Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Fréttir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður: Þorskkvótinn verði auk> inn í 205 þúsund lestir - engar forsendur fyrir því að auka kvótann, segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra „Eg tel þaö orðið tímabært að auka þorskkvótann á þessu fisk- veiðiári. Og til þess að fara samt sem áður varlega mætti hugsa sér að auka hann í það sama og hann var á síðasta kvótaári eða í 205 þúsund lestir. Ég fagna því að við- skiptaráðherra og fleiri þingmenn Alþýðuflokksins skuli nú taka und- ir þetta sjónarmið mitt sem ég setti fram fyrir nokkrum vikum,“ sagði Einar K. Guðfinnsson alþingismað- ur í samtali við DV. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra var inntur álits á hug- myndum þeirra alþingismanna og ráðherra sem nú leggja tii að auka þorskkvótann. Tillögur þeirra eru frá 20 þúsund lestum og upp í 100 þúsund lestir. „Það er ekkert nýtt að það geti verið gott fiskirí á vetarvertíö. Það þarf ekki að vera sönnun þess aö fiskistofnarnir hafi stækkað en guö láti gott á vita. Enn sem komiö er sé ég engar forsendur fyrir því að auka kvótann. Ég minni líka á að ákvörðunin, sem tekin var um kvóta þessa aflaárs, fól í sér að far- ið var 10 prósent fram úr ráðlegg- ingum sérfræðinga Hafrannsókn- arstofnunar. Þar ofan í kaupið er svo slaki í kerfinu hvað varðar smábátaveiðarnar. Menn geta ekki lokað augunum fyrir þessu tvennu. Það má því á vissan hátt segja að það sé búið að gera það sem menn eru að biðja um nú,“ sagði Þor- steinn Pálsson. Einar K. Guðfinnsson segir að þaö fari ekkert á milli mála eftir viðræður við sjómenn vítt og breitt um landið að það sé vaxandi fisk- gengd. Ástandið í sjónum sé líka allt annað og betra en það var fyrir einu eða tveimur árum. „Ef til vill er þetta því að þakka að við höfum tekið svo miklar dýf- ur í aflanum og dregið svo mikið úr aflaheimildum og að hagstæðar aðstæður í sjónum, svo sem eins og meiri áta, gera það aö verkum að þorskstofninn hjami við hraðar en menn geröu ráð fyrir. Ef þaö er rétt þá var þessi tímabundna fóm þess virði. Nú tel ég að við séum að uppskera af þessu og mál til komið aö auka kvótann, sagði Ein- ar K. Guöfinnsson. -S.dór Askrift aöeins að Stöð 2: Engir mynd- lyklartilog langir biðlistar Undanfamar vikur hefur Stöð 2 ekki getað tekið við áskrifendum sem ætla bara að fá sér Stöð 2 þar sem myndlyklar úr gamla kerfinu hafa ekki verið til. Páil Magnússon sjón- varpsstjóri sagði í samtali við DV að hér væri um tímabundið ástand að ræða sem yrði úr sögunni þegar nú- verandi útsendingarkerfi yrði sam- einað Fjölvarpskerfinu í næsta mán- uði. Langir biðlistar eftir áskrift að Stöð 2 hafa myndast. Samkvæmt upplýsingum DV tók það eina fjöl- skyldu á landsbyggðimii heilan mán- uð að gerast áskrifandi. „Ég viður- kenni að þetta er bagalegt ástand en við gerðum okkur grein fyrir í upp- hafi aö brúa yrði bilið á milli gamla og nýja kerfisins," sagöi Páll og taldi Stöð 2 ekki hafa misst áskrifendur út á þetta. Stjóm íslehska útvarpsfélagsins hf„ sem rekur Stöð 2 og Bylgjuna, hefur ákveðið spamaðaraðgerðir innan fyrirtækjanna. Liður í þeim var að segja upp starfsfólki sem al- þekkt er orðið. I gær gengu til baka uppsagnir Haligríms Thorsteinsson- ar og Eiríks Hjálmarssonar. Sam- kvæmt heimildum DV gæti uppsögn Valtýs Bjöms Valtýssonar verið aft- urkölluð en það skýrist næstu daga. Þá hefur PáU Magnússon ákveðið aö selja 4 milljóna króna Toyota jeppa sem hann hefur haft til umráða síðustu mánuði. Páll sagðist ekki hafa haft tíma til að leita að nýjum bíl. „Ætli ég geri það ekki í næstu viku og bíllinn þarf ekkert frekar að vera jeppi.“ PáU sagöi aö mannabreytingar á toppi fyrirtækisins væm ekki á döf- inni og hvorki hann né Magnús Kristjánsson markaðsstjóri væm að hætta. -bjb Sjómenn: Miðlunartil- laga samþykkt Sjómannafélag Reykjavíkur, Vinnuveitendasamband Islands og Vinnumálasamband samvinnufélag- anna hafa samþykkt miölunartiUögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram í deUu þessara aöUa 21. janúar. ÚrsUtin úr atkvæðagreiöslunni vom þau að þjá SR sögðu 46 já en 33 nei. Eitt atkvæði var ógUt. Alls greiddu 80 atkvæði en 130 vom á kjörskrá. ífjá VSÍ var 21 á Kjörskrá, 14 greiddu atkvæði og samþykktu þeir aUir tiUöguna. Hjá Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna vom 7 á kjörskrá. Af þeim 6 sem greiddu atkvæöi sögðu 5 já en einn nei. -IBS Stuttar fréttir Amber Atlantic ber við Brimsnesfjall á leið inn Seyðisfjörð. Pétur Kristjánsson, DV, Seyðisfirði; Margir Japanar em nú á Austfjörð- um tíl þess að fylgjast með loðnu- frystingu og er þegar búið að frysta þaö mikið að útskipun er hafin. Flutningaskipið Amber Atlantic kom tíl Seyðisfjarðar 10. febrúar tU þess aö taka frysta loðnu og sUd á Japansmarkað. Lestunarstjóri á veg- um SH, Guðni Eyjólfsson, tók á móti skipinu og mun fylgja því á Aust- DV-mynd Pétur fjarðahafnir. Skipiö er með þeim stærri sem sjást hér um slóöir og kemur tíl með að taka alla þá loðnu sem búið er að frysta á Austfjörðum. Hvað kemur í staðinn fyrir kvótaþingið? Það verður staðið við loforðið til sjómanna - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Nú þegar ljóst er að hugmyndin að kvótaþingi, sem þríhöfðanefnd ríkisstjórnarinnar lagði fram, á ekki hljómgrunn á Aiþingi vaknar sú spuming með hvaða hætti ríkis- stjórnin ætlar að standa við loforðið sem fylgdi setningu bráðabirgðalag- anna á sjómannaverkfallið, um að koma í veg fyrir að sjómenn taki þátt í kvótabraski. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra var spurður að þessu. „Það verður að sjálfsögðu staðið við það loforð. Tillagan, sem ráðu- neytísstjóranefndin kom með, kvóta- þingiö, hefur verið send sjávarút- vegsmálanefnd Alþingis. Það er að vísu rétt að hugmyndin virðist ekki eiga hijómgrunn á Alþingi. En í næstu viku verður fyrsta umræða um fiskveiðistjómunarfrumvarpið og þróunarsjóðsfrumvarpið. Þau fara að sjálfsögðu bæði til sjávarút- vegsnefpdar og það er gert ráð fyrir því að í tengslum við umfjöllun sjáv- arútvegsnefndarinnar veröi tekiö á þessu rnáli," sagöi Þorsteinn. Hann sagði að sjávarútvegsnefndin mundi væntanlega taka afstöðu til þessarar tillögu ráðuneytisstjóranna um kvótaþing. „Það eru ýmsir kostir í því efni. Það er hægt að útfæra þá hugmynd í eitthvað breyttu formi með tilliti til þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram á hana. Það er einnig hægt að fara einhverja svipaða leið og samn- ingsaðilar voru að ræða við samn- ingaborðið og ganga þá heldur lengra til móts við sjónarmið sjómanna en atvinnurekendur höfðu fafiist á í þeim umræðum. Þetta eru nú kannski þeir helstu kostir sem koma til álita en um þetta verður nánar fjallað í sjávarútvegsnefndinni,“ sagði Þorsteinn Pálsson. -S.dór Kaninur og hænur munu sýna sig í Geysishúsinu um helgina. Tilefiiið er kynning á Húsdýra- garöinum sem íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkurborgar stendur fyrir. Minnibotnfiskafli Heildaraflinn í janúar varð 34.378 tonn, þar af botnfiskur 17.895 tonn. Verðmæti aflans er áætlað tæplega 1,5 milljarðar. í janúar i fyrra var botnfiskaflinn tæplega 31 þúsund tonn og verð- mætið um 3 miUjaröar. Samkeppnisráð hefur synjað Lögmannafélagi íslands um und- anþágu til að gefa út leiðbeinandi gjaidskrá fyrir lögmenn. Fyrirtækið Spor hf. gerði sig sekt ura ólöglega samkeppnis- hindrun með skyndilegri verð- hækkun á hljómdiskum til versl- unarinnar HMM Topp í Kringl- unni. Þá braut Skífan lög á sömu verslun með því að neita henni um sölu hljómdiska. Samkeppn- isráö komst að þessari niöur- stööu í gær. BúvöruráVöllinn Vamariiðið á Keflavíkurflug- velli hefur samþykkt að kaupa íslenskar landbúnaöarvörur fyr- ir 15,4 milljónir króna frá l. apríl 1994 til 31. mars 1995. Samningur þessa efhis hefur verið gerður við utanríkisráðuneytíð og tekur til nautakjöts, ------------- um Dómsmálaráðherra ráögerir aö efha til kynningar á fyrirhuguðu hæstaréttarhúsi og kanna viö- horf fólks til staðsetningar þess. lokað Fjölvarp Fjölvarpi Stöðvar tvö veröur lokað öðrum en áskrifendum frá og með næsta mánudegi. Búið er aöseljaum700ioftnet. -kaa Sveinn Bjömsson 1 París: Innf lytjendur verða að reyna innf lutning „Eg hef ekki oröiö var við aö það hafi reynt á innflutning. Það er mik- il áhætta aö ætla aö reyna aö flytja gám frá Antwerpen og fara með hann í gegnum kerfið ef allt stöövast. Það er gríðarlegur kostnaður ef illa fer. Menn vilja fá tryggingu fyrir því að ekki komi til slíkrar stöðvimar," sagöi Sveinn Bjömsson, starfandi sendiherra í Paris, um deilumar um fiskinnflutning til Frakklands í sam- tali viö DV í gær. Frönsk sfjómvöld afléttu í fyrradag umdeildu innflutningsbanni á fisk frá svokölluðu þriðja landi sem ekki uppfyllir heilbrigðiskröfur EB. Þrátt fyrir þetta bar enn á tregðu í gær meðal franskra tollyfirvalda við að afgreiða fisk frá íslandi og öðmm löndum til landsins. „Hins vegar segja þau yfirvöld sem ég hef haft samband við að máhð sé leyst. Þeir segja að búið' sé að gefa út auglýsingar sem eigi að duga en þau geta ekki svaraö fyrir tollayfir- völd eða einstaka tollstarfsmenn," sagði Sveinn. - -PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.