Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. MAÍ1994 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Jilly Cooper: The Man Who Made Hus- bands Jealous. 2. Thomas Keneally; Schindler's Líst. 3. Jeffrey Archer: Honour among Thieves. 4. Vikram Seth: A Suitable Boy. 5. James Clavell: Gal-Jin. 6. P.D. James: The Children of Men. 7. Jackie Collins: American Star. 8. Catherine Cookson: The Year of the Virgins. 9. Terry Pratchett: Johnny and the Dead. 10. Anthony Burgess: A Dead Man in Deptford. Rit almenns eðlis: 1. J. McCarthy & J. Morrell: Some Other Rainbow. 2. Jung Chang: Wíld Swans. 3. Alan Clark: Diaries. 4. Gordon West: Jogging round Majorca. 5. Brian Keenan: An Evil Cradllng. 6. William Dalrymple: City of Djinns. 7. Blake Morrison: And When Díd You Last See Your Father? 8. Stephen Fry: Paperweight. 9. James Gleick; Genius. 10. Stephen Jay Gould: Eíght Uttle Piggies. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Peter Hoeg: Freken Smilias fornemmelse for sne. 2. Michael Críchton: Kuglen. 3. Bjarne Reuter: En rem af huden. 4. Christopher Davis: Philadelphia. 5. Amy Tan: Kokkengudens hustru. 6. Kazuo Ishiguro; Resten af dagen. 7. Amy Tan: Klub Held og Glaade. (Byggt é Politiken Sondag) „Ný" saga eftir Camus Franska nóbelsskáldið Albert Ca- mus fórst í bílslysi árið 1960. Meðal þess sem lögreglan fann í flaki bílsins var dagbók hans og uppkast að sjálfs- ævisögulegri skáldsögu sem fjallaði um æskuár skáldsins. Handritið var auðsýnilega fyrsta uppkast. Mikið var um útstrikuö orð, eyður og stafavillur. Ekkja skáldsins taldi líklegt að birting þessarar ófull- gerðu skáldsögu myndi skaöa álit Camus sem höfundar og neitaði því að leyfa útgáfu þess. í síðasta mánuði, 34 árum eftir hið sviplega fráfall Camus, er skáldsag- an loksins komin út í Frakklandi. Og viðbrögðin voru allt önnur en ekkjan hafði óttast. Le Premier Homme, en svo heitir sagan, varð snarlega metsölubók. Fyrstu tvær vikurnar seldist allt upplagið, 125 þúsund eintök. Ný prentun er á leið- inni. Sagan er stutt, aðeins 144 blaðsíð- ur. Og hún er birt með öllum þeim villum og eyðum sem voru í upphaf- lega handritinu. Þar er barnæsku Camus í fátækt í Alsír lýst á áhrifa- mikinn hátt, að sögn franskra gagn- rýnenda. Unga fólkið dýrkar Camus „Þaö er eins konar Camus-dýrkun í Frakklandi núna,“ segir menning- arritstjóri dagblaðsins Libération, Antoine de Gaudemar, í viðtali við Financial Times. „Hann hefur alltaf verið vinsæll meðal ungra lesenda. Umsjón: leiðtoga fransks menningarlífs eftir- stríðsáranna, Jean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir. Ástæðan var fyrst og fremst pólitísk; hann var ekki reiðubúinn að fylgja í blindni pólitískri forskrift þeirra í afstöðu til alþjóðamála. Hefurfengið Albert Camus; ófullgert handrit hans að sjálfsævisögulegri skáldsögu er orðin metsölubók í Frakklandi 34 árum eftir að hann fórst i bílslysi. Elías Snæland Jónsson En nú nýverið hafa gagnrýnendur endurmetið verk hans. Vinsældir Le Premier Homme eru ótrúlegar. Við höfum eiginlega aldrei séð annað eins.“ En álit Camus var allt annað meðal gagnrýnenda og almennings í Frakk- landi þegar hann lést. Sem kunnugt er hlaut Camus í upphafi mikið lof, ekki síst meðal menntamanna, fyrir fyrstu skáldsögu sína, L’Estranger, sem kom út árið 1942. En hann lenti smám saman í andstöðu við ókrýnda uppreisn æru Þetta hafði áhrif á stöðu hans sem rithöfundar meðal franskra mennta- manna. Blaðamaður við Le Monde, Florence Noiville, segir að þegar Camus lést hafi mátt ætla „að hann væri búinn að vera“. Verk hans hafi verið lítils metin af gagnrýnendum og afstaða hans til Alsírstyrjaldar- innar hafi kallað yfir hann óvinsæld- ir almennings. En nú er önnur tíð. Sartre og de Beauvoir eru komin í ónáð meðal franskra menntamanna en Camus hlýtur uppreisn æru. Antoine de Gaudemar telur að þar sé samhengi á milli. Þar að auki höíði stíll Camus og svartsýnin í verkum hans til lesenda samtímans. „Þetta er stíll sem erfitt er að finna annars staðar vegna þess að svo margir skáldsagnahöfundar eru ennþá fastir í móti nouveau roman,“ segir hann. Mikill áhugi virðist vera meðal út- gefenda í öðrum löndum á þessari ófullgerðu skáldsögu Camus. Að sögn Financial Times liggja þegar fyrir tilboð um útgáfu verksins á sextán tungumálum. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mury Higgins Clark: ITI Be Seeiftg You. 2. John Grísham: The Client. 3. Sue Grafton: ,,J" Is for Judgement. 4. Belva Plain: Whispers. 5. Thomas Keneally: Schindler's List. 6. Sandra Brown: Where there's Smoke. 7. Amanda Qulck: Deception. 8. Nora Roberts: Private Scandals. 9. Larry McMurtry: Streets of Laredo. 10. Susan Isaacs: After Alt These Years. 11. Patricia D. Cornwell: Cruel & Unusual. 12. W.R. Thompson: Debtor's Planet. 13. William Diehl Primal Fear. 14. Isabel Allende; The House of the Spirits. 15. John Jakes: Homeland. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Sout. 2. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 3. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 4. Maya Angelou: I Knowwhythe Caged Bird Sings. 5. Cornel West: Race Matters. 6. Ðeborah Laake: Secret Ceremonies. 7. Robert D. Kaplan: Balkan Ghosts. 8. Peter Mayte: A Year in Prövence. 9. Gail Slieehy: The Silent Passage. 10. Aphrodite Jones: Cruel Sacrifice. 11. Deborah Tannen: You Just Don't Understand. 12. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 13. Berníe S. Siegel: Love, Medicine, and Miracles. 14. Gerry Conton: In the Name of the Father. 15. Rush Limbaugh: The Way Things Ought to Be. (Byggt á New York Times Book Revíew) Vísindi Umhverfisvæn orka úr trjám og gróðri Sá dagur kann að koma að tré verði sérstaklega ræktuð fyrir raforkufram- leiðslu. gleraugunum Bandaríski vorkfræðingurínn Peter Purdy er búinn aö smiða gleraugu með innbyggöum sjón- varpsskjá, strandljónum til mik- illar ánægju því þau geta nú sam- tímls sólað sig og horft á uppá- haldsþættina sína í sjónvarpinu. Sjónvarpsslýjárinn er bara öðr- um megin. Það þykir kostur þar sem gleraugnaberinn getur þá bæði horft á sjónvarpið og fylgst með því sem er að gerast í kríng- um hann. Gleraugu þessi hafa verið á markaði í : Bandaríkjunum. í nokkra mánuði en þau éru enn svo dýr aö eftirspurn er mjög tak- mörkuð. Geimvísindastofhun Banda- ríkjanna, NASA, hefur Iátið gera sérstakan lendíngarhermi sem geimfarar um borö í geimfeijum stoinunarinnar geta æft lending- . . ■ Geimfaramir fá nákvæmlega sömu upplýsingar í herminum og þeir fá við raunverulega lend- ingu. Þá er hemirinn tengdur við stýripinna geimferjunnar þannig að æfingin verður enn raunveru- legri fyrir bragðið. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Breskur sérfræðingur í orkumál- um, Walt Patterson, segir að hægt sé að nýta tré og annan lífmassa til að framleiða rafmagn á hreinan og umhverfisvænan hátt við brennslu. Það leiði þó ekki til aukinna gróður- húsaáhrifa þar sem tré drekki í sig jafnmikið magn koldíoxíðs og þau gefi frá sér. „Ef lífmassaorka stendur undir þeim fyrirheitum sem hún gefur gætu afleiðingamar oröið gífurlega miklar fyrir orkumálin, landbúnað, umhverfismál, landnotkun og byggðaþróun," segir Patterson í skýrslunni Orka úr plöntum sem breska Konunglega alþjóðamála- stofnunin hefur gefið út. Patterson, sem starfar við stofnunina, bendir á að tré séu endumýjanleg orkulind sem kolin séu ekki. Hann segir aö notkun trjáa til orku- framleiðslu búi yfir augljósum kost- um fyrir landbúnaðinn þar sem bændur geti með því aflað sér auka- tekna með trjárækt. Þá geti orku- framleiðsla af þessu tagi létt á ríkis- styrkjum til landbúnaðar þegar og ef hún verður samkeppnisfær við aðra orkuframleiðslu. „Lífmassaorka gæti orðiö miklu mikilvægari í nokkrum þróunarríkj- um. Notkun innlendrar lífmassa- orku gæti dregiö úr orkuinnflutn- ingi, létt á erlendri skuldabyröi land- anna og á sama tíma mætt sívaxandi orkueftirspurn," segir í skýrslunni. Patterson, sem er kjameðlisfræð- ingur að mennt, hefur gagnrýnt kjarnorkuver en hann hefur líka lengi verið mikill efasemdarmaður þegar óhefðbundnir orkugjafar eru annars vegar. Lífmassaorkan er hins vegar á góðri leið með að fá hann til að skipta um skoðun. „Raforkuiðnaðurinn er mjög íhaldssamur. En lífmassaorkan er ekki nærri eins mikið menningarfrá- vik og vindorkan," segir hann og bendir á að tæknin sem notuð sé í lífmassa- og kolaorkuverum sé mjög áþekk. Patterson segir að þróunin í líf- massatækninni sé ör. Líklegt er tahð að orkuverin verði lítil, framleiði allt frá tæpu megavatti til um 150 mega- vatta. Það er í takt við þá tilhneig- ingu innan orkuiðnaðarins að reisa smærri orkuver. Rannsóknir á lífmassaorku fara fram í Bandaríkjunum, Evrópusam- bandinu, á Norðurlöndunum og í Brasilíu. Reiknað er með að fyrsta verið þessarar gerðar veröi tekið í notkun í Svíþjóð í sumar. Olía fram- leidd með örverum Vísindamenn við háskólann í Osaka í Japan hafa uppgötvað örveru sem framleiðir olíu og er þaö fyrsta lífveran sem vitað er tmi að sé gædd þeim hæfileika. í hverju grammi af öi'verum eru aðeins tíu milligrömm af oliu og því er harla ólíklegt að farið vorði aö nýta þær til olíuvinnslu í bráð. Vísindamonnirnir eru hins vegar að reyna aö fóndra við aríhera örverunnæ- til að fá hana til að framleiða meiri oliu. Þá útiloka þeir heldur ekki að fleiri olíulramleiðandi lífverur kunni að finnast. Plönturót gegn ofdrykkju Vísindamenn hafa loksins við- urkennt þúsund ara gamalt ráð gegn óhófiegri drykkj u. Um erað ræöa rótina af kudzu-vínplönt- unni og er talið að hún geti. verið jafnvel enn áhrifameiri en efnið antabus sem nú er notað. : Kínverjar hafa notað rót þossa frá því um árið 200 fyrir okkar tímatal og notkun hennar hefur ekki neinar aukaverkamr í för með sér. Til þessa hefur rótin aðeins ver- ið prófuð á hömstrum en vísinda- menn eru ekki í nokkrum vafa um að tilraunir á mönnum muni gefa góða raun. Þegar hömstrum var gefin rótin sýndu þeir mikla óbeit á áfengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.