Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 Sérstæð sakamál Aðvörun sp ákonunnar Aðeins nokkrum vikum áður höfðu unga konan og ungi maðurinn ver- ið afar ástfangin. Nú reyndu þau ákaft að koma sök hvort á annað. Báðum var mikið í mun aö komast undan refsingu fyrir morð og ásak- animar gengu á víxl. Hún lýsti yfir því að hann hefði framið morðið, en hann að hún hefði gert það. Engin vitni höfðu verið að því þegar fórnardýrið týndi lífinu og ljóst var aö einungis þau tvö sem deildu vissu sannleikann í málinu. Þeir sem sátu í réttarsalnum í Liverpool á Englaridi og hlýddu á það sem að ofan er lýst og annað sem fram kom í máhnu áttu erfitt með að átta sig á því hvað það var sem leiguhílsfjóranum Williams Scott fannst gera Pamelu Diamond eftirsóknarverða umfram aðrar konur. Hún var þrjátíu og tveggja ára, átti að baki tvö hjónabönd og átti fjögur böm. Vöxturinn var far- inn að láta á sjá, og jafvel ríkulega útilátinn skammtur af fegrunar- lyfjum dugði ekki til að hylja þá staðreynd að fyrra útht var á und- anhaldi. Erfittmál Wilham Scott var tveimur árum yngri en Pamela og ekki beinUnis sú manngerð sem konur dá. Það kann að vera hluti skýringarinnar á því hvers vegna hann hreifst svo irijög af Pamelu. En það var hins vegar ekkert við útUt hans sem benti til þess að hann væri þaö Ul- menni sem Pamela sagði hann vera. Margir spurðu sig því þeirrar spumingar hvora þeirra kviðdóm- endur myndu trúa á endanum. MáUð snerist um morðið á Alan Diamond, eiginmanni Pamelu. Saksóknaraembættið hafði ákveð- ið að ákæra bæði Pamelu og WiU- iam, elskhuga hennar, því ýmislegt benti til að WiUiams hefði ráðiö Alan af dögum en Pamela síðan hjálpað honum til þess að koma Uk- inu á fáfarinn stað. Sagan, sem lauk með ástarævin- týri, heitum ástríðum og morði, hófst um sjö árum áður, þegar Pa- mela var nýskUin við fyrri mann sinn, Jeremy Hardwick, en með honum hafði hún þá eignast tvö böm. Hún hafði þá haldið fram hjá honum með tveimur öðram mönn- um. Auðvelt fómardýr Pamela hafði flust heim til for- eldra sinna eftir skUnaðinn. Dag einn var hún í bænum og þurfti að taka leigubíi heim tU foreldia sinna. Sá sem ók henni var Alan Diamond. Þegar kom að húsi for- eldra hennar steig hún út með börnin sín tvö. Meðan hún var að taka fram fé tíl aö greiða fargjaldið fór hún að ræða við Alan og loks sagði hún við hann lágri röddu; „Klukkan er að veröa margt og ég á eftir að taka tU kvöldmatinn. En hvaö segirðu um að koma við þegar þú hættir aö vinna, fá þér tesopa og spjaUa?" Alan hafði aldrei kynnst konu eins og henni. Hún kunni að láta karlmanni líöa vel. Hún bjó tíl góm- sætan mat og ástarleikir með henni vora þannig aö Alan hafði aldrei kynnst öðra eins. Nokkram dögum eftir að hann kynntist henni gat hann ekki um annað hugsað en hana. Þótt hún væri þremur árum Alan Diamond. Pamela Diamond. eldri en hann og ætti tvö börn spurði hann hana því hvort hún vildi giftast honum. Móðirin leitar til spákonu Pamela hlustaði á Alan bera upp bónorðið. Svo leit hún niður og spurði hvort honum fyndist hún ekki vera of gömul fyrir hann. Hann fuUvissaði hana þá um að þau fáu ár sem á milli þeirra væru skiptu engu. Þá játaðist hún hon- um. Nokkru síðar bað Alan Pamelu að koma með sér heim til móður sinnar. Börnin tvö voru ekki með. Móðir Alans, SteUa Diamond, leist ekki á verðandi konu sonar síns. Hún lét í fyrstu á engu bera, en þegar hún gat rætt við hann eins- lega sagði hún honum að þetta væri ekki kona sem myndi færa honum hamingju. Ekki vora þau Alan og Pamela fyrr farin fá móður hans en hún brá sér í kápu og fór til spákonu. Hún sagði henni ekki neitt um þá fyrirætlan sonar síns að ganga í hjónaband, en spákonan, Mildred Hawkes, var ekki í neinum vanda með að spá í framtíðina. „Ég sé ungan mann,“ sagði hún. „Hann er þér nákominn. Hann hef- ur kynnst konu sem er eldri en hann. Með henni era tvö böm. Það hljóta að vera bömin hennar. Mað- urinn vil kvænast konunni en það má hann ekki gera. Þaö stefnir honum í hættu. Spilin benda til dauðsfaUs. Segðu unga manninum aö hann megi ekki kvænast kon- unni.“ Hjónaband Margir taka ekki mark á spádóm- um af þessu tagi. Og það gerði Alan Diamond ekki. En SteUa, móðir hans, var sannfærð um aö MUdred Hawkes hefði haft rétt fyrir sér. Mlldred Hawkes. Það var því með blendnum hug að hún kom til brúðkaups þeirra. Næstu árin gekk aUt vel hjá þeim Alan og Pamelu. Hún sá vel um heinúlið og lét það ekki bitna á manni sínum þótt hann heföi ekki aUtaf miklar tekjur af leigubíla- akstrinum. Alan hafði því orð á þvi við móður sína að ekki hefði neitt komiö fram af því sem spákonan hefði varað við. Þá benti líka fátt til þess að svo færi. Alan og Pamela eignuðust tvö börn, son og dóttur. En sex áram eftir að þau gengu í hjónaband kynnti Alan starfsbróður sinn, WUUam Scott, fyrir Pamelu. Það fór strax vel á með þeim. Scott bjó í leiguherhergi úti í bæ en kvöld eitt þegar hann kom heim með Alan til að borða kvöldmat með honum spurði Pamela hvort hann vildi ekki taka á leigu eitt herbergjanna hjá þeim. Það stæði ónotað. Og við mann sinn sagði hún að það gæti komið sér vel að fá dálitla tekjubót. ÖUum þremur leist vel á þetta og skömmu síðar fluttist WUliam Scott inn tíl þeirra. Nýtt ástarsamband Þremur dögum eftir að WUUam fluttist inn var hann orðinn elsk- hugi Pamelu. Þau héldu áfram að vera saman á laun og Alan hafði ekki hugmynd um hvað var að ge- rast. En þama var kominn þrí- hymingurinn margumtalaði og hann leiðir stundum tíl þess að fólk leitar óvenjulegra lausna. WUUam og Pamela komust brátt að því að þau gætu ekki notið ham- ingjunnar nema Alan hyrfl af sjón- arsviðinu. Nú leit því út fyrir að spádómurinn gamU væri í þann veginn að rætast, og það gerði hann nokkra síðar. Síðdegis sunnudag einn sótti William Alan í bíl sínum. Það kom fram í réttinum og þótti óvefengj- anlegt. Það sem síöan gerðist var ekki eins ljóst... að öðra leyti en því að líkið af Alan Diamond fannst í skurði og var ljóst að hann hafði verið sleginn með jámröri. Yfirlýsing tekin til baka WUliam og Pamela vora handtek- in eftir líkfundinn. í varðhaldinu undirritaði WiUiam yfirlýsingu sem var svo lesin upp í réttinum. En þá neitaði hann að hafa sagt rétt frá í henni og kvaðst hafa ver- ið beittur þvingunum. Yfirlýsingin var á þann veg að hann hefði tekið Alan upp í bU sinn, ekið með hann á fáfarna götu og slegið hann þrívegis í höfuðið með jámröri. Síðan hefði hann lagt líkið í farangursgeymslu bUsins, ekið til Pamelu og beðið hana að hjálpa sér að koma líkinu undan. Hún hefði ekið með honum að óbyggðu svæði utan borgarinnar þar sem þau hefðu kastaö því í skurö. Síðan hefðu þau ekið heim, fengið sér sterkt kaffi og elskast tU að halda upp á að þau hefðu nú losnað við manninn sem hafði staðið í vegi fyrir eðlUegu sambandi þeirra. AUt þetta tók WUliam nú aftur fyrir réttinum. Hann sagðist ekki hafa drepiö Alan. Hann hefði kom- ið heim og þá hefði Pamela verið búin að myrða hann. Hefði hún beðið sig um að hjálpa sér að koma líkinu undan. Niðurstaða kviðdómsins „Ég drap ekki Alan Diamond," sagði WUUam við Kenneth Jones dómara. „Það var Pamela sem geröi það. Hún drap manninn sinn. Ég hjálpaði henni bara við að koma líkinu undan. Ég er saklaus af öllu öðru..." Pamela greip fram í fyrir honum hárri röddu er hér var komið. „Hann er lygari. Ég myrti ekki manninn minn. Hann gerði það og kom heim með líkið í bílnum. Ég hjálpaði honum bara við að koma þvi á afvikinn stað.“ Ásakanimar gengu fram og aftur og það duldist engum sem í réttar- salnum var að sú ást sem virtist hafa leitt tU morðsins á Alan Dia- mond væri ekki lengur fyrir hendi. Loks kom þar að kviðdómendur urðu að taka afstöðu. WiUiam Scott var fundinn sekur um að hafa myrt Alan Diamond, en Pamela Diamond sek um að hafa aðstoðað við að koma líkinu á fáfarinn stað. Lokaorðin Jones dómari sagði að WiUiam Scott hefði fram morð af ásetningi og hann fengi þyngsta dóm sem hægt væri að dæma í, lífstíðarfang- elsi. Við Pamelu Diamond sagði dóm- arinn: „Þegar Scott sagði þér að hann heföi drepiö manninn þinn og bað þig um aöstoð við að koma líkinu undan hjálpaðirðu honum af fúsum vilja. Ég sé því ekkert sem núldað getur refsingu þína. Þú varst hrifm, að minnsta kosti í lík- amlegum skUningi, af WiUiam Scott og varst ánægð með að losna við manninn þinn.“ Pamela fékk átján mánaða fang- elsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.