Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Qupperneq 46
58 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Afmæli Hrafnkell Alexandersson Hrafnkell Alexandersson, umsjón- armaður við Sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi, Höföagötu 15, Stykkishólmi, ersextugurídag. Starfsferill Hrafnkell er fæddur að Hjarðar- felli í Miklaholtshreppi og ólst upp þar og að Stakkhamri í sama hreppi. Hann er húsasmíðameistari að mennt. Hrafnkell starfaði við iðn sín í all- mörg ár í Borgarnesi, á Rifl og í Stykkishólmi og var einnig bifreiða- stjóri um tíma á síðastnefnda staðn- um. Hann varð verslunarstjóri hjá J.L. húsinu í Stykkishólmi 1977 en keypti verslunina 1982 og rak hana, Verslunin Húsið, til 1993. Frá þeim tíma hefur Hrafnkell verið umsjón- armaður á Sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi. Hrafnkell er einn af stofnendum Leikfélagsins Grímnis í Stykkis- hólmi og var í fyrstu stjórn þess og vann að starfseminni í mörg ár, bæði á sviði og utan þess. Hann hefur verið í Lionsklúbbi Stykkis- hólms í 20 ár og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hrafnkell var formaður Framsóknarfélags Stykk- ishólms í nokkur ár og varamaður í hreppsnefnd í tvö kjörtímabil. Fjölskylda Hrafnkell kvæntist 6.6.1957 Jó- hönnu Jónasdóttur, f. 6.6.1937, verkakonu. Foreldrar hennar: Jón- as Pálsson, sjómaður og vitavörður í Elliðaey á Breiðaílrði, og Dagbjört H. Níelsdóttir, húsmóðir, en þau bjuggu síðar í Stykkishólmi. Börn Hrafnkels og Jóhönnu: Rík- harður, f. 30.4.1957, framkvæmda- stjóri í Stykkishólmi, maki Katrín H. Hafsteinsdóttir, þau eiga tvær dætur, Margréti Hildi og Jóhönnu Maríu; Dagbjört, f. 7.7.1958, skrif- stofumaður í Stykkishólmi, maki Haraldur Thorlacius, þau eiga tvö börn, Þóreyju og Hrafnkel; Krist- jana, f. 20.10.1960, íþróttakennari og sjúkranuddari í Hveragerði, maki Bjöm Indriðason, þau eiga eina dóttur, Jóhönnu Eir; Hrafn- hildur, f. 24.9.1962, nemi í Berhn, maki Oskar Sigurðsson, þau skildu, þau eiga einn son, Arnór; Alexand- er, f. 4.4.1966, nuddari í Reykjavík, maki Ólöf Guðmundsdóttir, þau eiga eina dóttur, Lilju Ósk. Systkini Hrafnkels: Guðbjartur, f. 16.8.1931, bóndi í Miklaholti, maki Elín Rósa Valgeirsdóttir, þau eiga tvö börn; Bjarni, f. 20.11.1932, bóndi að Stakkhamri, maki Ásta Bjarna- dóttir, þau eiga íjögur böm; Guðrún, f. 14.8.1935, skrifstofumaður í Ólafs- vik, maki Stefán Jóhann Sigurðs- son, þau eiga ljögur börn; Auður, f. 19.4.1940, skrifstofumaður á Rifi, maki Smári J. Lúðvíksson, þau eiga fiögur börn; Magndís, f. 24.3.1945, skrifstofumaður í Stykkishólmi, maki Sigurþór Hjörleifsson, þau eiga þrjú börn; Friðrik, f. 28.10.1947, tæknifræðingur í Reykjavík, maki Þuríður Einarsdóttir, þau eiga þrjú börn; Þorbjörg, f. 13.12.1941, útgerð- armaður á Rifi, maki Kristinn Jón Friðþjófsson, þau eiga fimm börn; Helga, f. 3.7.1952, fóstra í Reykjavík, maki Friðrik Guðmundsson, þau eigaþrjúbörn. Hrafnkell Alexandersson. Foreldrar Hrafnkels: Alexander Guðbjartsson, f. 5.3.1906, d. 23.4. 1968, bóndi, og Kristjana Bjarna- dóttir, f. 10.11.1908, d. 25.11.1982, húsmóðir. Þau bjuggu að Hjarðar- felli og að Stakkhamri. Á afmælisdaginn dvelur Hrafnkell hjá Hrafnhildi dóttur sinni að Hol- steinesehestraze 31,1000 Berlín. Sigrún Eiríksdóttir Sigrún Eiríksdóttir húsmóðir, Boga- slóð 12, Höfn í Homafirði, verður sjötugámorgun. Starfsferill Sigrún er fædd að Þorgeirsstöðum í Lóni og ólst upp að Volaseli í sömu sveit. Hún lauk námi frá Alþýðu- skólanum á Eiðum 1944. Sigrún vann hjá Kaupfélagi Aust- ur-Skaftfellinga í nokkur ár og um árabil hjá Trésmiðju Hornafjarðar en þar sá hún um bókhald ogfjár- mál. Sigrún hefur starfað með Leikfé- lagi Hornafjarðar frá upphafi og leikið í fjölda verka hjá félaginu. Hún er meðlimur í Kirkjukór Hafn- arkirkju frá upphafl og er heiðursfé- lagi í Hestamannafélaginu Horn- firöingi. Fjölskylda Sigrún giftist í júlí 1950 Guðmundi Jónssyni byggingameistara. For- eldrar hans: Jón Malmquist frá Akurnesjum, Nesi, og HaUdóra Guömundsdóttir frá Hoffelli. Börn Sigrúnar og Guðmundar: Svafa Kristbjörg, f. 12.1.1951, svæð- isstjóri VÍS og umsboðsmaður Sam- vinnuferða á Höfn, Svafa Kristbjörg á eina dóttir, Sigrúnu Ólafsdóttur; Ásta Halldóra, f. 27.2.1955, bæjarrit- ari á Höfn, gift Guðjóni Pétri Jóns- syni loðdýrabónda, þau eiga eina dóttur, Helgu Rún; Jón, f. 28.2.-1955, bæjarverkfræðingur á Höfn, sam- býliskona hans er Elín Guðmunds- dóttir nuddari; Eiríkur, f. 7.4.1957, húsameistari og leikari, nú búsettur í Kaupmannahöfn, sambýliskona hans er Auður Axelsdóttir, sem er að ljúka iðjuþjálfanámi, þau eiga tvo syni, Guðmund Hrannar og Hösk- uld, Auður Axelsdóttir á eina dóttir, Guðlaugu. Foreldrar Sigrúnar: Eiríkur Ein- arsson, frá Þorgeirsstöðum í Lóni, og Svafa Sigurjónsdóttir, frá Vík í Lóni. Ætt Eiríkur var sonur Einars Sigurðs- Sigrún Eiriksdóttir. sonar, bónda á Þorgeirsstöðum í Lóni, og Katrínar Sigurðardóttur, fráBorgarhöfn. Svafa var dóttir Siguijóns Sig- urðssonar, bónda í Vík, og Guðrún- ar Gísladóttur, frá Svínhólum. Sigrún verður að heiman á afmæl- isdaginn. Ásgeir V. Bjömsson Ásgeir V. Björnsson verslunarmað- ur, Stigahlíð 14, Reykjavík, verður áttræður á morgun. Starfsferill Ásgeir er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Ásgeir var við verslunarstörf hj á versluninni Kjöt og fiskur 1927-34 og hjá Kiddabúð 1944^56 og rak jafn- framt eigin verslun, Ásgeirsbúð á Baldursgötu 11,1944-56. Hann var verkstjóri og síðar sölumaður hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni 1956-89. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 14.12.1935 Dag- björgu Þórarinsdóttur, f. 30.6.1916, húsmóður. Foreldrar hennar: Þór- arinn Ástráður Sæmundsson tré- smiður og Sólveig Júlíana Berg- sveinsdóttir húsfreyja. Börn Ásgeirs og Dagbjargar: Björn Ingi Ásgeirsson, f. 18.2.1934, d. 3.10. 1977, skrifstofustjóri, maki Jóhanna Steindórsdóttir sjúkraliði; Ásgeir Þ. Ásgeirsson, f. 8.3.1937, tæknifræð- ingur, maki Guðrún Erlendsdóttir húsfreyja; Sólveig Ásta Ásgeirsdótt- ir, f. 3.7.1942, fóstra, maki Sigurður Guðmundsson tæknifræðingur; Bjarni S. Ásgeirsson, f. 22.7.1948, hæstaréttarlögmaður, maki Sigríð- ur Friðriksdóttir jarðfræðingur. Systkini Ásgeirs: Sigurður Björns- son, f. 15.8.1906, loftskeytamaður og bóksali; Oddur Bjömsson, f. 9.12. 1908, leigubílstjóri með fleiru; Ingi- björgL. Björnsdóttir, f. 22.1.1916, starfsmaður á Hótel Holti. Foreldrar Ásgeirs: Björn Sigurðs- son, f. 14.9.1874, d. 2.11.1947, tré- smiður, og Ingibjörg Oddsdóttir, f. Asgeir V. Björnsson. 20.9.1883, d. 14.2.1953, húsfreyja. Þau bjuggu í Reykjavík. Ásgeir tekur á móti gestum á af- mælisdaginn í Sóknarsalnum í Skipholti 50a frá kl. 17-19. 85 ára Þorsteinn Thengs, Strandgötu 91, Eskifirði, Þórunn Friðriksdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. 80 ára Vigfus Vigfússon leigubílstjóri, Sléttuvegi 17, Reykjavik. Hanneraðheiman. 70 ára Guðjón Eymundsson, Hraunbæ 23, Reykjavík. Seljavegi 25, Reykjavík Kristrún Axelsdóttir bankastarfs- maöur, Smáragötu 1, Vesimannaeyj- um. Húntekurá móti gestum á afmælisdaginn í húsi Spari- sjóðs vélstjóra að Borgartúni 18 (neðrihæð)frákl.20. Iben ZahrtmannSonne, Lönguhlíð 25, Reykjavík. Reiner Helmut Santuar, Grettisgötu 20b, Reykjavík. Valgerður Ölvisdóttir, Reykjabraut 14, Þorlákshöfn. Dómhildur Jónsdóttir, Þórunnargötu 7, Borgarnesi. Sigrún Kristjánsdóttir, Öldugranda3, Reykjavík. 60ára Guðbjörn Axelsson, Grímshaga3, Reykjavik. Stefán Jóhannsson, Engjavegi20, Selfossi. 40ára 50 ára Hildur Axelsdóttir fóstra, Grjót- eyri, Kjósar- hreppi. Húntekurá mótigestumá aftnælisdaginn í húsi Spari- sjóðs vélstjóra að Borgartúni 18 (neðri hæð) frá kl. 20. Inga Arndís Ólafsdóttir, Haðalandi 24, Reykjavík. Hrönn Hámundardóttir, Spónsgerði 5, Akureyri. Jón Guðmundsson, JónHelgason, Bakkavegi l.Borgarfjarðarhreppi. Sigríður Esther Hansdóttir, Heiðargerði 25, Vogum. Arnheiður Linda Róbertsdóttir, Hraunbrún 4, Hafnarfirði. Þórdís Kristín Öfiörð, Lyngheiði 5, Hveragerði. Erla Skaftadóttir, Álfaskeiði 93, Hafnarfiröi. Erna Jóhannsdóttir, Richardshúsi, Arnarneshreppi. Guðrún Friðriksdóttir, Óðinsgötu 6, Reykjavík. Halldór Rúnar Þorkelsson, Sunnubraut 6, Keflavík. Þórarinn Gunnar Reynisson, Heiðarholti 14f, Keflavík. Svanur Gisli Þorkelsson, Skólavöröustíg 42, Reykjavík. Bridge Vesturlandsmót í bridge Vesturlandsmót í sveitakeppni fer fram í Grundaskóla á Ákranesi dagana 19.-20. febrúar og hefst mótið klukkan 9.30 á laugardag. Þijár efstu sveitimar öðlast þátt- tökurétt í undanúrslitum íslands- móts sem fram fer 11.-13. mars. Þátttaka tilkynnist til Guðmundar Ólafssonar, Akranesi, í síma 93-11122 fyrir 18. febrúar. Bridgefélag Borgarness Lokið er 5 umferðum af 7 í aðal- sveitakepphi félagsins sem nú stendur yfir en spilaðir eru 28 spila leikir. Staða efstu sveita er nú þannig: 1. Jón Þ. Björnsson 112 2. Dóra Axelsdóttir 107 3. Rúnar Ragnarsson 78 4. Bjami Jarlsson 77 5. Elín Þórisdóttir 70 Bridgefélag Tálknafjarðar Nýlega lauk einmenningskeppni félagsins sem var þriggja kvölda keppni. Lokastaðan var eftirfar- andi: 1. Ævar Jónasson 246 2. Jón Örn Sæmundsson 215 3. Brynjar Olgeirsson 214 4. Símon Viggósson 212 5. Snæbjörn Geir Viggósson 208 Bridgesamband Austurlands Föstudaginn 4. febrúar og laugar- daginn 5. febrúar fór fram keppni á vegum sambandsins um þátt- tökuréttinn í íslandsmótinu í sveitakeppni. Ellefu sveitir kepptu um fjögur sæti sem Austfirðingum er úthlutað. Keppnisstjóri var Ölaf- ur Sigmarson frá Vopnafirði en spilað var í Félagslundi í Reyðar- firði. Efstu sveitir urðu Herðir, Fellabæ, með 201 stig en spilarard þeirri sveit eru Pálmi og Guttorm- ur Kristmannssynir og Siguijón og Bjarki Stefánssynir. í öðru sæti kom Sproty/Icy frá Reyðarfirði með 181 stig, í þriðja sæti Þorsteinn Bergsson, Egilsstöðum, með 179 stig og í fjórða sæti Vélaleiga Sigga Þórs frá Egilsstöðum með 177 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.