Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 Fréttir_________________________________________d\ Hæstiréttur dæmir karlmann 16 mánaða fangelsi: Afklæddi og hafði kynmök við sofandi systur sína - hafði fyrst kynmök við hana er hún var 6 til 7 ára Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í 6 mánaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundið, og til greiðslu 150 þúsund króna miskabóta. Hæstíréttm* staðfesti meö þessu dóm Héraðsdóms Reykjaness en málið var höfðað með ákæru á hend- ur manninum þar sem honum var gefið að sök að hafa fært systur sína úr fotunum þar sem hún var sofandi á vinnustað hans og haft samræði við hana. Konan kom á vinnustað bróður síns þreytt og vansvefta eftir eril- saman dag. Hún hafði drukkið áfengi lítillega með bróður sínum áöur en hún sofnaði á vinnustað hans. Ætlaði því dómurinn að hún hefði fallið í djúpan svefn. Maðurinn notfærði sér ástand konunnar, klæddi hana úr að neðanverðu og kom fram vilja sín- um. Konan vaknaði meðan á þessu stóð og ýtti við manninum. Hann hætti strax og dró sig til baka. Konan tók þá eftir þvi að búið var að færa hana úr fotunum fyrir neðan mitti og varð reið og sagði jafnframt bróð- ur sínum að hún ætlaði að kæra þetta. „Hafi hann þá haft á orði að hún þyrði það ekki. Hún svaraði því til að hún væri staðföst í því og um leið og hún var búin að klæða sig í þá fór hún út úr húsnæðinu og gekk á lög- reglustöðina í Kópavogi." Dómurinn taldi framburð konunn- ar „stöðugan og trúverðugan" og taldi jafnframt framburð mannsins styðja frásögn hennar, svo langt sem Guðfirmur Piraibogasoin, DV, Höhnavflc Einn leikenda, Sigurður Atlason, handleggsbrotnaði í einu áhættu- hlutverki sýningarinnar „Einn koss og ég segi ekki orð við Jónatan" þeg- ar Leikfélag Hólmavíkur flutti leik- verkið á Króksfjarðarnesi nýlega. hann næði. Þótti ekki vafi leika á að maðurinn hefði haft samræði við systur sína og gerst brotlegur við hegningarlög og væri sakhæfur. í dóminum kemur fram að maður- inn hafi verið elstur nokkurra systk- ina. Einnig kemur fram að maðurinn hafi áður haft kynmök við þessa syst- ur sína. Fyrst hafi það gerst er hann var um fermingaraldur, en hún var þá 6 til 7 ára, og þrisvar sinnum „eft- ir að hún varð fullorðin og segir hann að þaö hafi verið með hennar vilja Sigurður er harður af sér og áhuga- mikttl leikari og með handlegginn í gifsi lék hann hlutverk sitt af snilld í Logalandi í Borgarfirði stuttu síðar. Fyrirhugaöar eru tvær sýningar á Hólmavík um hvítasunnuhelgina og að öllum líkindum verður handlegg- ur Sigurðar þá enn í gifsi. eða eftir hennar beiðni. Því neitar konan, segir að hann hafi misnotað sig.“ Refsing þótti hæfilega ákveðin 6 mánaða fangelsi, þar af þrír mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Dóm- urinn féllst á að maðurinn skyldi greiða systur sinni 150 þúsund krón- ur í miskabætur en hún hafði krafist 800 þúsund króna í bætur fyrir þann miska sem bróöir hennar hefði unnið henni fyrr og síðar. Stuttar fréttir ytillþorskafli Þorskafli í nýliðnum aprílmán- uði var einungis 12 þúsund tonn. Þetta er minnsti þórskafli í apríl sem sögur fara af en á árum áður var algengt að um 100 þúsund tonn af þorski veíddust í mánuö- inwn. Hagkaup og Levi sættast Hagkaup og Levi’s galiabuxna- fyrirtækið hafa náð sáttum i máli sero fyrirtækið höfðaði gegn; Hag- kaup vegna innflutnings á galla- buxum. Levi’s mun höfða mál gegn Öðrum aöilum erlendis. Vsfilfel! verðlaunað Vífllfeli hf, framleiðandi Coca Cola á íslandi, fékk afhent í gær stærstu viðurkenningu sem Coca Cola verksniiðja getur áunniö sér. Vifilfeli var verölaunað fyrir gott starf í gæðamálum. Hagnaður á Þórshöf n ■ Veltá I Jraðfrystistöðvarinnar hf. á Þórsliöfn jókst um 34% á sfðasta ári, var rúrour 1 milljarð- ur króna. Fyrirtækiö hagnaðist um 19 milljónir sem aðallega má rekja til Smuguveiðanna. Tölvuriiðnaði Yfirgripsmikil ráðstefna um notkun tölva í byggingariðnaði hefst eftir helgi að Hallveigarstíg 1 á vegum Samtaka iðnaðarins og Byggingarþjónustunnar hi'. Borgin veitír verðlaun Reykjavíkurborg afhenti tveimur fyrirtælyum viðurkenn- ingar i gær; Hampiðjunni fyrir þróun verkefnis á gömlum grunni og Bilabúð Benna fyrir athyglisverða nýsköpun í sér- smíði jeppa. BarraeidiHafið Eidi á hlýsjávarflsktegundinni barra er hafiö hjá Móka hf. á Sauöárkróki og búist við fyrstu slátrun eftir ár. Lögmannavakt norður Lögmannavakt hefst á Akur- eyri eftir helgi. Þar geta norðan- menn fengiö lögfræöilega ráögjöf án endurgjalds. Félagsmálaráðuneytið hefur úrskurðaö aö atkvæðagreiösla um sameiningu Heigafellssveitar og Stykkishólms sé gild þrátt fyr- ir að of þunnur pappír hafi veriö notaður í atkvæðaseöla. Kosningaskrifstofa Reykjavíkurlistans á Laugavegi: Líf ið sem fylgir okkur smitar útfrásér - segir Álfheiður Ingadóttir starfsmaður „ Við finnum að þetta er mjög þakk- lát starfsemi hér því aö lífið sem fylg- ir okkur smitar út frá sér í nágrenn- inu. Við erum í besta og fallegasta húsnæðinu í Reykjavík og hér er stöðugur straumur, opin kaffistofa og hægt að fá mat í hádeginu og allt- af ýmsir málefnahópar starfandi," sagði Álfheiður Ingadóttir, starfs- maður Reykjavíkurlistans, þegar DV leit inn í höfuðstöðvar hans í hús- næði Alþýðubankans við Laugaveg fyrir nokkru. Stöðug fundahöld eru allan daginn í kosningaskrifstofu Reykjavíkur- hstans og mikil skipulagningarvinna gangandi. Meðan á innhtinu stóð sátu frambjóöendur og yfirkjörstjóm Reykjavíkurlistans á fundum, auk þess sem svokölluð áróðurs- og kynningamefnd var að leggja á ráðin á einni skrifstofunni enda talsverð útgáfa á blöðum og bæklingum fyrir- huguð. „Það má segja aö hátíöahöldum hafi ekki linnt frá því kosningaskrif- stofan á Laugavegi var opnuð fyrir nokkrum vikum. Reykjavíkurhstinn hefur staðið fyrir kosningahátíð um hverja helgi auk opnunarhátíða á kosningaskrifstofum. Það er stöðug- ur straumur af fólki hér,“ sagði Álf- heiður. Dögg sökk en náðist aftur á f lot Brimnes BA 800 kom til hafnar á atreksfirði síðdegis í gær með lögg ÍS 39 en einum skipveija af lögg var bjargað í fyrradag þegar áturinn var næstum sokkinn. Brimnes kom taug um borö í ögg og dró hana tíl hafnar. Ferðin ekk ekki þrautalaust því fyrst í stað gekk mjög hægt sökum veð- urs. Þegar báöir bátamir vom fyrir utan Patreksfj arðarhöfn sökk hins vegar Dögg um leið og slegið var af ferðinni. Hún náðist þó aftur á flot og var dælt úr henni. Hún hgg- ur nú bundin við bryggju á Pat- reksfirði. Sjálfstaeðismenn í Langholtshverfi, Háaleitishverfi, Smáíbúðahverfi, Bú- staðahverfi og Fossvogshverfi eru saman með kosningaskrifstofu á Grens- ásvegi og er aðaivinnan fólgin í skipulagningu varðandi kosningarnar. DV-mynd ÞÖK Kosningaskrifstofa sjálfstæðismanna við Grensásveg: Stórir f undir og kosningahátíðir - sjálfboðaliðar vinna gífurlega skipulagsvinnu Frambjóðendur og yfirkjörstjórn Reykjavíkurlistans funda stift í húsnæði Alþýðubankans við Laugaveg þessa dagana enda að mörgu að hyggja fyrir kosningar. DV-mynd ÞÖK Kosningabaráttan er komin á fuha ferð í höfuðborginni enda í mörgu að snúast við undirbúning og skipu- lagningu kosningabaráttunnar og kosninganna sjálfra. Þegar DV leit inn á kosningaskrifstofuna á Gréns- ásvegi nýlega vom sjáhboðahðar að undirbúa opinn fund með Árna Sig- fússyni borgarstjóra og var það mál manna að kosningastemningin ykist dag frá degi og talsvert um að fólk hti inn tíl að ræða máhn og bjóða fram aðstóð. „Það er ýmislegt í gangi hjá okkur. Við vorum með mjög góða kosninga- hátíð þegar við opnuðum og vomm með aðra hátíð í byijun maí með hljómsveitum og skemmtiatriðum. Við ætlum að vera með stóra fundi á fimmtudagskvöldum og fundi og uppákomur fyrir ungt fólk. í hverfa- félögunum er meira um að eldra fólk sé starfandi og því reynum viö að höfða líka til unga fólksins," sagði Óskar S. Finnsson kosningastjóri. Á kosningaskrifstofum sjálfstæðis- manna er leikaðstaða fyrir böm og alls staöar hægt að seljast niður og spjalla við flokksmenn og frambjóð- endur. Frambjóðendurnir skiptast á að vera á kosningaskrifstofunum þannig að borgarbúar geta htið inn og rætt málin. Daginn sem DV leit inn á skrifstofuna á Grensásvegi sat Inga Jóna Þórðardóttir á spjalh en hún og Ólafur F. Magnússon áttu þá vikuna. Beinbrotnaði í áhættuhlutverki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.