Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 17
IiAUGARDAGUR 14. MAÍ1994 17 Sagan um hauskúpuna og beinin í Egils sögu Skallagrímssonar í nýju ljósi: Þjáðist Egill af aflagandi beinbólgu? - lýsingin á hauskúpu Egils var talin sýna að sagan væri skáldskapur. Nú þykir hún treysta sannleiksgildi sögunnar Bandarískur fræðimaður, Jesse L. Byock, sem er sérfræðingur í ís- lenskum fornbókmenntum við Ka- lifomíuháskóla í Los Angeles, heldur því fram í greininni „Haus- kúpan og beinin í EgOs sögu“ í nýjasta hefti tímaritsins Skímir að læknisfræöileg þekking varpi nýju ljósi á eina þekktustu persónu Is- lendingasagna, Egil Skallagríms- son, og skáldskap hans. Jesse L. Byock segir að tilgangur sinn með greininni sé að bæta nýrri vídd við skilning á persónu Egils og sögu hans. „Með samþættingu sagnfræðilegrar, læknisfræðilegrar og fomleifafræðilegrar greiningar höfum við tækin til þess að skynja að Egill er meira en þrettándu aldar tilbúningur," skrifar hann. Samkvæmt Egils sögu, sem rituð var á 13. öld, er Egill Skallagríms- son fæddur um 910 og látinn um 990. Sagan lýsir honum sem grimmum manni, einþykkum og ofsafengnum en einnig sem skáldi góðu. Hann er ekki aðlaðandi í út- liti, honum er lýst sem dökkum og ljótum svo að mönnum stendur stuggur af návist hans. „Hausinnvar allurbáróttur sem hörpuskeþ' Á síðustu blaðsíðum Egils sögu er frásögn sem löngum hefur orðið lærðum og leikum tilefni heila- brota. Þar segir frá því að eftir að kristni var í lög tekin á íslandi hafi Þórdís, bróðurdóttir Egils, lát- ið flytja jarðneskar leifar hans til kirkju að Mosfelli. Síðar, þegar ný kirkja var reist á staðnum, hafi fundist mannabein undir altari kirkjunnar og hafi menn tahð sig vita að þar væru komin bein Egils. Orðrétt segir síðan í sögunni: „Þar var þá Skapti prestur Þórar- insson, vitur maður; hann tók upp hausinn Egils og setti á kirkjugarð- inn; var hausinn undarlega mikill, en hitt þó meir frá líkindum, hve þungur var; hausinn var allur bár- óttur utan svo sem hörpuskel. Þá vildi Skapti forvitnast um þykkleik haussins: tók hann þá handöxi vel mikla og reiddi annarri hendi sem harðast og laust hamrinum á haus- inn og vildi brjóta en þar sem á kom hvítnaði hann en ekki dalaði né sprakk og má af slíku marka, að haus sá mundi ekki auðskaddaður fyrir höggum smámennis meðan svörður og hold fylgdi. Bein Egils voru lögð niður í utanverðum kirkjugarði að Mosfelli." Þjóðsagnakennd lýsing Fjölmargir fræðimenn, bæði ís- að „í elli hans gjörðist hann þung- fær og glapnaði honum bæði heym og sýn.“ Sagan ekki aðeins skáldskapur Jesse L. Byock telur að paget- sjúkdómur sé sennileg skýring á andlitslýtum Egils en sagan segir hann ljótan og reyndar yrkir hann sjálfur um ljótleika sinn. „í hárri elli Egils greinum við skýrast helstu einkenni langt gengins pa- getsjúkdóms: missi jafnvægisskyns og heymar og það fyrirbæri sem lýst er í A Textbook of Pathology sem stórt höfuð sem hangir fram,“ skrifar Byock. Niðurstaða Jesse L. Byock í Skímisgreininni er að Egils saga Skallagrímssonar, sem lengi hefur verið áhtin tilbúningur, geti vel innihaldið vemlegt magn áreiðan- legra upplýsinga. Bárótt eða bylgjótt mynstur á hauskúpu manns með langt genginn pagetsjúkdóm. lenskir og erlendir, hafa fjallað um þennan kafla Egils sögu og yfirleitt talið hann til marks um að hér væri skáldskapur á ferð. Jón Steff- ensen, fyrrverandi prófessor við Háskóla íslands, skrifaöi t.d. í bók sinni Menning og meinsemdir: „Þessi frásögn er um margt þjóð- sagnakennd og ekki alls kostar sennileg. [...]... alhr er handleik- ið hafa hauskúpu gamalmennis vita að hún stenst ekki högg axar- harnars." Dr. Bjarni Einarsson fjallaði um efnið í ritgerð í bókinni Minjar og menntir. Hann taldi lýsinguna á hinum hörðu höfuðbeinum Egils Skallagrímssonar dæmigert bók- menntaminni. Taldi hann það varpa sérstöku ljósi á tækni við ritun sögunnar. Erlendir fræði- menn hafa verið sama sinnis. Laur- ence de Looze hélt því t.d. fram í grein fyrir nokkrum árum að upp- grafin hauskúpa Egils væri „íkon skáldlegs texta". Dæmigerð lýsing á pagetsjúkdómi Jesse L. Byock hafnar þessum kenningum. Hann vekur athygh á því hve frásögn Egils sögu um hauskúpuna og beinin er nákvæm. Sagan segi að hausinn hafi verið „allur báróttur utan svo sem hörpuskel." Byock bendir á að orð- in „hörpuskel" og „báróttur“ séu alls ekki algeng í fornsögunum. Tölvuleit í textasafni íslendinga- sagna, íslendingaþátta, Landnámu og Sturlungu leiði í ljós aö þessi orð komi eingöngu fyrir í þessari setn- ingu úr Egils sögu. Byock segir að þótt „bárótt" beinayfirborð virðist koma norr- ænum hetjuskap Utið við sé það aftur á móti hluti af lýsingu kennslubóka á svokölluðum paget- sjúkdómi. Þessi sjúkdómur er kenndur við breska lækninn Sir James Paget (1814-1899). Hann lýsti sjúkdómnum fyrstur manna þann- ig að menn skildu að ólík einkenni hans, sem virtust ótengd, voru ein meinsemd. Pagetsjúkdómur eða aflagandi beinbólga (osteitis deformans) lýsir sér í stuttu máli þannig að endur- myndun beina í mannsUkamanum fer úrskeiðis og menn afmyndast. Lög af nýju beini verða að formi til óskipuleg, aflöguð og mun stærri en upprunalega beinið. Sjúkdóm- urinn getur lagst á hvaða bein eða beinasamband sem er en er venju- lega takmarkaður við einn eða tvo staöi. Algengast er að hann leggist á lærleggi, hrygg, mjaðmagrind, bringubein eða höfuðkúpu. í síð- astnefnda tilvikinu gefur yfirborð höfuðkúpunnar orðið óreglulegt og gárótt eins og höfði Egfis er lýst í sögunni. Pagetsjúkdómur getur einnig valdið bUndu á fuUorðinsárum sem og ágengu heymar- og jafnvægis tapi. AlUr þessir annmarkar þjáðu Egil Skallagrímsson. Sagan segir Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða fóstrur í fullt starf á eftirtalda leikskóla: Álftaborg v/Safamýri, s. 812488 Efrihlið v/Stigahlíð, s. 18560 Lækjarborg v/Leirulæk, s. 686351 Rauðaborg v/Viðarás, s. 672185 Nánari upplýsingargefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við leikskólann Laufásborg við Laufásveg er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 19. maí nk. Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deild- arstjóri í síma 27277. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 í tilefni af hundruðustu Raynor hurðinni uppsettri ó íslandi bjóða Raynor og Verkver nú 20% afslótt af öllum bílskúrshuröum pöntuóum fyrir 31. maí VerSdæmi: FulningahurS 213 x 244 cm II JL n <éí AöLl ý>í II 1 « ii ' m&i VERKVER Síiumúla 27, 108 Reykjavik “ZT 811544* Fax 811545 InnifaliS í verSi eru brautir og þéttilistar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.