Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 48
56 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Afmæli Ingólfur Aðalsteinsson Ingólfur Aöalsteinsson, fyrrv. for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, Borgar- vegi 28, Njarðvík, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Ingólfur fæddist í Hamraendum í Miðdölum en ólst upp í Brautarholti í Dölum. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1946, cand. phil.-prófi frá HÍ 1947 og stundaði nám í veðurfræði 1947-49. Ingólfur starfaði á Veðurstofu ís- lands 1949-75, lengst af á spádeild Veðurstofu á Keflavíkurílugvelli, og var framkvæmdastjóri og síðar for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja 1975-92. Hann hefur búið í Njarðvík frá 1958. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 30.6.1949 Ingi- björgu Ólafsdóttur, f. 9.2.1926, bóka- verði. Hún er dóttir Ólafs Methúsal- emssonar, kaupfélagsstjóra á Vopnafirði, og Ásrúnar Jörgens- dóttur húsmóöur. Böm Ingólfs og Ingibjargar eru Aðalsteinn, f. 7.3.1948, listfræðingur og deildarstjóri hjá Listasafni ís- lands, kvæntur Janet Sheppherd hraðritara og eiga þau þrjár dætur; Ólafur Örn, f. 9.6.1951, hagfræðing- ur og framkvæmdastjóri hjá Lands- banka íslands, kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur skrifstofumanni og eiga þau eina dóttur; Birgir, f. 23.1.1953, auglýsingatæknir, kvænt- ur Auði Jónsdóttur félagsfræðingi og eiga þau tvö börn; Ásrún, f. 21.10. 1955, hjúkrunarfræðingur, gift Magnúsi Snæbjörnssyni, tækni- fræðingi og deildarstjóra hjá Rauða krossi Islands, og eiga þau tvö börn; Leifur, f. 6.9.1960, iðnverkamaður, í sambúö með Lilju Margréti Möller kennara; Atli, f. 21.8.1962, tónskáld, kvæntur Þuríði Jónsdóttur tónlist- arnema. Hálfsystir Ingólfs: Svava, f. 1922, d. 1971, húsmóðir í Reykjavík., Alsystkin Ingólfs: Guðrún, f. 1924, d. 1977, húsmóðir í Kópavogi; Gunn- ar, f. 1926, bóndi og síöar deildar- stjóri hjá Kaupfélagi Borgarfjarðar; Svanhildur, f. 1929, húsmóðir í Reykjavík; Brynjólfur, f. 1931, bóndi og síðar múrari í Garðabæ; Emelía Lilja, f. 1934, húsmóðir í Kópavogi. Ingólfur Aðalsteinsson. Foreldrar Ingólfs voru Aðalsteinn Baldvinsson, f. 12.9.1897, d. 21.9. 1980, kaupmaður í Brautarholti í Haukadal í Dölum, og Ingileif Sig- ríður Björnsdóttir, f. 15.6.1899, d. 14.6.1977, húsfreyja. Ætt Aðalsteinn var sonur Baldvins, b. á Hamraendum Baldvinssonar, b. á Bugðustöðum Haraldssonar. Móðir Baldvins á Hamraendum var Sæ- unn Jónsdóttir. Móðir Aðalsteins var Halldóra Guðmundsdóttir, b. á Fellsenda Daðasonar. Ingileif var dóttir Björns, b. og kaupmanns í Brautarholti Jónsson- ar. Móðir Ingileifar var Guðrún Ól- afsdóttir, b. á Vatni Brandssonar, og konu hans, Katrínar, systur Skarphéðins, föður Friðjóns, fv. ráð- herra, ogPálma, föður Guðmundar jarðeðlisfræðings, og Ólafs, bóka- varðar Seðlabankans. Katrín var dóttir Jóns, b. í Stóra-Galtardal, Þorgeirssonar og konu hans, Hall- dóru Jónsdóttir, b. á Breiðabólstað á Fellsströnd, Jónssonar. Systir Halldóru var Hólmfríður, lang- amma Ingibjargar, ömmu Ingibjarg- ar Haraldsdóttur rithöfundar. Syst- ir Halldóru var einnig Steinunn, langamma Auðar Eydal, forstöðu- manns Kvikmyndaeftirlits ríksins. Bróðir Halldóru var Þórður, langafi Friðjóns Þórðarsonar alþingis- manns og Gests, föður Svavars al- þingismanns. Ingólfur verður að heiman á af- mælisdaginn. Andlát Magnús Tómas Sigurjónsson, Garðs- horni, Fossvogi, andaðist að morgni 7. október. Oddur Ágústsson fyrrverandi út- vegsbóndi, Ystabæ, Hrísey, lést í / Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 6. október. Níelsína Ósk Daníelsdóttir Wiium andaðist í Landspítalanum 7. októb- er. Henrik Knudsen gullsmiður lést 8. október. Tilkyimingar Flóamarkaður FEF Félag einstæðra foreldra er með flóa- markað í Skeljanesi 6, Skerjafirði, í dag kl. 14-17. Ný sending af bókum, úrval af góðum fatnaði á börn, konur og menn. Dúkar, bútar og fleira. Leið 5 að húsinu. Félagsstarf aldraðra Gerðubergi Mánudagur 11. október: kl. 8.20 sund og íþróttaæfingar í Breiðholtssundlaug. Einnig á þriðjudag á sama tima. Miðviku- dagur 13. október: kl. 14.30 heimsókn í Bústaðakirkju. Upplýsingar og skráning í síma 79020. Töframyndir Hans Petersen hf. í Kringlunni kynnir nýja þjónustu. Um er að ræða tölvubreyt- ingar á ljósmyndum viðskiptavina. Þess- ari nýjung hefur verið gefið nafnið „Töframyndir" sem lýsir möguleikum þjónustunnar á mjög skemmtilegan hátt. Myndir viðsklptavina eru lesnar inn í tölvu þar sem hægt er aö eiga við þær á ýmsa vegu. Endanleg útkoma er síöan prentuð á hágæða Kodak tölvupappír. Dæmi vun möguleika: Hægt er að laga rifnar og skemmdar myndir, skipta um bakgrunn, sameina fyrirmyndir úr nokknun myndum og útbúa grínmyndir. í dag kl. 15 mun Baldur Brjánsson fram- kvæma töfrabrögð fyrir viðskiptavini Kringlunnar. ÍW ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Gestaleikur frá Sevilla FLAMENCO Gabriela Gutarra sýnlr klassíska spánska dansa og flamenco. Mótdansari: Juan Polvillo. Söngv- ari: Juan Manuel P. Gitarleikari: Antonio Bernal. Aukasýning i dag, lau., kl. 14.00 vegna fjölda áskorana. Stóra sviðið ÞRETTÁNDA KROSSFERÐIN eftir Odd Björnsson 4. sýn. fim. 14/10.5. sýn. fös. 15/10.6. sýn. lau. 23/10.7. sýn. fös. 29/10. KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon í kvöld, fáein sæti laus, lau. 16/10, fáein sæti laus, fös. 22/10, lau. 30/10. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner Á morgun kl. 14.00, fáein sæti laus, sun. 17/10 kl. 14.00,60. sýning, fáein sæti laus, sun. 17/10 kl. 17.00, sun. 24/10 kl. 14.00, sun. 24/10 kl. 17.00. Ath. Aöeins örfáar sýningar. Litla sviðið kl. 20.30 ÁSTARBRÉF eftir A.R. Gurney í kvöld, örfá sæti laus.fim. 14/10, lau. 16/10, fös. 22/10, uppselt, lau. 23/10. Smíðaverkstæðið Kl. 20.30 FERÐALOK eftir Steinunni Jóhannesdóttur Miðv. 13/10, sun. 17/10, fim. 21/10, sun. 24/10. Lestrardagur evrópskra leikhúsa UNGFRÚ GAMLAGEIT eftir Annie M.G. Schmidt Upplestur á Smiðaverkstæðinu á morg- un sun. kl. 14.00,15.00,16.00 og 17.00. ÓKEYPIS AÐGANGUR. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýnlngu sýningardaga. Tekið á móti pöntunum í sima 11200frá kl. 10 virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Græna línan 996160 - Leikhúslínan 991015 Nýjar úrvalsbækur Tvær nýjar Úrvalsbækur eru komnar út, Á ystu nöf og í skotlínu. Á ystu nöf heit- ir á frummálinu Clifihanger og er gerð eftir samnefndri kvikmynd sem sýnd hefur verið hér á landi að undanfomu. Fjallar bókin um björgunamanninn Gabe Walker sem fer til bjargar hópi fólks sem er í sjálfheldu í fjöllum í miklu óveðri, en hópur þessi reynist vera samansafn þjófa sem er í leit að verðmætum. í skot- línu er einnig kvikmyndasaga sem á frummálinu heitir In the Line of Fire. sem einnig er sýnd í Reykjavík um þess- ar mundir. Um er aö ræða sakamálasögu um lífvörð forseta Bandarikjanna og leit hans að glæpamanni sem áætlar að myrða forsetann. Inn í söguna fléttast minningar lifvarðarins um þann örlaga- ríkadag í nóvember 1963 þegar Kennedy forseti var myrtur. Verð á hvorri bók fyrir sig er 895 kr. Leikhús AFTURGÖNGUR eftir Hen.rik Ibsen Þýöing: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Leikstjórn: Sveinn Einarsson. Leikmynd og búningar: Elin Edda Árna- dóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikendur: Siguröur Karlsson, Sunna Borg, Kristján Franklín Magnús, Þráinn Karlsson og Rósa Guöný Þórsdóttir. Frumsýning föstudag 15. okt. kl. 20.30. 2. sýning laugardag 16. okt. kl. 20.30. FERÐIN TIL PANAMA Á leikferð: Ungó, Dalvík, i dag kl. 14.00 og 16.00. Egilsstaóir mánudag kl. 15.30 og 17.00. Seyðisfjöróur þriöjud. 12. okt. kl. 11.00. Fáskrúðsfjörður þriðjud. 12. okt. kl. 15.30. Neskaupstaður mióvikud. 13. okt. kl. 11.00. Eskifjörður miðvikud. 13. okt. kl. 14.00. Vopnafjöröur fimmtud. 14. okt. kl. 13.00. Fyrstu sýningar á Akureyri i Samkomu- húslnu: Sunnudag 17. okt. kl. 14.00. Sunnudag 17. okt. kl. 16.00. Sala aðgangskorta stendur yfir! Aðgangskort LA tryggir þér sæti með verulegum afslætti! Verö aðgangskorta kr. 5.500 sætið. Elli- og örorkulifeyrisþegar kr. 4.500 sætið. Frumsýningarkort kr. 10.500 sætið. Miðasalan er opin alla vlrka daga kl. 14.00-18.00 meðan á kortasölu stend- ur. Einnig teklð á móti pöntunum i sima (96J-24073. Greiðslukortaþjónusta. í S L E N S K A LEIKHÚSID Tjarnarbíói Tjarnargötu 12, sími 610280 „BÝR ÍSLENDINGUR HÉR?“ Leikgerö Þóarins Eyfjörð eftir sam- nefndri bók Garðars Sverrissonar 2. sýn. laugard. 9. okt. kl. 20. 3. sýn. þri. 12. okt.kl.20. 4. sýn. laugard. 16. okt. kl. 20. 5. sýn. sunnud. 17. okt. kl. 20. 6. sýn. þriðjud. 19. okt. kl. 20. 7. sýn. fimmtud. 21. okt. kl. 20. 8. sýn. föstud. 22. okt. kl. 20. Miðasala opin frá kl. 17—19 alla daga. Simi 610280, simsvari allan sólar- hrlnginn. Listmunauppboð Klaustur- hóla Klausturshólar, listmunauppboð, Lauga- vegi 25, Reykjavík, sýna 1 dag á milli kl. 14-18 rúmlega 80 llstaverk eftir íslenska og erlenda listamenn sem seld veröa á 200. listmunauppboði fyrirtækisins að Hótel Sögu nk. sunnudag kl. 20.30. LEiKUfSTARSKÓH ÍSLANDS Nemenda leikhúsiö MNDARBÆ simi 21971 DRAUMURÁ JÓNSMESSUNÓTT Eftir William Shakespere Forsýning sunnud. 10. okt. kl. 20.00. Miðaverö 500 kr. Lokaæfing mánudagskvöld 11. okt. kl. 20.00. Miöaverö 500 kr. Frumsýn. þri. 12. okt. kl. 20.00. Uppselt. 2. sýn. fim. 14. okt kl. 20.00. Uppselt. 3. sýn. fös. 15. okt. kl. 20.00. Uppselt. 4 sýn. sun. 17. okt. kl. 20.00. FRJÁLSI LEIKHOPURINN Tjarnarbíói Tjarnargötu 12 STANDANDIPÍNA „Stand-up tragedy" eftir Bill Caín Næstu sýningar: 10. okt. kl. 20.00. Örfá sæti laus. 11. okt. kl. 20.00. Örfá sæti laus. 13. okt.kl. 20.00. Uppselt. 14. okt. kl. 20.00. Uppselt. ATH! Takmarkaður sýninga- fjöldi. Miðasala opin alla daga frá kl. 17-19. Simi 610280 eftir Áma Ibsen. Leikstjóri: Andrés Sigurvihsson Lau. 9. okt. kl. 20.30. Sýnt í íslensku | Operunni__________________________ Leikendur: Guörún Ásmundsd., Ólafur Guöm., Ari Matt, Aldis Baldvinsd. Miðasalan er opin daglega frá kl. 17 - 19 og sýningardaga 17 - 20:30. Miðapantanir í símum 11475 og 650190. ■ é LEiKHÓÞURINN - Sjóferðir á laugar- dag og sunnudag Nokkrir aðilar hafa tekið sig saman um að bjóða upp á fjölbreyttar sjóferðir í haust frá flotbryggju í Suðurbugt, vestan við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. í dag og á morgun verður farið af stað með hluta af þessu til reynslu frá kl. 14-17. Boðið verður upp á tvenns konar ferðir: a) Stuttar ferðir út að Engey og Akurey. í leiðinni verður hugað að sjófuglum og skoðað í botndýragildru. kl. 14, 15 og 16. b) Lengri feröir þar sem siglt yrði um Sundin og strönd Kollafiaröar og útsýnis notið. kl. 14 og 15.30. Ef ofangreindar ferð- ir verða ekki famar vegna veðurs verður boðið i slarkferðir út á Engeyjarsund. í þeim ferðum þarf fólk að vera í regngalla og stigvélum. Á Miðbakkanum verða til sýnis eins og venjulega ker og grunnur bakki með botndýrum úr höfninni, gamla eimreiðin og árabátur, tveggjamannafar. Við Miðbakkann liggja skólaskipið Sæ- björg og hafnsögubátamir. Trérista kynnt í Listasafni íslands Grafikverkstæöi hefur verið sett upp í kjallara safnsins I tengslum við grafik- sýningu Braga Ásgeirssonar. Sunnudag- inn 10. október kl. 15-17 mun Hafdís Ól- afsdóttir grafiklistamaður kynna tré- ristu. Aðgangur er ókeypis. Það em félag- ar í íslenskri grafík sem standa fyrir þessari sýnikennslu í safninu á hverjum sunnudegi þar til sýningu Braga Ásgeirs- sonar lýkur þann 31. október. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridgekeppni í vestursal kl. 13 á sunnu- dag og félagsvist kl. 14 í austursal. Dans- að í Goðheimum kl. 20. 45.000 manns á Kringlukasti Mikil aðsókn hefur verið að Kringlukasti í Kringlunni sem hófst á miövikudaginn var. Fyrstu 3 daga Kringlukasts hafa rúmlega 45.000 manns komið í Kringluna, gert góð kaup og tekið þátt í leikjum og ýmiss konar samkeppni. í dag býðst við- skiptavinum Kringlunnar ýmislegt spennandi auk þess að gera góð kaup í Kringlukasti. Verslanir em opnar til kl. 16 í dag. Uppskeruhátíð.Knatt- spyrnudeildar ÍR verður haldin í Ölduselsskóla kl. 14 í dag og lokahóf deildarinnar kl. 20 á Garða- holti. Kínverskir tónlistarmenn með forn hljóðfæri Dagana 7.-19. október verða fimm kin- verskir hljóðfæraleikarar hér á landi á vegum KÍM, Kínversk-íslenska menning- arfélagsins, í tilefni af 40 ára afmæli þess. Fyrstu tónleikar þeirra verða í íslensku ópemnni í dag, laugardag, kl. 14.30 á veg- um Tónlistarfélagsins í Reykjavik. Á mánudag verða haldnir tónleikar á Egils- stöðum, 12. október á Akureyri og 13. október á ísafirði. 15. október liggur leið þeirra til Akraness og 16. október að Reykholti í Borgarfirði. Gítarvinafélagið í Kringlunni Nokkrir þekktir gítarleikarar munu næstu laugardaga koma fram í Kringl- unni og kynna gítarinn sem einleiks- hljóðfæri og spila þekkt gítarverk. Kynn- ingin hófst sl. laugardag en á hverjum laugardegi í október og nóvember kemur fram einn gítarleikari. Kynningar þessar verða alltaf á sama tíma, kl. 13 og 14. í dag er þaö Þorkell Atlason sem leikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.