Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 9,'OKTÓBER 1993
Erlendbóksjá
Metsölukiljur
• Bretland
Skáldsögur:
1. Sue Townsend:
The Queen and I.
2. Joanna Trollope:
The Men and the Girls.
3. John Grisham:
The Firm.
4. Donna Tartt:
The Secret History.
5. Len Deighton:
City of Gold.
6. Michael Crichton:
Jurassic Park.
7. Robert James Waller:
The Bridges of Madison
County.
8. Danielle Steel:
Jewels.
9. John Grisham:
The Pelican Brief.
10. Robert Harris:
Fatherland.
Rit almenns eðlis:
1. Jung Chang:
Wild Swans.
2. James Herriot:
Every Lívíng Thing.
3. Nick Hornby:
Fever Pitch.
4. Brian Keenan:
ftn Evil Cradling.
5. Peter de la Billiére:
Storm Command.
6. Antonia Fraser:
The Six Wíves of Henry VIII.
7. P.J. O'Rourke:
Gíve War a Chance.
8. Sue Limb:
Dulcie Domum's Bad
Housekeeping.
9. R. Atkinson 8i R. Driscoll:
Mr. Bean's Diaryy.
10. J. Peters & J. Nichol:
Tornado Down.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Michael Crichton:
Jurassic Park.
2. Daphne du Maurier:
Rebecca.
3. Per Hoeg:
Forestillínger om det 20.
árhundrede.
4. Knut Hamsun:
Svaermere.
5. Herbjorg Wassmo:
Dinas bog.
6. Peter Hoeg:
Fortællínger om natten.
7. Ib Michael:
Vanillepigen.
(Byggt á Politiken Sondag)
Adrian Mole
snýr aftur
Sue Townsend er tvímælalaust
einn fyndnasti rithöfundur Breta um
þessar mundir. Um þaö bera sögur
hennar um Adrian Mole og unghnga-
raunir hans best vitni en þær hafa
farið sigurfór víða um lönd hin síð-
ari ár.
Þessa dagana eru tvær skáldsögur
eftir Townsend á toppi metsölulist-
anna í Bretlandi. Adrian Mole: The
Wilderness Years er söguhæst inn-
bundinna skáldsagna en The Queen
and I trónir í efsta sæti pappírskilju-
listans.
Mole
Nýjasta dagbók Adrians Mole, The
Wilderness Years, nær yfir tæplega
eitt og hálft ár - frá ársbyrjun 1991
fram í apríl árið 1992.
Mole, sem nú er ríflega tuttugu og
þriggja ára, er sem fyrr í stökustu
vandræðum með sjálfan sig og tilver-
una.
Ástarmálin eru í klessu því gyðjan
sem hann tilbiður og ætlaði sér að
kvænast, Pandora, er ekki aðeins
með tvo aöra karlmenn í takinu -
eiginmann og elskhuga - heldur hef-
ur hún líka fengið hina mestu
skömm á Adrian og viU losna við
hann úr ffi sínu.
Ekki gengur honum betur á starfs-
vettvangi. Skáldframinn lætur bíða
eftir sér sem fyrr og vinnan, sem
hann hefur hjá umhverfisráðuneyt-
inu, er vægast sagt óhemju leiðinleg.
Þetta eru því sannkallaðir eyði-
merkurtímar hjá Adrian, eins og
nafn bókarinnar gefur til kynna. En
undir lokin birtir þó aöeins til.
TOWNSENI
RIAN MOI
WILDERNE!
Lýsingar höfundarins á vandamál-
um Adrians, og athugasemdir hans
um menn og málefni eru jafn bráð-
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
fyndnar í þessari bók sem í hinum
fyrri.
Nágranni minn,
drottningin
í The Queen and I sýnir Sue Towns-
end að fyndni hennar er ekki ein-
skorðuð við þá eftirminnilega ömur-
legu persónu, Adrian Mole.
Hugmyndin að baki þessari bráö-
skemmtilegu skáldsögu er sú mar-
tröð bresku konungsfjölskyldunnar
aö nýr stjómmálaflokkur lýðveldis-
sinna fari óvænt við sigur í þingkosn-
ingum.
Fyrsta verk hinna nýju valdahafa
er auövitað að afnema konungsdæm-
ið í Bretlandi. Ríkisstjórnin hirðir
allar eignir af drottningunni og íjöl-
skyldu hennar, setur hana á venjuleg
eftirlaun og kemur henni fyrir í hefð-
bundnu félagslegu íbúðarhúsnæði.
Fallið frá Buckinghamhöll er því
hátt.
Townsend lýsir því á afskaplega
fyndinn hátt hvernig hiö konunglega
fólk, Elísabet og Filippus, Karl, Díana
og synir þeirra, Anna prinsessa og
allt það lið, bregst við þessum breyttu
aðstæðum. Þær frásagnir eru á köfl-
um alveg kostulegar. Jafnframt
dregur hún upp skarpa mynd af við-
horfum almennra borgara sem hafa
allt í einu fengið fyrrum kóngafólk
sem nágranna.
Þessar tvær skemmtilegu skáld-
sögur eru vel til þess fallnar að létta
lesendum lund í skammdeginu.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Edith Wharton:
The Age of Innocence.
2. Dean Koontz:
Dragon Tears.
3. Anne Rice;
The Tale of the Body Thief.
4. John Grisham:
The Pelican Brief.
5. John Grisham:
A Time to Kill.
6. Sidney Sheldon:
The Stars Shine down.
7. Michael Crichton:
Rising Sun.
8. Michael Crichton:
Congo.
9. John Grisham:
The Firm.
10. Michael Crichton:
Sphere.
11. Michaei Crichton:
Jurassic Park.
12. Jayne Ann Krentz:
Hidden Talents.
13. Diane Carey:
Descent.
14. Nancy T, Rosenberg:
Mitigating Circumstances.
15. Donna Tartt:
The Secret History.
Rit almenns eðlis:
1. Rush Limbaugh:
The Way Things Ought
to Be.
2. Ross Perot & Pat Choate:
Save Your Job, Save Our
3. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
4. Schwarzkopf 8i Petre:
It Doesn't Take a Hero.
5. Robert Fulghum:
Uh-oh.
6. Maya Angelou:
I Knowwhy the Caged Bird
Sings.
7. Gait Sheehy:
The Sílent Passage,
8. K. Le Gifford 8i J. Jerome:
I Can’t Believe i Said That!
9. D.W. Weber8i Bosworthjr.:
Silent Witness.
10. Jean P. Sasson:
Princess.
11. Peter Mayle:
A Year in Provence.
12. James Herriot:
Every Living Thing.
13. Anne Rule:
A Rose for Her Grave.
14. Deborah Tannen:
You Just Don't Understand.
15. David McCuliough:
Truman.
(Byggt a New York Tímes Book Review)
Vísindi
Nýtt sláandi stálhjarta
Nýja stálhjartað líkist venjulegu hjarta að allri gerð og vegur um 900 grömm.
Ætlunin er að græða það í likama manna í stað lifandi hjarta. Fyrri gervi-
hjörtu eru öll mun stærri en þetta. Símamynd Reuter
Ritsafní
fingurbjörg
Þýska raf-
eindafyrirúBk-
ið Sieraens hef-
ur sent frá sér
tölvukubb sem
rúmar efnl sem
í rituðu máli
kæmist ekki
fyrir á færri en
6000 blaðsíðum. Kubburinn er þó
ekki stærri en svo að hann kemst
fyrir í flngurbjörg. Fínustu teng-
ingar 1 nýja kubbnum eru ekki
nema einn þúsundasti úr millí-
metra á þykkt.
Troðið í rásir
Með stafrænum sendingum á
sjónvarpsefhi skapast nýr mögu-
leiki á að íjölga útsendingum á
hverri rás. I stað þess að ein stöö
hafi eina rás tU umráða geta tleiri
stöðvar deUt meö sér sömu rá-
sinnl Þessi tækni verður þó vart
tekin í gagnið fyrr en um alda-
mótin,
Háfjallahiti
Veöurfræðingar í Suður-Amer-
íku segja að ekki fari milli mála
að hiti hækki á jörðinni. Þeir
hafa mælt jökla á háfjöUum í álf-
unni og komist að því að þeir eru
nú minni en nokkru sinni síðustu
500 árin. Veðurfræöingamir
kenna gróöurhúsasáhrifum um
bráðnun jöklanna.
Umsjón
Gísli Krístjánsson
Rannsóknastofnun í Cleveland í
Bandaríkjunum hefur fengið nærri
milljarð íslenskra króna í opinbert
framlag til að þróa nýtt stálhjarta.
Frumgerðin hefur þegar verið smíð-
uö og lofar hún góðu um að loks verði
hægt að nota tilbúið hjarta til
ígræðslu í stað lifandi hjarta.
Reynist stálhjartað nothæft þegar
upp er staðið gerir það hjartaflutn-
inga óþarfa. Nú er skipt um hjörtu í
þúsundum manna árlega en aðgerð-
irnar þykja vandasamar og mis-
heppnast oft. Þá er löng bið eftir
hjörtum til skipta og látast margir
sjúklingar meðan beðið er.
Undanfarin ár hafa vísindamenn í
Bandaríkjunum reynt mikið til aö
búa til gervihjörtu. Nú er verið að
reyna fimm slik á sjúklingum vestra.
Gallinn við þessi hjörtu er hins vegar
sá að þau eru svo stór að ekki er
hægt að koma þeim fyrir í líkaman-
um. Sjúklingurinn er því bundinn
við vél og getur ekki lifað eðlilegu
lífi þótt gervihjartað haldi honum á
ffi.
Nýja stálhjartað vegur aðeins um
900 grömm. Það er húðað með sér-
stöku efni sem líkaminn á ekki aö
hafna. Því verður - ef guö lofar -
hægt aö græða stálhjartað í sjúkling-
inn og hann á aö ná jafngóðri heilsu
eins og hann væri meö heilbrigt
hjarta í brjósti.
Þróunarvinna
í fjóra áratugi
Vinna við gervihjörtu hófst eftir
1950 en hefur miðað skammt á veg
þar til nú. Enn er þó gengið út frá
sömu hugmynd og í upphafi; rafdrif-
in dæla tekur að sér hlutverk hjarta-
vöövanna. Nú eru hins vegar miklu
meiri möguleikar á aö stýra gervi-
hjörtum en var í árdaga þeirra.
Gert er ráð fyrir að knýja nýja
hjartað með raíhlöðum. Þær veröa
utan líkamans og hægt að skipta
reglulega um þær á sjúkrahúsi með
lítilli fyrirhöfn. Rafhlöðurnar verður
t.d. hægt að hafa í brjóstvasa eða við
belti og ættu ekki að valda sjúkling-
um umtalsverðum óþægindum.
En þrátt fyrir góðar vonir er þess
ekki aö vænta að fyrsta stálhjartað
verði grætt í mann fyrr en um eða
eftir aldamótin. Á stofnuninni í
Cleveland er gert ráö fyrir að tíu ára
vinna sé eftir áður en hjartaö verður
fullhúið. Þá á allur stjórnbúnaðurinn
að vera tilbúinn en sjálf dælan er
talin fullgóð nú þegar.
Leystu
þrautina
fyrir slysni
WallaceH. Carothersvar ungur
og efnilegur vísindamaður sem
bandaríska stórfyrirtækið Du
Pont „keypti“ frá Harvardhá-
skóla í þeim tilgangi aö láta hann
finna upp eitthvað sem hægt væri
að selja.
Carothers fékk allt það íjár-
magn sem hann vildi og frelsi til
að gera það sem honum sýndist.
Hann hafði mikinn áhuga á að
búa til gervisilki en var kominn
á villigötur i rannsókninni þegar
aðstoöarmenn hans leystu þraut-
ina fýrir slysni.
Carothers var búinn að setja
saman efnablöndu sem hafði lika
eiginleika og silki. Frumeindir
þess röðuðu sér upp í lengjur en
það virtist ómögulegt að spinna
nokkuð úr því. Efnið var bara
grautur í glasi og Carothers var
búinn að gefast endanlega upp á
hugmyndinni.
Þá gerðist það að einn aöstoðar-
mannanna, Julian Hill að nafni,
tók glas með nýja efninu og
hrærði í því með staut. Þegar
hann tók stautinn upp úr lausn-
inni fylgdi hárfinn þráður á eftir.
Hill sagöi félögum sinum frá
þessu og þeir komu sér saman
um að gera frekari tilraunir án
þess að láta Carothers vita.
Þeim tókst að spinna allt efnið
úr glasinu og héldu fyrstir manna
á næloni. Efni þetta reyndist hið
þarfasta og sló í gegn á heimssýn-
ingunni í New York árið 1939. Þá
var búið að gera úr því nælon-
sokka.