Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 21 Reka hótel við Skaftafell: Hér blómstrar ástin - segir Anna Marí a Ragnarsdóttir hótelstýra Julía Imsknd, DV, Höfn: „Það er mjög gaman að taka á móti ferðafólki, geta liðsinnt því og fundið að það er ánægt,“ segir Anna María Ragnarsdóttir, sem rekur hót- el Skaftafell í Freysnesi ásamt manni sínum Jóni Benediktssyni, í viðtali við fréttaritara DV. Anna og Jón hafa komið upp mynd- arlegu veitinga- og gistihúsi skammt frá þjóðgarðinum í Skaftafelli. Síð- asta sumar bættist veitingasala við Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli þar sem þau leigðu aðstöðu. „Það má segja að foreldrar mínir hafi verið aðalhvatamennirnir að þessari framkvæmd. Þau hafa stutt okkur dyggiiega," segir Anna María. „Þau voru fyrir löngu búin að sjá hversu brýn nauðsyn var á góðri gistiaðstöðu í eða við Skaftafell. Við byrjuðum á að byggja íbúðarhús hér í Freysnesi árið 1987. Síðan byggðum við fyrstu álmuna af gistihúsinu árið 1989, aðra álmu 1990 og þá þriðju og síðustu árið 1992. Þá vorum við kom- in með aðstöðu fyrir sextíu manns.“ Anna María er fædd og uppalin í Skaftafelli þar sem faðir hennar var þjóðgarðsvörður um árabil. Hún vissi því hversu brýn nauðsyn var á þessari þjónustu enda höfðu foreldr- ar hennar'í gegnum tíðina fyllt heim- ili sitt af ferðamönnum. - Hvernig er að vera hótelstjóri? „Það er mjög skemmtilegt. Þetta er mikil vinna og hún þarf að vera vel skipulögð til að allt gangi upp. Oft flnnst mér alitof fáir tímar í sólar- hringnum fyrir aUt sem þarf að gera. Tíu manns eru hér í vinnu yfir sum- arið auk fjölskyldunnar. Við hjónin reynum að skipta vinnunni meö okk- ur þann tíma sem mest er að gera þannig að ég byrja klukkan sex á morgnana en Jón tekur kvöldin og er fram eftir nóttu. Þannig fæ ég smátima fyrir dæturnar okkar sem eru tveggja og fimm ára.“ - Hvernig er vinnudagurin þegar haustar og fátt er um ferðamenn? „Þá byrjar unúirbúningur fyrir næsta ár. Það fer mikill tími í að svara í símann, hann er mikill þáttur í þessu öllu, en meirihluti pantana fer gegnum ferðaskrifstofur. Það er ótrúlega mikil vinna sem fer í að púsla þessu saman.“ - Er hótelið opið allan veturinn? „Það er opið allt árið. Þótt rólegt sé yfir veturinn þarf alltaf einhver að vera við og ef maður bregður sér af bæ er næsta víst að einhver kemur svo útkoman er sú að vera sem mest heima.“ - Hefurðu aldrei tvíbókað í herbergi og allt annað verið fullt? „Jú, ég verð að játa að ég varð fyr- ir því fyrsta árið. Þá leigðum við út íbúð foreldra minna og í stofunni var búið að búa um fjölskyldu sem var á leiðinni. Svo leið og beið en ekki kom fjölskyldan. Um nóttina komu hins vegar tveir menn og báðu um gist- ingu. Ég var þá orðin vonlaus um að fjölskyldan kæmi svo ég lét þá hafa stofuna. Mennirnir fóru rétt fyrir sjö um morguninn en þeir voru ekki nema rétt farnir úr hlaði þegar fjöl- skyldan, sem átti pantað, kom. Bíll- inn hafði bilað úti á Skeiðarársandi og þau búin að vera þar alla nóttina og voru heldur fegin að komast í uppbúið rúm og þannig slapp þetta allt vel.“ - Er mikill munur á venjum og þjón- ustuþörfum ferðamanna eftir þjóð- erni? „Já, hann er mikill. Þjóðverjar eru mjög ábyggilegir og standa við sitt. Sú gamla saga að þeir séu frekir og hreinsi allan mat af borðunum og nesti sig þannig fyrir daginn er orðin þjóðsaga. Þjóðveijar eru góðir við- skiptavinir. ítahr fara seint að sofa og seint á fætur, líkir íslendingum. Tíu ítalir þurfa meira baðvatn en fjörutíu Þjóðverjar því þeir láta vatn- ið renna og renna en Þjóðverjar láta bara renna á meðan þeir þvo sér. Við tökum svo vel eftir þessu vegna þess að hér er vatnið hitað með rafmagni en þetta er svona smádæmi um þjóðareinkenni." - Hefur ekki þessi stórbrotna og mikilfenglega náttúra Öræfanna áhrif á fólkiö sem kemur hingað til dvalar? „Það er enginn vafi. Ástin hefur blómstrað vel í Skaftafelli og farsæl hjónabönd orðið til. Hér hafa t.d. margir starfsmenn fundið lífsfóru- naut.“ - Hvað finnst þér að vanti helst í sveitinni? „Betri flugvöll. Betri flugsamgöng- ur myndu gefa meiri möguleika á ýmiss konar funda- og ráðstefnu- haldi hér í sveitinni. Það vantar meiri aíþreyingu og þjónustu fyrir þá sem hafa einhverja viödvöl hér og þannig væri hægt að skapa mörg ný störf hér í sveitinni því þessi sveit hefur upp á svo ótal margt að bjóða sé því sinnt.“ - Attu von á fleiri ferðamönnum í sumar en áður? „Það eru fleiri pantanir en nokkru sinni áður svo við erum bjartsýn á framtíðina og vonum að við fáum sólríkt og gott sumar.“ Það eru of fáar klukkustundir fyrir Önnu Maríu i sólarhringnum svo mikið er að gera við hótelreksturinn. Hjónin sem reka Hótel Skaftafell, Anna María Ragnarsdóttir og Jón Benediktsson ásamt dætrum sinum Eyrúnu Höllu og Rögnu Kristínu. DV-myndir Ragnar Imsland & Sumarleikur tímarítsms Úrval og ferðaskrifstofunnar ÚrvaMJtsýn Tímaritiö Úrval efnir til samkeppni um skemmtilegustu frásögnina í samvinnu viö feröaskrifstofuna Úrval-Útsýn. Samkeppnin er ætluö öllu fólki, ungu sem öldnu, sem hefur frá einhverju skemmtilegu aö segja. Setjist nú niöur og setjiö á blaö atvikin eöa uppákomurnar sem þú eöa þínir hafið getaö gert góölátlegt grín aö. Sögurnar, sem mega ekki vera lengri en 80 orö, veröa síðan birtar í júlí-ágúst hefti tímaritsins Úrval. Höfundur skemmtilegustu sögunnar hlýtur í ritlaun vikudvöl fyrir tvo á sólarhótelinu Barcelo Cala Vinas á perluströnd Miöjaröarhafsins, Cala Vinas. Barcelo Cala Vinas er á undurfögrum og notalegum staö á Mallorca, rétt viö Magaluf-ströndina. Einnig eru í verölaun 20 ársáskriftir aö tímaritinu Úrval. Sendið frásögnina til: Tímaritiö Úrval-Sumarleikur, Þverholti 11,105 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.