Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 25
24 LAUGARDAGUR 14. MAÍ1994 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 33 Hyggst hliðra til fyrir skrifunum - segir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og aðstoðarforstjóri Sony ... og einn i næði með penna og blaði og engu öðru. Olafur Jóhann ásamt eiginkonu sinni, Önnu Ótal greinar og viðtöl hafa birst i bandarískum Olafsdóttur, og syninum, Olafi Jóhanni. fjölmiðlum vegna útkomu Fyrirgefningar syndanna þar. í forgrunni eru breska útgáfan, t.v., og su bandaríska sem gefin var út af Random House sem er stærsta bókasamsteypan í Bandaríkjunum. „Ég bjóst alls ekki við því að bókin fengi slíkar viðtökur. Það hefur satt að segja verið miklu meira í kringum þessa útgáfu heldur en mig óraði fyrir,“ sagði Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og aðstoðarforstjóri Sony í Bandaríkjunum, þegar DV hitti hann að máli í vikunni er hann tyllti niður fæti hér á leið sinni til Bretlands. Það hefur verið í nógu að snúast hjá Ólafi Jóhanni frá því að bók hans, Fyrirgefning syndanna, kom út í Bandaríkjunum í marsmánuði síðasthðnum. Hún vakti feikna athygli og fékk þegar mikla og yfirleitt mjög jákvæða umfjöllun í íjölmiölum. Undanfarnar vikur hefur Ólafur Jóhann verið á ferð og flugi til að kynna hókina og veita viðtöl, bæði í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Má þar nefna blöð eins og New York Magazine, Chicago Tribune með stórt forsíðuviðtal, New York Times, Forbes, Esquire, USA Today og fjölmörg fagtímarit. Þá hefur hann verið í viðtölum á NBC-sjónvarpsstöðinni og hjá Charlie Rose sem sjónvarpaö er um öll Bandaríkin. Dómar um Fyrirgefninguna hafa m.a. birst í virtum tímaritum eins og Kirkus, sem er þeirra stærst, Publishers Weekly, síðan í New York Times, Entertainment Weekly, þar sem hún fékk hæstu einkunn, A, og New York Review of Books. Úr viðtölum og umfjöllun stóru blaðanna eru síðan birtar glefsur í minni blöðum um öll Bandaríkin. Þessar góðu viðtökur, sem bók hans hefur fengið, eru enn athyglisverðari þegar haft er í huga að á hveiju ári koma út um 50.000 bækur í Bandaríkjunum. Aðeins lítið brot af allri þeirri útgáfu kemst í einhverja umræðu og þar eiga bókmenntaverk á borð við Fyrirgefningu syndanna undir högg að sækja. „Bækur þurfa að keppa við svo margt núorðið, sjónvarp, dagblöð tímarit, kvikmyndahús, tónlist, át og drykk og annað sem fólk gérir sér til dægradvalar," segir Ólafur Jóhann þegar tahð berst að kynningarstarfi í kringum bókina. „Það þýðir ekkert að segja: Ég er búinn að skrifa bók, mér finnst hún góð og nú er bara undir heiminum komið að uppgötva hana. Ég hef því frá fyrstu tíð reynt aö gera það sem nauðsynlegt hefur reynst til að hjálpa bókinni í gang. Það væri hræsni ef ég segði aö mér væri sama hve margir læsu það sem ég skrifa. Ef rithöfundum er sama um það þá eiga þeir ekki að vera að gefa út bækur heldur setja þær beint í skúffuna." „Banal" umfjöllun Það hefur óneitanlega vakiö athygh hve mikið ósamræmi hefur verið í dómum sem bók Ólafs Jóhanns hefur fengið hér heima á Fróni annars vegar og í Bandaríkjunum hins vegar. Á þetta benti DV nú nýlega. Meðan erlendu dómamir hafa veriö mjög lofsamlegir hafa sumir íslenskir bókmenntagagnrýnendur verið á neikvæðu nótunum. Einn þeirra gekk svo langt að segja að bækur Ölafs Jóhanns væru „formúlukenndar og banal". Það Uggur beint við að spyija höfundinn hvort hann telji þama sannast í erlinum á skrifstofunni i New York... lögmálið um spámanninn í eigin fóðurlandi: „Mér hefur alltaf verið nákvæmlega sama hvað gagnrýnendum þykir um bækurnar mínar. Mér finnst hins vegar gaman að sjá ef menn skilja það sem um er að vera og geta ígrundað hugsanir sínar um bókina og komið þeim á framfæri. Bókmenntaumfjöllun í Bandaríkjunum og Bretlandi er á mjög háu plani. Þar er á ferðinni fagfólk sem gerir lítið að því að draga persónu höfundar inn í umfjöllunina. Höfundurinn breytir ekki bókinni eftir að hann hefur sent hana frá sér. En maður sér að þessir menn hafa lesið verkið almennilega, hugsað þaö og að þeir hafa staðgóða þekkingu á klassískum bókmenntum og nútímabókmenntum. Vel ígrunduö og unnin umfiöllun um bók er það sem hver höfundur vill sjá. Það er svo aukakostur hafi niðurstaða þessa fólks verið mjög jákvæð. Varðandi spámanninn í föðurlandinu vil ég sem minnst segja. En ef einhveijum gagnrýnendum hður betur eftir aö vera búnir að skamma mig svolítið þá er það i góðu lagi. Ég fæ mína sáluhjálp með því að skrifa og ef einhver fær svo sáluhjálp meö því að hnýta í mig þá hafa tveir aðilar fengið sáluhjálp út á ein skrif, sem er ágætt. Alltaf skrifandi Það hefur lengi verið sáluhjálp fyrir Ólaf Jóhann að skrifa. Strax sem polli var hann farinn að sefia hugmyndir á blað. Hann segist hafa verið að fara í gegnum gamla hluti á bemskuheimih sínu á dögunum og þá rekist á skrif sem hann setti á blað fyrir tuttugu ámm. „Þetta var alveg hroðalegt," segir hann og hlær. Hann var ekki nema 23 ára þegar hann lauk við að skrifa fyrstu bókina sína og ári síðar kom hún út. „Þörfin fyrir að skrifa hefur fremur ágerst heldur en hitt,“ segir hann. „En þegar þú spyrð hvort ég fáist við bundið mál þá hafa afrek mín á þeim vettvangi aðahega verið fólgin í því að yrkja gamanvísur til þess að stríða kunningjum mínum. Hins vegar á ég eitt og annað í skúffum. Ég var líklega 13-14 ára þegar ég gerðist svo vitlaus að birta kveðskap í tímariti Máls og menningar. Það er það eina sem birst hefur eftir mig í bundnu máli.“ Hann tekur fyrir að ljóðabók sé í fæðingu en nefnir „kvæðin í skúffunni“ sem geti vel verið að hann geri eitthvað með seinna. „Það hrynur svona eitt og eitt til og maður veit aldrei hvað verður," segir hann. Færri ferðalög Það fer ekki hjá því að Sony-forsfiórinn hafi verið nokkuð upptekinn vegna velgengni bókar sinnar í Bandaríkjunum: „Ég reyni að tengja þetta eins og ég get ferðalögum sem ég þarf að takast á hendur vegna starfsins. Á næstunni þarf ég að eyða svolitlum tíma í Los Angeles og San Francisco að heiðni útgefanda míns því þar bíða mín einhver verkefni." Starfsfólkið í fyrirtækinu hjá Ólafi Jóhanni fylgist spennt með þróun mála og er stolt af sfióranum sínum. „Það hefur voöalega gaman af þessu,“ segir hann brosandi. „Þetta hefur mælst ágætlega fyrir, þessi kleyfhugaháttur." Ólafur Jóhann hefur búið í New York í sex ár ásamt eiginkonu sinni, Önnu Ólafsdóttur, og syninum, Ólafi Jóhanni. „Hann heitir í höfuðið á afa sínum og er orðinn 15 rnánaða," segir hann og það er ekki laust við að stolts gæti í röddinni. Hann bætir við að konan hans hafi ferðast mikið með honum áður en pilturinn ungi kom í heiminn. „Viö erum bæði af gamla skólanum og viljum ekki að drengurinn ahst upp við mikinn hringlanda. Eftir því sem meiri stöðugleiki er í kringum þessa unga þeim mun betur líður þeim. Nú hyggst ég hliðra til í starfi mínu þannig að ég geti fengið meiri tíma til skriftanna. Á þessu ári ætla ég að draga verulega úr ferðalögum. Ég hef verið að ráða menn til að sfiórna í þeim fyrirtækjum sem ég hef yfir að segja og draga mig eins mikið og ég get úr daglegum rekstri á ýmsan hátt. í febrúar síðasthðnum gerðist það að ég steig ekki upp í flugvél. Það hefur ekki gerst síðan 1985 að ég flygi ekki í heilan mánuð. Okkur hjónunum þykir best að taka það rólega heima fyrir. í starfinu fæ ég meira en nóg af erli. Að vísu er ég þannig gerður aö ég hef gaman af erlinum en ég þarf að geta kúplað mig algjörlega frá honum. Þá eigum við miklar rólegheitastundir.“ Sú spurning hlýtur að vakna hvernig Ólafur Jóhann fari að því að afkasta öllu því sem hann kemur í verk. Hann er venjulega á skrifstofunni frá níu til sjö. Að því búnu þarf hann oft aö smeygja sér í smókinginn og taka á móti fulltrúum ýmissa líknarfélaga og samtaka. „Ég reyni að sleppa við þessa kvöldfundi eins og ég get,“ segir hann, „mér finnast margir þeirra alveg ofboðslega leiðinlegir. Öðru máli gegnir um gesti frá Sony í Asíu, Evrópu eða Bandaríkjunum, eða þegar einhver af okkar Ustamönnum er með tónleika eða veriö er að taka kvikmynd. Þessu fólki þarf að taka á móti og það finnst mér skemmtilegt." Hann segist ekki leggja það á konuna sína að standa við hhð hans í öllu því flóði móttaka og kvöldverða sem starfið leggur honum á herðar. „En við getum orðað þaö svo að ég noti tíma minn mjög vel. Ef ég er í flugvélum þá huga ég að skrifunum, punkta hjá mér hugmyndir en skrifa þó ekki. Til þess að geta komið frumhugsuninni frá mér þarf ég að sitja við borð með blekpenna og pappír. Þannig skrifa ég uppkastið og fer síðan með það inn á tölvu. Aðstaða mín til skrifta á heimili okkar er þannig að það er gengið upp stiga og upp í stúdíó. Þegar ég er að skrifa kemur strákurinn oft í heimsókn og rústar hjá mér bókahillunum. Það finnast mér ljúfar heimsóknir. Ég les mikið og hakka í mig bókmenntir. Það eru hrúgur í íbúðinni af bókum sem ég hef byrjað á. Ég byrja á mjög mörgu en ef þaö grípur mig ekki fljótlega þá legg ég það yfirleitt til hhðar. Ella gæti ég verið að taka tíma frá lestri annarrar bókar sem mér myndi líka betur." Húmanisti í bisness Ólafur Jóhann segir að það fari hreint ekki svo iha saman að stunda viðskipti og skrifa bækur. „Ég geri aldrei það í viðskiptum sem ég held að brjóti í bága við mín prinsip. Bisnessímyndin hér heima gerir ráð fyrir hörðum köllum sem eru með fautaskap og læti og svífast lítils. Sem betur fer held ég að það séu til margar aðrar og betri leiðir th þess að reka fyrirtæki. Ég þekki ekki það fyrirtæki sem gengur vel th lengdar ef starfsfólkið er ekki ánægt. Fyrirtækið og allt sém það framleiðir er búið th af fólki og ánægt starfsfólk er grundvöhur þess að vel takist th. A viðskiptasviðinu er ég líklega skástur í að búa til nýja hluti. Ég hef ekki gaman af að reka fyrirtæki sem búið er að búa th fyrir mig og er rekiö með 2-10 prósenta vexti á ári.“ Þegar Ólafur Jóhann réðst til Sony framleiddi það einungis tæki. Síðan keypti það tónlistarfyrirtæki og breytti því, svo og kvikmyndafyrirtæki sem einnig var breytt og búið th fyrirtæki sem heitir Sony Electronic Pubhshing Company. Yfir því er Ólafur Jóhann forsfióri og aðstoðarforsfióri hehdarsamsteypunnar. Þetta fyrirtæki hefur það verkefni að taka aht sem tilheyrir Sony og búa th eitthvað nýtt út úr því. „Þetta er ekki ólíkt þvi að byrja að skrifa bók, vera með auða síðu og þurfa að klára hana,“ segir hann. „í þessu held ég að minn stíll liggi. Ég myndi ekki nenna að fara í vinnu að morgni nema mér fyndist það skemmthegt. Ég reyni að haga hlutunum þannig að það ghdi ekki bara um mig heldur einnig þá sem vinna með mér. Við skriftir er ég í næði, einn með penna og blaði og engu öðru. í viðskiptunum er mikið af fólki í kringum mig, mikið um ferðalög og símtöl, tölvur, gervihnattasamskipti og margs konar læti. En ef maður htur frá umgjörðinni þá gengur þetta aht út á það að reyna að búa eitthvað th.“ Ýmiss konar samningar við hstafólk eru eitt af því sem Ólafur Jóhann hefur á sinni könnu. í sumra augum eru þetta einungis spumingar um peninga en Ólafur Jóhann er á annarri skoðun: „Það geta verið ákveðin atriði sem skipta sköpum fyrir hstamenn, hvort þau eru svona eða hinsegin. í mínu starfi skiphr það miklu máh að skhja af hveiju þetta fólk vhl þetta en ekki eitthvað aht annað og hvemig það muni breyta því sem fólkið er að skapa. Það skiptir, með öðrum orðum, máh að skhja sköpunarferhinn. Á þessum fleti styðja skriftimar og starfið hvort annað.“ Leikrit í Borgarleikhúsinu Þessa dagana eru forráðamenn Borgarleikhússins að skoða leikrit eftir Ólaf Jóhann og er mikhl áhugi á að taka það til sýningar sem fyrst. Frómt frá sagt er hugmyndin afar spennandi en ef af yrði myndu elstu stórkanónumar í leikarastéttinni verða fengnar th að leggja hönd á plóginn. Þetta er fyrsta leikverkið sem Ólafur Jóhann sendir frá sér. „Ég var með hugmynd fyrir nokkrum árum sem ég krotaöi á blað. Ég eyddi dáhtlum tíma í að sefia utan um hana ramma sem ég taldi að myndi ganga. Ég sýndi Ólafi Ragnarssyni, útgefanda mínum, þetta. Það var svo fyrir ári aö ég var staddur hér heima og hann fór að spyija mig: Hvað gerðirðu í þessu fæ mína sáiuhjálp með því að skrifa og ef einhver fær svo sáluhjálp með þvi að hnýta í mig þá hafa tveir aðilar fengið sáluhjálp út á eiri skrif, sem er ágætt.“ DV-mynd GVA með kahana? Eg sagði að þeir væm enn niðri í skúffu. Þú verður að gera eitthvað við þetta, sagði nafni minn þá. Þegar ég kom th New York úr þeirri ferð var það mitt fyrsta verk að taka handritið úr skúffunni og lesa það. Ég henti því frá mér og fannst það engan veginn þess virði að eyða meiri tíma í það. En svo fór þetta eitthvað að syngja í hausnum á mér næstu vikur og mánuði. Endirinn varð sá að ég gjörbreytti öhu „plottinu“, lauk við beinagrind í mars sem ég sendi hingað heim.“ Því má bæta við að handritið var sýnt mönnum í Borgarleikhúsinu, án þess að þeir vissu hver hefði skrifað það og nú er verið að athuga hvenær hægt verði að sefia verkið á fjalirnar. Leikritið segir frá fióram gömlum mönnum sem hafa verið bridsfélagar frá því í menntaskóla. Þetta eru læknir, lögfræðingur, kennari og prestur sem koma saman -mánaöarlega og spha. Raunar voru þeir sphafélagamir átta í byijun en þrír eru látnir þegar þama er komið sögu. Sá fimmti mætir ævinlega th að sthla th friðar. Svo gerist það eitt kvöldið að hann mætir ekki... Nýbók Þessa dagana er Ólafur Jóhann að vinna að nýrri bók. Sú veröur af öðram toga en Fyrirgefning syndanna og Markaðstorg guðanna. Þetta er stutt skáldsaga, eins konar skemmtisaga í tveim köflum. Hún gerist á einni kvöldstund í húsi í vesturbænum. Og næsta bók er þegar farin að knýja dyra. Þar er á ferðinni hugmynd sem Ólafur segir að erfitt verði aö vinna úr en komist þó líklega á blað. „Ég þarf að vera vitlaus í að skrifa út frá hugmynd ef ég á að byija á því. Ef mér leiðist að skrifa bók, sem yfirleitt tekur tvö ár, þá er ég ekki að eyða tveimur árum í það. Og ef mér leiðist hún þá er ég viss um að lesandanum leiðist hún hka.“ Eins og áður sagði var Ólafur Jóhann á leið th Bretlands þegar hann staldraöi við hér fyrr í vikunni. Þar kemur bókin hans út í lok maí næstkomandi. Forlagið ytra hefur sent hana ýmsum aðilum th kynningar og nú stefnir í sömu glimrandi viðtökumar og í Bandaríkjunum. The Economist hefur þegar vahð hana sem bók mánaðarins og fyrir fáeinum dögum birtist dómur um hana í The Independent. Hann var á sömu nótum og fyrri dómar sem birst hafa um Fyrirgefningu syndanna erlendis. Nú er búið að ganga frá samningum um útgáfu bókarinnarí Þýskalandi, Frakklandi, Noregi og fleiri Evrópulöndum. Einnig hefur verið rætt um útgáfu bókarinnar í Suður-Ameríku. Ólafur Jóhann tekur þessu öhu með stóískri ró. Hann segist hlakka th að komast heim th New York aftur eftir þessa ferð. „Mér finnst ég þó ahtaf vera kominn heim þegar ég kem th íslands. Ég er að líta á það að festa okkur eitnhver híbýli hér svo við getum haft meiri kjölfestu hér, því hér era mínar rætur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.