Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Helgarferðir til útlanda: Vonandi bara afþreying - segja íslenskir kaupmenn sem aetla að mæta samkeppninni Helgarferðirnar til nálægra borga eru hafnar og liggur við að færri komist í þær en vilja. Sums staðar er landinn boðinn velkominn á ís- lensku á borðum sem strekktir hafa verið upp í verslunarmiðstöðvum. Menn geta jafnvel átt von á því að vera ávarpaðir á íslensku. Hin heimsfræga herrafataverslun Slater í Glasgow hefur í hyggju aö ráða ís- lending til afgreiðslustarfa til að get- að þjónað íslendingum sem best. Þegar tískuverslunin Vero Moda á Laugaveginum var opnuð í mars síð- astliðnum og tískuverslunin Blu di blu í júní var talað um byltingu í sölu á tískufatnaði fyrir islenskar konur. Nú þyrftu þær ekki lengur að fara til útlanda til að fata sig upp þar sem þær fengju fatnaðinn fyrir sama verð hér heima. íslenskir kaup- menn eru ekkert yfir sig hrifnir af verslunarferðum til útlanda. Vonandi bara afþreying „Maður vonar að fólk sé ekki bara að fara til að versla heldur frekar til að lyfta sér upp. Það er kannski kom- in einhvers konar hefð á haustferðir. Það væri verra ef fólk væri að koma heim með töskur fullar af fatnaði sem hægt er að kaupa hér á sama verði. Það versta er að það getur skapást atvinnuleysi hér heima.ef íslendingar kjósa heldur að gera inn- kaup erlendis," segir Margrét Jóns- dóttir, eigandi Vero Moda. „Það hafa margir sagt mér frá því að þeir haíi ekki þénað á því að kaupa erlendis nákvæmlega sömu vöru og ég sel. Ég veit að ég kem betur út en Vero Moda verslanir í Kaupmanna- höfn og Stokkhólmi og ég er sann- færð um að ég kem betur út en Vero Moda verslanir á írlandi en ég hef reyndar ekki látið kanna það,“ bætir hún við. Margrét hefur opnað þrjár tísku- verslanir frá því í mars síðastliðnum og er ánægð með að geta boðið tísku- varning á góðu verði samtímis því sem skapast hefur atvinna fyrir fleiri við sölu á vamingnum. Alþjóðlegt verðhérheima „íslenskar konur ættu aö njóta helgarferðanna til útlanda til að skoða borgirnar og hafa það huggu- legt og sleppa búðarápinu," segir Unnur Gunnarsdóttir, einn eigenda „Það kom stundum fyrir hér fyrr á árum að fólk kom i verslunina mína og bað mig að selja fyrir sig flíkur sem það hafði keypt erlendis en pössuðu svo ekki,“ segir Margrét Jónsdóttir, eigandi Vero Moda og Jack & Jones. Helga Ólafsdóttir, verslunarstjóri í Blu di Blu. Blu di Blu tískuverslunarinnar sem var opnuð i júní síðastliðnum við hlið Vero Moda á Laugaveginum. „Fólk getur keypt sér fatnað á sama verði hér heima og erlendis. Það þarf ekki að leita annað til að versla. Úr- valið er alveg nóg hér. Það er á heimsmælikvarða og á alþjóðlegu verði,“ leggur Unnur áherslu á. „Það er ekki heilbrigt hvernig fólk hefur látið hingað til. Maður sá gal- tómar töskur skoppa á gólfinu á Keflavíkurflugvelli áður en fólk fór utan. Svo þegar fólk kom heim voru DV-myndir Brynjar Gauti töskurnar rifnar og band utan um af því að þær voru svo úttroðnar. Það er heldur engin sanngirni í því að kaupmenn á íslandi borgi virðis- aukaskatt á meðan almenningur, sem kemur úr verslunarferðum, fær hann endurgreiddan áður en komið er heim.“ Þær Unnur og Margrét segjast full- vissar um að þær selji vörur á verði sem er sambærilegt við það sem ger- ist erlendis. íslenskar konur hafa þó lýst því yfir að þó svo að nú sé hægt að fá vörur á betra verði en oft áður sé úrvalið ekki nóg. Þær vilji ekki rek- ast á aðra hverja manneskju í sams konar fatnaði og þær sjálfar hafa keypt sér. Lækka verð og auka úrval Hagkaupsmenn, sem ákváðu að kanna með eigin augum hvað fatnað- ur kostar í nokkrum þeirra borga sem íslendingar sækja heim í haust, ráku sig á að úrvalið af kvenfatnaði í verslunum þeirra hér heima er ekki nóg. „í dömufatnaðinum komum við ekki nægilega vel út miðað við Du- blin, Newcastle og Glasgow," segir Þorbjörn Stefánsson, innkaupastjóri hjá Hagkaupi. „Við höfum verið að kaupa meiri breidd, minna magn og haft örari skipti. En við sáum að við þurfum að gera meira að þessu og bjóða þá upp á meiri breidd á hverj- um tíma til að mæta kröfum kvenn- anna. í sumum tilvikum er verðiö hagstæðara á ákveðnum liðum og við þurfum bara að keppa við það. Við komum til með að lækka verð á þessum liöum. Við munum einnig leggja meiri vinnu í að geta keypt hagstæðar inn. Við höfum litið á verslanir erlendis sem samkeppnis- aðila okkar því íslendingar ferðast mikið og við verðum að standa okkur miðað við verslanir erlendis," segir Þorbjöm. „Viö teljum okkur koma vel út í samkeppni í barnafatnaðinum. Ef við berum saman hliðstæðar vörur hvað varðar gæði erum við nokkuð sam- keppnisfær. Ef við tökum herradeild- ina era gæðin nokkuð svipuð og fatn- aðurinn er tískulegur. Aftur á móti er herrafataverslun í Glasgow, Slater verslunin, sem býður upp á gífurlegt úrval af jakkafótum og stökum jökk- um. Við getum engan veginn keppt við svona verslun í úrvali. En við getum keppt við hana í verði á ákveðnum vöruhðum," bendir Þor- björn á. Hann tekur það fram að ekki þýði að líta á ísland sem sér- markað. Það verði að líta á heildina. -IBS Eigandi stærstu herrafataverslunar í heimi: Vill ráða til sín íslenskan starfsmann - segir það ,,þægilegra" fyrir Islendinga „Við vorum meö íslenska stúlku í vinnu, hana Grétu, en síðan hún fluttist suður á bóginn ásamt skoskum eiginmanni sínum höfum viö verið að leita að öðrum íslend- ingi til að taka við af henni. Best væri að komast í samband við ís- lenskan námsmann í Glasgow sem gæti verið hér í hlutastarfi og að- stoðað okkur. íslendingum finnst svo þægilegt að hafa íslenskumæ- landi afgreiðslufólk," sagði Ralph Slater í samtali við DV en hann er eigandi herrafataverslunarinnar Slater í Glasgow sem er stærsta herrafataverslun í heiminum í dag. Sem dæmi um umfangið má nefna að í þessari einu verslun í Glasgow eru seld 2.700 jakkafót í hverri viku en verslunin er einnig með nokkur útibú annars staðar í Skotlandi. „Við leggjum áherslu á lágt vöruverð sem við náum með hagstæðum innkaupum, en við kaupum inn mikið magn í einu. Við reynum einnig að vera með fjölbreytt vöruúrval, þ.e. eitthvað fyrir alla aldurshópa," sagði Slater sem hefur mikið dálæti á íslending- um og segir þá sína bestu viðskipta- vini. Sjálfur er Slater orðinn rúmlega sjötugur og sonur hans og dóttir I stærstu herrafataverslun í heimi, Slater-versluninni i Glasgow, geta íslendingar átt von á að vera ávarpaðir á íslensku. hafa að miklu leyti tekið viö rekstr- inum. „Unga fólkið kaupir inn fyrir mig, ég er orðinn of gamall tO að fylgjast með tískunni," segir hann. Hann byrjaði með litla verslun í hluta af þessu sama húsnæði fyrir fjölda mörgum árum og færði smátt og smátt fært út kvíarnar þar til hann hafði lagt undir sig tvær hæðir í öllu húsinu, sem er mjög stórt, enda verslunin oröin sú stærsta sinnar tegundar í heimin- um. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.