Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 23 Skák Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari og formaður Taflfélags Garðabæj- ar, var sá eini sem tókst að vinna tölvuna. Helgarskák á Suðureyri: Tölvan sló meist- urunum við Fertugasta og fjórða Helgarmóti tímaritsins Skákar, sem fram fór á Suðureyri við Súgandaíjörð, lauk með óvæntum sigri tölvuforrits sem lagði tvo stórmeistara að velli á sig- urbraut sinni. Þetta var forritið Mephisto Chess Genius II sem marg- ir telja öflugasta forrit fyrir einka- tölvur á markaði. Það naut aðstoðar Baldurs Fjölnissonar við að koma húgsunum sínum í framkvæmd. Forritið keyrði Pentium tölva með 90 megariða vinnsluhraða sem er öflugasta tölva sinnar tegundar á ís- landi. Langur vegur er frá fyrstu PC tölvunni sem kom til landsins. Vinur okkar á Suðureyri mun jafnast á við 285 slíkar í vinnslugetu. Þessi tölva/forrit var einmitt skák- skýrendum til aðstoðar á Karpov- mótinu í Sjónvarpinu á dögunum. Hvort hún hefur lært svona mikið af handbragði Karpovs skal ósagt látið en hún er bersýnilega orðin vel verðugur andstæðingur í styttri skákum. Stórmeistaramir eru ekki lengur óhultir! Skáksnillingurinn M, eins og Vest- firðingar nefhdu gripinn, hlaut 9,5 v. af 11 mögulegum og næstir komu stórmeistaramir Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson með 8,5 v. Sævar Bjarnason, Guðmundur Hall- dórsson og Guðmundur Gíslason fengu 7,5 v. Unglingaverðlaun fengu Einar K. Einarsson, Sigurbjörn Björnsson og Kjartan Guðmundsson, Sturla Pétursson hreppti öldunga- verðlaun, Magnús Magnússon, Akranesi, náði bestum árangri dreif- býhsmanns og Sigurður G. Daníels- son varð efstur heimamanna. Kepp- endur vom 42 og komust færri að en vildu. Teflt var í félagsheimilinu og létu aðkomumenn ákaflega vel af dvölinni. Þeir nutu gestrisni heima- manna og frábærs viðurgjömings í mötuneyti Fiskiðjunnar Freyju. Sævar Bjamason, alþjóðlegur meistari og formaður Taflfélags Garöabæjar, var sá eini sem tókst að leggja tölvuna sigursælu og hann opinberaði raunar um leið veikleika skákvéla af þessu tagi. Tölvan fóm- aði manni gegn traustri Caro-Kann vörn Sævars og náði sóknarfæram. Þegar Sævar bauð drottningakaup var tölvan fljót að þiggja því að við þaö fékk Sævar tvípeð sem tölvan mat sér í hag. Við kaupin var hins vegar allur vindur úr sókninni og Sævar vann létt. Einar K. Einarsson gerði jafntefli við tölvuna en aðra andstæðinga sína vann hún. Þeirra á meðal voru Helgi og Hannes Hlífar. í skákinni við Hannes kom styrkleiki tölvunnar vel í ljós þ.e. hún fer ekki á taugum þótt hún lendi í vanda, heldur teflir vörn- ina af ískaldri rósemi. Hannes átti kjörin færi í skákinni en tölvan þáði það sem aö henni var rétt uns liðs- munurinn sagði til sín. Hvítt: Hannes Hlifar Stefánsson Svart: Mephisto Genius II Caro-Kann vörn. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Dc7 11. Bd2 e6 12. 0-0-0 Rgffi 13. Re4 0-0-0 14. c4?! Eftir þennan leik jafnar svartur taflið auðveldlega. Betra er 14. g3. 14. - c5 15. Rxffi Rxffi 16. Be3 cxd4 17. Rxd4 Bc5 18. De2 a6 19. Kbl De5 20. Rc2 Hxdl + 21. Dxdl Bxe3 22. fxe3!? Auðvitað er 22. Rxe3 nánast sjálf- gefmn leikur en Hannes kýs þó frek- ar að eyðileggja peðastöðu sína sjálf- viljugur. Hér beitir hann sálfræðinni Umsjón Jón L. Árnason gegn virðulegum andstæðingi sínum. Hugmyndin er að bjóða tölvunni upp á „eitrað” peð en slíkar freistingar standast þær sjaldnast. 22. - De4 23. Df3 Dxc4? Sbr. athugasemdina að framan. Svartur stendur betur eftir 23. - Hd8 en nú lendir hann í háska. 24. Rd4 Dd5 25. Dg3! De4 + 26. Kal Re8 Tölvan valdar peð sín og mikilvæga reiti en nú verður kóngurinn hrak- inn úr fylgsni sínu. 27. Hcl+ Kd7 28. Db8 Ke7 29. Hdl Dxg2 30. Rb3 Df3 31. Dd8+ Kf8 8 ■** X 7 Í 1 á 6Á i i 5 4 A 3 ^ 2 A & 1 <á> 2 ABCDEFGH 32. Rc5? Tölvan sér meistaralega við þessari sóknaraðgerð. Hvítur verður fyrr eöa síðar aö „lofta út” og best er að gera það strax. Eftir 32. a3! Dxh5 33. Hd7 er svartur í alvarlegri kreppu. t.d. 33. - g5 34. Rc5, eða 33. - f5 34. He7 Dhl+ 35. Ka2 Dc6 36. Hd7! og hvítur ætti að vinna. 32. - Dxh5! Því að ef nú 33. Rd7+ Kg8 34. Dxe8+ Kh7 og nú er drottningin í uppnámi og aö auki hótar svartur hróknum á dl með máti. 33. Rxb7 g6 34. a3 Df3 35. Dd4 Kg8 36. Rc5 De2 37. Hgl Db5 38. Rxe6? Enn er hvítur með ákveðin færi fyrir peðin tvö sem vantar á borðiö en þessi fóm leiðir einungis til þess að svartur nær loks að virkja kóngs- hrókinn. 38. - fxe6 39. Hxg6+ Kf7 40. Hgl Hg8 41. Hcl Hg2 Svartur á nú unnið 'tafl. 42. Hbl Rffi 43. Da7+ Kg6 44. De7 Db6 45. e4 Rxe4 46. De8+ Kg7 47. De7+ Kg8 48. De8+ Kh7 49. Dd7+ Kh8 50. De8+ Hg8 51. Dh5 Kh7 52. Hel Rc5 53. Hfl Hg2 54. Df7+ Hg7 55. Dffi Db7 56. Hdl Hg2 57. Dc3 a5 58. Hbl Rb3+ 59. Ka2 Rd2 60. Hel Re4 61. Dcl Rc5 62. Dbl+ Kg7 63. Hgl Dd5+ - Og Hannes gafst upp. Áskriftargetraun DV gefur skil- vísum áskrifendum, nýjum og núverandi, möguleika á óvenju- lega hagkvæmum vinningum að þessu sinni enda eru vinningarnir hið besta búsílag. Hvorki meira né minna en sex körfur í mánuði, fullar af heimilisvörum að eigin vali, að verömæti 30.000 krónur hver. Maí-körfurnar koma frá versl- unum Bónuss og verða þær dregnar út föstudaginn 3. júní. DV styður ávallt dyggilega við bakið á neytendum með stöðugri umfjöllun um neytendamál enda er DV lifandi og skarpskyggn fjölmiðill jafnt á þeim vettvangi sem öðrum. Daglega flytur DV lesendum sínum nýjustu fréttir innanlands og utan. í auka- blöðunum eru einstök málefni krufin til mergjar og smáauglýs- ingar DV eru löngu orðnar lands- mönnum hreint ómissandi. Það er allt að vinna með áskrift að DV. 4» BÓNUS Skútuvogi 13 • Faxafeni 14 Reykjavíkurvegi 72 • Smiðjuvegi 2 • Iðufelli 14 Suðurströnd 2 • Norðurtanga 3 - Akureyri DV - hagkvæmt blað. 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.