Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. MAÍ1994 Stuttar fréttir Utiönd Dýrerkartaflan Fyrstu dönsku kartöflumar á þessu vori fóru á sem svarar um tíu þúsund íslenskar krónur kíló- iö á uppboöi í Árósum. Seldi líkamshluta Drukkiim Rússi stai líkams- hlutum úr likhúsi og seldi þá sem kjöt á markaöstorginu. FlokkurBandaáuppleið Stjómar- flokkur Kamuzu Banda, forseta Malaví, hefur aukið fyigi sitt að undanfórnu vegna óþreyt- andi baráttu kvennadeildarinnar og svo kann aö fara aö hann sigri í kosningun- um í næstu viku. Kaffiverðsnarhækkar KaffiverÖ hefur rokið upp úr öllu valdi vegna oflítils framboðs og hefur ekki veriö hærra í 5 ár. Þrjúhundruðlátnir Dauösföli af völdura eyöni í Noregi eru nú korain yfir þrjú hundruö. Afneitungiæpur Þýsk stjórnvöld ætla aö gera þaö aö glæp aö afneita helfór gyö- inga. Gaslekí í Þrándheimi Rýma þurfti miöborg Þránd- heims um tíma í gær vegna gas- leka í holræsakerfinu. SærðiráGaza ísraelskir hermenn skutu og særðu tvo Palestínumenn í mót- mælum á Gaza. Baristítíudaga Enn var barist í Jemen i gær, tiunda daginn í röö, en arabaríkin reyndu að miöla málum. Vinsæil flokkur Áfram ítalia, tlokkur SUvios Berlusconis, forsætisráð herra hefur aukið fylgi sitt veru- lega frá kosn- ingunum í mars og nýtur nú mestrar hyUi aUra flokka landsins. Namsmennmyrur Að minnsta kosti 88 námsmenn voru myrtir í Rúanda. v Atvinnuleysi mun minnka mik- ið á Óslóarsvæðinu og í Norður- Noregi fram til aldamóta. Beuter, NTB Palestínumenn tóku við völdum í Jeríkó í gær: Vorum að vakna upp til frelsisins Palestínskir lögregluþjónar með AK-47 árásarrifíla á lofti héldu inn í borgina Jeríkó á Vesturbakkanum í gær við mikU fagnaðarlæti borg- arbúa þegar síðustu ísraelsku her- mennimir höföu fariö þaðan burt. Þar með var bundinn endi á tuttugu og sjö ára hemám ísraelsmanna. „Viö voram rétt aö vakna upp tíl frelsisins," sagöi maður nokkur að nafni Salaimeh þegar hann fylgdist með 62 palestínskum lögregluþjón- um fara yfir Allenbybrúna frá Jór- daníu í dögun í gær. Aðalliðsaflinn kom svo átta klukkustundum síðar. Lest Land-Roverjeppa þræddi sér leið gegnum mannþröngina á torg- inu fyrir framan lögreglustöðina að yfirgefmni ísraelskri herstöð. Þetta var fyrsti áfanginn í yfirtöku Palest- Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar palestinskir lögregluþjónar komu til Jeríkó. Simamynd Reuter ínumanna á herteknu svæðunum samkvæmt heimastjómarsamningn- um. Það skyggði þó á gleði manna að drengur sem var að leika sér með byssu lögregluþjóns skaut lítinn bróður sinn til bana af slysni. Frænka hans varð einnig fyrir skoti. Þegar bæjarbúar vöknuöu í gær- morgun var sveit lögreglumanna með grænar húfur búin að koma sér fyrir uppi á þaki lögreglustöðvarinn- ar sem var tákn valds ísraelsmanna í bænum. Saad al-Naji lögreglustjóri dró rauðan, svartan og hvítan fána Palestínumanna að hún yfir mann- lausri herstöðinni, eftir að ísraelskur liðsforingi hafði afsalað sér hernað- arlegu og borgaralegu valdi í hendur Palestínumönnum. Reuter Franska leikkonan Isabelle Adjani kynnti nýjustu kvikmyndina slna, La Reine Margot, á kvikmyndahátíðinni I Cannes I gær. Frakkar gera sér von- ir um að hreppa gullpálmann fyrir þess mynd sem segir frá blóðugum trúar- bragðastyrjöldum á 16. öld. Leikstjóri Margotar drottningar, eins og hún heitir á íslensku, er Patrice Chereau. Simamynd Reuter Sammálaumleið tilaðendurvekja friðarviðræður Utanríkisráðherrar vesturveld- anna og Rússlands náðu samkomu- lagi í gær um sameiginlega stefnu til að endurlífga viðræður um frið í Bosníu. Þar er gert ráð fyrir að fram- komin tillaga um fjögurra mánaða vopnahlé verði þá í gildi. Ráðherrarnir sátu á fundi í Genf í gær og lögðu blessun sína yfir friö- aráætlun þar sem gert er ráð fyrir að Bosníu-Serbar fái 49 prósent af landinu en aö Króatar og múslímar skipti afganginum á milli sín. Þá lýstu ráðherrarnir áhyggjum sínum yfir atburðum við Gorazde að undanförnu. Reuter íhaldsmennóttast hugsanlegan eftirmannSmiths Tony Blair, 41 árs gamall skoskur lög- fræðingur, er sá hugsanlegra eftirmanna Johns Smiths í leiðtogasæti breska Verka- mannaflokksins sem íhaldsmenn ótt- ast hvað mest. Ástæðan fyrir ótta íhaldsmanna er einörð afstaða Blairs til glæpa og hvernig bera að viðhalda lögum og reglu en íhaldsflokkurinn hefur gjarnan litiö á sig sem höfuðand- stæðingglæpa. Reuter Erlendar kauphallir: HækkuníTokyo Eftirspurn erlendis frá eftir hluta- bréfum í japönskum hátæknifyrir- tækjum hefur hækkað Nikkei-hluta- bréfavísitöluna í Tokyo síðustu daga. Miðaö við stöðuna eför fimmtudag- inn hefur Nikkei ekki veriö hærri síðan um miðjan mars sl. Kauphailimar í Frankfurt og París voru lokaðar á uppstigningardag. Þegar viðskiptum lauk á miðvikudag vom vísitölurnar DAX-30 og CAC-40 nokkm hærri en fyrir viku. Hækk- unin í Frankfurt varð minni en búist var við vegna ákvörðunar ríkis- stjómarinnar um vaxtalækkun. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum sendu Dow Jones eilítið upp á við á fimmtudag en vísitalan er enn aðeins lægri en fyrir viku. FT-SE í London hækkaöi einnig á fimmtudag vegna verðbólgutalnanna. rovi Herraltalíu Robcrto Mar oni,39áragam- all lögfræðing- urogdjassunn- andiúr Banda- lagi norðan- manna, tók við embætti innan- ríkisráðherra ítaliu í vikunni, vinstri mönnum landsíns til mikillar skelfmgar. Innanríkisráðherrann er nefni- lega æösti maður lögreglunnar og fer einnig með mál lands- byggðarinnar. Eitt aðalstefnumál norðanmanna er að gera Ítalíu að sambandsríki. Norðanmenn höfðu krafist þess að fá innanríkisráðherraembætt- ið og vegna þessa urðu nokkrar tafir á myndun nýrrar stjórnar. Þeir fcngu þó sínu í'ramgengt aö lokum. Kínverjarsegj- astekkipynta andófsmenn Kinversk stjórnvöld vísuðu í gær á bug ásökunum mannrétt- indasamtakanna Amnesty Int- ernational um að þau stunduðu umfangsmiklar pyntingar á and- ófsmönnum. „Amnesty International era mjög andsnúin Kina. Ásakanirn- ar eru algerlega tilhæfulausar," sagöi talsmaður utanrikisráðu- neytisins. Bandaríkjadeild Amnesty sagði á fimmtudag að Kínverjar notuðu þumalskrúfur við pyntingarnar og gæfu mönnum rafstuð. Sam- tökin sýndu viö það tækifæri tæki sem þau sögðu að notuð væru til pyntinga og heíði veriö smyglaö frá Tíbet. Danir munu styðja griðastað fyrirhvali AUt bendir tíl þess að dönsk stjómvöld muni styðja tiilögu um griðastaði fyrir hvali við Suður- skautslandið á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í Mexíkó síðar í mánuðinum. Svo segir Martin Glerup, formaður umhverfis- nefndar danska þingsins. Grænfriöungar segja að Danir og Chilemenn hafi heitið sam- þykki sínu og því sé næsta öraggt að tillaga um vemdarsvæðið nái tilskildum þremur fiórðu meiri- hluta atkvæða. Umhverfisnefnd danska þings- ins ræddi við utanríkis- og um- hverfisráðherra Danmerkur ; í vikunni um málið, Búist er við aö endanleg ákvörðun verði tekin á fundi nefndarinnar þann 18. maí. Ellemann-Jens- einulausnina Uffe Elle- mann-Jensen, fyrrum utan- ríkisráöherra Danmerkur, segir Evrópu- sambandið eina svarið viö vandamálum þeim sem munu koma upp í álf- unni á næstu árum ogað það eigi að tryggja frið og öryggi. „Evrópa hefur þörf fyrir styrka pólitíska samvinnu til að geta hýst sívaxandi íjölda evrópskra þjóðríkja án þess þó að fórna þeim friði sem hefur ríkt i Vest- ur-Evrópu ffá lokum heimsstyri- aldarinnar síðari," sagði Elle- mann-Jensen á ráöstefnu i Prag. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.