Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 14. MAÍ1994 15 Kosningabaráttan fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar, sem fram fara eftir hálfan mánuð, er farin að harðna. Það er að vonum því mikið er í húfi. Mest hefur borið á baráttunni í Reykjavík enda ástand þar með öðrum hætti en áður. Að- eins tveir listar eru í kjöri í höfuð- borginni og sú óvenjulega staða að Sjálfstæðisflokkurinn á undir högg að sækja. Allar skoðanakannanir hafa sýnt meirihlutafylgi við Reykjavíkurlistann, sameinaðan lista núverandi minnihlutaflokka í borginni. En það er víðar tekist á en í höf- uðborginni. Spennandi kosningar eru fyrirsjáanlegar í stóru sveitar- félögunum, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri og hinu sameinaða sveit- arfélagi, Suðurnesjabæ. Alþýðu- flokksmenn náðu hreinum meiri- hluta í Hafnarfirði í síðustu kosn- ingum, skipt var um meirihluta í Kópavogi þar sem Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur tóku við ' :: er rökstutt nánar í leiðara Morgun- blaðsins á miðvikudag en þar segir m.a.: „Rökin fyrir því að Morgun- blaðið hefur lýst eindregnum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum eru augljós. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur staðið sig vel á vettvangi borgar- mála nú sem fyrr. Hinn sameinaði framboðshsti vinstri manna í Reykjavík hefur hvorki lagt fram ferskar hugmyndir um málefni sem hstinn ætlar að beita sér fyrir né sýnt fram á nokkur meiri háttar mistök í stjórn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavíkurborg. R-listinn minnir þvert á móti á samstarf vinstri flokkanna eftir kosninga- ósigur Sjálfstæðisflokksins 1978 og sá sem man eftir þeim glundroða tekur ekki nýja áhættu af shku samstarfi. Vegna verka sinna hafa sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur unnið th trausts borg- arbúa.“ Afstaða Morgunblaðsins kemur Sérstaða og traust af vinstri flokkunum og á Akureyri skildu sjálfstæðis- og alþýðubanda- lagsmenn Framsóknarflokkinn eft- ir úti í kuldanum, þrátt fyrir kosn- ingasigur þess síðastnefnda. Kaupstaðakannanir Nýjar skoðanakannanir DV sýna að breytinga gæti verið að vænta. Spennandi var að sjá útkomuna í Suðumesjabæ. Þar renndu menn blint í sjóinn í nýju sveitarfélagi. Útkoman sýndi sterka stöðu Sjálf- stæðisflokksins, jafnvel svo sterka að hann gæti náð hreinum meiri- hluta í komandi kosningum. Þessi könnun sýndi kjósendum og fram- bjóðendum í hinu nýja sveitarfé- lagi stöðuna á þeim tíma sem könn- unin var gerð. Þá mátti sjá í DV-könnun í vik- unni að hið sterka vígi krata í Hafn- arfirði virðist vera að faha. Sam- kvæmt könnuninni missir Alþýðu- flokkurinn tvo bæjarfuhtrúa í komandi kosningum og þar með meirihluta sinn í bæjarstjóminni. Hlutverk frjálsra fjölmiðla Það er því að vonum að umfjöhun um væntanlegar kosningar verði sífeht fyrirferðarmeiri ífjölmiðlun- um. Sú umfjöllun á enn eftir að aukast þær tvær vikur sem eftir eru fram að kosningum. Það er ein- mitt á þessum tíma sem mest reyn- ir á fijálsa fjölmiðla. Þeirra hlut- verk er að koma mismunandi sjón- armiðum frambjóðenda á fram- færi. Það er þeirra að segja frá því hveijir bjóða sig fram á hveijum stað, fyrir hvaða hsta og greina frá áhersluatriðum hvers og eins. í kynningu frambjóðenda kemur fram forgangsröðun verkefna og í hvað ætlunin er að veija þeim fjár- munum sem viðkomandi sveitarfé- lag hefur til umráða. Fróðlegt er að skoða stöðu dag- blaðanna í þessu samhengi. DV hefur, sem fijálst og óháö blað, birt skoðanir frambjóðenda allra flokka í kjaharagreinum og les- endabréfum og um leið stuðnings- greinar við einstaka framboðshsta. Reynt er að halda jafnvægi og gera einstakhngum og hstum jafn hátt undir höfði. Þá kannar blaðið með reglulegum hætti skoðanir manna og birtir með sama hætti og gert hefur verið árum saman. Reynslan er ólygnust í þeim efnum. Við sam- anburð á skoðankönnunum og kosningum hefur komið í ljós að kannanir DV eru mjög áreiðanleg- ar. Síðast en ekki síst fara blaða- menn DV í hvern einasta kaupstað landsins, ræða við efstu menn á öllum framboðshstum og birta nöfn þeirra sem eru í framboði á hverjum hsta. Þá eru rifjuð upp úrsht síðustu kosninga og almenn- ingur á stöðunum beðinn að tjá sig um væntanleg kosningaúrslit. Mikilvægt hlutverk Með þessu móti kynnir blaðið þá lista sem í boði eru og fyrir hvað þeir standa. Þannig eiga kjósendur auðveldara með að gera upp hug sinn í kosningunum. Hlutverk blaðsins er því mikilvægt en um leið er ábyrgð þess mikh. Frjálst og óháð dagblað verður að standa undir nafni. Lesendur verða að geta treyst því að sjónarmið ahra fái notið sín. Þess vegna leggur DV í mikinn kostnað fyrir kosningar með kosningaferðalögum sínum og könnunum. Sjónarmið heiðarlegrar blaða- mennsku verða að ráða ferðinni. Eðlhegt er að þrýstingur á fjölmiðla sé umtalsveröur. Mikhr hagsmun- ir eru í húfi. Þetta á aðahega við um stærstu sveitarfélögin og eink- um Reykjavík. Taugatitringur er mikih í herbúðum beggja. Það er því fjölmiðhsins að standa sig. Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri Tíðindi hvemig sem fer Ljóst er að hvemig sem kosninga- úrshtin verða í Reykjavik þá er stórtíðinda að vænta. Niöurstöður kannana benda til þess að meiri- hluti Sjálfstæðisfloldcsins falli og Reykjavíkurhstinn komist th valda. Verði niðurstaöa kosning- anna sú eru það mikh tíðindi. Reykjavík hefur um áratugi verið helsta vígi Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn leggur því aht undir th þess að halda þeirri stöðu sinni. Nái Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar að halda meirihluta sínum þá eru það ekki síður mikh tíðindi þar sem nánast hefur verið gengið út frá sigri Reykjavíkurhstans. En skoðanakannanir sýna aðeins stöðu á þeim tíma sem þær eru teknar og enn eru tvær vikur th kosninga. Og skoðanakannanir eru ekki kosningar. Enn á þvi mikið eftir að gerast í þeirri snörpu kosn- ingabaráttu sem nú er háð. Það er einmitt hlutverk DV, sem frjáls og óháðs blaðs, að fylgjast grannt með þeirri baráttu og segja frá fram- gangi mála, ekki draga taum ann- ars aðilans umfram hinn heldur kynna baráttumál hstanna og um leið þá einstakhnga sem í boði eru. Þetta á ekki síst við um borgar- stjóraefni hstanna, leiðtogana. Afstaða annarra blaða Kjósendur þurfa að meta það með raunsæjum hætti hvað í boði er, menn jafnt sem málefni. Það er hlutverk DV að koma þessum skhaboðum óbrengluðum til þjóð- arinnar. Önnur dagblöð á mark- aðnum, Morgunblaðið, Tíminn og Alþýðublaðið, eru að sjálfsögðu mörkuð af komandi kosningum ekki síður en DV. En það er vert að hta á með hvaða hætti. Alþýöu- blaðið og Tíminn eru höh undir Reykjavíkurhstann og það kemur ekki á óvart. Það verður því að lesa þau blöð með þau formerki í huga. Aragrúi kosningagreina hefur birst í Morgunblaðinu og það hefur lagt mikið pláss undir þær. Þar verður ekki annað séö en allir aðh- ar fái notið sín. Um hitt verður ekki deht að Morgunblaðið hallar sér að Sjálfstæðisflokknum, a.m.k. í borgarmálum, og það kemur held- ur ekki á óvart. Flokkslína í borgarmálum í Reykjavíkurbréfl Morgunblaðs- ins síðasthðinn sunnudag lýsti Morgunblaðið yfir eindregnum stuðningi við lista sjálfstæðis- manna í komandi kosningum th borgarstjómar Reykjavíkur. Þetta einnig fram í bréfaskriftum rit- stjóra blaðsins og kosningastjóra Reykjavíkurhstans. Blaðið birti þessi bréfaskipti á miðvikudag. Morgunblaðið hefur boðið lesend- um sínum að leggja spurningar fyr- ir Árna Sigfússon, borgarstjóra í Reykjavík. Kosningastjóri Reykja- víkurhstans fór fram á það að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóraefni Reykjavíkurhstans, fengi með sama hætti að svara fyr- irspurnum Reykvíkinga á síðum Morgunblaðsins. Ritstjórar blaðs- ins synja þeirri ósk og eru rök blaðsins að „borgarstjóri svari spumingum lesenda um fram- kvæmdir og þjónustu við borg- arbúa á yfirstandandi kjörtímabih þar sem hann er ábyrgur fyrir þeim en Ingibjörg Sólrún hefur ekki bor- ið ábyrgð á gerðum borgarinnar sl. fjögur ár og þess vegna ekki ástæða til að spyrja hana sérstaklega um þau efni.“ Niðurstaðan er skýr. Spurningin er hins vegar sú hvort sömu rökum verður beitt að fjórum árum hðn- um, fari svo að Reykjavíkurhstinn beri sigur úr býtum. Kemst þá Ingi- björg Sólrún ein að, sem borgar- sfjóri, í fyrirspumadálki Morgun- blaðsins? Sérstaða DV meðal blaða Hér er bent á sérstöðu DV í hópi dagblaðanna. Það stendur í blað- haus að blaðið sé fijálst og óháð. Fráleitt er að blaðið sé hafið yfir gagnrýni vegna skoöana sinna í ritstjómargreinum. En um þessa grundvallarstefnu blaðsins verður að standa vörð. Þar er tilveru- grundvöllur þess og á því byggist traust tugþúsunda kaupenda blaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.