Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Supermodel of the World: litríkt líf fyrirsætu - úr myndabók Bimu Willardsdóttur frá Flórída Keppnin Supermodel of the World, sem fram fór í Orlando í Flórída í byrjun ágúst, þykir hafa heppnast frábærlega í alla staöi. íslenskifulltrúinn, Birna Rut Willardsdóttir, var afar ánægö meö aö hafa tekiö þátt í keppninni þótt hún kæmist ekki í úrsht. Þaö var Veronica Blume, ljós- hærð stúlka frá Spáni, sem stóö uppi sem sigurvegari og hlaut í verðlaun 250 þúsund dollara samning við Ford Models skrif- stofuna í New York. Auk þess fékk hún skartgripi, hálsmen, eyrnalokka og hring frá ítalska Hér er fyrirsætumamman Eileen Ford ásamt sigurvegara síðasta árs. hönnuðinum Manfredi, að verömæti 25 þúsund dollarar. Alls tóku 38 þjóðir þátt í keppninni Supermodel of the World. í fyrstu fjórum sætun- um voru stúlkur frá Spáni, Pól- landi, Englandi og Frakklandi. Þær eru aUar meö tryggan samning við Ford Models eftir keppnina. Sigurvegarinn, Veronica Blume, áem þegar hefur vakið talsverða athygli sem módel, er 16 ára og kemur frá Barcelona. Hún ákvað að taka þátt í Ford- keppninni í sínu heimalandi þegar hún sá grein um keppn- Birna Willardsdóttir hafði ekki fengið neina þjálfun sem fyrirsæta er hún fór í ferðalag frá Dalvik i Svarfaðardal til Orlando í Ffórída. Þar var hún mynduð af þekktum bandariskum tískuljósmyndurum, Christian Weber og Wes Bender. Veronica Blume frá Spáni sigraði í keppninni Supermodel of the World þetta árið og hefur strax vakið athygli sem fyrirsæta. ina i tiskublaðinu Elle. Ver- onica er fædd í Austurríki og bjó um tíma í Ungverjalandi. Hún hefur feröast mikið, m.a. um Sviss, Þýskaland og Bandaríkin. Hún er engu að síður ánægðust með Spán sem hún segir að sé land sem sé fullt af lífi og lit. Veronica hef- ur ákveönar skoðanir á lífinu og tilverunni og hún segir að fegurðin komi innan frá. Langar að leika í Flashdance Veronica á sér uppáhalds- leikkonu sem er Jodie Foster og uppáhaldsleikarinn er Ja- mes Dean. Skemmtilegustu bíómyndir, sem hún hefur séð, eru East of Eden, Fried Green Tomatoes, og Dead Poets’ Soci- ety. Ef hún ætti kost á að leika í kvikmynd yrði bíómyndin Flashdance fyrir vahnu. Uppá- haldstónlistarmenn hennar eru John Lennon og Annie Lennox. Þegar hún er spurð hver sé eftirlætishönnuður hennar er hún fljót að nefna GianniVersace. Foreldrar Veronicu starfa bæði aö markaðsmálum, faðir hennar varðandi sportfatnað en móðirin i ullarfatnaði. Þau eru afar ánægð með að dóttir þeirra skuli hafa áhuga á fyrir- sætustörfum. Veronicu þykir best að vera heima á kvöldin en hefur auðvitað líka áhuga á að fara út með vinkonum sín- um. Henni finnst gaman að fara í bíó, á ströndina og í lík- amsrækt. Hún hefur mjög gaman af að kynnast nýju fólki og hlakkar til aö kynnast fólki í tískuheiminum og ferðast með því um heiminn. Bima Willardsdóttir, sem sigraði í Fordkeppninni hér heima, kom reynslunni ríkari heim eftir ævintýralega daga. Hún fær nú í hendur tugi fall- egra ljósmynda sem teknar voru af henni í keppninni og hún getur sett í möppu. Þessar myndir munu hjálpa henni á hinni erfiðu braut fyrirsætu- starfsins í framtíðinni. Ekki er ólíklegt að Bima fari utan næsta sumar til starfa. Hér á síðunni má sjá örlítiö brot þeirra mynda sem teknar voru af henni í keppninni Su- permodel of the World. Strax í janúar verður síðan tekið á móti myndum í Fordkeppnina 1994. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.