Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 Fréttir Andlát Leikhús Magnus Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður: Grænf riðungar að hefja alþjóðlega herferð gegn mér Magnús Guömundsson kvik- myndageröarmaður kveðst hafa undir höndum gögn sem sýna að Grænfriðungar eru að hrinda í fram- kvæmd alþjóðlegri herferð gegn hon- um. Á fundi með fréttamönnum sýndi Magnús skeyti Grænfriðunga í Bras- ihu þaðan sem hann er nýkominn úr fyrirlestrahaldi. „í skeytinu segir að ég hafi unnið þessa lotu. Sá hlær best sem síðast hlær, segja þeir, því nú sé búið að setja í gang alla nauð- synlega miðla til þess að hefja alþjóð- lega herferð gegn mér persónulega.“ Magnús sýndi einnig gögn sem hann sagði vera beint úr skjalasafni Grænfriðunga. Þar segir meðal ann- ars að takmarkið sé að grafa undan stuðningi almennings á íslandi við Magnús og aö Grænfriðungar geti það ekki sjálfir. „Lygafréttin í Verdens Gang, þar sem ég er sakaður um að vera í tengslum við hægri sinnaða öfga- menn í Bandaríkjunum, er bara fyrsti liðurinn í þessari herferð," seg- ir Magnús. Á ferð sinni um Brasilíu flutti Magnús fyrirlestur í þinginu um nýtingu auðlinda í Norðurhöfum. Að sögn Magnúsar olli viðtal við hann i stærsta tímariti Brasihu slíku fjaðra- foki að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og almenningur reis þar upp með miklum látum og gagnrýndi árásir á Norðurþjóðir. Jafnframt hafi verið lýst yfir stuðningi við íslendinga í nýtingu hafsauðlinda. „í forystu- grein í stærsta dagblaði Brasihu var þess krafist að þjóðþingið setti lög sem settu skorður við starfsemi öfga- hreyfmga á borð við Grænfriðunga," greinir Magnús frá. Magnús kveðst hafa afhjúpað áróð- ur Grænfriðunga gegn sjómönnum í Venezúela. „Fiskimenn þar eru nú sakaðir um það í BBC, CNN og víðar að stunda pyndingar á höfrungum sér til gamans. Ég kom höndum yfir klukkutímaefni af upprunalegu upp- tökunum sem sýnir aðra sögu en al- menningur fær að sjá í sjónvarpi. Þar er sjómönnunum sagt að verið sé að kviiunynda vegna háskólarann- sókna og þeim í raun leikstýrt. Kvik- myndatökumaðurinn réttir þeim meira að segja hníf. Herferð Græn- friðunga gegn mér er ekki síst til að stöðva þessar upplýsingar. Þeir ótt- ast að ég fari með þetta í hvalveiði- ráðið og sýni þetta þar.“ Hágangurl: Jómfrúferðin í Smuguna Hágangm- I, saltfisktogarinn sem keyptur var á útsöluverði frá Kanada og gerður er út frá Vopnafirði, fór í jómfrúferð sína í átt til Smugunnar og reikna menn með því að vera minnst 45 daga í túmum. „Við erum með það ódýrt skip að við getum bara beðið rólegir. Ef það verður treg veiði þama eins og er nú annað slagið þá er ekki víst að menn á dýrum og fínum skipum geti hangið eftir þessu. Við teljum okkur vera með sérstöðu í því að geta nýtt þetta tækifæri," segir Friðrik Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Út- hafs sem gerir út Hágang I. íslensku togaramir sem verið hafa að veiðum í Smugunni að undan- fómu, Skúmur og Bliki, hafa veitt fremur htið. „Það er rétt vottur af fiski," segir Steinþór Steingrímsson, skrifstofustjóri Blika hf. á Dalvík. Steinþór kveðst gera ráð fyrir að í sumarhyijun verði mörg íslensk skip að veiðum í Smugunni. „Það verða þama flestir sótraftar sem komast á sjó.“ Fermingar Eyrarbakkakirkja: 15. maí 1994 kl. 13.00. Prestur sr. Úlfar Guömundsson: Halldór Valur Pálsson, Túngötu 13 Ingibjörg Jónsdóttir, Túngötu 43 Jóhann Jónsson, Túngötu 33 Jóhanna Vigfúsdóttir, Heiöarbrún 33, Hveragerði Kallý Harðardóttir, Túngötu 52 Kristín Theodóra Þórarinsdóttir, Túngötu 14 Ólöf Halldóra Þórarinsdóttir, Túngötu 14 Ómar Vignir Helgason, Nesbrú 4 Rut Sigurðardóttir, Háeyrarvöllum 46 Sævar Sigurmundsson, Hulduhólum 2 Hjónaband Þann 2. april voru gefm saman í hjóna- band í Laugameskirkju af séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni Ingibjörg Jóna Hjaltadóttir og Arnar Halldórsson. Heimili þeirra er að Miðtúni 40, Reykja- vík. Ljósm. Svipmyndir Þann 26. mars voru gefin saman í hjóna- band í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ af séra Baldri Rafhi Sigurðssyni Halldór Kristján Sigurðsson og Hafrún Ósk Sigurhansdóttir. Þau eru til heimilis að Miðtúni 60, Reykjavík. Þann 16. apríl voru gefin saman í hjóna- bánd af séra Sigfinni Þorleifssyni Anna Ingvadóttir og Einar Hilmarsson. Þau eru til heimilis að Rofabæ 31. Ljósm. Nærmynd Ármann Kristinsson, Sunnuflöt 44, Garðabæ, lést á heimili sínu 12. maí. Sigríður Magnúsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík, er látin. Sólveig Eysteinsdóttir,Skammbeins- stöðum, Dvalarheimihnu Lundi, Hehu, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 11. maí. Kristjana Sigfinnsdóttir, Grímsstöð- um, Mývatnssveit, lést á sjúkrahúsi Húsavíkur 12. maí. Björn Matthíasson, Grasarima 24, Reykjavík, andaðist að heimili sínu 11. maí. Alfreð D. Jónsson lést 11. maí. Stefanía Guðjónsdóttir Baltrym, Keflavíkurflugvelh, áður Smáratúni 4, Keflavík, lést á Landspítalanum 13. maí. Jarðarfarir Björn Axel Gunnlaugsson, Kolugih, verður jarðsunginn frá Víðidals- tungukirkju laugardaginn 14. maí kl. 14. Guðrún Einarsdóttir, Hlíf, ísafiröi, verður jarðsungin frá ísafjarðar- kirkju 14. maí kl. 14. Guðrún Ólafsdóttir verður jarðsung- in frá Hólskirkju, Bolungarvík, laug- ardaginn 14. maí kl. 14. Valgerður Magnúsdóttir, Hamravík, Drangsnesi, verður jarðsungin frá Drangsneskapehu laugardagiim 14. maí kl. 13. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stórasviðiðkl. 20.00 GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson í kvöld, uppselt. Aukasýning á morgun kl. 20.00, uppselt, laud 28/5, uppselt. föd 3/6, sud. 5/6, föd. 10/6, laud. 11/6, mvd. 15/6, fid. 16/6. Síðustu sýningar I vor. Ósóttar pantanir seldar daglega. SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum í dag kl. 14.00, nokkur sæti laus, næstsið- asta sýning, á morgun kl. 14.00, uppselt, siðasta sýning. Litla sviðið kl. 20.30 KÆRA JELENA eftir Ljúdmílu Razúmovskaju Þri. 17/5, nokkur sæti laus, mvd. 18/5, fid. 19/5, uppselt, föd. 20/5, uppselt, þrd. 31/5. Ath. aðeins örfáar sýningar. Miðasala ÞJððlelkhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram að sýnlngu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum virka daga frákl.10. Grænalínan996160. Greiðslukortaþjónusta. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon meö Árna Tryggva og Bessa Bjarna. Þýðing og staöfærsla Gísli Rúnar Jónsson. í kvöld, fáein sæti laus, sunnud. 15/5, fimmtud. 19/5, fimmtud. 26/5, laugd. 28/5. Fáar sýningar eftir. Stóra sviðið kl. 20. EVA LUNA . Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Oskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa- bel Allende. Lög og textar eftir Egil Olafsson. í dag, 14. maí, fáein sæti laus, næstsiðasta sýning, föstud. 20. mai, fáeln sæti iaus, allra síðasta sýnlng. , , , Geisladiskur með log- unum úr Evu Lunu tll sölu í mlðasölu. Ath.: 2 miðar og gelsladlskur aöelns kr. 5.000. Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miöapöntunum i sima 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi 680383. Greiðslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar. Tilvalin tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús. Bridge Sumarbridge 1994 Stjóm Bridgesambands íslands hefur ákveðið að leita tilhoða í Sumar- bridge 1994 að frátöldum laugardögum sem Bridgesambandið ætlar að ráðstafa að eigin vild og halda silfurstigamót og námskeið. Bridgesam- bandsstjóm áskhur sér ahan rétt th að taka því thhoði sem henni líst best á eða hafna öhum. Skrifleg thboð eiga að berast th skrifstofu BSÍ fyrir 16. maí klukkan 17. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu BSÍ fyrir hádegi í síma 619360. Bridgesamband Austurlands Aðalsveitakeppni Bridgesambands Austurlands og aðalfundur fóm fram á Hótel Höfn, Homafirði, dagana 29. apríl th 1. maí. Þar kepptu 22 sveitir um titihnn Áusturlandsmeistari í sveitakeppni. Úrsht uröu þessi: 1. Landsbankinn, Vopnafirði, 155 2. Hafþór Guðmundsson, Stöðvarfirði, 150 3. Lífeyrissjóður Austurlands, Neskaupstað, 147 Sveit Landsbankans var skipuð Olafi Sigmarssyni, Stefáni Guðmunds- syni, Þórði Pálssyni og Gauta Hahdórssyni. í mótslok var útnefndur silfur- stigameistari Bridgesamhands Austurlands. Þá nafnbót fékk Pálmi Krist- mannsson frá Eghsstöðum en hann fékk 269 silfurstig á árinu 1993. Vetrar- vertíðinni er að ljúka en að henni lokinni mun Bridgefélag Reyðar- og Eskifiarðar halda úti sumarbridge á þriðjudögum sem hefst klukkan 20 í Félagslundi. Bridgefélag Reykjavíkur Miðvikudaginn 4. maí var fióröa kvöldið í barómeterkeppni B.R. og hæsta skor á því sphakvöldi náðu eftirtahn pör: 1. Jónas P. Erlingsson-Ragnar Hermannsson 173 2. Bjöm Eysteinsson-Aðalsteinn Jörgensen 169 3. Jón Stefánsson-Sveinn Sigurgeirsson 128 Staða efstu para er nú þannig: 1. Bjöm Eysteinsson-Aðalsteinn Jörgensen 546 2. Matthías Þorvaldsson-Jakob Kristinsson 535 3. Guðlaugur R. Jóhannsson-Öm Amþórsson 431 Næsta miðvikudagskvöld, 11. maí, verður ekki sphað í aðaltvímenningn- um vegna íslandsmóts í parakeppni á Akureyri. Þess í stað verður sphað- ur eins kvölds tvímenningur og eru allir spharar velkomnir. Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudagskvöldið 2. maí, lauk Stefánsbarómeternum og urðu úrsht eft- irfarandi: 1. Jón Baldursson-Sigurður B. Þorsteinsson 262 2. Ingvar Ingvarsson-Sigurður Siguijónsson 218 3. Friðþjófúr Einarsson-Guðbrandur Sigurbergsson 162 Með þessari keppni lauk vetrarstarfi félagsins og einungis eftir að halda aðalfund og veita verðlaun. Það verður gert á veitingahúsinu A. Hansen fóstudaginn 25. maí klukkan 19.00. Þeir félagar sem eiga eftir að thkynna þátttöku geta gert það í síma 50275 (Steinþórunn). Byrjendabridge Þriðjudagskvödið 3. maí var æfingarkvöld byrjenda og var sphaður Mitcheh í tveimur riðlum og urðu úrsht kvöldsins eftirfarandi í NS: 1. Hahgrímur Markússon-Ari Jónsson 294 2. Björk Lind Óskarsdóttir-Arnar Eyþórsson 266 3. Hrannar Jónsson-Gísh Gíslason 250 Hæsta skor í AV hlutu eftirtahn pör: 1. Sævar Helgason-Bergþór Bjamason 268 2. Sigurjón Guðröðarson-Jensína Stefánsdóttir 267 3. Hekla Smith-Bjöm Sigurðson 238 Leikfélag Akureyrar ÓFERIJ DRAUfiURINN eftir Ken Hili í Samkomuhúsinu kl. 20.30. í kvöld, 14. mai, nokkur sætl laus. Laugardag 21.mai. Föstudag 27. mai. Ath. Síðustu sýningar BarPar eftirJim Cartwright SÝNT í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1 Sýningar hefjast kl. 20.30. Í kvöld, nokkur sætl laus, 40. sýnlng sunnudag 15. mai, aukasýning fimmtu- dag 19. mal, föstudag 20. mai, mánudag 23. mai, 2. i hvitasunnu ATH. Siðustu sýnlngar á Akureyri. Ath. Ekkl er unnt að hleypa gestum i salinn eftlr að sýnlng er hafln. Aðalmiðasalan i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Sími 24073. Símsvari tekur við miðapöntunum ut- an afgreiöslutíma. Ósóttar pantanir að BarPari seldar í miðasölunni í Þorpinu frá kl. 19 sýn- ingardaga. Sfmi 21400. Greiðslukortaþjónusta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.