Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 19 Stöð 2 sýnir beint frá fegurðarsamkeppni Islands: Hver þeirra er fegurst? Þaö veröur mikið um að vera næst- komandi fóstudagskvöld á Hótel ís- landi. Þá koma saman 21 fegurðar- drottning víðs vegar af landinu til að keppa um titilinn Fegurðardrottn- ing Islands 1994. Keppnin verður send beint út á Stöð 2 og hefst útsend- ingin klukkan 22.30. Er gert ráð fyrir að hún standi í um tvær klukku- stundir. Að þessu ‘sinni hafa stúlkurnar gengið í gegnum langan og strangan undirbúning. Þær hafa lagt stund á líkamsrækt, þjálfun í fallegu göngu- lagi og aðlaðandi framkomu og á dagskránni er meira að segja ræðu- námskeið sem hjálpar þeim til að koma vel fyrir sig orði. Þrátt fyrir að keppnin sjálf gangi alltaf út á hið sama, hefur þeim sem að henni standa, með framkvæmda- stjórann Ester Finnbogadóttur í far- arbroddi, tekist að brydda upp á nýj- ungum. Keppnin í ár verður þar eng- in undantekning. Stúlkurnar koma fram á sundbolum og síöar um kvöldið í glæsilegum síðkjólum. Þá dregur dómnefndin sig í hlé til að velja fegurstu stúlku íslands árið 1994. Raunar hafa dómnefndarmenn fylgst með stúlkunum á æfingum áður en til keppninnar kemur, auk þess sem nefndin hefur tekið viðtal viö hverja þeirra fyrir sig. Þá mun dómnefndin einnig fyigjast með loka- æfmgunni. Allt er þetta gert til að valið verði auðveldara á lokakvöld- inu. Tilbrigði við fegurð Það eru margir sem leggja hönd á plóginn við undirbúning fegurðar- samkeppninnar. Hófið hefst klukkan 19 með fordrykk og matreiðslumeist- ari Hótel íslands mun síðan hafa veg og vanda af krásunum á matseðli kvöldsins, sem mjög verður vandað til. Þá hefur skapast hefð fyrir því að verk Gunnars Þórðarsonar, Til- brigði viö fegurð, sé flutt í hvert skipti sem ungfrú ísland er valin. Þær keppa um titilinn Fegurðardrottning íslands 1994 og verður sent beint út frá keppninni á Stöð 2. DV-mynd GVA Danshöfundur er Helena Jónsdóttir, atriða. Kynnir kvöldsins verður Jón sem jafnframt annast sviðsfram- Axel Ólafsson. komu stúlknanna og útlit skemmti- í r1 V U 1 ÍL JU I l ■ II l \ t V s Á fónieikum til minningar um sem haldnir verða á vegum Rikisútvarpsins og Styrktar- og menningarsjóðs Hauks Morthens í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 15. maí og hefjast kl. 21.00 koma fram: Hallbjörg Bjarnadóttir Stefán Hilmarsson Ragnar Bjarnason Skafti Ólafsson Hjördís Geirsdóttir Jón Kr. Ólafsson Jóhann Helgason Páll Óskar Hjálmtýsson Svanhildur Stefán Jónsson Bjarni Arason Linda Walker Jóhanna Linnet Ömar Axelsson Garðar Guðmundsson Árni Elfar Björn R. Einarsson Carl Möller Kristinn Hallsson Þórír Baldursson Megas Reynir Sigurðsson Eyþór Þoriáksson Einar Bragi Bragason Sveinn Eyþórsson Árni Scheving Alda Ingibergsdóttir Guðmundur Steingrímsson Guðní Þ. Guðmundsson Steíngrímur Guðmundsson Björgvin Halldórsson Vernharður Linnet Anna Mjöll Ólafur Gaukur MIÐASALA VIÐ INNGANGINN Reykvíkingar - nú hreinsum vi& til. í dag er sérstakur hreinsunardagur í Reykjavík. Hægt er að fá ruslapoka í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra í: : Vesturbæ við Njarðargötu, Austurbæ á Miklatúni, Breiðholti við Jafnasel, Árbæ, Selási og Grafarvogi við Stórhöfða. Næstu tvær vikur munu starfsmenn Reykjavíkurborgar sjá um að fjarlægja fulla poka sem settir eru út fyrir lóðarmörk. Úrgang skal aðgreina í rusl og garöúrgang. Einnig er auðvelt að losna við úrgang í gámastöðvum Sorpu alla daga milli kl. 12:30 og 19:30, en þær eru við: Ánanaust móts við Mýrargötu, Sævarhöfða norðan við Malbikunarstöð, Gyifaflöt austan Strandvegar, Jafnasel í Breiðholti. Höldum borginni okkar hreinni Borgarstjórinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.