Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 36
44
LAUGARDAUUR 9. OKTÓBER 1993
Sviðsljós
Ólygirm
sagði...
...að prinsessa ársins héti
Candice Carpeníer og vœri íjög-
urra ára. Hún var valin úr hópi
flramtán þúsund sætra stúlkna
af 8ápufyrirtækinu Pears. Fyrir
samninginn við fyrirtækið íær
hún litlar hundrað þúsund krón-
ur.
... að nýlega heiðu emmyverð-
launin í henni Ameriku verið
veitt i fertugasta og fimmta skipt-
ið. Það var Angela Lansbury, sem
viö þekkjum svo vel úr Morð-
sögu, sem var kynnir kvöldsins
en kvöldinu var sjónvarpaö til
milþóna áhorfenda. Emmyverö-
laun eru veitt sjónvarpsleikurum
og koma í staö óskarsverðlauna
hjá kvikmyndaleikurum.
...að Amold Schwarzenegger
hefði nýlega eignast langþráðan
son en hann á tvær dætur fyrir
eins og við sögöum frá hér á
Sviösljós-síðunni fyrir hálíúm
mánuði. Sá litii fæddist í Santa
Monica í Kalifomíu.
... aö Amy Carter, dóttir fyrrver-
andi Bandaríkjaforseta Jimmy
Carter, ætlaði að -gífta sig næsta
sumar. Amy, sem er 25 ára, hefur
gefið Chelsea Clinton góð ráð um
hvernig hún eigi að komast frá
lífinu sem forsetadóttir. Hinn
heittelskaði Amyar heitir Micha-
el Antonucci og er tveimur árum
eldrí en hún.
ið greiddi Ike, fyrrverandi eigin-
manni Tinu Turner, margar
milljónir dala svo hann þegði yfir
myndinni um Tinu. Hingað til
hefur þvi lítið heyrst frá honum.
Julio Iglesias ásamt dóttur sinni Isabel en móðir hennar er fyrrum eiginkona söngvarans, Isabel Preysler. Unn-
usta söngvarans situr brosandi til hægri á myndinni.
Brúðkaup ársins á Spáni:
Julio Iglesias
giftir dóttur sína
Það var mikil hátíð á Spáni
þegar brúðkaup ársins fór þar
fram í september en þá gifti
hinn ástsæh söngvari, Julio Ig-
lesias, einu dóttur sína, Isabel.
Hinn heittelskaði heitir Ric-
hardo Bofill og er sonur þekkts
arkiteks á Spáni. Mörg þúsund
manns höfðu raðað sér upp við
götuna þar sem arkitektinn býr
til að sjá brúðhjónin koma og
ekki síður hinn fræga söngvara.
Þeim varð þó ekki að ósk sinni
þar sem faðir brúðarinnar
komst óséður inn í húsið bak-
dyramegin. Aðeins Ijörutíu og
fimm manns, nánustu ættingj-
ar, voru viðstaddir hjónavígsl-
una en heldur fjölgaði í veisl-
unni á eftir. Við kvöldverðar-
Brúðhjónin Isabel og Ricardo. Hún er einka-
dóttir eins vinsælasta söngvara Spánar og
hann þekktasta arkitekts landsins.
borðið sátu á annað hundrað
gestir.
Matseðillinn var ekki af verri
endanum því hann samanstóö
af kaviar, girnilegum krabba og
öðrum sjávarréttum. í eftirrétt
var boðið upp á nýja ávexti og
fagurlega skreytta brúðartertu.
Flestir veislugestir höfðu
sjálfsagt búist við að Julio Igles-
ias myndi taka lagið og kyrja
nokkra ástarsöngva en svo var
þó ekki. Hins vegar var leikin
lifandi tónlist framundir morg-
un og var það spönsk hljóm-
sveit sem sá um fjörið.
Brúðhjónin fengu síðan lán-
aða villu Julios Iglesias þar sem
þau eyddu brúðkaupsnóttinni.
Dallas-
stjama
eignaðist
tvíbura
Dallas-stjaman Audrey Landers er af-
ar stolt yfir litlu tvíburunum sínum sem
hún eignaðist í júní en leikkonan hafði
fengið þau svör hjá læknum að hún ætti
ekki möguleika á að eignast bam. Með
smáhjálp tókst hins vegar að frjóvga egg
og koma því á sinn stað meö þeim ár-
angri að tveir drengir hafa htið dagsins
ljós.
„Mér finnst ennþá ótrúlegt að ég eigi
þá,“ segir Audrey. Strákarnir litlu, Ad-
am og Daniel, eru þriggja mánaða. Au-
drey og eiginmaður hennar, Donald
Berkowitz, sem er kaupsýslumaður,
höfðu lengi reynt að eignast bam án
árangurs.
Eftir miklar rannsóknir var ákveðið
að reyna frjóvgun og Audrey var svo
heppin að verða ófrísk í fyrstu tilraun.
Drengirnir fæddust síðan um þremur
vikum fyrir tímann en þeir áttu með
réttu að fæðast á þjóðhátíðardag Banda-
ríkjanna, 4. júlí.
Audrey er enn að leika auk þess sem
hún starfar sem söngkona. Hún hefur
nóg að gera og hefur fengið sér barn-
fóstm til aö hjálpa sér með drengina.
Ólyginn
sagði...
... að leikarinn frægi, Gregory
Peck, sem er orðinn 77 ára, þjáðist
mjög af hðagigt og væri orðínn svo
slæmur að hann yrði að ganga við
hækjur. Hann var meira að segja
of lasinn th að ferðast til Parísar
á dögunum en þar átti hann að
taka á móti verðlaunum.
... aö Anna prinsessa, sem er 43
ára, ætti von á sér með vorinu.
Fyrir á hún tvö börn, Peter og
Zöm. Eins og kunnugt er gifti
Anna sig fyrir ekki löngu hesta-
sveininum Timothy Laurence.
...að tvær aðrar filmstjömur
hefðu eignast börn á dögunum.
Það vora leikarinn Robert Down-
ey Jr. og hin franskættaða leik-
kona Juhette Binoche sem eign-
uðust son sem þau létu heita Rap-
hael. Chaplin stjaman Robert og
kona hans Deborah eignuðust
einnig son, Indio, sem fæddur var
í Los Angeles.
.. ,að Bretar hefðu valið Elísa-
betu Taylor kynbombu heimsins
þrátt fyrir að hún væri 61 árs. í
öðru sæti kom leikkonan Sharon
Stone. Bretunum fannst hins veg-
ar að Elvis Presley væri kyntröll
karlmanna og næstur honum
kom Tom Cruise.
... að nú ætti að gera bíómynd
um sjarmörinn James Dean sem
lést aöeins 24 ára gamall. Eftir
mikla leit hefur lokst fúndist leik-
ari til að leika kyntrölhð en það
mun vera Brad Pitt.