Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF, Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRl: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Ný leið úr Gunnarsholti Vistheimilið í Gunnarsholti er ekki meðferðarstofnun eða endurhæfingarstofnun, heldur samastaður þeirra, sem ekki hafa not af meðferð eða endurhæfmgu. Það er nánast geymslustaður á borð við elliheimili. Þess vegna er Gunnarsholt ódýrt, 3.800 krónur á mann á dag. Heilbrigðisráðherra segist ætla að spara fjörutíu millj- ónir króna með því að leggja niður vistheimihð í Gunn- arsholti. Hann fer með ranga tölu, því að það eru ekki nema þrjátíu milljónir, sem hann getur sparað í Gunnars- holti, ef vistmenn verða settir á Guð og gaddinn. Ofan á þetta hefur heilbrigðisráðherra fuílyrt, að hver einasti vistmaður fái aðra vist við sitt hæfi. Þær stofnan- ir, sem koma til greina, eru allar dýrari en Gunnarsholt á mann á dag, svo að niðurstaðan af flutningi vistmanna getur orðið meiri kostnaður en nokkru sinni fyrr. Heilbrigðisráðherra hyggst vafalítið leysa þetta með því að stífla meðferðar- og endurhæfingarstofnanir með vistmönnum Gunnarsholts, þannig að fækkun verði á tækifærum þjóðfélagsins til að endurhæfa meðferðar- hæft fólk á stofnunum, sem reknar eru á því sviði. Á sama tíma er heilbrigðisráðherra að skera slíkar stofnanir niður. Samkvæmt fj árlagafrumvarpinu verður Staðarfell lagt niður og Hlaðgerðarkot nánast rústað. Heildamiðurstaða dæmisins felst þannig í meira um- fangi áfengisbölsins í landinu en annars hefði orðið. Aður hefur komið fram, að ríkisstjómin styður áfeng- isbölið með ýmsum hætti. Við því er ekkert að segja, því að hún endurspeglar vafalítið þingviljann eins og Al- þingi endurspeglar þjóðarviljann. En lokun Gunnars- holts er bæði flókin og dýr leið að því markmiði. Ofan á allt þetta hefur svo komið í ljós, að ekki er þingvilji fyrir þessari leið. Röksemdafærsla heilbrigðis- ráðhema í Gunnarsholtsmáhnu hefur verið svo mikið úti að aka, sumpart röng og sumpart fávisleg, að stjómar- sinnar á Alþingi hafa séð gegnum hana eins og aðrir. Ein leið hefur ekki verið reynd í þessari erfiðu stöðu. Hún er sú, að nokkrir bændur á svæðinu sameinist um að gera ríkinu tilboð um að taka heima hjá sér við hlut- verki Gunnarsholts gegn því að fá greitt sem svarar ákveðnum hluta af kostnaði ríkisins, til dæmis 80%. Raunar er gömul og góð reynsla fyrir því að senda fólk í sveit. Við þær aðstæður, sem nú hafa skapazt í landbún- aði með árvissum niðurskurði á kvóta, er hugsanlegt, að fóstrun lítilmagnans geti orðið búgrein, sem komi að einhverju leyti í stað kvótamissis í kúm og kindum. Víða til sveita em húsakynni mikh og aðstæður að öðm leyti góðar og ábúendum vel treystandi til að um- gangast af ljúfmennsku það fólk, sem af ýmsum ástæð- um, svo sem elh eða ólæknanlegum veikindum getur ekki séð um sig, fólk á borð við vistmenn Gunnarsholts. Úthokað er, að ferðaþjónusta og hrossarækt geti tekið við óhjákvæmhegri minnkun verkefna í hefðbundnum búgreinum. Það er verðugt verkefni fyrir bændur, sam- tök þeirra og ríkisvaldið að finna, hvort ekki sé flötur á samstarfi á þessu sviði hehbrigðis- og félagsmála. Vel má hugsa sér, að gerð verði tilraun. Vistmenn Gunnarsholts em margir hverjir lagnir í höndunum og gætu gert ýmislegt gagn th sveita, sérstaklega í viðhaldi, lagfært girðingar og útihús. Slíkt mundi henta þeim mun betur en fyrirlestrar á endurhæfmgarstofnunum. Flestar leiðir em skárri en sú fyrirætlun ráðherrans að stífla endurhæfingarstofnanir með fólki, sem ekki er meðferðarhæft. Hér hefur verið bent á eina augljósa. Jónas Kristjánsson Rauð-brúna fylk- ingin ein studdi uppreisnina Fánar kommúnista og rúss- neskra fasista voru bomir jöfnum höndum í fylkingunni sem fór um götur miðborgar Moskvu á sunnu- daginn og rauf skjaldborg lítt vopn- aðs lögregluliðs um Hvíta húsið á árbakkanum. Þegar á reyndi voru það þessir hópar einir sem fengust til að fylkja sér um uppreisn Rusl- ans Khasbúlatovs þingforseta og Aleksanders Rútskoj varaforseta gegn Borís Jeltsín forseta og stjórn hans. Þetta var liðið sem Rútskoj hvatti til þess af svölum Hvíta hússins að hefja valdatöku með vopnavaldi, ráðast fyrst á ráðhús Moskvu, sjón- varpshúsið Ostankino og Kreml. Hálfrar annarrar viku tilraunir uppreisnarforingjanna til að fá á sitt band hersveitir og löggæslulið höfðu engan árangur borið. Áskor- anir á verkamenn að leggja niður vinnu fundu engan hljómgrunn. Eftir á virðist ljóst að Khasbúla- tov og Rútskoj hafa verið búnir að telja sér trú um að óánægja al- mennings með ríkjandi ástand, verðbólgu og versnandi kjör hefði skapað það tómarúm í þjóðfélaginu sem gerði einbeittri sveit ofstækis- manna fært aö fara sínu fram án þess aö teljandi mótspyma yrði veitt. Þar að auki hafa þeir alls ekki gert ráð fyrir því að Jeltsín yrði fær um aö láta hart mæta hörðu, svara vopnavaldi í sömu mynt. Uppreisn- artilraunin fór því út um þúfur þegar árásarliðið var hrakið brott frá sjónvarpsbyggingunni. Nokkr- ar skriðdrekakúlur á Hvíta húsið nægðu til að knýja uppreisnarfor- ingjana til uppgjafar. Eftir skamman hildarleik leitast Borís Jeltsín annars vegar við að græða sárin. Hann boðar að öllum föllnum, 122 þegar síðast var vitað, verði sýnd sama virðing við útför- ina, með hvomm sem þeir stóðu. „Allt eru þetta synir Rússlands," sagöi hann. Sömuleiðis ganga bæt- ur til skylduliðs fallinna jafnt yfir alla. Hins vegar boðar forsetinn að Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson lögum verði framfylgt af fyllsta strangleika gagnvart forsprökkum uppreisnarinnar. Þá er hafin brott- vikning yfirlýstra stuðningsmanna þeirra úr forustustöðum fyrir hér- aðsstjórnum úti á landsbyggðinni. Uppgjör milli forseta og forustu þingsins varð óhjákvæmilegt í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar í apríl. Þá lýstu tveir þriðju kjós- enda trausti á Jeltsín og mun stærri meirihluti óskaði eftir nýj- um þingkosningum. Ónóg þátttaka í atkvæðagreiðslunni gerði þá nið- urstöðu ekki bindandi, og Khasb- úlatov og hans menn höföu hana að engu, héldu þvert á móti upp- teknum hætti að gera hvað þeir máttu til að torvelda störf ríkis- stjórnar Jeltsíns. Þessa sjálfheldu vildi Jeltsín rjúfa með þingrofmu 21. septemb- er. Hann hefur nú lýst yfir að hald- ið verði við fyrr ákveöinn kjördag í desember. Jafnframt hefur forsetinn skorað á ráðin í héruðunum og sjálfstjóm- arlýðveldum að víkja sjálfviljug, svo unnt verði að kjósa ný samtím- is og ríkisþingið. Ráðin eiga þaö sammerkt með fyrra þingi að þau vom kjörin í valdatíð kommúnista- flokksins og eru að mestu skipuð einstaklingum sem hann tilnefndi. Það sem Jeltsín hefur sett sér, jafnt á landsmælikvarða og í ein- stökum landshlutum, er að rjúfa í eitt skipti fyrir öll tengsl æðstu stofnana við valdakerfi flokksræð- isins gamla. Reynslan á svo eftir að sýna hvemig ríkjandi aðstæður móta niðurstöðuna. Stjórnmálaflokkar í Rússlandi skipta tugum en em langflestir lítið nema nafnið eitt. Ný stjórnarskrá er ófrágengin og kosningalög enn á reiki. Samkunda héraðsstjóma átti að ganga frá þessum málun, en óljóst er hvert rót kemst á skipan hennar og störf af völdum manna- breytinga í kjölfar uppreisnartil- raunarinnar. Því er líklegast að kosningabar- áttan verði frekar milli einstakl- inga í hveiju kjördæmi en flokka. Eftir það sem nú hefur gerst má gera ráð fyrir að þeir frambjóðend- ur standi best að vígi sem þykja hafa staðið sig aö ráða fram úr úrlausnarefnum yfirstandandi þrengingatíma í heimkynnum sín- um, auk þess að styðja málstað Jeltsíns. Nýtt þing er því líklegt til að verða að miklum hluta skipað sterkum einstaklingum, sem eiga umboð kjósenda að þakka eigin verðleikum frekar en flokks- stimpli. Afstaða þess til ríkisstjórn- ar er líkleg til að mótast af því hve trúverðug úrræöi hennar þykja. Jeltsíns bíður því enn ærinn vandi. Sorgardegi var lýst yfir í Moskvu á fimmtudag vegna greftrunar fallinna i uppreisnartilrauninni. Lögreglu- menn úr sveitum innanríkisráðuneytisins standa heiðursvörð við likbörur fallins félaga. Símamynd Reuter Skodanir aimarra Hugsum um bömin „Þaö er sjaldgæft að böm í Bandaríkjunum deyi úr niöurgangspest, mislingum eða vegna mengaðs vatns. En dánartíðni ungbama er enn ógnvænlega há. Og börn era bólusett í minna mæli í Bandaríkjun- um en í flestum iðnvæddum ríkjum og í miklu minna mæh en í löndum á borð við Kúbu, Simbabve, Ind- land og Sýrland. Bandaríkjamenn veita börnum um heim allan rausnarlega aðstoð og það er engin ástæða til að sætta sig við þessar ljótu tölur að heiman.“ Úr forystugrein Washington Post 5. október. Lýðræðislegt valdarán „Það er útilokað að vilja vera lýðræðissinni og fremja valdarán á sama tíma. Borís Jeltsín Rúss- landsforseti og rússneska þjóðin gjalda þaö dýru verði þessa dagana. Þegar allt kemur til alls eru bardagamir í og viö Hvíta húsið því að kenna aö Jeltsín hefur á undanfömum vikum reynt aö koma fram á miklu opnari og lýðræðislegri hátt en margir í hans stöðu heföu reynt. Þegar hann haföi leyst upp þingið leyföi forsetinn andstæöingum sínum að fara frjálsum ferða sinna, safnast saman og efna til sam- særis gegn sér.“ Úr forystugrein Berlingske Tidende 5. október. Rétt hjá Thatcher „Laföi Thatcher hittir naglann á höfuðið þegar hún hvetur til þess að reglum íhaldsflokksins um forastusveit flokksins verði breytt. Ef hún veit ekki hversu óþægilegar þær geta verið sitjandi forsætis- ráðherra íhaldsmanna, hver veit þaö þá? Þjóðkjörinn forsætisráöherra ætti ekki að þurfa að óttast að vera bolað burt af afbrýðisömum og óánægðum mönnum. Æðsta embætti landsins er gjöf frá þjóðinni en ekki leikfang tækifærissinnaðra íhaldsþingmanna.“ Úr forystugrein Daily Express 4. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.