Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 13 Það er út í hött að ætla að finna út hvort vindillinn er í lagi með því að þefa af honum. Rétta aðferðin er að bera hann upp að eyranu og kreista hann lítillega. Brakhljóðið gefur til kynna hvort hann er of þurr eða í lagi. Fáir reykingamenn Vafalaust leikur mörgum fotvitni á að vita hvort það séu margir stór- reykingamenn í klúbbnum. Sigurður segir svo ekki vera. Aðeins örfáir í klúbbnum reyki sígarettur en flestir séu yfirleitt reyklausir og púi ein- ungis vindla við sérstök tækifæri. Þarna séu menn úr öllum starfsstétt- um, margir þeirra „þrælfanatískir.“ Megi þar á meðal nefna lækni sem starfi við hjartamælingar. Þessi mað- ur líti ekki á klúbbfundina sem reyk- ingar. „Sjálfur var ég stórreykingamaður þar til fyrir tæpum tveim árum. Ég reykti sígarettur og mikið af þeim. En svo fór ég að hugsa um heilsuna og hætti. Ég hafði verið reyklaus í fimm daga þegar ég fór inn á Savoy í London. Þar komu þjónar færandi hendi með risastóran vindlakassa. Ég guggnaði, fékk mér vindil og pú- aði hann. Daginn eftir langaði mig alls ekki til að reykja. Smám saman komst ég upp á lagið með að fá mér vindla við góð tækifæri. Þeim sið hef ég haldið." Þaö væri ekki á hvers manns færi að reykja ekta vindla daglega. Slíkir vindlar kosta á veitingahúsum frá 700-1950 krónur stykkið. Raunar ætti sá dýrasti að kosta 2700 ef hann væri rétt verðlagður en þama koma til „álagningartakmarkanir frá ÁTVR“, eins og Sigurður orðar það. Það eru vindlar í þessum gæðaflokkum sem meðlimir íslenska vindlaklúbbsins fást við á fundum sínum og því ekk- ert tað sem menn eru að tala um. „Dýrustu tegundina reykir maður gjarnan á gamlárskvöld, þegar maö- ur verður pabbi, á funmtugsafmæl- inu eða við önnur alveg sérstök tæki- færi,“ segir Sigurður. Vindlafjölskyldur Talað er um ákveðnar „vindlaíjöl- skyldur." í þær er flokkaö eftir styrk- leika. Síðan er notuö alþjóðleg flokk- Komið hefur til tals mneðal klúbb- meðlima að halda í pílagrímsferð til einhverrar Mekka vindlaframleiðsl- unnar. „Þaö kæmi alveg til greina að efna til ferðar til Santa Dom- ingo,“ segir Sigurður. „Við höfðum látið okkur dreyma um að fá sjálfan Zino Danidoff hingað til lands en nú er það auðvitað útilokað mál því hann lést fyrir skömmu. En klúbb- meðlimir hafa geysilega mikinn áhuga á þvi sem er að gerast í þessum efnum og vilja gjarnan eiga mögu- leika á aö fylgjast með því sem er að gerast á hveijum tíma.“ -JSS „Þetta á ekkert skylt við daglegar reykingar. Það er ekki verið að dæla nikótíni út um allan líkamann, því menn reykja ekki vindlana ofan í sig,“ segir Sigurður Kolbeinsson, framkvæmdastjóri NIKO og formað- ur íslenska vindlaklúbbsins. Þessi klúbbur, sem er sá eini sinnar teg- undar á landinu svo vitað sé, var stofnaður í apríl 1992. „Hann var stofnaður með það fyrir augum að miðla nýjungum í vindla- framleiöslu hverju sinni, icoma sam- an á góðri stundu, kannski einu sinni eða tvisvar á ári og reykja saman nýjar gerðir, líkt og vínsmakkarar prófa nýjan árgang," segir Sigurður. „Þessi starfsemi hefur síðan þróast vel. Það hafa verið haldnir þrír fund- ir fr á upphafi og menn eru alltaf jafn sælir þegar þeir hittast. Þetta er svona 30-40 manna hópur. Síðasti fundur, sem haldinn var í desember, fór í það að reykja alveg glænýja tegund sem hefur ekki enn fengist hér en mun fást í Fríhöfninni á næstu dögum. Þama fengu menn sér huggulegan drykk á undan til að væta kverkarn- ar og komast í form. Síðan var hald- in stutt kynning á þessari vindlateg- und sem við vorum að prófa í fyrsta sinn. Svo voru vindlar boðnir, skæri látin ganga um salinn og þeir klippt- ir. Menn sátu og nutu vindlanna um leið og þeir hlýddu á erindi um nýja viskítegund. Fundurinn tók um þijár klukkustundir og á þeim tima reykti hver maður tvo vindla og naut léttra veitinga með.“ - segir Sigurður Kolbeinsson klúbbstjóri Vindlar verða að geymast við 70-75% raka, ella skemmast þeir fljótt, verða þurrir og bragðvondir. Þarna er Sig- urður með sérstaklega útbúinn vindlakassa með innbyggðu rakatæki sem heldur vindlunum mjúkum og rökum. Sérstök skæri eru notuð til að klippa af endanum. Það tekur dágóða stund að kveikja i vindlinum. Hægt er að nota sér- stakar, langar, vaxbornar eldspýtur sem loga lengi eða sérstakan vindlakveikjara. Mikið atriði er að það kvikni í öllum fletinum jafnt Verkið fullkomnað. DV-myndir GVA Ég náði upphaflega í ellefu stykki en það er farið að saxast á þá tölu. Ég held að það séu enn til þrír vindlar þessarar tegundar á landinu og tveir af þeim eru hérna niöri í kassa hjá mér. Síðast þegar ég ætlaði að reykja svona vindil var ég að hlusta á Bubba Mortens á Ömmu Lú. Hann hafði aldrei höfðað til mín en þarna var hann nýkominn frá Kúbu og sló svo- leiðis í gegn að allt ætlaði um koll aö keyra. Eg var svo hrifmn að ég fór til hans og gaf honum vindilinn. Ég var ánægðari með að Bubbi skyldi njóta hans heldur en ég. Klúbburinn hyggur á pílagrímsferð un, sem ekki verður farið út í hér, enda of flókið aö gera henni skil í stuttu máli. Hver ekta vindill á sér langa sögu. Það getur tekið 3-4 ár aö búa hann til. Tóbaksblöðin eru látin liggja í stöflum í marga mánuöi. Eftir því sem þau liggja lengur og þéttar sam- an verða þau dekkri og vindlarnir sem búnir eru til úr þeim sterkari. Þegar kemur að því að búa til vind- ilinn kemur rafmagn þar hvergi við sögu, nema þá til að lýsa upp verk- smiðjuhúsnæðið, heldur er hann vaf- inn í höndunum. Góður „vefjari" vefur 6-8 vindla á klukkustund. Kjami vindilsins er gerður úr þrem laufum sem vafin eru þétt saman. Síðan kemur bindingur til að halda vindlinum saman. Loks er ysta lagiö, sem kallað er vafningur. Valið er úr 60 mismunandi litum, sem er ærið verk fyrir einn mann. Eftir því sem vindilhnn er dekkri, þeim mun sterk- ari er hann. Þegar vindlarnir koma til dreif- ingaraðila fara þeir í gegnum tvöfalt gæðaeftirlit. Síðan fara þeir í 18 mán- aða rakageymslu, þar sem er 75% raki. Þaö er ekki fyrr en 36 mánuöum eftir að plantan var týnd á akrinum sem hún er orðin söluvara. Það er afrakstur þessa langa ferlis sem með- limir íslenska vindlaklúbbsins njóta á góðum stundum. Besti vindillinn Sigurður segist muna gjörla eftir besta vindlinum sem hann hafi reykt enn sem komið er. „Slíkir vindlar eru ekki framleiddir lengur en hann er geymdur en ekki gleymdur. Hann hét Don Pernion og var ffamleiddur af Davidoff á Kúbu. Nokkrir meðlimir islenska vindlaklúbbsins prófa nýjar gerðir. Mynd Magnús Hjörleifsson Sigurður og eiginkona hans, Edda D. Sigurðardóttir, ásamt vindlajöfrinum Zino Davidoff sem nú er nýlátinn. Myndin var tekin í Cannes í Frakklandi. f slenski vindlaklúbburinn - þar sem gæðin eru sett magninu ofar: Á ekkert skylt við daglegar reykingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.