megnið út aftur. Aflinn var að mestu merluza de cola sem þeir hirtu ekki einu sinni. Núna erum viö að byija að fiska cola sem Coldwater ætlar að selja,“ segir Albert. Verðmætasta tegundin er merluza australis sem er haus- og sporðskorinn á Spánar- markað fyrir mjög gott verð. Föst laun og hlut Albert fær fóst laun líkt og trygg- ingu og fær síðan prósentur af hverju tonni sem fiskast. Hlutfallið er hærra af ódýrari fisktegundum en lægra af dýrari tegundum. Eftir fimmtíu daga á sjó að löndunardögum meðtöldum fær hann tólf daga frí á þriðjungi af fostum launum. Einu sinni á ári er 3ja vikna sumarfrí á föstu laununum og meðaltali af fiskiríi síðustu þijá mánuði á undan. „Ég hef ágætt út úr þessu og þarf ekki að kvarta. Verðlagið í Chile er líka 5-10 sinnum lægra en hér og hér er einna lægst verðlag í Suður- Ameríku," segir Albert. „Það er alltaf erfitt að vera útlendingur í ókunnu landi og mikið spáð í það sem maður gerir. í Chile er frjáls markaður og verðlagning á öllum hlutum og fyrst borgaði ég alltof hátt verð fyrir hlut- ina. Núna kann ég þetta og samþykki ekki hvaða verð sem er.“ Stéttaskipt- ing um borð íslenskir togarasjómenn eru ekki vanir stéttaskiptingu um borð en slíkt tíðkast í Chile. Yfirmenn hafa sérstakan matsal og matreiðslumann fyrir sig. Albert segist ekki fara eftir þessum reglum og blanda jafnt geði við undirmenn sem yfirmenn. Albert segir að sjólagið í Kyrrahaf- inu sé allt annað en íslenskir sjó- menn eiga að venjast. Sextíu metra skip hafi aðeins eina öldu undir en hér við land séu þær tvær til þrjár. Af þessum sökum sé erfiðara að draga því skipið er að streða upp og niður brekkur. í fimm, sex vindstig- um tekur Karlsefni fram yfir sig á toginu en slíkt myndi aldrei gerast hér, segir hann. Hann telur þó hvorki Karlsefni né Elínu of litil skip til veiða í Kyrrahafi heldur þurfi að venjast sjólaginu. íslenska á miðunum Albert verður þrítugur á þessu ári. Hann er ógiftur en á einn son sem býr hér. „Ég hefði ekki fariö með fjöl- skyldu til Chile, allavega ekki til aö byija með. Ég vissi hvar landiö var á korti en ekkert meira. Þegar ég kom út var Ragnar Ragnarsson skipstjóri f þar fyrir og var mér innan handar þegar ég byijaði," segir Albert. Ragn- ar var skotinn tíl bana af chileskum manni í janúar síðastiiðnum. „Þegar við Ragnar vorum saman á miöunum töluðum við saman á ís- lensku og enginn vissi hvað viö vor- um að fiska. Þeim innfæddu voru ekki hrifnir af því hvað okkur gekk vel. íslenskir sjómenn er miklu harð- ari sjósóknarar en þeir chilesku. Ef veiði hefur verið dræm í nokkra daga vilja þeir bara gefast upp en við erum vanir að beijast til síðasta títts." Albert er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi. Sem bam sótti hann grásleppumiðin með afa sínum. Fimmtán ára byijaði hann með bróð- ur sínum, Hlöðveri Haraldssyni, á togaranum Guðmundi í Tungu frá Patreksfirði og fylgdi síðan stóra bróður yfir á Hólmadrang. Eftir að Albert lauk skipstjómarprófi var hann skipstjóri og stýrimaöur í tvö ár á Runólfi frá Grindavík og fór þaöan aftur á Hólmadrang. Aðeins rúmlega tvítugur var hann orðinn fyrsti stýrimaður og skipstjóri. „í Chile finnst mönnum ég vera með mikla reynslu miðaö við aldur. Togaramennskan þar er ekki nema átta ára gömul. En það var frekar hér heima sem talað var um að ég væri of ungur sem skipstjóri." Saknar sonarins Aöspuröur segist Albert ætla að setjast að í Chile. Hann hefur þegar fest kaup á 5000 m2 lóð og ætíar að byggja sér glæsilegt hús að hættí Chilebúa. Enn sem komið er hefur fjölskylda Alberts ekki heimsótt hann í Chile en það stendur til bóta um næstu jól en þá er sumar þar um slóöir. Hann saknar íjölskyldu sinn- ar og þá sérstaklega sonarins unga. Hann sýnir blaðamanni nýjar mynd- ir sem teknar voru af þeim feðgum fyrir nokkrum dögum og greinilegt að hann er stoltur af stráknum. „Þrátt fyrir allt ætla ég að búa í Chile næstu árin. Ég get ekki séð aö það bíði manns tækifæri hér heima. Aflinn dregst saman og skipunum fækkar. Það er ólíkt betra aö toga á stuttbuxum og bol átta mánuöi árs- ins en að berjast á Halanum í ískulda," segir Albert Haraldsson, skipstjóriíChile. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.