Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 35 Tattúið sem er flott í dag er dæmt til að vera gamaldags og út i hött á morgun vegna þess að öll tiska er seld undir þann dóm. Húöflúr Nökkvi læknir heimsótti vinafók sitt á dögunum. Hann þurfti undir- skrift á þreyttan víxil sem haföi flakkað í bankakerfmu um hríö. „Þetta er ekki hægt," sagði Nökkvi. „Svona vúáll er eins og martröð úr grísku goðafræðinni. Hann vex en minnkar ekki. Mér finnst stundum eins og guðirnir hafi dæmt mig til að borga af-honum til eilifðarnóns." „En þú borgar eiginlega aldrei neitt, þess vegna minnkar hann ekki,“ sagði vinur hans kuldalega og skrif- aði nafn sitt á víxilblaðið. „Mér líður eins og Árna Oddssyni á Kópavogs- fundinum," sagði hann síðan. „Mig langar helst til að fella tár yfir þess- ari undirskrift. En það er meira sem grætir mig þessa dagana," bætti hann við. „Sonur okkar ætlar að fá sér tattú á næstunni, kínverskt tákn á vinstri öxhna. Hvað finnst þér um það?“ Nökkvi þekkti vel þennan son sem hann hafði fylgst með frá barnsaldri. Drengurinn var bráö- ger, 16 ára gamall, fljótfær og þrjóskur, maður augnabliksins. „Mér finnst það ekki sniðugt," sagði Nökkvi. Tattúeringar í sögulegu Ijósi Tattúeringar hafa viðgengist um aldabil. Menn uppgötvuðu fyrir mörg þúsund árum hvernig hægt var að sprauta bleki undir efsta lag húðarinnar og teikna varanlegar myndir. Kínveijar hófu að tattúera hver annan fyrir um 5000 árum og húðflúr tíðkaðist um alla Asíu þrátt fyrir bann Kóransins við húðflúri. Margir rómverskir keisarar Utu skraut-tattúeringar homauga en Rómveijar og Grikkir húðflúruðu þræla sína til að auðkenna þá. Bret- ar og Frakkar settu tattú á fanga og misyndismenn til að merkja þá og breski herinn tattúeraði stafina BC (bad conduct) á óhlýðna her- menn aUt til ársins 1879. Þjóðverjar húðflúruðu fanga í útrýmingarbúð- um eins og fram hefur komið í ótal kvikmyndum um heUorina. Her- menn létu tattúera á sig heiti blóð- flokksins síns og nafn herdeilda. Algengast er þó að menn láti tattú- era sig til skrauts. Lengi urðu ís- lendingar að leita til útlanda eftir húðflúri sem var merki hinna sigldu manna. Víða í Nýhöfninni voru nafntogaðir húðflúrarar sem íslend- ingar þekktu vel. Má þar nefna Tattú-Óla og starfsbræður hans sem teiknuðu væmnar myndir á mis- dmkkna íslendinga. Mynd af tígris- dýri, flöggum eða legsteini sem á stóð „sailors grave“ á upphandlegg Á læknavaktinni var einkenni þeirra sem verið höfðu í útlöndum en ekki eytt ævinni við að snúast kringum beljurassa upp til sveita. Á seinni ámm hefur þetta breyst. íslenskir húðflúrarar hafa tekið tU starfa og tattú virðist nú í mikUli sókn meðal ungs fólks. Margir unghngar láta tattúera á sig aUs kyns tákn, keðjur og galdrastafi. Aðalvandamál húðflúraðra Nökkvi sagði rólegri röddu: „ Aðal- vandamál þeirra sem láta tattúera sig er að húðflúrið er varanlegt. Ekki er hægt að fjarlægja það nema með flóknum aðferðum lýtalækn- inga en það er bæði dýrt og óþægi- legt og skilur eftir sig misljótt ör. Þetta er auðvitað til mikils baga vegna þess að engin tíska, hversu snjöll og smart sem hún er, verður nokkru sinni varanleg. Börn hlæja nær undantekingarlaust að gömlum ljósmyndum af foreldrum sínum. Þeim finnst foreldramir yfirgengi- lega hallærislegir með sitt síða bítla- hár eða aðra hárgreiðslu, skegg, hárbönd eða ákveðna tegund af skyrtum og slifsum, kjólum eða skóm. Þó að tíska komi stundum aftur hefur hún ávaUt sín sérkenni sem gera fyrirmyndina gamaldags og þreytta. Húðflúr er varanlegt á líkama þess sem lætur tattúera sig en verður hverfulum tískuhug- myndum að bráð. UngUngum nú- tímans finnast húðflúraðir legstein- ar, tígrishausar, flögg og rýtingar úr smiðju Tattú-Óla í Nýhöfninni óhemju haUærislegir. Á sama hátt mun unglingum framtíðarinnar finnast kínversku táknin, galdra- staflrnir og keöjur nútímans afskap- lega ömurleg tíska. Tattúið sem er flott í dag er dæmt til að vera gamal- dags og út í hött á morgun vegna þess að öU tíska er seld undir þann dóm. Þá er of seint að iðrast og óska húöflúrinu út í veður og vind vegna þess hve varanlegt það er. Þess vegna skyldi enginn láta tattúera sig.“ Nökkvi þagnaði og minntist ótal húðflúra sem hann hafði reynt að hjálpa fóUci að fjarlægja og tígris- haussins á vinstri upphandlegg sjálfs sín sem hann hafði látið lýta- lækni taka á brott fyrir nokkrum árum. Eftir stóð ljótt ör sem minnti einna helst Sjáland að lögun. Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldinn þriðjudaginn 17. maí 1994 kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Félagsmenn, fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin V I K I N G A • T ' Vinningstölur ,-------:---- miðvikudaginn: 11 • ma| 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPH/EÐ Á HVERN VINNING a 6 af 6 3 35.005.000 a 5 af 6 +bónus 1 1.487.720 a 5 af 6 9 54.094 □ 4 af 6 475 1.630 a 3 af 6 +bónus 1.596 208 Uinningur fúr til: Ðanmetkui Aðaltöiur: Heildarupphaeð þessa viku: 108.095.784 á ísi.: 3.080.784 UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FVRIRVARA UM PRENTVILLUR „Skápar, sófar, borð og bekkir, betri kaup þú varla þekkir. Leitaðu ei um hæðir og hóla, heldur skaltu á okkur.... m u AUOLÝSINOAR m 63 27 OO MMC Sigma V6, árg. 1991, ekinn 26 þús. km, 4 dyra, sjálfskiptur, hvítur. Verð 2.600.000 kr. BÍLAÞING HEKLU NOTAÐIR BÍLAR Bílaþing Heklu • Laugavegi 174 • Sími 69 56 60 • Fax 69 56 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.