Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993
Fréttir
Dæmdur tryggingalæknir situr áfram 1 embætti:
Ráðherra hyggst æskja
álits ríkislögmanns
- mál þriggja annarra tryggingalækna enn hjá skattayíirvöldum
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt Stefán Ólaf Bogason, trygg-
ingalækni Tryggingastofnunar, til
að greiða 1,3 milljónir í sekt til rík-
issjóðs fyrir brot á skattalögum.
Greiði hann ekki sektina innan 4ra
vikna er honum gert að sæta varð-
haldi í 4 mánuði.
Stefán var dæmdur fyrir brot á
skattalögum - hann taldi ekki fram
um 8 milljóna króna greiðslur sem
hann fékk frá tryggingafélögum á
árunum 1988 til 1991. Við refsi-
ákvörðun tók dómurinn mið af því
að sakborningur viðurkenndi brot
sitt greiðlega.
Aðspurður hvort víkja ætti Ste-
fáni frá í ljósi þess að dómur er
fallinn í máli hans sagði Guðmund-
ur Árni Stefánsson heilhrigðis- og
tryggingaráðherra að mál Stefáns
og þriggja annarra tryggingalækna
væru til meðferðar innan ráðu-
neytisins. Þegar honum var bent á
að hér væri um aðskilin mál að
ræða og niðurstaða lægi fyrir í einu
þeirra, svaraði hann:
„Þessi mál eru til athugunar hér
og það er engin ákvörðun fyrir-
Uggjandi og það er það eina sem
ég vil segja,“ sagði Guðmundur
Árni en sagðist jafnframt ætla aö
hafa samráð við ríkislögmann.
AthygU hefur vakið að veijandi
Stefáns Ólafs Bogasonar var Þor-
steinn Eggertsson sem er sonur
Eggerts Þorsteinssonar, annars
forstjóra Tryggingastofnunar.
Annað sem vekur athygU er að
veijandi Björns Önundarsonar, yf-
irtryggingalæknis Tryggingastofn-
unar, er Helgi V. Jónsson sem jafn-
framt er lögfræðingur Trygginga-
stofnunar.
Mál Bjöms hefur verið til með-
ferðar hjá yfirskattanefnd en hún
skal úrskurða í málum sem kærð
eru þangað innan þriggja mánaða
frá því þau berast. Samkvæmt
heimildum DV mun úrskurður
nefndarinnar Uggja fyrir innan
skamms.
Embætti ríkissaksóknara mun í
framhaldi úrskurðar yfirskatta-
nefndar taka ákvörðun um hvort
gefin verður út ákæra á hendur
honum. Samkvæmt heimildum DV
eru mál Jónasar HaUgrímssonar
og Atla Þórs Ólasonar enn í hönd-
umskattyfirvalda. -pp
Lokun leikskóla:
Fundarmenn
vilja f lýta við-
ræðum við
heilbrigðis-
ráðherra
Starfsmenn og yfirstjórn Ríkisspít-
alanna stóðu í ströngu í gær vegna
fundahalda um lokun leikskóla.
Stjómarnefnd Ríkisspítalanna hittist
á óformlegum skyndifundi í hádeg-
inu í gær og komst að þeirri niður-
stööu að flýta bæri viðræðum við
heilbrigðisráðherra. Þá fundaði
starfsmannaráð Landspítalans síð-
degis í gær með formanni sljómar-
nefndar Ríkisspítalanna og Davíð Á.
Gunnarssyni forstjóra.
Egill Jóhannsson, formaður starfs-
mannaráðs Landspítalans, segir að
fundarmenn hafi virst sammála um
að æskfiegt væri að flýta viðræðum
um málið áður en stefndi í óefni með
uppsagnir fóstra á leikskólunum.
Fóstmrnar hafa lýst því yfir að þær
hyggist leita nýrrar vinnu strax eftir
mánaðamót hafi lausn ekki fengist
þá. Fóstmnum hefur verið sagt upp
frá 1. desember.
Foreldrafélag barna á leikskólum
Ríkisspítalanna hefur sent bréf tíl
stjórnamefndar Ríkisspítala þar sem
óskað er eftir viðræðum við stjómar-
nefndina eftir helgi um að flýta því
að lausnar verði leitað á málinu.
-GHS
Stuttar fréttir
írska þjóðlagasveitin Comhaltas Ceoltiori Eireann lék i Borgarkringlunni i gær í tilefni irskra daga hér á landi.
Hljómsveitin er hér á vegum ferðamálayfirvalda í Dublin. íslendingar sækja mjög til borgarinnar og kunna þvi vel
að meta írska gleði. Hljómsveitin skemmtir í Borgarkringlunni í dag. DV-mynd Brynjar Gauti
Fjármálaráðuneytið flölgar ársverkum 1 samgönguráðuneytinu um 47:
Embættismenn f urða sig
á fjárlagafrumvarpinu
- tölumar bara vísbendingar, segir deildarstjóri í flármálaráðuneytinu
„Eg get ekki skýrt að fullu þessa
fjölgun ársverka sem gert er ráð fyr-
ir að verði á vegum samgönguráðu-
neytisins. Það er í raun agalegt að fá
svona á sig því miöað við launatölur
ætti ársverkum aö fækka nokkuð,"
segir Rúnar Guðjónsson, deildar-
stjóri í samgönguráðuneytinu.
DV greindi frá því í gær að í for-
sendum fjárlagafrumvarps ríkis-
stjómarinnar væri gert ráð fyrir að
ársverkum á vegum samgönguráðu-
neytisins fjölgaði um 47 á næsta ári,
eða úr 658 í 705. Að hluta til er skýr-
ingin sú að Fjarskiptaeftirlit ríkisins
heyrir nú beint undir ráðuneytið en
tilheyrði áður Póst og síma.
í fjárlagaframvapinu er hins vegar
gert ráð fyrir að framlög til sam-
gönguráöuneytisins lækki um sam-
tals 630 milljónir. Miðað við fiárlög í
ár er rekstrarkostnaðuriiin skorinn
niður um tæplega 39 milljónir, eða
úr 629 milljónum í 590 milljönir.
Aö sögn Rúnars vekur áætlanagerð
fiármálaráðuneytisins furðu í sam-
gönguráðuneytinu. í því sambandi
bendir hann á að í sjálfu fiárlaga-
frumvarpinu sé gert ráð fyrir lækk-
un launaútgjalda.
Að sögn Ólafs Hjálmarssonar,
deildarstjóra í fiármálaráðuneytinu,
er það misskilningur hjá Rúnari að
launaútgjöldin lækki á næsta ári. Að
teknu tilliti til leiðréttingar á fiárlög-
um 1993 sé um lítils háttar hækkun
Sýsltimaðurfrá
Erlingi Óskarssyni, sýslu-
manninum á Siglufirðí, var í gær
veitt lausn frá embætti að eigin
ósk, Honum var vikið úr starfi
um stundarsakir í lok mai vegna
meintra brota á tollalögum.
Viðskiptaráðherra ætlar ekki
að skipta sér af bílakaupum
Seðlabankans en Jón Sigurðsson
seðlabankastjóri hefur fengið
nýjan 5 milljóna króna jeppa til
umráða. Samband ungra sjálf-
stæðismanna hefur skorað á Jón
að afsala ,sér bílnum.
Fænrihúsbréf
Samkvæmt fiárlagafrumvarp-
inu er gert ráð fyrir að útgáfa
húsbréfa muni dragast saman
það sem eftir er ársins og á því
næsta.
Meirivaxtamunur
Munur á ávöxtun ríkisvíxla og
á meðalávöxtun almennra víxil-
lána banka er nú tæplega 9 pró-
sentustig en var fyrr á árinu 3 til
4 prósentustig.
Brögð hafa verið að því aö síld-
arbátar sem koma með frágeng-
innafla tilsöltunar eða frystingar
komi honum hvergi í vinnslu,
samkvæmt því sem RÚV hafði
eftir einum útgerðarmanni.
„Við höfum gert þáö sem við
getum hér. Nú höldum viö heim
og höldum áfram hinni pólitísku
baráttu," sagði Sjole Nielsen,
leiðangursstjóri ó Greenpeace-
skipinu Solo, þegar skipið yfirgaf
Smuguna í Barentshafi í gær. -bjb
á framlagi til launa í samgönguráðu-
neytinu á næsta ári. Varðandi alla
túlkun á fiölda ársverka á næsta ári
segir hann að fara verði varlega. Litl-
ar breytingar á launaútreikningum
geti skekkt myndina nokkuð varð-
andi fiölda starfa.
„Þessar tölur eru bara vísbending-
ar og þær þarf að túlka varlega. Það
er alla vega ljóst að stöðugildunum
fækkar ekki hjá samgönguráðuneyt-
inu,“ segir Ólafur. -kaa
Vaxtalækkun
á mánudag
Vaxtabreytingadagur er á mánu-
dag og hafa allir bankar og sparisjóð-
ir boðað smávægilegar breytingar
nema íslandsbanki.
Búnaðarbankinn lækkar vixilvexti
um 0,75%. Hæstu vextir almennra
skuldabréfalána og vísitölubundinna
lána hjá Landsbankanum hækka um
1,25%. Lægstu forvextir víxla lækka
um 2,5% hjá Landshanka en hæstu
forvextir hækka um 1,5%.
Sparisjóðimir lækka innlánsvexti
óbundinna sérkjarareikninga um 4%
og vexti bundinna skiptikjarareikn-
ingaum2,75%. _bjb