Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993
Sérstæð sakamál
í garðinum.
Maður hennar hafði keypt hagla-
byssuna mörgum árum áður. Nú
var hann orðinn fjörutíu og sjö ára.
„Þegar hann keypti hana hafði
hann í huga að fara á veiðar. En
það varð aldrei neitt úr því,“ sagði
eiginkonan, smávaxin og þjáð
kona, sem hafði greinilega átt eríitt
um langt árabil. Nú gat hún loksins
sagt frá sorgarleiknum sem átt
hafði sér stað á heimili þeirra hjóna
í sænska bænum Södertálje.
Venjulega geymdi eiginmaðurinn
byssuna í fataskápnum. Skothylk-
in voru hins vegar í skúffu í eldhús-
inu. Fyrir kom þó að maðurinn lét
haglabyssuna standa við matar-
borðið meðan snætt var.
„Ég leit á það sem ógnun við
mig,“ sagði þessi fjörutíu og sex ára
kona.
Hún var dauðhrædd við manninn
sinn. En því meira sem hún hugs-
aði um byssuna, þessa ógnun við
öryggi sitt, því líklegra fannst
henni að hún ætti eftir að nota
vopnið til að tryggja það. Hún fór
því að hafa orð á því við yngri son
sinn aö hún yrði að losna við eigin-
manninn og dag einn í júní 1990
sagði hún við yngri son sinn,
fimmtán ára: „Hvemig á að nota
byssuna?" Þegar hann hafði sýnt
henni það bað hún hann að hlaða
hana fyrir sig. Hann gerði það en
að svo búnu setti hún hana aftur
inn í fataskápinn.
Nótt skelfingar
Um kvöldið, þegar eiginmaður-
inn kom heim og fór að hátta, tók
hún byssuna fram úr skápnum,
gekk fram í anddyrið og settist í
stól með vopniö á hnjánum.
„Ég sat alla nóttina með byss-
una,“ sagði hún. „Hvað eftir annað
gekk ég inn í svefnherbergið en það
var alltaf eins og eitthvað héldi aft-
ur af mér.“
Þegar klukkan var orðin hálffjög-
ur um morguninn fór maðurinn
fram úr til að fara á salernið. Þegar
hann var aftur lagstur upp í rúm
gekk konan upp á efri hæðina, en
þar svaf sonur hennar. Hún vakti
hann og sagði: „Stundin er kom-
inn.“ Svo bað hún hann að fara út
í garð. Síðan gekk hún aftur niöur
til mannsins og tók sér stöðu með
haglabyssuna upp við vegg, þannig
að skeftið nam við hann. Svo
hleypti hún af. Hún hitti manninn
í höfuðið. Á eftir gekk hún út til
sonarins og sagði: „Nú er það af-
staðið.“
Hún sótti bláa plastpoka í útihús.
Á meðan gekk sonurinn inn í
svefnherbergið og leit á fóður sinn.
Móðir hans hafði lagt teppi yfir lík-
ið, en drengnum var ljóst að skot-
sárið var á höfðinu, því blóð var
um allt höfðalagiö og á veggnum
fyrir aftan.
Gröf í garðinum
Sonurinn hjálpaði móður sinni
við að leggja líkið á teppi en síðan
drógu þau það að útidyrunum. Fyr-
ir utan var lítill vagn og í honum
var því ekið að útihúsinu.
Daginn eftir gróf konan likiö í
garðinum. En það var erfitt að
grafa og því varð gryfjan grunn.
Henni tókst rétt að hylja líkið og
Lögreglukona heldur á byssunni
þar sem konan stóð þegar hún
hleypti af.
til þess að vera viss um að ekki
sæist í bláu plastpokana lagði hún
nokkrar hellur ofan á þunnt mold-
arlagið.
Þegar konan kom fyrir rétt í Söd-
ertalje spurði saksóknarinn, Carl-
Johan Herting, hvernig á því stæði
að hún hefði framið morðið og hvað
hefði valdið því að hún hefði valið
þessa júnínótt til verknaöarins.
„Ég valdi hana ekki sérstaklega,"
svaraði konan. „Ég gat bara ekki
meira. Ég sá enga aðra leið.“
Löng saga
um erfiðleika
Hún var aðeins átján ára þegar
þau gengu í hjónaband, hún og
maðurinn sem hún hafði grafið í
garðinum heima hjá sér. Þá var
hann gefinn fyrir sopann, eins og
hún orðaði það. Hann kom frá
heimili þar sem áfengi var mikið
haft um hönd og þar hafði honum
oft veriö boðið í glas þegar hann
var ungur.
„Ég skildi ekki þá hve alvarlegt
áfengisvandamálið var,“ sagði kon-
an í réttarsalnum. „í byrjun drakk
hann bara á miðvikudögum, föstu-
dögum og laugardögum. En svo
urðu dagamir fleiri. Hann lofaði
alltaf að bæta ráð sitt. Fyrst sagðist
hann myndu gera það þegar við
ættum börn, síðan þegar við flytt-
um og loks þegar við keyptum hús.
En ástandið lagaðist aldrei. Það
varð bara verra og verra.“
Þar kom að maðurinn fékk blóð-
tappa og fór á örorkubætur. En þá
herti hann bara drykkjuna, drakk
flösku af sterku víni á dag, hætti að
vinna og lét konu sína um að sinna
alls kyns störfum, stundum mörgum
í einu, en lét hana hvorki njóta hvíld-
ar né öryggis á heimilinu.
Kastaði hlutum
í hana
„Fyrstu tvo tímana sem hann
drakk var hann ekki sem verstur.
Svo fór ha. n að beita ofbeldi. Hann
sló mig ekki mjög oft en ég var allt-
af hrædd um að hann tæki upp á
einhverju slæmu. Hann reiddist af
minnsta tilefni. Og hann var alltaf
afbrýðisamur. Hann neyddi mig til
að viðurkenna að hann ætti ekki
börnin okkar og þess háttar. Einu
sinni spurði ég hann hvort það
væri þá ekki betra að við skildum
en þá svaraði hann: „Ef þú heldur
að ástandið sé komið á þaö stig
held ég að best sé að ég losi mig
við þig, kerling." Svo sparkaði
hann í höfuðið á mér.“ Þannig var
hluti frásagnar konunnar.
Hjónabandið stóð í tuttugu og
fimm ár og þau eignuöust tvo syni.
Annar var fimmtán ára þegar kon-
an skaut mann sinn en hinn tutt-
ugu og fimm ára. Faðirinn lýsti því
lengst af yfir við syni sína að þeir
væru heimskir og dygðu ekki til
neins.
„Þeir fengu aldrei tækifæri til að
öðlast neitt sjálfstraust," sagði
móðir þeirra.
Eldri sonurinn fluttist að heiman
og fór að búa með stúlku þegar
hann var orðinn átján ára en hinn
varð eftir heima hjá foreldrum sín-
um.
Misstu húsiö
Frá því á áttunda áratugnum
hafði fjölskyldan búið í gulu timb-
urhúsi rétt fyrir utan Södertalje.
Oft hafði orðið að veðsetja það
vegna fjárskorts og þar kom, í mars
1990, að bankinn útvegaði kaup-
anda að því svo hægt væri að gera
upp vangoldna skuld og forða frá
uppboði. Bankinn sá liins vegar til
þess að þau hjón gætu búið áfram
í húsinu gegn því að greiða húsa-
leigu.
Þegar eigendaskiptin urðu, en
konan stóð ein í bankaviðskiptun-
um, var maðurinn ekki heima því
konan hafði fengið eldri son sinn
til að fá hann með sér í dagsferða-
lag. Hann komst því ekki aö því
fyrr en síðar, þegar hann fann af-
salið af tilvijun, aö þau voru ekki
lengur eigendur hússins.
„Þegar hann fann afsalið varð
hann óður,“ sagði konan. „Hann
æpti og skrækti, kastaði þvi í gólfið
og hrópaði: „Hvem andskotann
hefurðu gert?“
Konan varð hrædd. Henni fannst
að líf hennar kynni að vera í hættu.
Þá byrjaði hún að leggja á ráðin
um að stytta honum aldur.
Þátturtengda-
dótturinnar
Nóttina sem konan skaut mann
sinn var fjórða persónan í húsinu.
Það var tveggja ára sonur eldri
sonarins og konu hans. Þegar
tengdadóttirin kom næsta morgun
að sækja drenginn, sem hafði ekki
vaknað viö skothvellinn, sagði
konan móður hcms frá því sem
gerst hafði. Tengdadóttirin hlust-
aði skelfd á, tók son sin í skyndi
og hvarf á braut.
Móðirin sagði síðan eldri syni
sínum að hún heföi ráðið föður
hans af dögum og grafið hann í
garðinum. Nágrönnum og öðrum
sagði hún hins vegar að maður
hennar hefði kynnst hjúkrunar-
konu og flust til Danmerkur með
henni.
Konan fékk aldrei kjark til að
fara tii lögreglunnar og játa á sig
verknaðinn. Þess í staðinn bjó hún
í húsinu, oft hálfsinnulaus. Lýsti
það sér meðal annars í því að hún
þvoði ekki blóðblettina af veggnum
í svefnherberginu og lét högl vera
óhreyfð í dýnunni:
Þegar nýi húseigandinn kom og
lét aö því liggja að hann kynni síð-
ar að láta rífa húsið af því hann
hygðist reisa verksmiðju á lóðinni
og fór að grafa til að kanna jarðveg-
inn brenndi konan líkið af mannin-
um í hlutum á rist í garðinum og
varð ekkert eftir nema nokkur
bein.
Leið svo fram í mars á þessu ári
en þá fór tengdadóttirin til lögregl-
unnar og skýrði frá því sem gerst
hafði.
Fangelsi
Upplýsingar tengdadótturinnar
voru svo nákvæmar að lögreglan
var í litlum vafa um að hún heföi
rétt fyrir sér. Konan játaði síðan á
sig verknaðinn. Hún hélt því fyrst
fram að skotiö hefði hlaupið úr
byssunni meðan þau hjón hefðu
verið að rífast en svo sagði hún
alla söguna.
Hún var í maílok dæmd í átta ára
fangelsi fyrir morð og til að endur-
greiða allverulega upphæð, ör-
orkubætur manns hennar, en
henni hafði tekist að fá þær greidd-
ar fram að þeim tíma er hann
skyldi á ný fara til læknis til að fá
vottorðið endurnýjuð.
Yngri sonurinn fékk tveggja ára
fangelsisdóm fyrir að hafa aðstoðað
móður sína en honum var gert að
taka hann út í umsjón einhverrar
fjölskyldu.
í lok réttarhaldanna spurði dóm-
stjórinn hvort konan vildi segja
nokkuð.
„Ég vil afplána refsingu mína,“
svaraði hún þá. „Dagurinn, sem ég
fæ aftur frelsið, verður fyrsti dag-
urinn á ævi minni sem ég verð
raunverulega frjáls. Enginn getur
skilið hvemig ég hef haft það.“
Vegna eðlis málsins var nafn
fólksins ekki birt í frásögn af því
ytra.
Tæknimenn lögreglu á staönum.