Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Qupperneq 32
40 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Sviðsljós . . . A kvikmyndahótíðinni i Cannes voru Sylvester Stallone og Janine Tumer, sflörnurnar úr kvikmyndinni Clifthanger, meðal gesta. Tumer sagði aö þaö heföi ekki verið neitt mál að leika t áhættuatriðunum -en iiins vegar hefði kuidinn verið alveg að drepa hana. eínhver kynþokkafyllsta leíkkon- an i Hoilywood, er búin að ná séri kærasta. Það erfinnski leik- stjórinn Renny Harlin sem er sennilega frægastur fyrir leik- stjórn sína á myndinni Cliffhan- ger. ktt fyrir að aðsókn hafi verið allgóð á nýjustu kvikmynd Arnolds Shwarzeneggers, Last Action Hero, er ekki víst að kvik- myndin komi til með að skila gróða. Það kostaði hvorki meira né minna en 6,2 milljarða ís- lenskra króna að tramlelða myndina. Claudia Schiffer, ein eftir- sóttasta fyrirsæta veraldar, hefur tengi verið orðuð við Albert prins frá Mónakó. Schíffer var orðin leið á þessum sögusögnum og gaf út þá yfirlýsingu fyrir skömmu að hún stæði ekki i neinu sambandi við hann. .Franska leikkonan Isabelle Adjani hefur nýlokið vlð leik f myndinni Toxic Affair. Sú mynd var á meðal þefrra sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni i Cannes og fékk svo lélega dóma frá gagnrýnendum að Adjani neitaði að mæta á blaðamannafund sem átti að halda um myndina. Mike Myers, aðalleikarinn í Wayne'sWorld: Á framtíðina fyrir sér í kvikmyndum Ein af þeim kvikmyndum sem komið hafa hvað mest á óvart á undanfórn- um árum er „Wayne’s World". Þar voru furðufuglamir Mike Myers og Dana Carvey í aðalhlutverkum og léku algjöra lúða (Wayne og Garth) sem voru sífellt að reyna að vera ein- hverjir töffarar. Hinn sérkennilegi húmor, sem matreiddur var í þeirri mynd, sló einhvem veginn algjörlega í gegn hjá ungu fólki og kom af stað ákveðinni bylgju af bröndurum og hegðunar- mynstri hjá þeim sem vildu líkjast þeim félögum. Hugmyndasmiðimir á bak við myndina, sem jafnframt vom í aðalhlutverkunum, eru Myers og Carvey. Báðir eru nú að hasla sér völl sem kvikmyndaleikarar og tahð er að Myers sérstaklega eigi framtíð fyrir sér í þessu fagi. Komufyrstfram í sjónvarpsþætti Ævintýrið byrjaði árið 1989 í Tor- onto. Þá komu Myers ásamt Carvey fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live. Þar matreiddu þeir þenn- an sérkennilega húmor sinn og hann gekk svo vel í áhorfendur að þeir urðu fastagestir í þáttunum. í frpm- haldinu var gerð kvikmyndin Wayn- e’s World. Hún kostaði mjög Utla peninga á mælikvarða Hollywoodmynda, að- eins rúmar 80 milljónir íslenskra króna. Hún var auk þess sett á mark- að í febrúarmánuði, sem er rólegasti kvikmyndamánuðurinn. Gróðinn af myndinni var hins vegar gífurlegur, rúmir 8 milljarðar króna. Myers fékk fyrir leik sinn um 20 miUjónir króna sem þykir ekki mik- ið, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hve miklum gróða myndin skil- aði. Myers gengur allt í haginn þessa dagana. Hann heldur áfram að koma fram í þáttunum Saturday Night Live, en Carvey hefur reyndar tekið sér frá frá þeim þáttum í bili. Myers hefur auk þess haft úr mörg- um kvikmyndatilboðum að moða. Hann leikur aðalhlutverkið í gaman- spennumyndinni I Married an Axe Murderer. Eiginkonan er leikin af Nancy Travis, sem lék meðal annars í L.A. Story. Þar leikur Myers mann sem kvænist konu sem hefur myrt aUa eiginmenn sína fram að þeirra hjónabandi. Þar á eftir kom leikur í myndinni Wayne’s World 2 (hvaða annað?) og hann þiggur 10 sinnum hærri laun fyrir leik sinn í þeirri mynd, eða 200 miUjónir. Myers getur nú valið úr kvikmyndatilboðum. Myers, sem varö þrítugur á árinu, gekk nýverið í hjónaband. í viðtah, sem tekið var við hann nýlega, var hann beðinn um aö lýsa sjálfum sér. Hann segist á margan hátt ekki v.era ólíkur rugludallinum Wayne sem hann túlkar í samnefndum kvik- myndum. Hann hafi verið hálfgerður lúði á sínum yngri árum og gengið í gegnum mörg þroskastig. Hann hafl verið pönkari og einnig þungarokks- aðdáandi en í dag sé hann orðinn heldur rólegri og yfirvegaðri. Samt sem áður lofar Myers því að þeir fé- lagamir, Wayne og Garth, séu jafn- vel enn ruglaðri í mynd númer 2. Mike Myers sem Wayne og Dana Carvey í hlutverki Garths í hinni vin- sælu mynd, Wayne’s World. Nancy Travis leikur á móti Myers Axe Murderer." gamanspennumyndinni „I Married an Félagarnir Mel Glbson og Danny Glover, sem leikið hala saman í kvikmyndunum Leathal Weapon i ein þrjú skipti, nota hvert tækitæri til að hittast þvi þeir eru hinir mestu mátar. Þeir höfðu tækifæri til þess á kvik- myndahátíðlnni í Cannes og eins og sjá má, voru þeir mjög ánægðir í félagsskap hvor ann- ars. . Eiginkona kyntrötlsins Patricks Swayze, söng- og leik- konan Lisa Niemi, hefur hingað til fallið i skuggann af eiginmanni sínum. Hún fékk nýlega hlutverk á sviði á Broadway í verki sem heltir The Will Rogers Follie’s. Hún þykir hafa staðið sig með eindæmum vel og aðdáenda- bréfin streyma inn. Því hefur verið haldið fram að Patrick sé afbrýðisamur vegna velgengni konu sinnar. Frá því að Jill Ireland, eig- inkona Charles Bronson’s, lést úr krabbameini, hefur gamla brýnið leitað sér huggunar hjá leikkonunni Kim Weeks. Hún er ekki nema 28 ára gömul, en hann varð sjötugur á árinu sem er að líða. Aidursmunurinn er 42 ár, en ástin á sér engin landamæri. . . . Fyrirsætan Cindy Crawford er ekki mikið fyrir að láta bera á sér í daglega lífinu. Þegar hún bregður sér út að kaupa i matinn reynir hún að klæða sig á sem venjulegastan máta til að sleppa undan Ijósmyndurum. Það tekst þó ekki alltaf, elns og eftirfarandi mynd sýnir, en klæðnaðurinn er fram úr hófi venjuiegur. . . . Það er ábatasamt að taka að sér að vera barnfóstra fyrir stjörnurnar. Barnfóstran Kristi Groteke, sem passaði börn Miu Farrow og Woodys Allen er nú að gefa út bók um viðburðarika vist sina hjá þeim. Hún þiggur að launum hátt í 10 milljónir is- lenskra króna frá útgefandanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.