Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 41 Trimm Skokkklúbbur Mosfellsbæjar. Elías Níelsson, stjómandi Trimmklúbbs Mosfellsbæjar: Reynum að byggja uppogvið- halda góðri heilsu Skokkklúbbur Mosfellsbæjar hef- ur verið starfandi frá 1988. Skokk- klúbburinn hóf nýverið starf sitt inn- an UMFA og íþrótta fyrir alla 3. sept- ember 1993. Markmiðið með Skokk- klúbbnum er að fá almenning hér í Mosfellsbæ til að stunda líkamsrækt og fræðast um almenn áhrif þjálfun- ar á líkamann. Elías Níelsson íþróttafræðingur frá Alabama hefur nýverið verið ráðinn til að halda utan um Skokkklúbbinn og er hann við- mælandi okkar hér á Trimmsíðunni. Markmiöió ekki að skapa afreksfólk Markmiðið með Skokkklúbbum er ekki aö skapa afreksfólk í hlaupum heldur stuðla að heilbrigðri sál í hraustum líkama. Ég legg mikla áherslu á að þjálfa þá vöðva sem ekki verða fyrir áreynslu við skokk- ið. Við í Skokkklúbbnum notum Theraband-teygjur við þær styrktar- æfingar sem við gerum. Teygjurnar eru mjög auðveldar í notkun og fyrir- feröarhtlar. Árangur er ansi afstætt hugtak í mínum huga því að ég tel að andlega hhðin sé ekki síður mikil- væg en líkamlegur árangur við þjálf- un. Við líkamlega áreynslu losar fólk sig við þá andlegu spennu sem mynd- ast við hið daglega amstur þannig að andlegur árangur kemur oft í Ijós strax eftir fyrstu æfinguna. Aftur á móti kemur líkamlegur árangur í ljós í þættum súrefnisflutningi, betri vöðvastyrk og minni fitu sem kemur vanalega í ljós eftir 4-6 vikur. Það er tahð lágmark að æfa þrisvar í viku, 40-60 mín. í senn, til að árangur Elías Nielsson. náist. Þeir sem æfa minna en þrisvar í viku ná ekki að viöhalda því líkams- ástandi sem fyrir er. Betra fyrir mjög þunga að ganga Ahir geta skokkað sem eru líkam- lega heilbrigðir og hafa mátt til. Hins vegar gæti það tekið tíma og þjálfun fyrir suma einstakhnga að ná þvi markmiði að geta skokkað. Við það að hlaupa eykst líkams- þunginn aht að 2-3 sinnum miðað við raunveru- lega þyngd sem þýðir það að stoð- kerfið er undir gífurlegu álagi. Einn- ig fylgir mikilh yfirvigt oft lélegt þol þannig að ráðlegast væri að ganga fyrir það fólk sem flokkast undir það að vera of þungt. Samskipti milli skokkklúbba Ég tel nauösynlegt að góð sam- skipti séu á milli skokkklúbba, bæði fyrir meðhmina og stjómendur klúbbanna. Fyrir meðhmina væri það t.d. ágæt tilbreyting að heim- sækja annan skokkklúbb og prófa nýjar hlaupa- og gönguleiðir, sam- hliða því að kynnast nýju fólki með sömu áhugamál. Fyrir stjómendur væri það ákveðin hagræðing til að fá nýjar upplýsingar og hugmyndir sem varða þjálfun. Skokkklúbbamir hafa að sjálfsögðu mismunandi gildi fyrir hvem og einn einstakling í hópnum en það sem máh skiptir fyrst og fremst er það að koma saman í félagsskap og njóta útiverunnar, jafnhhða því að byggja upp og við- halda góðri heilsu. Oft er það félags- skapurinn sem fólk þarf til aö koma sér af stað og það aðhald sem fylgir því að æfa saman í hóp. Skokkklúbburinn í Mosfellsbæ Við hittumst 3 sinnum í viku í 50-90 mín. í senn. Við byrjum allar æfingar með því að hita upp og teygja í sam- einingu. Síðan skiptum viö okkur í þrjá hópa, einn gönguhóp og tvo skokkhópa, eftir þoltölu og mætti hvers og eins. Síðán kemur hópurinn ahur saman eftir 30-40 mín. og taka þá við styrktar-, teygju- og slökvmar- æfingar. Gerðar em reglulega fitu- og þolmælingar sem veita visst að- hald og gefa einstaklingnum upplýs- ingar í leiðinni. Fyrirlestrar um þjálfun og áhrif hennar era einnig reglulega og svo reynum við að fara í fjallgöngur eða lengri göngur einu sinni í mánuði. Meöal forvitnilegra mála á fúnd- egi. Félagsmenn em hvattir til að inum verður erindi Rolfs Nyhus mæta. um stöðu almenningsíþrótta í Nor- Sara Elíasdóttir Trimmklúbbi Mos- fellsbæjar, 50 ára Við höfðurn verið nokkrar saman í leikfimi og ákváðum að fara að ganga fyrir 5 árum. Síðan leiddi það af sér að við fómm smátt og smátt að skokka. Það er dásamlegt að láta það eftir sér að fara út - byrja á því að ganga, síðan aö skokka og svo kemur að því að maður fer að keppa við klukkuna. Það er toppurinn! Bjöm Karlsson Trimmklúbbi Mos- fellsbæjar, 49 ára Konan mín var einn af stofnendum Skokkklúbþs Mosfellsbæjar og dróst ég inn í þetta fyrir hennar tilstuðlan fyrir tæpum 5 ámm. Ég hef gaman af félagsskapnum og útivistin og hreyfingin gerir mér gott. Skokkið hefur gefið mér þrek og þol. Ég finn fyrir meiri styrk og tel mig hraustari og andleg velhðan er í góðu lagi. Fólk sækir í þá að- hald og félagsskap Skokkklúbbar hafa sprottið upp víða í kjölfar mikils áhuga á skokki og heilsurækt. Skokkklúbbar þessir eru nú starfandi á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og veit trimmsíðan jafnframt um nokkra slíka úti á landl Nú gætu raargir spurt sig til hvers verið sé aö ganga í skokk- klúbb. „Getur maður ekki hlaupið sjálfur?“ Jú, jú, vissulega geta allir hlaupið sjálfir en það er miklu skemmthegra og árangursrikara að hlaupa með öðmm og fá stuöning frá hópnum og ráðleggingar frá stjómanda. Það er t.a.m. ýmislegt varðandi útbúnað, s.s. skó og fatnað og mataræði, sem vert er fyrir byrjendur að hyggja að. Jafnframt þarf að huga að æf- ingaálagi. Æfingaálag má aldrei vera svo mikið að byxjandinn missi móðinn. Það er einnig mikilvægt að huga að öðrura þáttum, s.s. upphitun fyrir hlaup og teygjum fyrir og eftir hlaup. í skokkklúbbunum em starf- andi hæfir einstaklingar sera hyggja vel að þessum þáttum. Trimrasíðan hefur grafiö upp eftirtalda skokkklúbba, hvenær þeir æfa og stjómendur skokkhópanna. Trimmsíðan hvetur aha þá sem hafa áhuga aö setja sig í samband við stjórnendur hópanna. Skokkkiúbbur Mosfellsbæjar: Stjómandi: Anna Gisladóttir, s. 667242. Elías Níelsson. Æfingadagar: mánud., miðvikud., fóstud. kl. 19.30. Lagt af stað frá Sundlaug Mosfellsbæjar. Trimmklúbbur Seltjarnamess: Stjómandi: Margrét Jónsdóttír, s. 622883. Æfingadagar: Skokkhópar: mánud., miövikud. kl. 17.30 og laugard. kl. 11.30. Ganga: mánud. og fimmtud. kl. 19. Lagt af stað frá Sundlaug Seltjarnamess. Trimmhópur KR: Stjórnandi: Páll Ólafsson, s. 654655. Æfingadagar: mánud., fimmtud, kl. 18.15. Lagt af stað frá KR-heimilinu við Frostaskjól. Trimmhópur Hafnarfjarðar: Stjómandi: Páll Ólafsson, s. 654655. Æfingadagar. þriöjud. og fimmtud. kl. 18.15. Lagt af stað frá iþróttahúsinu í Kaplakrika. Hlaupafélag Vesturbæjar: Stjómandi: Ólafur Þorsteinsson, s. 18822. Æfingadagan mánud., miðvikud., föstud kl. 17.30 og sunnud. kl. 10. Lagt af stað frá Sundlaug Vesturbæjar. Trimmklúbbur Kópavogs: Sljómandi: Aöalsteinn Jónsson, s. 41828. Æfingadagar: Byijendur: mánud. kl. 19.20 og miðvikud. kl. 18.20. Lengra komnir: mánud. kl. 18.20 og miövikud. kl. 19.20 og aukatími kl. 10 á laugardögum fyrir báða hópa. Lagt af stað frá Sundlaug Kópavogs. Trimmklúbbur Bessastaðahrepps: Stjómandi: Ágúst Böðvarsson, s. 653672. Æfingadagan þríðjud., fimmtud. kL 20 og laugard. kl. 12. Lagt af stað frá íþróttahúsi Álftaness. Trimmklúbbur KKK, Akranesi: Stjómandi: Kristinn Reimarsson, s. 93-12537, Æfingadagan mánud., miövikud., föstud. kl. 18.30-19.50. Kjarnakonur, Akureyri: Stjómandi: Edda Hermannsdóttir, s. 96-23546. Æfingadagar: föstud. kl. 17.30 á vetuma. Hlaupið í Kjamaskógi. Trimmklúbbur Breiðholts: Stjóraandi: Sigríður Níelsdóttir, 8. 670461. Æfingadagar: mánud., miðvikud. kl. 17.30. Lagt af stað frá Geröubergi í Breiðholti. Hlaupahópur Grafarvogs: Stjómandi: Erla Gunnarsdóttir, s. 687158. Æfingadagar: mánud., miðvikud kl. 17.30. Lagt af stað frá Hamraskóla, Grafarvogi. Auk þessara hlaupahópa er stór hópur skokkara og hlaupara á nám- skeiði hjá Nárasflokkum Reykjavíkur og Mætti og einnig hafa verið hald- in náraskeið hjá World Class. J.B.H. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.