Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 55 Fréttir Karl Steinar Guðnason er nú sestur í stól forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins. Þar sat áður Eggert G. Þorsteinsson, flokksbróðir Karls Steinars og toppkrati til margra ára. Eggert fer þó ekki strax úr stotnuninni þar sem hann á að vera Karli Steinari til aðstoðar og sinna sérverkefnum til 1. febrúar. Að sögn heilbrigðisráðherra er þetta gert til að umskiptin verði sem mýkst, verði í mörgum skrefum. ____________________Merming Endurtekningin - uppboðssýning hjá Klausturhólum 1 dag Skrautnúmerin hjá Klausturhólum á uppboði því sem haldið verður á sunnudaginn, morgun, eru blanda af gömlum kunningjum og heldur slökum eintökum meistaranna, þær sem ekki hafa verið viðraðar nokkr- um sinnum áður. Uppboðsmyndirnar verða sýndar í dag á milli klukk- an 14.00 og 18.00 að Laugavegi 25 og sama tíma á sunnu- daginn, en þá vestur á Sögu. Eg var dulítið eftirvæntingarfullur, eins og maður er ennþá fyrir hverja uppboðssýningu. En í hrein- skilni sagt þá varð ég fyrir talsverðum vonbrigðum. Þetta virðist nefnilega vera slæmt uppboð; sanngjarn- ara væri þó að segja að það virðist ekki geta orðið annað en slakt. Að vísu hafði uppboðshaldarinn ekki lokið við að hengja upp nema lítinn hluta verkanna þegar mig bar að í gær en engu að síður benti hann mér á það markverðasta. Og þar í voru margir gamlir kunningjar. Það merkir svo sem ekki að það séu vond- ar myndir, síður en svo, en uppboðspeningurinn í kringum þær er gufaður upp því svo oft hefur verið reynt að bjóða þær upp án þess að viðunandi boð kæmi í þær. Hér á ég einkum við myndir eins og stórglæsilega olíumynd Ásgríms Jónssonar frá Þingvöllum, haust- litamynd, sem að líkindum er máluð á milli 1940 og 1950, 79x123 cm, og númer 78 í skrá. Hún hefur verið boðin nokkrum sinnum upp en aldrei komið í hana viðunandi boð. Hún hefur þó ekki tapað öllum sjarma sínum eins og mynd númer 84 sem er olíumálverk, 79x99 cm, og eftir Jón Stefánsson, Uppstilling, máluð í anda frönsku málaranna frá því fyrr á öldinni og dálítið lauslætisleg í þeim munaði sem hún á ef til vill að sýna. Henni er horfinn allur sjarmi vegna þess hversu oft hún hefur verið boðin upp og hversu oft hæsta boði hefur verið hafnað. En vonandi kemur ein- Myndlist Úlfar Þormóðsson hvern tíma að því að hún selst og hverfur af markaði um tíma og nælir sér þá væntanlega í sinn fyrri sjarma. Uppboðsmyndirnar eru 85 og tveggja skal hér getið sem ekki hafa áður verið boðnar upp, það ég man: mynd númer 83 skemmtilega „öðruvísi" Kjarvalsmynd úr Borgarfirði, án þess þó að vera eitt af stórvirkjun- um, og mynd númer 85, olíumynd eftir Jóhann Briem sem gæti verið frá Múlakotstímanum; dálítið þungla- maleg og heitir reyndar Haust. Sem betur fer ætla Klausturhólar ekki að halda upp- boðið í eigin húsakynnum, eins og þeir hafa gert til- raunir með stundum áður. Uppboðið verður á Hótel Sögu og er það vel. Uppboð á málverkum hér heima eru nefnilega dulítið önnur athöfn en úti í stóraheimin- um, því hér eru þau uppboð, samkoma og skemmtun. Uppboðið hefst klukkan 20.30. Oflist Nú get ég losnað við að hleypa Ijótasta málverkinu á heimilinu inn í stofu hjá mér með því að horfa á Dagsljós í Sjónvarpi allra landsmanna. Tekur þá ekki annað við; ofhlæði listanna sem fyrir vikið breytist í ólist eða ekki list, eða hallæri eins og þeim þykir dulít- ið vænt um á Sjónvarpinu mínu þessa dagana. Besti hluti hins nýja sviðs Sjónvarpsins er umhverfl þulanna. Það er látlaust og snyrtilegt þó svo það gæti verið enn betra með því einu að slípa burt fulningarn- ar af þykjustuhurðunum hægra megin við hinar glað- beittu þulur. Kynningarmyndlistin er nokkuð lífleg á að líta en allt of langdregin; gæti þó virkað vel sem kynning á undan ógnarspennu framhaldsþátta þar sem þjóðin sæti framan við skjáinn með öndina í háls- inum og þyrfti eitthvað til þess að rífa hana upp úr öndunarveginum. En sem kynningarmynd fyrir nota- legan heimilisþátt passar hún ekki inn á heimilin. Aðalstofan með sófanum er hlýleg. Gæti verið hlý- leg. Ef. Ef ekki væri þarna slíkt fádæma róðarí. Fyrst rekast augun í rimlagardínurnar, sem eru svo sem viðsættanlegar meðan þær eru lokaðar og saman- dregnar. Síðan renna augun niður í forgrunninn og staðnæmast við alltof skrautlegt borð, líklega flísa- lagt. Efst á borðinu hægra megin er ólundarleg þúst sem vel gæti verið aflóga myndavél eða eitthvað álíka. Þá tekur við glerplötuborð, uppalegt og saklaust. Á það er hrúgað forkunnarfogrum vasa, skál, glösum, tímaritum og heiman að frá mér séð er þarna líka vindlakassi og lengi vel var þarna kokkteilhristari, sem við nánari kynni reyndist vera uppakafflkanna, óskaplega flott. Bak við látlausan sófann og framan viö rimlagluggatj öldin sjást svo þrjár styttur og grilhr í aðrar tvær tii þrjár. Vel má vera að stytturnar séu hver fyrir sig voldugt listaverk, en í samhenginu sem þær birtast heima hjá mér eru þær vægast sagt herfi- legar; allt of margar á of litlu svæði á röngum stað. = ólist Þá er komið inn í gestastofuna. Og allt í lagi með það til að byrja með nema hvað sófinn er kannski helst til rósóttur fyrir minn smekk. En aftur eru það rimlagluggatjöldin. Þarna eru þau frádregin og sund- urglennt og þeim sem þangað er boðið stilit upp fyrir framan þau og myndaður með ljósið í bakið svo að hann leysist stundum upp í rimla og hður um heima hjá manni eins og engill. Ég er svo sem ekki að setja mig upp á móti englum en samt þætti mér betra að Myndlist Úlfar Þormóðsson loka tjöldunum á bak við gestinn svo maður sjái hver kominn er í bæinn. Aftan við sófa gestsins er svo enn eitt hallærislegt skrípaverkið þar sem tveir fuglar stinga saman nefjum og stytta úr gleri og einhveijum málmi hleypur á brott frá þeim, eins og hún, ein allra, skynji ofhlæðið og vilja forða sér burtu og reyna að verða að listaverki ein og sér og sjálfstæð einhvers staðar víðsflarri sviðsmyndinni. Þaö er líka óþægilegt að hafa það á tilfinningunni að gestgjafarnir tveir ætli upp á gestinn framanverðan vegna þrengsla og kauðskt að sjá hina tvo umsjónar- menn Dagsljóssins eins og á hleri í flarskanum. Það er einfalt að laga annars góða umgjörð. Það þarf að taka til. Burt með flísaborðið, aht af glerborð- inu nema rauða vasann og kafflkönnuna eða vatns- glösin og eina snotra styttu til hliðar og hinar til skipt- anna. Þá fæst líka pláss í gestastofunni svo að ekki þurfi að ganga í skrokk á gestum heimilisins í þess orðs fyllstu merkingu. Mæ Júlíusson frá Tælandi: Lét gamlan draum rætast og opnaði skyndibitastað Sjang Mæ heitir nýr skyndibita- staður í Ármúla 23 sem býður upp á tælenskan mat í hádeginu og á kvöld- in. Eigandi staðarins er Mæ en helg- arviðtal birtist við hana og eigin- mann hennar, Frímann Júhusson, fyrir hálfu öðru ári í DV. Þá áttu þau von á sínu fyrsta barni. Nú er dóttir þeirra, Guðrún Ása, komin á annað ár og sagði Mæ í samtali við DV að gamah draumur sinn væri að rætast með þessum nýja skyndibitastað. „Fjölskylda mín rekur veitingahús í Tælanch og mig hefur alltaf langað tíl að setja upp svona stað hér,“ sagði hún. Systir Mæ er væntanleg hingað til lands og ætlar hún að hjálpa til við veitingastaðinn. Frímann sagðist ekki koma nálægt rekstrinum en hann vhdi að eiginkonan gæti unnið við þetta hugðarefni sitt. Mæ ætlar að vera með heimsend- ingarþjónustu og staðurinn er hann- aður með það í huga að fólk taki matinn með sér þaðan. „Ég verð með ódýran mat sem hentar t.d. fyrir hádegisverðarfundi eða litlar sam- komur á kvöldin," sagði Mæ. -ELA Frimann Júlíusson var lengi að leita að hentugu húsnæði fyrir Mæ þar sem hún gæti eldað ofan i íslendinga. Það fannst svo að Ármúla 23. DV-mynd GVA Utboð Djúpvegur (61) um Óshlíð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í byggingu vegskála í Ófæru með stiga 1994. Helstu magntölur: lengd skála 55 m, mótafletir 2.300 m2, steypustyrktarjárn 90 t og steinsteypa 920 m3. Verki skal lokið 1. september 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins á Isafirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 11. þ.m. Skila skalt tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 25. október 1993. Vegamálastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.