Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Page 15
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 15 Glans eða hryllingur? Forsætisráðherra flytur stefnuræðuna. DV-mynd ÞÖK Eru að verða straumhvörf? Eru virkilega að verða straum- hvörf í efnahagsmálum á íslandi? Von er, að fólk spyrji eftir stefnu- ræðu Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra í vikunni. Þetta er ekkert smámál, hagur allrar þjóðarinnar að veði. Fólk er þó nokkuð hvumsa, ef það fylgdist með umræðunni. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra, hinn stjórnarpabbinn, sagði eitthvað allt annað. Hvað er til í þessu? Glansmynd forsætisráðherra Lítum fyrst á, hvað sagt var. Dav- íð sagöi, að forsendur væru að skapast til sóknar í íslenzkum efna- hagsmálum. Hagvöxtur væri fram undan eftir fáein misseri. Straum- hvörf væru að verða. Nú væri til- efni til bjartsýni. Hann taldi stjómarstefnuna hafa skilað þessum árangri. Að vísu stefndi í 4,5 prósenta halla á sjávar- útvegi á næsta ári. En í þeirri tölu væri ekki tekið tillit til þess, að hagur útvegsins mundi batna með hagræðingu og verð á sjávarafurö- um mundi að líkindum hækka. Því væri afkoma sjávarútvegsins ekki svo ýkja bölvuð. Raungengi krón- unnar væri nú orðið hagstæðara atvinnuvegunum en nokkru sinni áður á síðari tímum. Svona tala forsætisráðherrar víða um heim rétt fyrir kosningar. Vissulega verða sveitarstjómar- kosningar á vori komanda, og „borgin er í hættu“. Enda var stór- merkilegt, að Jón Baldvin lýsti stöðunni á annan veg. Jón sagði, að við væmm í háska. Hryllingsvaka utanríkisráðherra Jón Baldvin nefndi, að hlutfall erlendra langtímaskulda okkar nálgaðist að verða 70 prósent af framleiðslunni í landinu. Þær skuldir næmu nú 265 milljörðum króna, svo sem eins og verðmæti allra fasteigna í landinu. Greiðslu- byrði vaxta og afborgana af erlend- um lánum væri um 51 milljarður króna, milh 30 og 40 prósent af framleiðslunni. Þetta væri ámóta stærð og heildaraflaverðmæti upp úr sjó. Við þyrftum að greiða í vexti af erlendum lánum 16,6 milljarða á næsta ári, sem væri meira en heild- artekjur Reykjavíkurborgar. Hann sagði sem svo, að það væru engar „vissar horfur“ á, hvenær efnahagsástandið sneri til hins betra. Jón skoraði meira að segja á stjórnarandstæðinga að efna til „þjóðarsáttar" um eitthvað annað en fleiri víxla. Taka yrði á skulda- málunum. Þetta var útlitið eftir rúm tvö ár stjórnarinnar að sögn utanríkis- ráðherra. Nú skiptir aðalmáh, að við áttum okkur á, hvað er hæft í öllu þessu. Hvernig er staðan nú og hvernig verða næstu misseri? Á þessu samdráttarskeiði höfum við orðiö fyrir töluverðu tekjutapi. Einkaneyzla landsmanna verður í ár aðeins 82 prósent af því sem hún var árið 1987. Reiknað á mann er framleiðslan í landinu aðeins 91,5 prósent af því sem hún var árið 1987, áður en samdráttar- og stöðn- unarskeiðið hófst. Því er spáð, að einkaneyzlan dragist enn saman á næsta ári. Hættulega lítil fjárfesting Fjárfesting í landinu er hættulega lítil. Reiknað er með, að fjárfesting í ár verði fjórðungi minni en árið 1987 og 28 prósentum minni næsta ár. Svo Util ný fjárfesting veldur áhyggjum um, að Ula muni ganga að auka framleiðsluna og bæta at- vinnustigið á næstu árum. Fjárfesting atvinnuveganna er nú einungis helmingur þess sem hún var árið 1987. Ný þjóðhagsspá er kolsvört að því er tekur tU atvinnu fólksins í land- inu. Búast má við, að enn dragi úr eftirspurn eftir vinnuafh á næsta ári og atvinnuleysið aukist í að verða 5-5,5 prósent á árinu 1994, en það samsvarar því, að um 6500 manns verði án vinnu. Þá er reiknað með, að kaupmátt- ur ráðstöfunartekna eftir skatta muni minnka um 6 prósent í ár samanborið við fyrra ár. i spá Þjóð- Laugardags- pistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri hagsstofnunar felst, að kaupmáttur ráðstöfunartekna dragist enn sam- an um 4 prósent á næsta ári. Ekki er reiknað með kauphækkunum 1994. Búizt er við, að kjarasamning- ar haldist óbreyttir út þaö ár. Fjárlagaklandur Þessi ríkisstjórn ástundar miklar blekkingar um fjárlagafrumvarpið, sem birtist í vikunni. Meðferð talna frumvarpsins er 1 trássi við reikningsreglur, sem OECD, Efnahags- og framfara- stofnunin, telur vera réttar. Fjárlagahallinn verður sam- kvæmt frumvarpinu 9,8 milljarðar á næsta ári. Svo há hallatala hefur ekki fyrr sést í fjárlagafrumvarpi hér .á landi. Hallinn verður að venju miklu meiri. Sem dæmi um shkan mun má nefna, að fjárlaga- halli yflrstandandi árs stefnir í 12,3 milljarða en hefði átt að vera 6,2 milljarðar' samkvæmt fjárlaga- •frumvarpinu og fjárlögum yfir- standandi árs. Reynt er að fela „sértekjur" ríkis- ins, svo sem þjónustugjöld, sem eru skattar, þótt í frumvarpinu séu þær dregnar frá gjöldum í stað þess að bæta^ þeim við tekjur ríkisins. Þannig virðast skattar mun minni en rétt er. Að teknu tilliti til þess aukast tekjur ríkisins um 1,8 milljarða á næsta ári. Hlutur ríkisins af þjóð- arkökunni eykst um 0,5 prósent. Hreinar skatttekjur aukast milh ára. Eins og fram hefur komið er ástandið ekki gott í ár, og það fer mjög versnandi á næsta ári eða „næstu misserunum". Engin ástæða er til að birta glansmynd af því. En vissulega er það rétt hjá forsætisráðherra, að sjá má glætu, þegar lengra líður. Til dæmis er spáð batnandi efnahagsástandi í umheiminum, sem kemur okkur vel. Erfiðasti hjallinn að baki Lægðin í efnahagslífi iðnríkjanna hefur nú staðið í fjögur ár og alveg örugg merki um bata hafa enn ekki komið fram. Flest bendir þó til þess, að erfiðasti hjallinn sé að baki í sumum helztu ríkjunum, svo sem Bandaríkjunum og Bretlandi. Ann- ars staðar ríkir meiri óvissa. Búizt er við, að botni samdráttarins verði ekki náð í Evrópu fyrr en í byijun næsta árs. Hagfræðingar spá þó, að hagvöxtur muni smám saman glæðast næstu mánuði. Við njótum góðs af þessu, og einkum munum við bæta afkomu okkar með ver- unni í EES. Guðmundur J. Guðmundsson og fleiri tala nú um að segja upp kjara- samningum. Efnahagslíf okkar byggist að miklu leyti á þessum samningum. Ekki eru allir ánægðir með „þjóðarsáttina", því fer fjarri, og sumum þykir ríkisstjórnin hafa svikið. En það væri til lítils að hleypa öllu upp í loft. Þjóðin verður á næstu misserunum fyrir alvar- legum samdrætti. Framleiðslan mun á næsta ári minnka um 2,6 prósent, ef marka má Þjóðhags- stofnun. Það er því ekkert að sækja. Kjarabætur mundu aðeins ýta verðbólgunni af stað. Freistandi er fyrir ráðamenn að lofa gulli og grænum skógum. Menn verði að herða sultarólina og þrauka skamma hríð. En spár um efna- hagsmálin eru kolsvartar, ef við hugsum til ársins 1994. Rofar til Svartnættinu linnir þó. Spár um næstu ár eru jákvæðari en þó óvissar. Hagfræöingarnir sjá fram á bata áriö 1995 og síðar. Að því leyti má tala um „straumhvörf1, þótt talsverður tími líði, áður en orð forsætisráðherra rætast. Davíö og hans mönnum hefur þótt nóg komið af barlómi. Þeir vilja örva stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins. Borgarstjómarkosningar eru ekkert smámál og illt væri fyrir sjálfstæðismenn að ganga til þeirra, meðan kjósendur sjá allt svart. Þannig má skýra ummæh Davíðs í stefnuræðunni nú í vik- unni. Þjóðhagsstofnun segir í lok áætl- unar sinnar, að landsframleiðslan verði á næsta ári 2,6 prósentum minni en á yfirstandandi ári. Þjóð- artekjur breytist svipað og fram- leiðslan, þar sem gert er ráð fyrir nærri óbreyttum viðskiptakjörum við útlönd. Útgjöld þjóðarinnar minnki svo ámóta og þjóðartekj- urnar og halhnn á viðskiptum við útlönd verði á næsta ári svipaður og á þessu ári. Þegar litið sé fram yfir næsta ár, er því spáð, að hagvöxtur glæðist á ný. Spáð er, að framleiðslan í land- inu aukist um 1-2 prósent hvort árið, 1995 og 1996. Það rofar því til. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.