Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993
Vísnaþáttur
Fjölmörg
er kirkj-
unnar
kredda
„Trúnni liggur oft hátt rómur,
svo að henni þyrpast ótrúlega
margir áheyrendur." Þannig komst
Theódór Gunnlaugsson frá
Bjarmalandi eitt sinn að orði og það
fer varla mála milli aö hann hefur
þar hitt naglann á höfuðið, hávarði
hefur visst aðdráttarafl, ekki síst
ef hann nýtur stuðnings tónlistar.
En í eyrum sumra er tóniist síðustu
ára fyrst og fremst hávaði. Stefán
Jónsson, rithöfundur og kennari,
orkti undir prédikun:
Greipum lokar, lygnir augum,
líkt og þoka um svipinn fer.
Orðum pokinn út í haugum
er að moka fram úr sér.
Ógn er „trist“ það andans fóður,
allan misst það hefur kraft.
Jesús Kristur, Guð minn góður,
getið þið lyst á þessu haft.
Jón S. Bergmann lögregluþjónn,
sjómaður og bamakennari (1874-
1927):
Það er eins og andleg pest
eyrun gegnum skríði,
þegar ég á pokaprest
prédikandi hlýði.
Jón Runólfsson, sem er höfundur
næstu vísu, hefur gert sér ljóst að
prédikanir koma að litlu Uði, held-
ur verður hver og einn að sýna trú
sína í verkunum:
Fj ölmörg er kirkj unnar kredda
og kenning um líf og hel.
En allt sem að við á og vantar
í veröld er bræðraþel.
Pétur G. Guðmundsson, fjölritari
og bókbindari, batt eitt sinn inn
bók fyrir Þorstein Erlingsson
skáld. Hann lét þessa vísu fylgja
bókinni til Þorsteins:
Er nú sagður andaður,
ævidaga fullsaddur,
öldungurinn Andskoti
óðalsbóndi í Helvíti.
Þorsteinn Erlingsson svaraði:
Prestar sáran sakna hans
sem hins besta hjálparmanns.
Sundrung þjáir sérhvert lið
sem að vantar höfuðið.
Þorsteinn frá Hamri orkti svo um
vinnufélaga:
Gvendur spyr hvort guð sé til,
greylund iÚa þokkuð,
sýnir á því engin skil
að þeir þekkist nokkuð.
Bæn til almættisins er oft athvarf
kristinna manna, þegar erfiðleikar
steðja að. En æði oft stendur á
svari, eins og fram kemur í vísu
Jóhönnu Friðriksdóttur ljósmóður.
Þegar ég drottin bænar bað
í bamatrausti mínu,
gat hann ekkert átt við það
í almættinu sínu.
Svariö má hugsanlega finna í þessu
stefi norsks höfundar, veit ei hver
íslenskaði:
Að geðjast öllum
er guði um megn:
Þegar einn vill fá sólskin
vill annar regn.
Veturinn 1963-64 var umræðuþátt-
ur í útvarpinu um spíritisma, anda-
lækningar, sálarfræði, læknisfræði
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
og margs konar háspeki. Níels
Dungal læknir var einn þátttak-
enda og neitaði af miklum krafti
og sannfæringu tilvem mannssál-
arinnar og annars lífs. Um samtalið
orkti Heiðrekur Guðmundsson.
Dungal er með harðan haus,
honum ber við steininn kalda,
segist vera sálarlaus
- sem að mér er nær að halda.
Þórður Einarsson í Hafnarfirði,
sem er höfundur næstu vísu, af-
neitar að vísu ekki framhaldslífi
en telur sig ekki þurfa á hjálp aö
halda, þótt aldur og fátækt á hann
heiji:
Þó að örbirgð ami mér
og elli beygi skrokkinn,
seint ég fer að sækja smér
í sáluhjálparstrokkinn.
En Stefán Stefánsson túlkur, sem
talinn er höfundur næstu vísu, og
mér hefur ekki enn tekist að grafa
upp hver og hvar hafi verið, hefur
ekki litið framtíðina björtum aug-
um:
í þessum heimi aö þola slys
og þorsta í angurs bárum,
og hrökklast svo til helvítis -
það hlýtur að koma út támm.
Gunnlaugur Pétursson frá Selhaga
í Stafholtstungum kemur huggun-
arorðum á framfæri:
Ógni myrkrið mundu þá,
maður niðurdreginn,
boðum skilar skugginn frá
skini hinum megin.
Hugi Hraunfjörð telur þá sem
trúna boða vera á viiligötum:
Trúin sömu treður slóð
tilgangsleysis vana,
sannleiksástar aringlóð
á ei skylt við hana.
Ásgeir Einarsson alþingismaður,
síðast á Þingeyrum, á lokaorðin að
þessu sinni:
Ei mig hræöir aldan stinn,
oft sem næði brýtur,
því í hæðum hugurinn
hafnir gæða litur.
Torfi Jónsson
Matgæðingur víkiinnar_________________pv
Svínalundir
að hætti Brynhildar
„Kannski hef ég einhvern tíma fengið einhverja
grunnuppskrift að svinalundum. En ég hef breytt
henni mikið, bætt ýmsu út í, svo sem beikoni, og þró-
að hana að mínum smekk. Þegar ég hef boðið þetta
gestum hefur þeim þótt þetta rosalega gott,“ segir
Brynhildur Sigmarsdóttir matgæðingur. Hún segist
vera óhrædd viö að prófa eitthvað nýtt og heimilisfólk-
ið verði bara að taka því þótt það rekist á framandlega
grænmetisrétti á borðum einhvern daginn.
En nú eru það svínalundimar hennar Brynhildar. í
réttinn þarf eftirfarandi:
3- 4 svínalundir
ferskir sveppir eftir smekk
4- 5 sneiðar af beikoni
1 laukur
ijómi
gráðaostur
salt og pipar
Lundimar em skornar eftir endilöngu og fylltar með
ijómaosti. Þeim er síðan lokað með tannstönglum. Þær
era steiktar upp úr smjöri á öllum hliðum og síðan
settar í eldfast mót.
Nú er beikon, sveppir og laukur steikt á pönnunni
og kryddað með salti og pipar. Rjómanum er heUt yf-
ir. Gjaman má nota sýrðan ijóma til helminga ef fólk
er að hugsa um hitaeiningamar. Þetta er látið krauma
í 2-3 mínútur. Smákjötkrafti er bætt út í til að skerpa
bragðið og síðan er öllu hellt yfir lundimar í eldfasta
mótinu. Þær eru bakaðar í ofninum í 30-40 mínútur.
Með þessu er gott að bera fram hrísgrjón, snittubrauð
og hrásalat.
Svínahnakki til sparnaðar
„Ef fólk er að spara getur það notað svínahnakka,"
segir Brynhildur. „Hann er mjúkur og góður og hent-
ar mjög vel í þennan rétt. Það þarf því ekki að vera
neitt ofboðslega dýrt að elda þennan rétt þegar von er
á fólki því hann er saðsamur.
Annars er það nokkuð árstíðabundið hvað er á borð-
um hjá mér. Það fer náttúrlega eftir því hvað fæst
hveiju sinni. Ég hef notað mikiö grænmeti að undan-
förnu. það er freistandi þegar þaö er ódýrt að nota það
sem mest. Ég vil nefna gratinerað blómkál sem dæmi
Hinhliðin
Alltaf á fullu
ásumrin
- segir Marteinn Geirsson, þjálfari hjá Fram
Uppáhaldsleikari: Siggi Siguijóns.
Uppáhaldsleikkona: Sigi'ún Waage.
Uppáhaldssöngvari: Egill Ólafsson.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi
Björn Albertsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Pétur mágur minn.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar,
sannsögulegar myndir.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Hlynnt-
ur.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Rás 2.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Sigurður
G. Tómasson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Jafnt.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar
Ragnarsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Ég á
engan uppáhaldsskemmtistað.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fram.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtiðinni? Að bæta mig í því sem
ég er aö fást við.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég þjálfaði. Raunar veit ég
ekki hvaö það er að fá sumarfrí.
Ég hef alltaf verið á fullu á sumrin,
fyrst sem leikmaður og síöan sem
þjálfari.
„Eg veit ekki hvað það er að eiga
sumarfrí. Ég hef alltaf verið á fullu
á sumrin, fyrst sem leikmaður og
síðan sem þjálfari," segir Marteinn
Geirsson, nýráðinn þjálfari og
stjórnandi meistaraflokks Fram í
knattspyrnu. Marteinn sýnir á sér
hina hiiðina í helgarblaðinu nú.
Fullt nafn: Marteinn Geirsson.
Fæðingardagur og ár: 11. febrúar
1951.
Maki: Hugrún Pétursdóttir.
Börn Þijú, Margrét, Pétur Hafliði
og íris Dögg.
Bifreið: Mazda 1988.
Starf: Slökkviliðsmaður.
Laun: Það er skömm að þeim.
Áhugamál: Þjálfun, knattspyma og
bridge og raunar öll mannleg sam-
skipti.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Fjórar.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Aö vinna með áhugasömum
knattspymumönnum.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Bíða eftir mönnum sem koma
of seint á æfingar.
Uppáhaldsmatur: Hreindýra-
hryggur sem konan býr til á gaml-
árskvöld.
Uppáhaldsdrykkur: Appelsín.
Marteinn Geirsson.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Laudrup-
bræður.
Uppáhaldstímarit: íþróttablaðiö.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Dætur
mínar.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Hlynntur.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Johan Cruyff, þjálfara
Barcelona.
Brynhildur Sigmarsdóttir. DV-mynd GVA
um góðan og ódýran mat. En á sumum heimilum þýð-
ir ekkert að bjóða upp á slíkt því þá spyr fólkið bara:
„Hvar er aðalrétturinn?" Ég er heppin með að fólkið
mitt lætur sig hafa ótrúlegustu hluti.“
Brynhildur skorar á mágkonu sína og svila, ídu
Sveinsdóttur meinatækni og Ríkharð Kristjánsson
verkfræðing. „Það er eiginlega sama viö hvem er talað
á þvi heimili, hvort það er Sif dóttir þeirra eða foreldr-
amir, þau eru ekkert venjuleg í matargerðinni. Það
eru hrein sælkerakvöld þegar manni er boðið til þeirra
í mat.“