Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Fréttir Spamaðurinn 1 heilbrigðiskerfinu kemur misjafhlega niður: Odýrustu stof nanirnar skornar mest niður Stofnanir þar sem kostnaður á hvert vistrými er hvað lægstur verða fyrir harkalegum niðurskurði meðan stofnunum þar sem vistrými er dýr- ara er í mörgum tilvikum hlíft við niðurskurðarhnifnum. Þegar framlög til þeirra heilbrigðisstofnana sem eru á fjárlögum eru skoðuð í nýju fjár- lagafrumvarpi kemur í ljós að ódýrar stofnanir verða fyrir verulegum nið- urskurði en heildarframlögin eru óskert miðað við fjárlög þessa árs. Hlaðgerðarkot er ein ódýrasta stofnunin á þessum lista þar sem hvert vistrými kostar 1.350 þúsund á ári. Framlög til Hlaðgerðarkots verða skorin niður um 43 prósent. Hvert vistrými í Gunnarsholti kost- ar 1.300 þúsund en þar á að loka svo niðurskurðurinn er 100 prósent. Hvert vistrými á sjúkarstöðvum SÁÁ kostar 1.422 þúsund en þær mega sæta 8 prósenta niðurskurði. Séð er fram á lokun sjúkrastöðvar- innar að Staðarfelli vegna þessa nið- urskurðar. í frumvarpinu segir að áformað sé að draga saman útgjöld til áfengismeðferðarstofnana og fækka vistrýmum, auk þess sem inn- heimta á gjald fyrir áfengismeðferð. Hvert vistrými á Heilsuhæli Nátt- úrulækningafélagsins í Hveragerði kostar 1.197 þúsund krónur en þar mun niðurskurðurinn nema 1 pró- senti. Þá kostar hvert vistrými á sjúkrahúsinu í Bolungarvík 2.043 þús- und en þar verður 2 prósenta niður- skurður. Dýrasta vistrýmið á þessum lista er vistun ósakhæfra afbrotamanna að Sogni þar sem hvert rými kostar rúmar 10,2 milljónir króna. Þar verða framlög skorin niður um 2 prósent. Á graflnu, sem fylgir þessum texta, má sjá að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 10 prósentum meiri framlög en í fyrra. Það má reyndar að miklum hluta rekja til flutnings Kristneshælisins frá Ríkisspítölunum til Fjórðungssjúkrahússins. Sólvangur í Hafnarfirði, þar sem hvert vistrými kostar rúmar 2 millj- ónir, verður ekki fyrir niðurskurði en framlög til St. Jósefsspítalans, þar sem vistrými kostar 3.632 þúsund, eru aukin um 2 prósent. Þá fær Sunnu- hlíð í Kópavogi aukin framlög og einnig hjúkrunarheimilið Eir, Víði- nes, sem reyndar er ódýrt í rekstri, og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað. -hlh Starfsemi handlækningadeildar lömuð vegna deilu svæfingalækna: Skylda heilbrigðisráðherra að f inna lausn á vandanum sautján þurfa bráða aðgerð og þola ekki bið Yfirlæknar á Landspítalanum á- telja harölega aðgerðaleysi stjóm- valda í kjaradeilu svæfingalækna á skurðdeild Landspítalans viö yfir- stjóm Ríkisspítalanná. Þeir segja að starfsemi handlækningadeildar sé nú nánast lömuð og komi það niöur á fjölmörgum sjúklingum. Hjartaað- gerðum hafi fækkað mikið og hafi sjúklingum á biðlista fjölgað frá síð- ustu áramótum úr 46 í 103. Þar af séu að minnsta kosti 17 sem þurfa bráða aðgerð og þola ekki bið. Yfirlæknarnir ræddu kjaradeilu svæfingalækna og yfirstjórnar Rík- isspítala á fundi sínum í gær og kom- ust að þeirri niðurstöðu að það væri skylda heilbrigðisráðherra aö finna lausn á vandanum tafarlaust. Yfir- læknarnir lýsa því yfir aö „hættu- ástandinu" verði að ljúka nú þegar. Átta svæfingalæknar af tólf sem starfa á skurðdeild hafa sagt upp störfum frá 1. nóvember vegna óánægju með það að 15 ára gamall samningur um svokallaðar staöar- vaktir skuli ekki vera virtur. Sam- kvæmt staðarvöktum eiga svæfinga- læknarnir að vinna fram til klukkan tvö að nóttu en eiga svo að fá hvíld. Álag á skurðdeild Landspítalans hef- ur hins vegar verið svo mikið að læknamir hafa oft orðið að vinna langt fram á morgun. Ásmundur Brekkan, formaöur læknaráðs Landspítalans, segir að ástandið sé hættulegt þegar biðlisti eför hjartaaðgerðum lengist stöðugt. Þijá nýja svæfingalækna vanti nú þegar á skurðdeildina til að bæta úr ástandinu eða að samið verði við svæfingalæknana um nýtt vakta- skipulag þannig að vinnuálag verði minna. -GHS Páll Friöriksson, byggingameistari og framleiðandi einingahúsa, ásamt Reyni Ólafssyni yfirverkstjóra við einingahús Búseta í Hafnarfirði. DV-mynd Brynjar Gauti Búseti kaupir íslensk einingahús „Byggingartími venjulegs þriggja stiga fjölbýlishúss úr steinsteypuein- ingum getur auðveldlega verið átta mánuðir en vegna lánafyrirkomu- lagsins, sem miðast við fimmtán mánuði, hefur hann verið lengri," segir Páll Friðriksson bygginga- meistari sem er framleiðandi nýstár- legra íjölbýlishúsa sem Búseti hefur látiö reisa 1 Hafnarfirði. „Þetta eru verksmiðjuframleidd hús sem eru einangruð að utan þann- ig að ytra borðið hreyfir sig sjálf- stætt. Það eru hvergi kuldabrýr inn í húsið og þess vegna verður upphit- unarkostnaður minni en ella,“ segir Páll. Hann tekur það einnig fram að lítil hætta sé á sprungumyndun í útveggjum þar sem ytra byrði þeirra sé einangrað frá gólfplötum og ber- andi innveggjum og geti það því þan- ist og dregist saman án þvingunar. Einingamar koma frá verksmiöju tilbúnar með gluggum og gleri. í stig- um, stigapöllum og svölum eru for- steyptar einingar. Marmarasteypa er á útveggjum og er gert ráð fyrir að þeir þurfi ekki viðhald næstu ára- tugi. Fyrir þremur árum var reist fjöl- býlishús úr steinsteypueiningum á Seltjamarnesi sem Búseti keypti og hefur það reynst mjög vel. „Þetta er einnig mjög hagkvæmt. Ef slík hús væra framleidd í fjöldaframleiðslu, til dæmis um 100 íbúðir á ári, þá væri hægt að lækka byggingarkostn- að verulega miðað við það sem hann gerist hagkvæmastur í dag,“ segir Páll. -IBS Loðnuveiðin: in aflahæst Gylfi Krisqánason, DV, Akureyri; Hólmaborgin frá Eskifirði er aflahæsti loðnubáturinn á sum- ar- og haustvertiðinni og hefur komið með rúmlega 24 þúsund tonn að landi. Fjórir aðrir bátar eru komnir yfir 20 þúsund tonn. Það eru Sig- urður VE meö 23.500 tonn, Börk- ur NK og Hilmir SU með rúmlega 21 þúsund tonn og Víkingur AK meö rúmlega 20 þúsund tonn. Alls nemur loönuaflinn á vert- íöinni nú um 390 þúsund tonnum af um 702 þúsund tonnum sem upphafskvófinn nam. Vatnsveitustjóri: Mælt með Hólmsteini Stjórn veitustofnana ákvað á fundi sínum á miðvikudag að mæla með Hólmsteini Sigurðs- syni, skrifstofustjóra hjá Vatns- veitu Reykjavíkur, í embætti vatnsveitustjóra. Hólmsteinn hlaut þijú atkvæði af fmim en Jón Oskarsson, deíldarstjóri hjá Vatnsveitunni, fékk eitt atkvæði i atkvæöagreiðsiu á stjóraar- fundinum. Guðrún Zoéga sat hjá. Borgarráö tekur að öllum líkind- ' um afstöðu til ráðningarinnar á fundi sínum á þriðjudag. -GHS Flamenco: Aukasýning Vegna mikillar eftirspurnar verður aukasýning á flamenco- dansi í Þjóðleikhúsinuí dag, laug- ardag, kl. 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.