Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Page 18
18 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 Dagur í lífi Guðjóns Amgrímssonar fjölmiðlamanns: Með hressum fýrum Guðjón bregður á leik með Vigni, syni sínum, og vinum hans, þeim Árna, Jóhanni Geir, Guðbrandi og Guð- DV-mynd GVA Fjölskyldan vaknar um hálfátta og morgunverkin eru hefðbundin - aiiir í fötin, allir að bursta tennur, hvort viltu Cheerios eða komfleks, safa eða mjólk, jógúrt eða ABT mjólk? Hver á að lesa Moggaim fyrst? Eldri strákurinn, Vignir, sem er nýorðinn 12 ára, er í prófum og við rifjum upp fyrir tónmennta- próf að það var örugglega séra Bjami Þorsteinsson en ekki Sig- valdi Kaldalóns sem fæddist árið 1861. Bömin vita margt umfram hina fullorðnu. Á leiðinni út í bíl stika ég 30 metra fyrir Brynjar, sem er 5 ára, og við furðum okkur enn einu sinni á lengdinni á steypireið, stærsta dýri í heimi sem er með munn sem er stærri en herbergið hans. Um níuleytið er ég kominn í vinnu, fæ mér fyrsta kafiibolla dagsins og ræði málin við vinnufé- lagana, Ómar Valdimarsson, Ólaf Hauksson og Valþór Hlöðversson. Við eigum flórir saman fyrirtækið Athygh hf., sem annast almenn- ingstengsl, ráðgjöf og fjölmiöla- þjónustu eins og stendur á nafn- spjöldunum okkar. Þetta er góð vinna. Fyrirtækið átti fimm ára afmæh á dögunum og þó það hafi ahð allan sinn aldur á samdráttar- tímum þá hefur það dafnað. Enda gætrnn við hófs. Borgarpóhtíkin er vinsælasta umræðuefnið um þess- ar mundir - við eigum það sameig- inlegt (með landsmönnum öhum) að vita ávaht betur en frambjóð- endur og erum mátulega hneyksl- aðir á flestu sem þeir segja og gera. Reyndar finnst mér stjórnmál bera æ meiri keim af íþróttum - fólk heldur með sínu hði, ekki af því að það bjóði upp á betri leik en hin hðin, eða önnur leikkerfi, heldur af því bara. mundi Davíð. Fundur um HM'95 Klukkan tíu komu á fund þeir Hákon Gunnarsson, framkvæmda- stjóri HM’95, og Sigurjón Friðjóns- son markaðsstjóri sem vinna við að undirbúa heimsmeistarakeppn- ina í handbolta. Við í Athygli höf- um tekið þátt í þessum undirbún- ingi, einkum spekúlerað í því hvemig eigi að gera keppnina spennandi á meðal handknattleiks- unnenda úti í heimi. Verkefni þessa fundar var að undirbúa fréttablað á ensku um keppnina sem á að koma út strax að loknum drætti í riðla þann 24. júní nk. Þetta blaö, sem í yrði kynning á keppninni, íslenskum handknattleik og íslandi sjálfu yrði sent til ahra handknatt- leikssambanda í heiminum og hundraða fjölmiðlamanna úti í heimi sem fjalla um handknattleik. Þetta er skemmtilegt og að mörgu leyti dæmigert verkefni - fyrst er spáð og spekúlerað með viðskipta- ’/inum um markmið, svo koma menn sér niður á ákveðna leið og loks er að framleiða. Erfittaðtolla inni Eftir hádegismat, sjoppusnarl, tekur við meira af ámóta verkefn- um - lögð lokahönd á verkefna- skýrslu til eins viðskiptavinar, hringt í prentsmiðjur og farið yfir texta með þýðanda. Vinnufélagam- ir eru á svipuðu róh, stundum vinnum við tveir eða fleiri saman að verkefnunum. Ég er kominn heim upp úr klukk- an fimm og þar er fuht hús. Ámi, Jóhann Geir, Guðbrandur og Guð- mundur Davíð, vinir Vignis, eru inni í herbergi hjá honum og það er hlustað á 2 Unhmited. Hátt. Þetta em hressir fýrar, gelgjan rétt aö byrja og mikið að gera. Þeir era á leiðinni á æfingu. Brynjar er úti að leika. Það er gott veður, vor í lofti, eins og aha síðustu viku. Við Brynhildur, kon- an mín, sem er í vaktafríi frá vinnu sinni á Flugleiðum, tohum ekki inni. Viö búum við Laugardalinn, og horfúm úr eldhúsglugganum yfir leiksvæði bamanna í hverfinu. Matarstúss getur beðið. Skrítin aukavinna Fyrir hálfsjö fer ég í jakka, skyrtu og bindi og er kominn í tæka tíð í andhtsforðun þá sem fylgir auka- vinnunni. Ég flyt annað slagið fréttimar á Stöö 2. Það er skrítin iðja. Maður sitrn- í klukkutíma í stóm herbergi við borð með af- skaplega viðkunnanlegt fólk sér við hhð, enn viðkunnarlegri tækni- menn fyrir framan sig og segir nokkrar setningar í einu í áttina að myndavél. í sjálfu sér létt verk. En það fer mikil vinna margra manna í að undirbúa hvem 19:19 þátt, áhorfendurnir em margir og sjónvarpsstöðin byggir auglýsinga- tekjur sínar mjög á fréttatímanum. Það er auðvitað skýringin á því undarlega andrúmslofti spennu sem fylgir vinnu við sjónvarp. Ég er búinn korter yfir átta. Við köhum strákana inn í síðbúinn kvöldmat um hálfníu. Mágur minn, sem býr úti á landi en vinnur í bænum, htur inn í kvöldkafii. Það er spjahað, drengjunum komið í háttinn og kíkt með öðm auganu á sjónvarpið framundir miðnætti. Finnur þú fimm breytingar? 257 Nafn: Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta fjölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyghsgáfu og þjálfar hugareikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Ban- væn þrá. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 257 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð fimmtugustu og fimmtu get- raun reyndust vera: 1. Dagný Guðmundsdóttir, Heiðarbrún 47, 810 Hveragerði. 2. Laufey Vilhjálmsdóttir, Ránargötu 5, 101 Reykjavík. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.