Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Page 43
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 55 Fréttir Kjötiðnaðarfyrirtækið Kjamafæði á Akureyri: Byrjaði í bflskúr en er nú með 70 manns í vinnu þakklátir fyrir hvemig okkur hefur verið tekið, segir Eiður Gunnlaugsson, annar eigendanna Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir með væn hangikjötslæri á milli sin t fyrirtæki sinu, Kjarnafæði á Akur- eyri. __ DV-mynd gk Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn: Fyrir um áratug hófu bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir á Akureyri pitsugerð og framleiðslu á hrásalati í bílskúr þar í bænum. Eft- ir eitt ár voru þeir komnir með 6-7 manns í vinnu og búnir að fá aðstöðu í Iðngörðum Akureyrar. Fljótlega sprengdu þeir það húsnæði utan af sér og keyptu stórt og gott húsnæði við Fjölnisgötu þar sem fyrirtækið er enn þann dag í dag. Fyrir fjórum árum voru starfsmenn orðnir 45 tals- ins í 35 stöðugildum. í dag eru þeir um 70 í tæplega 60 stöðum og þeim mun fjölga eitthvað á næstunni. Fyrirtækið er Kjarnafæði sf. og framleiðslan sem í upphafl var bund- in við pitsur og hrásalat varð fljót- lega að almennri kjötvinnslu. Ekkert lát er á uppbggingu fyrirtækisins og þessa dagana er unnið að frágangi húsnæðis sem Kjarnafæði hefur keypt á Svcdbarðseyri. Þar er um að ræða sláturhús og frystigeymslu Kaupfélags Svalbarðseyrar sem varð gjaldþrota og þangað fer hluti af kjöt- vinnslu Kjarnafæðis. Þegar Eiður var spurður hvort starfsfólki myndi enn fjölga sagðist hann reikna með einhverri fjölgun og a.m.k. yrði ekki um fækkun að ræða. Vinna og aftur vinna Kjarnafæði er gott dæmi tii að setja fram sem andstæðu gjaldþrota og erfiðleika í atvinnurekstri á Akur- eyri og sýnir að hægt er að gera góða hluti. „Ef ég á að nefna eitthvað öðru fremur sem hefur hjálpað okkur þá er það fyrst og fremst að þetta er ekkert nema vinna og aftur vinna, við erum alltaf á staðnum og nennum að fylgjast með á öllum sviðum. Þá þurfa menn að aðlaga sig markaðn- um hverju sinni og tileinka sér breyt- ingar á neyslu og neysluvenjum. Það má svo ekki gleyma því að við höfum haft mjög gott starfsfólk, virklega gott. Og síðast en ekki síst erum við bræðurnir mjög samhentir í þessari uppbyggingu sem er auðvitað nauð- synlegt." Þrátt fyrir að Kjarnafæði hafi ekki farið varhluta af erfiðleikum vegna gjaldþrota viðskiptavina sinna hefur fyrirtækið sífellt vaxið á markaðnum og flytur t.d. orðið umtalsvert magn af vörum sínum til höfuðborgar- svæðisins. „Við erum mjög þakklátir fyrir hvað okkur hefur verið vel tek- ið, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Vörur frá okkur eru t.d. seldar í mörgum stórverslun- um á höfuðborgarsvæðinu, s.s. Bón- usi, Hagkaupi og Fjarðarkaupum, en annars eru vörur frá okkur úti um allt land,“ segir Eiður. Hræddur við GATT Kjarnafæði hefur ávallt verið rekið með „örlitlum hagnaði" eins og Eið- ur orðaði það en hann telur að blikur séu á lofti nú. „Ég er hræddur við GATT og þann innflutning sem mun verða. Við sjáum fyrir okkur iðn- greinar sem hafa orðið skelfilega úti í samkeppni við fyrirtæki annarra þjóða þar sem rekstrarumhverfið er betra og það er nóg að horfa á skipa- smíðaiðnaðinn í því sambandi. Því miður held ég að kjötiðnaðurinn og matvælaframleiðsla okkar eigi erfiða tíma fram undan þótt við séum í fremstu röð matvælaframleiðenda í heiminum," segir Eiður. 1 ^5 ' • » Flokkun á skógarplöntum hjá Barra í byrjun janúar. ísaflörður: Listi Sjálfstæðisf lokksins Sigurjón J. SiguröBSon, DV, ísafiröi: Á fundi í fulltrúaráöi Sjálfstæðis- flokksins á ísafirði á þriðjudags- kvöld var samþykkt tillaga kjör- nefitdar um að eftirtaldir 18 ein- staklingár skuli skipa framboðs- lista flokksins í komandi sveitar- stjórnarkosningar. 1. Þorsteinn Jóhannesson yfir- læknir FSÍ. 2. Halldór Jónsson út- gerðarstjóri. 3. Kolbrún Halldórs- lögraaður. 11. Bjarndís Friðriks- dóttir fiskvinnslukona. 4. Pétur dóttir málarameistari. 12. Helga H.R. Sígurðsson mjólkurbússtjóri. Sigurgeirsdóttir bjúkrunarfræð- 5. Ragnheiður Hákonardóttir hús- ingur. 13. Sævar Gestsson sjómað- móðir. 6. Kristján Kristjánsson ur. 14. Árni Friöbjamarson pípu- umdæmistæknifræöingur. 7. lagningameistari. 15. Kristín Hálf- Björgvin A. Björgvinsson af- dánsdóttir skrifstofumaður. 16. greiðslustjóri. 8. Signý Rósants- Skarphéðinn Gíslason skipstjóri. dóttir, bankastarfsraaður. 9. Marz- 17. Kristján Jóakimsson sjávarút- ellíus Sveinbjörnsson smiöur. 10. vegsfræðingur. 18. Einar Garðar Björn Jóhannesson héraðsdóms- Hjaltason framkvæmdastjóri. Barri á Egilsstöðum: Framleitt fyrir Landgræðsluna Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: „Við gerum okkur vonir um að geta nýtt gróðurhúsið og tækjabúnað okkar mun betur því þessari ræktun getum við bætt við án þess að auka tækjakostinn. Við þurfum þó ekki að bæta við starfsfólki en hins vegar mun það fólk sem hér hefur unniö timabundið vor og sumar fá lengri og samfelldari vinnu,“ Jón Kr. Arn- arson, framkvæmdastjóri Barra hf. Skógrækt ríkisins var nýlega með útboð á 800 þúsund skógarplöntum á vegum landgræðsluskógaverkefnis og var Barri með lægsta tilboðið, rúmlega 11,5 millj. króna. Um helm- ingur þessara plantna er birki en hitt er sitkaelri, fura, greni og lerki. Inni í tilboðinu var flutningur á plöntunum á hina ýmsu afgreiðslu- staði vítt um land. Jón sagöi að þeir hefðu náð mjög hagstæðum samn- ingum við vöruflutningafyrirtækið Svavar og Kolbrúnu á Egilsstöðum og hefði það átt sinn þátt í að tilboð- ið var svo hagstætt. Jón Kr. Arnarson framkvæmdastjóri Barra. DV-myndir Sigrún Hlutafélagið Barri var stofnað 1990 til að framleiða skógarplöntur fyrir Héraðsskóga og er hægt að fá rúm- lega milljón plöntur úr einni sán- ingu. Gróðurhús Barra er 2000 m2 að stærð. Þrír menn starfa þar allt árið en 10-15 manns yfir annatím- ann. Hasskílóið: Málið upplýst Fíkniefnalögreglan telur að mál borg í fyrrakvöld. 41 árs Reykvíkings, sem eitt kfló Maðurinn viðurkenndi eign á af hassi fannst á, sé upplýst. efninu við yfirheyrslur. Við hús- Eins og DV greindi frá í gær fann leit, sem gerð var í gærkvöld, kom tollgæslan á Keflavíkurflugvelli ekkertframsembendirtilaðmálið fíkniefnin innanklæða á mannin- sé umfangsmeira. -pp um þegar hann kom frá Luxem-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.