Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 59 Afmæli Magnús B. Kristinsson Magnús Bæringur Kristinsson, fyrrv. skólastjóri Kópavogsskóla, Skólatröð 6, Kópavogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Magnús er fæddur að Stóra- Grindli í Fljótum en ólst upp í Hrís- ey. Hann var í Héraðsskólanum á Laugum 1941^43 og Kennaraskóla íslands 1944^48. Magnús stundaði leiklistarnám hjá Haraldi Björns- syni og Lárusi Pálssyni og sótti leik- listarnámskeið í Danmörku 1951. Magnús var ráðinn kennari við Kópavogsskóla 1948, yílrkennari við sama skóla 1957-64 og skólastjóri 1964-81. Magnús tók dómarapróf í knatt- spyrnu 1942, var form. Ungmenna- félagsins Fram á Skagaströnd 1948-49 og í stjórn Breiðabilks 1954-56. Hann er einn af stofnendum Lionsklúbbs Kópavogs og Leikfé- lags Kópavogs og sat í stjórnum þeirra um árabil. Magnús hefur búið að Skólatröð 6 frá 1953. Fjölskylda Magnús kvæntist 3.4.1948 Guð- rúnu Sveinsdóttur! f. 23.7.1927, kennara. Foreldrar hennar: Sveinn Óskar Guðmundsson, múrara- meistari í Reykjavík, og Þórfríður Jónsdóttir. Börn Magnúsar og Guðrúnar: Kristinn Óskar, f.21.8.1948, verk- fræðingur í Kópavogi, maki Margrét B. Eiríksdóttir, þau eiga tvö börn; Brynhildur St., f. 8.2.1950, auglýs- ingateiknari í Svíþjóð, maki Jón S. Bates, þau eiga þrjú börn; Svanhvít Guðrún, f. 8.2.195Q, leirkerasmiður í Hafnarfirði, maki Gísli Ellertsson, þau eiga þrjú börn; Þórfríður, f. 23.7. 1952, þroskaþjálfi í Reykjavík, maki Óskar G. Óskarsson, þau eiga eitt barn; MagnúsÁrni, f. 14.3.1968, nemi í Reykjavík, maki Sigríður Björk Jónsdóttir. Systkini Magnúsar: Björn 0., lát- inn, vélsmíðameistari, kona hans var Halldóra S. Gunnlaugsdóttir, þau eignuðust þrjú böm; Árni Garð- ar, látinn, auglýsingastjóri, fyrri kona hans var Katrín Óladóttir, lát- in, seinni kona hans var Ragnheiður Kristjánsdóttir, þau eignuöust fimm börn, Árni Garðar átti tvö stjúp- börn; Jón, látinn, rafvirki, hans kona var Ölöf Friöriksdóttir, þau eignuðust þrjú börn; Gígja S., hús- móðir, maki Jón SteindórÁsgeirs- son, þau eiga sjö börn; Stefán S., verkamaður, maki Anna Einars- dóttir, þau eiga tíu börn; Brynhildur Steinunn, látin. Magnús Bæringur Kristinsson. Foreldrar Magnúsar voru Krist- inn Ágúst Ásgrímsson, f. 19.8.1894, d. 21.12.1971, járnsmíðameistari, og Pálína Elísabet Árnadóttir, f. 16.9. 1895, d. 6.2.1962, húsmóöir. Þau bjuggu í Hrísey. Magnús veröur að heiman. Sigrún Klara Hannesdóttir Dr. Sigrún Klara Hannesdottir, pro- fessor í bókasafns- og upplýsinga- fræðumviðHÍ,Hjarðarhaga54, - Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Sigrún Klara fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp. Hún lauk stúdents- prófi frá MA1963, lauk BA-prófi í ensku frá HÍ1967, mastersprófi í bókasafnsfræði frá Wayne State University í Detroit 1968 og doktors- prófi í sömu grein frá University of Chicago 1987, fyrst íslendinga. Sigrún Klara var bókasafnsfræð- ingur í Bandaríkjunum og Perú 1968-71, var ráðin fyrsti skólasafna- fulltrúi Reykjavíkurborgar 1971 en annaðist jafnframt stundakennslu í bókasafnsfræði. Hún var skipuð fyrsti lektor í bókasafnsfræði við HÍ1975, skipuð dósent 1984 og pró- fessor 1993. Sigrún Klara átti sæti í Þróunar- nefnd HÍ1989T92, er formaður skjalasafns HÍ, er einn af stofnend- um Félags bókasafnsfræðinga og sat í fyrstu stjórn þess, var formaður Bókavaröafélags íslands og Skóla- vörðunnar, félags um málefni skóla- safnsvarða, var fyrsti formaður Barnabókaráðsins, íslandsdeildar IBBY ogformaður Soroptimista- klúbbs Reykjavíkur 1987-89. Hún er nú formaður Alfa-deildar Delta Kappa Gamma á íslandi (Félags kvenna í fræðslustörfum) og vara- forseti Alþjóðlegu skólasafnasam- takanna. Þá er hún formaður nefnd- ar a vegum menntamalaraðuneytis- ins um stefnumörkun í bókasafna- og upplýsingamálum til aldamóta. Fjölskylda Sigrún Klara giftist 2.2.1974 Ind- riða Hallgrímssyni, f. 21.10.1944, d. 27.1.1979, bókasafnsfræðingi. Hann var sonur Hallgríms Indriöasonar og Lilju Jónsdóttur að Litla- Hvammi í Eyjafirði. Sonur Sigrúnar Klöru og Indriða er Hallgrímur Indriðason, f. 24.5. 1974, nemi við MR. Systkini Sigrúnar Klöru eru Sig- urjón, f. 13.2.1935, fyrrv. skipherra hjá Landhelgisgæslunni, kvæntur Björgu Jónsdóttur sjúkraliða og eiga þau tvo syni; Elín Hrefna, f. 29.6.1936, húsmóðir, gift Árna Sig- urbergssyni flugstjóra og eiga þau fjögur börn; Sveinn, f. 9.4.1950, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, kvæntur Áslaugu Sig- urðardóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau íjórar dætur. Foreldrar Sigrúnar Klöru: Hannes Jónsson, f. 11.5.1905, d. 12.6.1986, verkamaður á Seyðisfirði og í Reykjavík, og Sigríður Jóhannes- dóttir, f. 27.8.1907, húsmóðir. Ætt Hannes var sonur Jóns, frá Böðv- arsdal í Vopnafirði, bróður Magnús- ar, móðurafa Baldurs Ingólfssonar menntaskólakennara. Jón var son- ur Hannesar Magnússonar. Móðir Hannesar var Sigríður Ingibjörg Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir. Jónasdóttir, „grjótgarðs" frá Holta- stöðum í Langadal, Gíslasonar. Móðir Sigríðar var Gróa Vigfúsdótt- ir frá Þorgeirsstöðum í Lóni. Sigríður, móðir Sigrúnar Klöru, er dóttir Jóhannesar, úrsmiðs frá Seyðisfirði, Sveinssonar, smiðs í Smiðsnesi í Grímsnesi, Jónssonar. Móðir Jóhannesar var Halldóra Sig- urðardóttir. Móðir Sigríðar var Elín Júlíana Sveinsdóttir, í Efra-Langholti í Hreppum, Arnoddarsonar. Móðir Elínar Júlíönu var Dóróthea Högna- dóttir, Árnasonar, af Presta-Högna- ætt. Móðir Dórótheu var Oddný, systir Benedikts Sveinssonar yfir- dómara, föður Einars skálds. Sigrún Klara tekur á móti gestum í Iðnaðarmannahúsinu við Hall- veigarstíg á afmælisdaginn kl 16.00-18.00. Grétar G. Nikulásson Grétar Geir Nikulásson, deildarfull- trúi hjá Ríkisendurskoðun, Háaleit- isbraut 14, Reykjavík, verður sex- tugurámorgun. Starfsferill Grétar er fæddur á Akranesi og ólst þar upp en á námsárum sínum bjó hann í Hafnarfirði. Síðan hefur Grétar búið í Reykjavík. Grétar lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla ís- lands 1954 og stundaði nám í lækna- og viðskiptafræðideildum Háskóla íslands. Grétar starfaði á annan áratug við bókhalds- og fjármálastörf hjá iðn- aðar- og heildsölufyrirtækjum. í fjórtán ár gengdi hann starfi fram- kvæmdastjóra samtaka atvinnurek- enda í prentiðnaði, fyrst hjá Félagi íslenskra prentsmiðjueigenda og síðar sem fyrsti framkvæmdastjóri Félags íslenska prentiðnaðarins. í störfum fyrir þau samtök tók Grétar virkan þátt í samstarfi norrænu samtaka prentiðnaðarins (Nordisk Grafisk Rád) og innlendra samtaka atvinnurekenda. Grétar hefur und- anfarin ár starfað hjá Ríkisendur- skoðun. Grétar starfaði í nær þrjá áratugi innan Lionshreyfmgarinnar og var m.a. formaður Lionsklúbbsins Fjölnis, gjaldkeri fjölumdæmis Li- onshreyfingarinnar á íslandi og sinnti mikið málefnum varðandi varnir gegn fíkniefnanotkun. Hann hefur í rúma fjóra áratugi starfað innan samtaka jafnaðarmannaog sat í stjómum Félags ungra jafnað- armanna í Hafnarfirði og Sambands ungra jafnaðarmanna. Grétar sat einnig í stjóm Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og stjórn Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Alþýðuflokkinn og m.a. setið í flokksstjórn. Á náms- árum sínum við háskólann var Grétar um tíma formaður Stúdenta- félags j afnaðarmanna. Fjölskylda Eiginkona Grétars er Sjöfn Björg Kristinsdóttir, f. 27.12.1934, fulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins. For- eldrar hennar voru Kristinn Eyj- ólfsson, símamaður frá Sölvholti í Flóa, og kona hans, Katrín Guðna- dóttir, húsmóðir í Hafnarfirði og Reykjavík. Börn Grétars og Sjafnar: Kristinn Hörður, f. 24.11.1955, múrarameist- ari í Reykjavík, kvæntur Guörúnu Birnu Ólafsdóttur, þau eiga tvö böm, Önnu Björgu, f. 26.2.1983, og Grétar Geir, f. 7.2.1986; Lárus Rún- ar, f. 6.4.1962, meðferðarfulltrúi og knattspyrnuþjálfari; Hrönn Eir, f. 31.12.1970, háskólanemi, sambýlis- Grétar Geir Nikulásson. maður hennar er Ingi Alfons Fem- andez háskólanemi; BjörgÝr, f. 10.3. 1972, menntaskólanemi; Katrín Huld, f. 30.6.1974, verslunarskóla- nemi, unnusti hennar er Björn Þor- steinsson háskólanemi. Systkini Grétars: Sigurður Þor- steinn, f. 11.11.1934, bankaútibús- stjóri í Reykjavík, kvæntur Ingi- björgu Þórdísi Sigurðardóttur; Sonja Sigrún, f. 23.7.1940, bankafull- trúi í Reykjavík, gift Pétri Guð- mundssyni bifvélavirkjameistara. Foreldrar Grétars voru Nikulás Oddgeirsson, f. 9.10.1906, d. 4.8.1983, vélstjóri á Akranesi og í Hafnar- firði, og kona hans, Sigrún Sigurð- ardóttir, f. 3.1.1913, d. 28.10.1972. Til hamiiigju með afmælið 10. október 95 ára Kristín Gunnarsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára Erlendur Jó- hannsson, Hamarsheiði H, Gnúpverja- hreppi. Kristín Magnúsdóttir, Kambsvegi 22, Reykjavík, verður áttrasð á mánudag. Hún tekur á móti gestum í Sarakvæm- íssalnum, Skipholti 70, Reykjavík, sunnudaginn 10.10. frá kl 15.00-18.00. 75 ára Guðsteinn Þorsteinsson, Kírkjuhvoli, Hvolsvelii. Hann er að heiman. Ingibjörg Páisdóttir, Steindórsstöðum, Reykholtsdals- hreppl 70 ára Þorbjörg Guðmundsdóttir, Vanabyggð 8 A, Akureyri. Þórður Guðjónsson. Skólabraut 29, Akranesi. Ilann er að hniman. Elías Magnús Finnbogason, GrundargBtu 16, Grundarfirði. Kona hans er Petrea Guðný Pálsdóttir. Þau taka á móti liestum á at'mæi isdaginn í sal Hjúkrunarfélags íslands, þriðju hæð, að Suðurlandsbraut 22, Reykjavík, frá kl. 16.00-20.00. Aöalstræti 20, ísafirði. Guðrún E. Thorarensen, Kehufelh 23, Reykiavik. Jóhann Rós- inkrans Símon- arson skipstjóri, Sætúni 1, ísafirði. Eiginkona hans er Helga Þórdís Gunnarsdóttir. Þau er stödd á Flórída. 50 ára Málfriður Eggertsdóttir, Sunnubraut 9, Vík í Mýrdal. Þuriður Antonsdóttir, Marargrund 7, Garðabæ. Árni Hrafn Árnason, Steinagerði 10, Reykjavík. Sigriður Kr. Þorsteinsdóttir, Litlagerði 5, Hvolsvehi. Dís Guðbjörg Óskarsdóttir, Bakkagerði 7, Reykjavík. Friðgerður Pétursdóttir húsmóðir, Völusteinsstræti 3, Bolungarvtk, verður firaratug á mánudaginn. Eigixiraaður hennar er Magnús Snorra- son útgerðarmaður. Þau taka á móti gestura í Félagsheimh Bolúngarvikur sunnudaginn 10.10. frá kl 15.00-18.00. 40 ára 60 ára Sigríður Guðbergsdóttir, Blómahæð 5, Garðalxæ. Karl Gunnars- son flugstjóri, Charaplain, New York. Bandarikj unum. Harm tekur á móti gestum á heímili foreldx-a sinna að Frosta- fold 14 - 0401, Reykjavik, á afmæhsdag- inn, eftir kl 20.00. Árni Stefánsson, Raftahhð 29, Sauöárkróki. Hiidur Guðmundsdóttir, Hjallabrekku 11, Kópavogi. Valur Harðarson, Bjarkargrund 33, Akranesí. Högni Marseliusson, Ásta Vestmann og Bjarni Jónsson. Asta Vestmann og Bjami Jónsson Asta Vestmann og Bjarni Jónsson, Háholti 19, Akranesi, eiga gullbrúð- kaupídag,9.10. Ásta fæddist í Kanada 3.3.1925. Foreldrar hennar: Einar Vestmann og Guðríður Nikulásdóttir. Bjarni fæddist 19.8.1922 að Fitjum, Hróbergshreppi í Strandasýslu, sonur Jóns Ottossonar og Maríu Bjarnadóttur. Bjarni og Ásta eignuðust sex börn og eru fimm þeirra á lífi. Auk þess eru bamabörn þeirra tuttugu og eitt en barnabarnabörnin sautján tals- ins. Ásta og Bjami verða að heiman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.