Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Dagur í lífi Margrétar Sigurbjömsdóttur lögreglukonu: „Ég vaknaði rétt fyrir sjö og brá mér strax undir sturtuna. Morgun- verðurinn var engjaþykkni og djús- glas. Ég var heppin, því maðurinn minn, sem einnig er í lögreglunni, var í fríi. Hann sá því um að sinna börnunum, dótturinni, tveggja ára, og syninum, sjö ára. Ég gat því rokið á stað og í vinnuna var ég svo komin rétt fyrir klukkan átta. Eftir kaffibolla á stöðinni var hald- ið upp í Hamraskóla til að ná í fyrsta hóp sex ára bama í umferðarfræðsl- una. Venjulega gengur hún þannig fyrir sig að við fórum öll,.sem aö henni vinnum, í strætisvagni í skólann og sækjum hópinn. Á leiðinni niður á Kirkjusand, þar sem fræðslan fer fram, ræðum við við börnin um umferðarreglur. Þau þurfa mikið að tjá sig við okkur og spjalla við okkur um aUa heima og geima, afskaplega einlæg. Börnunum kynntar hætturnar Þegar niöur á Kirkjusand er komið hyijum við á því að kynna börnunum hætturnar við strætisvagninn. Þama er búið að setja upp gangbraut og við tökum hvert barn fyrir sig og látum það æfa sig að fara yfir hana, líta til beggja hliða og halda síöan af stað. Þegar því er lokið fara þau öll í röð og við göngum að gangbrautarljósi sem þarna er búið að setja upp. Þar æfa sig allir á því aö ýta á takkann og fara yfir á ljósum. Nú fara allir aftur upp í strætóinn og fá endur- skinsmerki sem Rauði krossin gefur. Við ræðum um nauðsyn á notkun shks merkis. Þá tekur bílstjórinn við og talar almennt um strætisvagninn, hvemig maður eigi að hegða sér í honum, hvað sé bannað að vera með og svo framvegis. Loks gefur hann Margrét Sigurbjörnsdóttir lögreglukona. DV-mynd GVA bömunum óvæntan glaðning. Að því Niður á lögreglustöð vorum við ars frá aðiium sem vildu fá okkur í búnu er hópnum skilað í skólann og komin klukkan rúmlega ellefu. Þar heimsókn eða vildu koma í heimsókn næsti hópur sóttur. biðu okkar ýmis erindi, meðal ann- til okkar. Þetta geta verið leikskólar, skólar og fleira af því taginu. Þegar við vorum búin að sinna þessum erindum lá leiðin upp í mötu- neyti þar sem við fengum okkur súpudisk og brauð. Að því búnu fór- um við aftur inn á Kirkjusand, þar sem biðu okkar tveir hópar í umferð- arfræðsluna. Vinnudagurinn endaði svo á myndatöklu við Hamraskóla, þar sem tveir bekkir voru myndaöir með endurskinsmerkin. Dóttirin sótt til tengdó Þegar vinnudeginum var lokið fór ég til tengdamönnu til að sækja dótt- urina þvi eiginmaðurinn haföi farið að hjálpa bróður sínum sem var að kaupa sína fyrstu íbúð. Við fórum heim og þá var sonurinn kominn heim úr skólanum. Nú tóku við venjuleg heimihsstörf. Nágranna- kona mín leit inn í tesopa og við spjölluðum saman dágóða stund. Ég bý úti á Álftanesi og það er svolítið sérstakt því þar þekkja allir alla. Það er mjög gott að búa þar því þar hjálp- ast fólk gjarnan að. Við vorum bara þijú við kvöld- verðarborðið, ég og börnin. Þegar við höfðum borðaö háttaði ég stelpuna, við lásum eina bók og svo sungum við „Sofðu unga ástin mín,“ sem við gerum undantekningarlaust fyrir svefninn. Sonurinn lærði fyrir næsta skóladag og síðan las ég fyrir hann tvo kafla í Emil og Skunda. Um hálfellefu kom eiginmaðurinn heim og fékk sér að borða. Við erum í dansskóla og eftir þennan síðbúna kvöldverð vildi hann endilega að við æfðum nokkur tjúttspor fyrir næsta tíma, nk. fimmtudag. Ég lét mig hafa það. Eftir dansæfinguna settumst við fyrir framan sjónvarpið og spjöUuð- um um næsta dag. Að því loknu var gengið til náða.“ Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Aiwa vasadiskó að verðmæti 4.480 krónur frá Radíóbæ, Ármúla 38. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækurnar, sem eru í. verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 226 -c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavik Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð tuttugustu og fjórðu get- raun reyndust vera: 1. Lilja Helgadóttir, Nýbýlavegi 82, 200 Kópavogi. 2. Jökull Sigurðsson, Hlégeröi 12, 200 Kópavogi. Vinningamir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.