Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Fréttir Spamaðurinn 1 heilbrigðiskerfinu kemur misjafhlega niður: Odýrustu stof nanirnar skornar mest niður Stofnanir þar sem kostnaður á hvert vistrými er hvað lægstur verða fyrir harkalegum niðurskurði meðan stofnunum þar sem vistrými er dýr- ara er í mörgum tilvikum hlíft við niðurskurðarhnifnum. Þegar framlög til þeirra heilbrigðisstofnana sem eru á fjárlögum eru skoðuð í nýju fjár- lagafrumvarpi kemur í ljós að ódýrar stofnanir verða fyrir verulegum nið- urskurði en heildarframlögin eru óskert miðað við fjárlög þessa árs. Hlaðgerðarkot er ein ódýrasta stofnunin á þessum lista þar sem hvert vistrými kostar 1.350 þúsund á ári. Framlög til Hlaðgerðarkots verða skorin niður um 43 prósent. Hvert vistrými í Gunnarsholti kost- ar 1.300 þúsund en þar á að loka svo niðurskurðurinn er 100 prósent. Hvert vistrými á sjúkarstöðvum SÁÁ kostar 1.422 þúsund en þær mega sæta 8 prósenta niðurskurði. Séð er fram á lokun sjúkrastöðvar- innar að Staðarfelli vegna þessa nið- urskurðar. í frumvarpinu segir að áformað sé að draga saman útgjöld til áfengismeðferðarstofnana og fækka vistrýmum, auk þess sem inn- heimta á gjald fyrir áfengismeðferð. Hvert vistrými á Heilsuhæli Nátt- úrulækningafélagsins í Hveragerði kostar 1.197 þúsund krónur en þar mun niðurskurðurinn nema 1 pró- senti. Þá kostar hvert vistrými á sjúkrahúsinu í Bolungarvík 2.043 þús- und en þar verður 2 prósenta niður- skurður. Dýrasta vistrýmið á þessum lista er vistun ósakhæfra afbrotamanna að Sogni þar sem hvert rými kostar rúmar 10,2 milljónir króna. Þar verða framlög skorin niður um 2 prósent. Á graflnu, sem fylgir þessum texta, má sjá að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 10 prósentum meiri framlög en í fyrra. Það má reyndar að miklum hluta rekja til flutnings Kristneshælisins frá Ríkisspítölunum til Fjórðungssjúkrahússins. Sólvangur í Hafnarfirði, þar sem hvert vistrými kostar rúmar 2 millj- ónir, verður ekki fyrir niðurskurði en framlög til St. Jósefsspítalans, þar sem vistrými kostar 3.632 þúsund, eru aukin um 2 prósent. Þá fær Sunnu- hlíð í Kópavogi aukin framlög og einnig hjúkrunarheimilið Eir, Víði- nes, sem reyndar er ódýrt í rekstri, og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað. -hlh Starfsemi handlækningadeildar lömuð vegna deilu svæfingalækna: Skylda heilbrigðisráðherra að f inna lausn á vandanum sautján þurfa bráða aðgerð og þola ekki bið Yfirlæknar á Landspítalanum á- telja harölega aðgerðaleysi stjóm- valda í kjaradeilu svæfingalækna á skurðdeild Landspítalans viö yfir- stjóm Ríkisspítalanná. Þeir segja að starfsemi handlækningadeildar sé nú nánast lömuð og komi það niöur á fjölmörgum sjúklingum. Hjartaað- gerðum hafi fækkað mikið og hafi sjúklingum á biðlista fjölgað frá síð- ustu áramótum úr 46 í 103. Þar af séu að minnsta kosti 17 sem þurfa bráða aðgerð og þola ekki bið. Yfirlæknarnir ræddu kjaradeilu svæfingalækna og yfirstjórnar Rík- isspítala á fundi sínum í gær og kom- ust að þeirri niðurstöðu að það væri skylda heilbrigðisráðherra aö finna lausn á vandanum tafarlaust. Yfir- læknarnir lýsa því yfir aö „hættu- ástandinu" verði að ljúka nú þegar. Átta svæfingalæknar af tólf sem starfa á skurðdeild hafa sagt upp störfum frá 1. nóvember vegna óánægju með það að 15 ára gamall samningur um svokallaðar staöar- vaktir skuli ekki vera virtur. Sam- kvæmt staðarvöktum eiga svæfinga- læknarnir að vinna fram til klukkan tvö að nóttu en eiga svo að fá hvíld. Álag á skurðdeild Landspítalans hef- ur hins vegar verið svo mikið að læknamir hafa oft orðið að vinna langt fram á morgun. Ásmundur Brekkan, formaöur læknaráðs Landspítalans, segir að ástandið sé hættulegt þegar biðlisti eför hjartaaðgerðum lengist stöðugt. Þijá nýja svæfingalækna vanti nú þegar á skurðdeildina til að bæta úr ástandinu eða að samið verði við svæfingalæknana um nýtt vakta- skipulag þannig að vinnuálag verði minna. -GHS Páll Friöriksson, byggingameistari og framleiðandi einingahúsa, ásamt Reyni Ólafssyni yfirverkstjóra við einingahús Búseta í Hafnarfirði. DV-mynd Brynjar Gauti Búseti kaupir íslensk einingahús „Byggingartími venjulegs þriggja stiga fjölbýlishúss úr steinsteypuein- ingum getur auðveldlega verið átta mánuðir en vegna lánafyrirkomu- lagsins, sem miðast við fimmtán mánuði, hefur hann verið lengri," segir Páll Friðriksson bygginga- meistari sem er framleiðandi nýstár- legra íjölbýlishúsa sem Búseti hefur látiö reisa 1 Hafnarfirði. „Þetta eru verksmiðjuframleidd hús sem eru einangruð að utan þann- ig að ytra borðið hreyfir sig sjálf- stætt. Það eru hvergi kuldabrýr inn í húsið og þess vegna verður upphit- unarkostnaður minni en ella,“ segir Páll. Hann tekur það einnig fram að lítil hætta sé á sprungumyndun í útveggjum þar sem ytra byrði þeirra sé einangrað frá gólfplötum og ber- andi innveggjum og geti það því þan- ist og dregist saman án þvingunar. Einingamar koma frá verksmiöju tilbúnar með gluggum og gleri. í stig- um, stigapöllum og svölum eru for- steyptar einingar. Marmarasteypa er á útveggjum og er gert ráð fyrir að þeir þurfi ekki viðhald næstu ára- tugi. Fyrir þremur árum var reist fjöl- býlishús úr steinsteypueiningum á Seltjamarnesi sem Búseti keypti og hefur það reynst mjög vel. „Þetta er einnig mjög hagkvæmt. Ef slík hús væra framleidd í fjöldaframleiðslu, til dæmis um 100 íbúðir á ári, þá væri hægt að lækka byggingarkostn- að verulega miðað við það sem hann gerist hagkvæmastur í dag,“ segir Páll. -IBS Loðnuveiðin: in aflahæst Gylfi Krisqánason, DV, Akureyri; Hólmaborgin frá Eskifirði er aflahæsti loðnubáturinn á sum- ar- og haustvertiðinni og hefur komið með rúmlega 24 þúsund tonn að landi. Fjórir aðrir bátar eru komnir yfir 20 þúsund tonn. Það eru Sig- urður VE meö 23.500 tonn, Börk- ur NK og Hilmir SU með rúmlega 21 þúsund tonn og Víkingur AK meö rúmlega 20 þúsund tonn. Alls nemur loönuaflinn á vert- íöinni nú um 390 þúsund tonnum af um 702 þúsund tonnum sem upphafskvófinn nam. Vatnsveitustjóri: Mælt með Hólmsteini Stjórn veitustofnana ákvað á fundi sínum á miðvikudag að mæla með Hólmsteini Sigurðs- syni, skrifstofustjóra hjá Vatns- veitu Reykjavíkur, í embætti vatnsveitustjóra. Hólmsteinn hlaut þijú atkvæði af fmim en Jón Oskarsson, deíldarstjóri hjá Vatnsveitunni, fékk eitt atkvæði i atkvæöagreiðsiu á stjóraar- fundinum. Guðrún Zoéga sat hjá. Borgarráö tekur að öllum líkind- ' um afstöðu til ráðningarinnar á fundi sínum á þriðjudag. -GHS Flamenco: Aukasýning Vegna mikillar eftirspurnar verður aukasýning á flamenco- dansi í Þjóðleikhúsinuí dag, laug- ardag, kl. 14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.