Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 43 „Ríkisstjórnin hefur lagt fram fjárlagafrumvarp með brattari halla en nokkru sinni fyrr. Þjóðin horfir fram á atvinnuleysi, aflabrest, átök við hvalavini og ógnvekjandi friðsamlegt ástand í alþjóðamálum." íslensktfjöl- s kyldudr ama Aftur er komið haust. Ríkisstjórn- in hefur lagt fram íjárlagafrumvarp með brattari halla en nokkru sinni fyrr. Þjóðin horfir fram á atvinnu- leysi, aflabrest, átök við hvalavini og ógnvekjandi friðsamlegt ástand í alþjóðamálum. Dregið er úr áfengis- meðferð en veitingamenn blása til októberhátíðahalda. Á erfiðleika- tímum verða pólitíkusar, fjölmiðlar, skemmtikraftar og íþróttamenn að leggjast á eina ár og lyfta þjóðinni upp úr tára- og vonleysisdalnum. Mannvininn Tjörva lækni hefur um langt skeið langað til að leggja sitt af mörkum svo að vetrardagskrá fjölmiðla kætti langþreytta lund ís- lenskrar aiþýðu. Hann ákvað því að skrifa nokkur sjónvarpsleikrit til að sýna á síðkvöldum í vetur. „Þjóðin verður að komast á glugga nágrann- ans og skynja að margir hafa það verr en hún sjálf. Ekkert lyf er eins kröftugt á þunglyndi eins og stig- versnandi sjónvarpsþáttaböl.“ lstiþáttur: (gerist í dæmigerðri íslenskri stofu. Sófasett, hornskápur, nokkur visin pottablóm, tómar flöskur, mynd af ÞingvöUum á veggnum, skál með gömlum appelsínum, dauður köttur hggur á gólfmu.) í slitnum hægindastól situr heimihs- faðirinn, órakaður, klæddur i gul- leitan hlýrabol og síðar nærbuxur. Hann ropar, kreistir síðustu drop- ana úr öldós, starir fram fyrir sig og rífur sundur nokkra lottóseðla. „Djöfullinn," segir hann, borar í nefið og ropar aftur. „Hvern fjand ann hef ég gert við líf mitt?“ Hann situr lengi þögull og starir fram fyr- ir sig. Loksins stendur hann upp og gengur að homskápnum og dregur fram brennivínsflösku og sýpur á. „íslendingar þekkja aðeins einn sannleika, og hann heitir brenni- vín,“ segir hann með grátstafinn í kverkunum. Dóttirin kemur inn frá hægri. Hún er klædd í gallabuxur, hermannaskó og röndóttan bol. „Pabbi, ég er ólétt," segir hún. „Ekki trufla mig meðan ég er að drekka,“ svarar hann höstuglega. „Já, en ég er ólétt,“ segir hún aftur. „Hver er faðirinn?" svarar hann. Hún segir ekkert. Hann drekkur af stút og dæsir mæðulega. „Hver á barnið? Á læknavaktiimi Er það mágur þinn eina ferðina enn?“ Dóttirin tekur upp htla plast- flösku fuha af gambra. Hún drekkur og segir grátandi: „Gambri er eini vinurinn sem ég á.“ „Hvern fjand- ann hef ég gert við líf mitt?“ segir faöirinn þreytulega og horfir annars hugar á hræið af kettinum. Þau drekka sitt áf hvorri flöskunni og þegja. Spennan eykst og móðirin kemur inn. Hún er klædd í brúna kápu, bláa hálfsokka og slæðu. Yfir • öxhna ber hún ljóta tösku. „Ég vh skhja við þig,“ segir hún höstuglega við manninn. „Þú ert aumingi." Hún tekur ryksugu út úr veggnum og lemur hann í höfuðið með slöng- unni. „Égerólétt," segirdóttirin. „Hvar eru valíum-töflumar mín- ar?“ segir móðrin og leitar í örvingl- an í tös’kunni sinni. „Ég verð að fá eitt glas af vahum á dag, annars dey ég.“ Hún sparkar í hægindastólinn og fer út th vinstri. Faðirinn snýtir sér í lófann, þurrkar sér í buxurnar og kveikir sér í sígarettu. „Hún talar ekki um annað en valíum og skiln- að. Hvað hef ég eiginlega gert við líf mitt?“ Inn kemur stór labrador- hundur sem faðirinn rekur út með thheyrandi formæhngum og bölvi. Sonurinn birtist frá hægri. Hann er klæddur lítilh bleikri sundskýlu, sandölum og sundhettu. „Ég er óléttur," segir hann og brosir glyðrulega. Faðirinn horfir kulda- lega á hann og segir: „Þá ert þú ekki sonur minn lengur. Hvern fjandann hef ég gert við lífið?“ Gam- all frændi kemur inn um gluggann. Hann er í svörtum leðurjakka, með sólgleraugu og lítur flóttalega í kringum sig. „Lögreglan er á eftir mér,“ segir hann. „Égerkærður fyrir fíkniefnasmygl, kynferðisaf- brot, stöðumælasektir og gambra- brugg.“ „Ég á gambra líf að launa,“ segir dóttirin og hlær hlyrmislega. Þau fara út til hægri og flissa aö tjaldabaki. Inn kemur gömul amma og stynur mæðulega. Hún er klædd dökkgráum peysufótum með staf í hendinni. Skyndhega kemur hún auga á köttinn. „Er Branda dauð?“ segir hún. „Hvað gerðist?“ „Hún fargaði sér,“ svarar faðirinn og horfir ofan í flöskuna. „Ég held að hún hafi verið ólétt eftir hundinn. Hún þoldi það ekki.“ Hann borar í nefið með flöskustútnum og segir snöktandi: „Hvaðhefégeiginlega gert viö lífið mitt? Hvers á ég að gjalda?" Amman dæsir. Kötturinn stendur upp og fer. Tjaldið fellur. Framhald eftir hlé Áfram er fylgst með íjölskyldunni í ólgusjó lífsins á fimmtudagskvöld- um. í samanburði við næstu þætti er fyrsti þátturinn sem gamanleik- ur. „Svona leikþættir eru góðir fyrir andann," segir Tjörvi læknir. „Fólk áttar sig kannski á því hversu af- stæð eigin eymd er í raun. Allar sorgir heimsins verða næsta smáar þegar horft er á íslenskt vandamála- klám þar sem höfundur, leikarar og leikstjóri velta sér upp úr mannlegri smæð og lágkúru. Vonandi hefur komandi vetrardagskrá að geyma marga svona þætti þar sem þau sút- ur og sorg ganga í hehagt hjónaband og heíja hamingjusnauða sambúð." Tjörvi leit upp úr tölvimni og hóf síðan að skrifa næsta leikþátt um óhamingju á íslensku sveitaheimhi í skugga breyttrar landbúnaðar- stefnu. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: Haustlaukar - mikið úrval GARÐSHORN 5P v/Fossvogskirkjugarð, símar 16541 og 40500 99-6272 ^3 SÍMINN E3 -talandi dæmi um þjónustu! ki sem verða til sýnis 1. 13-16 í porti á bak Reykjavík, og víðar. bensín 1988 bensín 1986-89 bensrn 1986-87 bensín 1982-89 bensín 1986 bensín 1989-90 bensín 1987 bensín/dísil 1985-89 bensín/dísil 1986-87 dísil 1984 bensín 1988 dísil 1988 dísil 1985 bensín 1986 bensín 1989 bensín 1988 bensín 1980 dísil 1988 1 stk. Toyota Camry 4stk. Toyota Corolla 4stk. Toyota Tercel station 4x4 3 stk. Subaru 1800 station 4x4 1 stk. Subaru Justy 4x4 2stk. Daihatsu Feroza 4x4 1 stk. Jeep Comanche pickup 4x4 3stk. Mitsubishi Pajero4x4 3 stk. Toyota Hilux DC 4x4 1 stk. Chevrolet pickup m/húsi 4x4 1 stk. Dodge Ram pickup m/húsi 4x4 1 stk. Ford F-250 pickup m/húsi 4x4 3 stk. Nissan Patrol 4x4 1 stk. RenaultTraficsendibifreið4x4 1 stk. Ford Econolinesendibifreið 1 stk. Mazda 2000sendibifreið 1 stk. Harley Davidson lögreglubifhjól 1 stk. M. Benz303fólksflutningabif- reið, 33 farþ. Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, brigðastöð, Grafarvogi. 1 stk. VolvoN-10vörubifreiðm/palliogkrana dísil 1977 1 stk. M. Benz914vörubifreiðán pallsmeð dísil 1986 krana 1 stk. Tengivagn til járnflutninga 1968 1 stk. Dísilrafstöð, 30 kw, í skúr á hjólum 1972 1 stk. Dísilrafstöð, 30 kw, í skúr 1979 1 stk. Snjótönn á veghefil, handskekkt 2 stk. Snjótennur á vörubíl S & Ö 3000- H án 1978-80 vökvatjakka 1 stk. Fjölplógur á vörubíl S & Ö 2700-V 1982 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi. 1 stk. Vélskólfla Broyt X2 1966 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði. 1 stk. Vatnstankur, 10.000 ltr„ án dælu 1980 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði. 1 stk. VeghefillChampion 740-A 6x4 1982 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFI\IUI\l RÍKISINS BORGARTUNI 7 105 REVKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.