Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF, ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Er líf milli kannana? Stjómmálamenn fara eftir skoöanakönnunum, þótt þeir lasti þær stundum. Þeir skipta jafnvel um borgar- stjóraefni í miöri á, ef skoðanakannanir eru ekki nógu hagstæöar. Með sama áframhaldi hætta stjórnmálamenn aö stjóma og gerast sporgöngumenn skoöanakannana. Erlendis hefur mátt sjá, að áhrif skoðanakannana á framgöngu stjómmálamanna hafa hægt og sígandi verið að aukast í nokkra áratugi. Þetta ósjálfstæði stjómmála- manna er orðið svo ráðandi, að sumir valdamenn gera nánast ekkert án þess að spyrja skoðanakannanir fyrst. Þetta gengur út í þær öfgar, að langtímasjónarmið víkja fyrir skammtímasjónarmiðum. Stjómmálamenn fara að hugsa í stuttum tímaeiningum milh skoðana- kannana í stað þess að hugsa í heilum kjörtímabilum; eða það, sem bezt er, í heilum stjómmálaferli sínum. Flestir stjómmálamenn hafa meiri áhyggjur af næstu skoðanakönnun en stöðu sinni í veraldarsögunni eða landssögunni. Þetta veldur því, að þeir haga sér að vem- legu leyti eins og tízkufyrirbæri. Þeir endast illa og fá léleg eftirmæh, þegar þeir hafa lokið ferh sínum. Þetta er ekíd skoðanakönnunum að kenna, heldur stjómmálamönnunum sjálfum. Þeir gætu haft meira hóf í dýrkun sinni á skoðanakönnunum. Og skoðanakannan- ir hafa líka mjög jákvæð áhrif. Þær koma til dæmis í veg fyrir, að kosningastjórar mati fólk á ýktum fylgistölum. Skoðanakannanir valda því, að við getum tiltölulega nákvæmlega fylgst með gengi flokka og manna í kosn- ingabaráttu og þurfum ekki að sæta bulh úr kosninga- stjórum. Þær em viðbót við fyrri upplýsingar og sem shkar auka þær við þekkingu fólks og heiha þjóða. DV hefur í vetur lagt sérstaka áherzlu á birtingu niður- staðna skoðanakannana um fylgi framboðshstanna í Reykjavík. Þessar kannanir hafa orðið tíðari með vorinu og verður sú næsta birt á mánudaginn. Spennandi verð- ur að sjá, hvort hún sýnir marktæka breytingu. Hingað th hafa kannanimar ekki sýnt miklar sveiflur og raunar eindregna yfirburði R-hstans. Þær sýna hka, að persónur borgarstjóraefnanna skipta meira máh en nokkm sinni fyrr. Þær selja báðar svo vel, að segja má, að kosningabaráttan snúist bara um tvær persónur. Könnun DV hefur sýnt, að kjósendur hafa htla sem enga skoðun á öðrum frambjóðendum hstanna og í sum- um tilfehum er hún fremur neikvæð en jákvæð. Borgar- stjóraefnin fá hins vegar mjög jákvæða útkomu, Ingi- björg Sólrún 42% gegn 3% og Ámi 26% gegn 7%. Hingað til hafa kannanimar sýnt, að óvenjulega stór hluti kjósenda haföi þegar gert upp hug sinn, áður en kom að kosningabaráttu. Aðeins 20% þeirra höföu ekki afstöðu eða vildu ekki tjá sig. Yfirleitt hefur þetta hlut- fah verið um og yfir 40% í upphafi kosningabaráttu. Þegar kosningabaráttan var hafín, hækkaði hlutfah óákveðinna og þeirra, sem ekki vildu tjá sig, úr 20% í 25%. Það bendir til, að kosningabarátta geti lítillega hrært upp í sumu fólki. En það sannar ekki, að kosningar vinn- ist á að kasta tugmihjónum króna í þær í örvæntingu. Þessar staðreyndir einkenna kosningabaráttuna. R- hstinn reynir að halda sjó og forðast mistök. D-hstinn leitar nýrra hhða, sem geti framkahað slík mistök. Báðir fiska hstamir sem óðast í þeim fimmtungi kjósenda, sem ekki hafði gert upp hug sinn í síðustu skoðanakönnun. Hitt er svo önnur saga og gleðileg, að hvemig sem úrsht verða, fá Reykvíkingar borgarstjóra, sem verður mun betri en hefðbundnir stj ómmálaforingj ar landsins. Jónas Kristjánsson Forustukreppa í stóru flokkun- um í Bretlandi Bresk stjómmál hafa lent í mesta uppnámi í manna minnum. For- ustukreppa ríkir í báðum stóm flokkunum, Ihaldsflokki og Verka- mannaflokki. íhaldsmenn biðu aíhroð í borgar- og héraðsstjómarkosningunum fyrir rúmri viku. Hljóti þeir svip- aða útreið í kosningum til Evrópu- þingsins 9. júni, eins og aflar líkur benda til, verður John Major for- sætisráðherra vart sætt á foringja- stóli íhaldsflokksins fram yfir flokksþing í haust. Á uppstigningardagsmorgun varð svo John Smith, foringi Verkamannaflokksins, bráðkvadd- ur af hjartaáfalli. Þar með er horf- inn stjómmálamaðurinn sem talið var víst að ætti fyrir að liggja að mynda stjóm 1 Bretlandi eftir næstu þingkosningar. Um langt skeið hefur Verka- mannaflokkurinn haft ekki minna en 15 hundraðshluta fylgis fram yfir íhaldsflokkinn í skoðanakönn- unum. Kemur það heim við niður- stöðuna úr héraðsstjómarkosning- unum, þar sem Verkamannaflokk- urinn fékk 41 %, Frjálslyndir demó- kratar komu næstir með 28% og íhaldsflokkurinn rak lestina með einungis 27%. Ekki em full tvö ár síðan John Smith tók við forustu fyrir Verka- mannaflokknum. Á þeim tíma hafði honum tekist að lægja þrálát- ar innanflokkserjur, jafnframt því sem hann knúði fram á síðasta flokksþingi breytingu á atkvæða- vægi sem hnekkti óvinsæUi drottn- unaraðstöðu forastumanna stóra verkalýðsfélaganna við ákvarð- anatöku 1 flokknum. Lát Smiths myndar mikið tóma- rúm í flokki hans. Hann einn í núverandi forastusveit flokksins Erlend tíðindi Magnús Torfi Óiafsson hafði verulega ráðherrareynslu úr síðustu stjómum sem Verka- mannaflokkurinn myndaði. Engan óraði fyrir öðra en að hans myndi njóta lengi við og því er engu sjálf- sögðu, nýju foringjaefni tfl að dreifa. Smith hafði á skömmum tíma tekist að lægja deilur í Verka- mannaflokknmn, en þær magnast í íhaldsflokknum því lengur sem Jöhn Major fer þar með forustu. Hann hófst tfl valda 1990 þegar Margaret Thatcher hafði gengið sér tfl húðar með ofstopa og ein- þykkni. Deilumar þá snerust eink- um um afstöðuna í Evrópumálum, og stefnan gagnvart Evrópusam- bandinu er enn tflefni svæsinna innanflokksátaka hjá íhaldsmönn- um. Þar að auki hefur íhaldsflokkur- inn setið að völdum samfleytt í 15 ár og er nú á fjórða kjörtímabili. Stj ómarsetuþreyta er orðin áber- andi í forastuliðinu. Þegar viö bæt- ist að Major hefur reynst afar sein- heppinn, bæði í ákvörðunum og málflutningi, er ekki furða að keppinautar um forastuhlutverkið séu famir að láta á sér kræla. Fremstir fara þrír og er hver um sig fufltrúi tfltekins arms í þing- flokknum. Michael Heseltine, við- skipta- og iðnaðarráðherra, fer fyr- ir miðjumönnum. Kenneth Clarke fjármálaráðherra hefur fylgi á vinstra armi flokksins. Staðgengill hans 1 fjármálaráðuneytinu, Mic- hael PortiUo, er svo merkisberi hægrisinnaðra Thatcher-aðdá- enda. Til tíðinda getur dregið í íhalds- flokknum fljótlega eftir kosning- amar til Evrópuþingsins. Hvenær sem er geta menn komið fram í þingflokknum með kröfu um að gengiö verði til nýs leiðtogakjörs. Fráfall Johns Smiths getur haft áhrif á gengi Heseltine í forustu- kapphlaupinu í íhaldsflokknum. Þeir áttu sameiginlegt að hafa verið taldir albata eftir hjartaáfoll, en þessi nýfengna reynsla sýnir að slíkar ályktanir geta veriö hæpnar. Ein af óráönu gátunum í bresk- um stjórnmálum er svo hver áhrif óvissan um forastu stóra flokk- anna hefur á gengi miðjuflokksins, Frjálslyndra demókrata. Þeim hef- ur gengið illa að nýta sér verulegt kjörfylgi til að vinna þingsæti í ein- menningskjördæmakerfinu breska. í héraðsstjórnarkosningunum bættu Frjálslyndir demókratar stöðu sína flokka mest. Fufltrúum þeirra í héraðsstjórnum fjölgaði um 388 og þeir hafa nú einir meiri- hluta í 19 slíkum, fleiri en íhalds- menn sem ráða 15. Verkamanna- flokkurinn er þó áfram langefstur á blaði í borgar- og héraðsstjórnum, ræður 93 þeirra. L. . . - John Smith ásamt Elizabeth konu sinni (önnur f.v.) og dætrum þeirra þrem. Símamynd Reuter Skoðanir annarra Hýðingar í Singapore „Margir Bandaríkjamenn standa í þeirri trú að hýöingar eins og þær sem tíökaðar eru í Singapore myndu bæta öryggið í Bandaríkjunum. Það myndu þær svo sannarlega ekki gera. Það er rétt að götur Singapore eru þekktar fyrir hvað þær era hreinar og öraggar. Það er ekki aðeins vegna þess að sérfræðingar fá að særa og meiða þá sem hegða sér andfélagslega. Þær eru hreinar og öraggar vegna þess að íbúar líða skort á réttindum.“ Úr leiðara USA Today 9. maí 1994. Efnahagsþvinganir „Það væri leitt ef hinar árangurslausu efnahags- þvinganir sem Bandaríkjamenn hafa beitt gegn Ha- ítí yrðu til þess að til hernaðaríhlutunar kæmi. Þaö er ekki rétti tíminn til þess nú, sérstaklega ef litiö er á þá staðreynd að almennilegum þvingunum hefur aldrei verið beitt. Stjóm Clintons ætti að beita sterk- um efnahagsþvingunum sem bitna á heldra fólki Haítí en ekki fátæka fólkinu eins og verið hefur.“ Úr leiðara Herald Tribune 10. maí 1994. Blóðbaðið í Rúanda „Áður en ég ferðaðist tfl Rúanda og sá blóöbaðið þar var ég þeirrar skoðunar að Vesturlandabúum bæri skylda til að hjálpa þar sem þeir hefðu lagt sitt af mörkum til aö svo væri komið fyrir fólkinu, þ.e. með afskiptum sínum af álfunni með nýlendustefnu sinni. Nú er ég hins vegar annarrar skoðunar. Ætt- bálkasamfélag er nokkuð sem við ekki skiljum og kannski er best fyrir okkur aö leyfa Afríku að leysa vandamál sín upp á eigin spýtur." Úr leiðara Sunday Times 8. maí 1994.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.