Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 14. MAÍ1994 Sérstæð sakamál Morð án sannana Ræninginn sem lögreglan hafði skotiö á lá í blóði sínu á götunni. Hann gat varla átt langt eftir ólif- að. Þegar aö honum var komið hvíslaði hann lágt: „Ég er kaþól- ikki. Sækið prest. Ég verð að tala við hann.“ Lögregluþjónn bað nærstaddan + mann að gera boð eftir presti en þá gekk fram maður og sagði: „Ég er faðir Keane. Leyf mér að hjálpa þér.“ Maðurinn sem lá deyjandi á götunni greip í hönd hans og sagði: „Ég vil játa að það var ég sem drap John Hill lækni í september 1972. Ég fékk tvö þúsund dali fyrir það. Ash Robinson réð mig en milli- göngumaðurinn var Steve Pali- meri.“ Nú kom sjúkrabíll að og hinn særði, Francesco Licarri, þrjátíu og fimm ára, var fluttur burt. Hann var látinn þegar komið var með hann á sjúkrahús. Faðir Patrick Keane var ekki bundinn af þagnarheiti þar eð Lic- arri hafði ekki skriftað fyrir hon- um, aðeins játað á sig glæp. Keane gat því skýrt rannsóknarlögregl- unni frá því sem honum hafði ver- ið sagt. I ljós kom hins vegar að erfitt gæti reynst að sanna að Ash Robinson hefði staðið að baki morðinu á John Hill því milh- göngumaöurinn, Steve Palimeri, var ekki lengur á lífi. Hluti forsögunnar John Hill, kunnur lýtalæknir, var skotinn til bana 24. september 1972 þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili sínu í Houston í Texas í Bandaríkjunum. Rann- sóknarlögreglumönnum fannst að- stæður grunsamlegar. Var sem innbrotið hefði verið sett á svið og í raun hefði ætlunin aðeins verið að ráða Hill af dögum. Fimm árum síðar var Steve Pah- meri skotinn til bana þar sem hann sat undir stýri í bíl sínum og beið eftir konu sinni. Voru þau á leið í matarboð. Þótt Pahmeri væri af- brotamaður tókst lögreglunni ekki að finna neina ástæðu til morðsins. Hún kom hins vegar fram ári síðar þegar Liccari gerði játningu sína fyrir föður Keane. Var þá ljóst að tvennt gat hafa staðið aö baki morðinu á Palimeri. Annað hvort hefði hann reynt að kúga fé af Ash Robinson, ellegar þá að ákveðið hafði veriö að þagga niður i honum af öryggisástæðum. Upphafið að þessum atburðum má rekja aftur til ársins 1969 þegar Joan Hill, fædd Robinson, lést við dularfullar aðstæður. Ættleidd Ash Robinson var forríkur olíu- mihjónamæringur í Texas. Kona hans hét Rhea og þau gátu ekki eignast barn saman. Þau ættleiddu því litla stúlku, Joan. Var hún dekruð og flest látið eftir henni. Þegar þar kom að hún hugðist gifta sig lét Ash reisa handa henni hús rétt við hliðina á sínu og var ekk- ert til sparað. En umhyggja hans fyrir dótturinni og afskiptasemi hans af ungu hjónunum urðu til þess að tengdasonur hans fékk nóg og lauk hjónabandinu með skiln- aði. Hafði það þá aðeins staðið í fjóra mánuöi. Eins fór um næsta hjónaband Joan. Sá eiginmaður sýndi aðeins meiri þolinmæði þvf hjónabandiö stóð í hálft ár. Árið 1957 gekk Joan svo í hjónaband í þriöja sinn og nú með John Hill lækni. Þremur árum síðar eignuðust þau soninn Robert. Franskar piparmyntur Ekki skorti fé á heimili þeirra Joan og Johns. Hann hafði ætlað sér að stunda hjartaskurðlækning- ar en gerðist nú lýtalæknir. Það færði honum meiri tekjur og jók fjárhagslegt sjálfstæði hans. En á sjöunda áratugnum komu upp erf- iðleikar í hjónabandinu og árið 1969 kynntist John Ann Kurth, sem var þá fjörutíu og tveggja ára, og varð ástfanginn af henni. Þegar Joan komst að því að mað- ur hennar var farinn að halda framhjá henni setti hún honum úrslitakosti. Annað hvort segði hann skihð við hjákonuna eða færi af heimilinu. Hótaði hún því að þá fengi hann aldrei að sjá son sinn framar. John Hill valdi fyrri kost- inn, í orði, en hélt áfram að hitta Ann á laun. í mars 1969 gaf John konu sinni öskju með frönskum piparmynt- um. Gerðist það í viðurvist nokk- urra vina þeirra hjóna. Rétt á eftir varð Joan lasin og fór í rúmiö. Nokkrum dögum síðar kom ein vinkvenna hennar, Effie Green, í heimsókn til hennar og fann hana þá eina, veika og matarlausa í óhreinu rúminu. Var Joan í skyndi flutt á sjúkrahús og greindist þar með matareitrun. Um nóttina bil- uðu nýrun og fyrir dögun var hún látin. Horfin líffæri Lög kveða svo á um aö í tilvikum sem þessum skuh fara fram krufn- ing. HUl læknir gaf hins vegar fyr- irmæli um að hk konu hans skyldi smurt. Það leiddi aftur til þess að krufningin gaf ekki nægilega skýr- ar niðurstöður og var dánarorsök loks skráð sem lifrarbólga. Var Jo- an síðan jarðsett. En Ash Robinson var ekki ánægður. Hann hafði fétt af frönsku piparmyntunum og vissi að Joan var ein um að hafa borðað þær. Hann réð því frægasta sjúk- dómafræðing Bandaríkjanna á þeim tíma, dr. MUton Helpern, tU að reyna að fmna svar við þeim spurningum sem hann taldi ekkert svar hefði fengist við. Dr. Helpern sagðist þurfa að fá leyfi tU að grafa upp lík Joan, ætti hann að geta tekið rannsóknina að sér, og var það veitt. Þá kom í ljós að einhver hafði orðið fyrri tU. í líkið vantaði heUánn og ýmis líf- færi og því gat dr. Helpern ekkert gert. „Ég geri það sjálfur" Ash Robinson þóttist sannfærður um að tengdasonur hans, John HiU læknir, hefði myrt Joan. Hann reyndi að fá hann ákærðan fyrir morðið en opinberir aðilar bentu á að það yrði ekki tU neins því engar sannanir lægju fyrir í málinu. Þá lét Ash sér um munn fara orð sem rifjuð voru upp eftir játningu Lic- arris við fóður Keane: „Ef lögum verður ekki komið yfir þennan óþokka mun ég sjá um hann sjálfur!" Þegar hér var komið sögu hafði John Hill kvænst Ann Kurth. Hann komst hins vegar brátt aö því að þar höfðu honum orðið á mikU mistök og fór hann nú fram á skUn- að. Ann brást hin versta við, fór tU lögreglunnar og sagði að John hefði játað fyrir sér að hafa myrt fyrri konu sína, Joan. Hann hefði hins vegar haft á orði að enginn gæti nokkru sinni sannað það. Málaferli Ash Robinson fékk nú dr. Hel- pern tU að gefa út yfirlýsingu þess efnis aö bjarga hefði mátt lífi Joan hefði hún verið flutt á sjúkrahús strax eftir að hún veiktist. Var hug- myndin sú að fá John HUl dæmdan fyrir „morð vegna vanrækslu". John Hill. Ann Kurth. Connie Loesch. GaUinn var bara sá að engin lög náöu yfir shkt athæfi. John HUl lækni var engu að síður stefnt fyrir rétt og var ætlunin að reyna að fá hann dæmdan á grundvelU vitnis- burðar Ann en hún gekk svo langt í hatursfullum ummælum sínum um mann sinn fyrrverandi að mál- ið féU um sjálft sig. Var nú hafinn undirbúningur að nýrri málssókn og hófst hún í febrúar 1971. Urðu málalok þau að hinn ákærði var sýknaður. Árið eftir kom John Hill læknir til lögreglunnar og sagðist hafa fengið nafnlausa ábendingu þess efnis að Ash Robinson hefði heitið tíu þúsund dölum þeim sem réði Hill af dögum. Morðió 24. september það sama ár var John Hill skotinn af manni sem var tahnn innbrotsþjófur. Eins og fyrr segir þóttu aðstæður grunsamlegar og kom fram sú tUgáta að um af- töku hefði verið að ræöa. Það sem renndi stoðum undir þá kenningu, ásamt öðru, var að þriðja kona Johns, Connie Loesch - en henni hafði hann kvænst nokkru eftir lok málaferlanna - kom að gestinum óboðna og sá hann skjóta mann sinn. Morðinginn lyfti hins vegar ekki fingri gegn henni. Þegar Ash Robinson var sagt frá morðinu sagði hann: „Þetta er besta frétt sem ég hef fengið árum saman. Heimurinn verður betri þegar þessi óþokki er kominn í jörðina.“ Lyktirnar Þegar Licarri gerði játningu sína voru skýrslur um óleystu málin enn á ný teknar út úr skjalaskáp- um rannsóknarlögreglunnar. Var Ash Robinson. ljóst að yfirheyra yrði Ash Robrn- son. En hann lét engan bilbug á sér fmna og svaraði rannsóknarlög- reglumönnunum meðal annars á þennan hátt: „Ef þið haldið að þið getið lögsótt mig þá skuluð þið gera það. Þið getið ef til vill höfðað mál af því að ég lét mér um munn fara að ég væri ánægður yfir því að maðurinn sem myrti dóttur mína skuh vera dáinn. En slíkt mun þó ekki vera bannaö. En ef þið haldið að ég hafi myrt hann skuluð þið sanna það.“ Rannsóknarlögreglumennirnir komu saman til skrafs og ráða- gerða. Hver var staðan? Francesco Liccari var dáinn. Steve Palimeri, meintur miUigöngumaður um moröið á John HiU, hafði verið skotinn í bU sínum. Yrði lagt til við saksóknara að mál yrði höföað á hendur Ash Robinson yrði ákæran að byggjast á líkum og fullyröing- um sem góður verjandi yrði ekki í miklum vanda með að sýna fram á að nægðu hvergi nærri til sakfell- ingar. Málsskjölunum var enn á ný stungið í skápana til geymslu og allar hugmyndir og frekari rann- sókn lagðar á fúlluna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.