Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. MAÍ1994 DV Gamanmynd með Joe Pesci vinsælust Dræm aösókn var að kvik- myndhúsum í Bandaríkjunum um síðustu helgi, enda hálfgerð gúrkutíð í dreifmgu á nýjum kvikmyndum. Vinsælasta kvik- myndin var With Honors, gaman- mynd með Joe Pesci og nægðu henni aðeins 3,9 milijón dollarar tii að ná fyrsta sætinu. Í öðru sæti var önnur gamanmynd, Four Weddings and a Funeral, meö Hugh Grant og Andie MacDoweli 1 aðalhiutverkum. Vinsælasta kvikmyndin sem frumsýnd var um helgina var 3 Ninjas Rick back og náði hún þriöja sætinu. í fjórða sæti var gamanmyndin Clean Slate og í því ilmmta sakamálamyndin No Escape með Ray Liotta i aðalhlut- verki. MaxvonSydow leikur KnutHamsun Hinn kunni sænski leikstjóri Jan Troell er nú að undirbúa kvikmynd sem byggð er á ævi Knuts Hamsun. Handritið raun hinn þekkti rithöfundur Per Olof Enquist skrifa og styðst hann við fleiri en eina bók. Akveðið er að Max von Sydow leiki Hamsun og Ghita Nerby leiki eiginkonu hans Marie. Það er gömul hugmynd Jan Troells að gera kvikmynd um Knut Hamsun. Hefur hann af og til síðan á áttunda áratugnum veriö í startholunum og búinn að fá handrítshöfunda til liðs viö sig en peningaleysið hefur ávallt hindrað hann þar til nú að Ðanir hlaupa undir hagga með honum. TheClient kvikmynduð The Client er þriðja skáldsagan eftir John Grisham sem kvik- mynduð er. Hinar tvær eru The Firm og The Pelican Brief. Aðal- persónan i The Client er ungur drengur sem ræöur lögfræðing til þess að verja sig gegn ágangi sak- sóknara sem telur hann búa yfir nauðsynlegri vitneskju til að koma þekktum glæpamanni í fangelsi. Nýliðinn Brian Renfro leikur drenginn. Aðrir leikarar eru Susan Sarandon og Tommy Lee Jones. Leikstjóri er Joel Schumacher. Schwarzeneggar leitaránáðir James Cameron Last Actíon Hero mistókst al- gjörlega og verður minnst sem einhverra mestu afglapa kvik- myndasögunnar. Arnold Schwarzenegger er því í þeirri aðstöðu að næsta kvikmynd hans verður að ná vinsældum annars er hann búinn aö vera, alla vega i eínhvem tíma. Hann rær því á örugg mið með því að endumýja kynnin við Jaraes Cameron sem leikstýrði Schwarzenegger i Terminator myndunutn tveimur. Heitir mynd þeirra félaga True Lies og er talað um að kostnaður við hana sé 120 milljónir dollara. Þriðja myndin umnjósnarann JackRyan Á lokastigi er Clear and Present Danger, þriðja rnyndin sem gerð er eftir skáidsögum Tom Clancy um njósnarann Jack Ryan. Alec Baldwin lék hann í The Hunt for Red October. Harrison Ford leysti hann af í Patrioí Games og endurtekur hlutverkið i Clear and Present Danger. Leikstjóri er Philip Noyce sem einnig ieik- stýröi l’atriot Games. Kvikmyndir Guarding Tess: Forseta- frainog lífvörður hennar Kvikmyndir Hilmar Karlsson Gamanmyndin Guarding Tess verður síðar í þessum mánuði tekin til sýningar í Stjömubíói. Hefur mynd þessi fengið lofsamlegar mót- tökur og sérstaklega hefur Shirley MacLaine í hlutverki Tess fengið lof fyrir túlkun sína á viljasterki og ótuktarlegri fyrrum forstetafrú. í byrjun myndarinnar deyr eigin- maður Tess í starfi. Tess ákveður að fiytjast til heimabæjar síns í Ohio. Eins og lög gera ráð fyrir er henni sköffuð lífvarðasveit sjö manna til að fylgja henni á heimaslóðir. Fyrir þeim fer Doug Chesnic, sem Nicholas Cage leikur. Hann er metnaðargjarn leyniþjónustumaöur sem hefur starfað í Hvíta húsinu. Doug er langt því frá að vera ánægður með að þurfa að vera varð- hundur Tess og fær sig því flj ótt flutt- an í annað starf. Tess er á öðm máli og þar eð hún hefur sambönd er Doug sendur aftur til hennar. Doug er reiður en hann er jafn heiðarlegur og besti skáti. Hann ákveður því að gera sitt besta úr þessum aðstæðum. Það á eftir að reynast honum erfitt vegna þess að hann hafði ekki gert ráð fyrir því hversu kvikindisleg Tess getur verið. Hún gerir allt tíl að gera honum lífiö leitt og notar hann nánast sem sinn einkaþjón. Hefst nú mikið andlegt stríð milli þeirra sem ekki verður séð fyrir end- ann á og hefur Tess hina mestu skemmtun af en sama verður ekki sagt um lífvörðinn hennar. Leikstjórinn Hugh Wilson, sem einnig er annar tveggja handritshöf- unda, segir að hugmyndin að Guard- ing Tess hafi fæðst þegar hann leiddi eitt sinn hugann að því að aldrei heíðu veriö eins margir fyrrverandi forsetar og fyrrverandi forsetafrúr lifandi og að öll ættu þau rétt á líf- fyrir trúnni á endurholdgun, meö útkomu bókar og gerð sjónvarps- myndar um reynslu hennar á þessu sviði. Shirley MacLaine hefur leikið í rúmlega fjörutíu kvikmyndum. Hún hlaut óskarsverðlaunin 1983 fyrir leik sinn í Terms of Endearment og þess má geta aö í næstu kvikmynd hennar, Evening Star, mun hún leika sömu persónu og hún lék í Terms of Endearment. Auk óskarsverö- launanna hefur hún fengið íjórar til- nefningar, fyrir Some Came Runn- ing, The Apartment, Irma La Douce og The Tuming Point. Kvikmyndir hafa alltaf verið að- eins hluti af hennar starfi. Gerðir hafa verið sjónvarpsþættir með söng hennar og dansi, hún hefur ferðast um Bandaríkin með leikflokkum og farið mikla sigurfór með eins manns skemmtidagskrá út um allan heim. Þá hefur hún ritað átta bækur, bæði sjálfsævisögur, ferðabækur og bæk- ur trúarlegs eðlis. Stuttu eftir að hún lauk við að leika í Guarding Tess endurlifgaði hún. eins manns skemmtidagskrá sína. Hún hélt með hana til allra stærstu borga Banda- ríkjanna og var alls staðar uppselt. Hér er aðeins getið hluta þess sem hún hefur afrekað en á þessu má sjá að Shirley MacLaine er kona sem aldrei ann sér hvíldar og heldur ótrauð áfram að hverju því takmarki sem hún einsetur sér hverju sinni. Tess ásamt tjórum lífvörðum í innkaupaferð í stórmarkaði. Shirley MacLaine ieikur hina vilja- sterku Tess. Til hlið- ar er Nicholas Cage í hlutverki lífvarðar hennar. varðasveit svo lengi sem þau lifðu. Wilson ræddi við nokkra lífverði sem þjónuðu fyrrverandi forsetum og fékk innsýn í líf þeirra. Þeir voru sammála um að eftir því sem lengra liði frá því forsetahjón hefðu verið í Hvíta húsinu því ergilegri yrðu þau yfir því að þurfa að hafa lífverði í kringum sig. Það kemur því í hlut lífvarðanna að laga sig að aðstæöum. Lifandi goðsögn Shirley MacLaine er goðsögn í lif- anda lífi. Miklir hæfileikar á mörg- um sviðum ásamt jámvilja hafa gert það að verkum að hún hefur ávallt getað borið höfuðið hátt og notið virðingar innan skemmtanaiðnaðar- ins þótt að henni hafl verið vegið eft- ir að hún hóf hina umdeildu herferð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.