Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 14. MAÍ1994 37 DV Spurt á Akranesi: Hver verða úrslit kosninganna? Kristrún Gísladóttir innheimtufull- trúi: Ég hef trú á að meirihlutinn haldi velh og að Sjálfstæðisflokknum vegni ekki vel. Hugi Harðarson kaupmaður: Þetta verða spennandi kosningar og ég held að Sjálfstæðisflokkurinn komi vel út úr þeim. Guðrún Sigvaldadóttir forstjóri: Mér líst ekki nógu vel á þessa lista sem eru í framboði og treysti mér ekki til að spá um úrslit. Böðvar Jóhannesson, rekur eld- varnaþjónustu: Ég spái ekkert í póli- tík. Hrefna Guðjónsdóttir verslunarmað- ur: Ég held að Sjálfstæöisflokkurinn viniú sigur en ég held að Alþýðu- flokkurinn bíði afhroð. Óli Páll Engilbertsson verslunarmað- ur: Ég held að þetta verði svipaö áfram, annars er erfitt að spá í þetta vegna mikilla mannabreytinga á hst- um. ___________________________Stjómmál Akranes: Atvinnu- og orku- mál eru ef st á baugi Erfitt atvinnuástand á Akranesi setur mjög svo mark sitt á komandi bæjarstjórnarkosningar. En fleiri mál koma einnig til sögunnar, m.a. orkumál þar sem Skagamenn búa við hátt verð á heitu vatni til húshitunar. Umsjón Sigurður Sverrisson Kosningarnar að þessu sinni eru að því leytinu óvenjulegar að ljóst er a.m.k. að sjö nýir bæjarfulltrúar munu taka sæti í bæjarstjóminni að þeim loknum. Aðeins tveir núver- andi bæjarfulltrúar eru í kjöri að V’- * - Frá Akranesi. Ingvar Ingvarsson, A-lista: Atvinnumálin Ingvar Ingvarsson. „Það sem öðru fremur verður kos- ið um eru atvinnumálin eins og endranær en nú sem aldrei fyrr,“ sagði Ingvar Ingvarsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins á Akranesi og forseti bæjarstjórnar. Ingvar sagði þó kosningamar snúast um fleira; orkumál væru í brennidepli svo og þjónusta bæjarins á félagslega svið- inu, ekki síst vegna samkeppni við önnur sveitarfélög meö tilliti til væntanlegra ganga undir Hvalfjörð. Þegar Ingvar var að því spurður hvernig hann mæti stöðu Alþýðu- flokksins fyrir kosningarnar sagðist hann telja valið standa á milli 3. manns á lista Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks svo og 2. manns á lista Alþýðubanda- lags. Guðbjartur Haunesson, G-lista: Stjórn bæjarfélagsins „Atvinnumálin verða eðlilega að- almál þessara kosninga en einnig er verið að kjósa um stjórn bæjarfélags- ins. Þar skiptir miklu hveijir verða við völd á tímum samdráttar og sí- vaxandi tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga," sagði Guðbjartur Hannesson, sem skipar efsta sætið á ffamboðslista Alþýðubandalagsins. Guðbjartur sagöi orkumálin einnig mikilvæg. Þar skipti mestu að kom- ast að farsælum samningum sem leiddu til lækkunar orkuverðs. Guð- bjartur sagðist bjartsýnn fyrir kosn- ingamar og sterklega vonast eftir því að Alþýðubandalagið næði inn tveimur fulltrúum. „Við finnum meöbyr enda með góðan, mjög reyndan og samhentan hóp fram- bjóöenda. Þaö er rífandi stemning í herbúðum okkar.“ Guðbjartur Hannesson. Gunnar Sigurðsson, D-lista: Alvarleg skuldastaða Gunnar Sigurðsson. „Þessar kosningar snúast auðvitað fyrst og fremst um atvinnu- og orku- mál að ógleymdri alvarlegri skulda- stöðu bæjarins," sagði Gunnar Sig- urðsson, oddviti framboðslista Sjálf- stæðisflokksins. „Það er ljóst að nýr meirihluti, hveijir sem koma til með að skipa hann, hefur ekki úr miklu að moða á næsta kjörtímabili. Það lætur nærri að hvert mannsbarn á Akra- nesi skuldi 400 þúsund krónur ef teknar eru með skuldir bæjarins vegna Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar." Gunnar sagði kosningamar einnig snúast að miklu leyti um nýtt fólk. „Við munum kappkosta að vinna af heilindum og halda uppi málefna- legri umræðu. Auövitað vonumst við til þess sama frá andstæðingum okk- ar.“ Guðmundur Páll Jónsson, B-lista: Kvíðum ekki neinu „Ég held að allir séu sammála um aö atvinnumálin svo og málefni orkufyrirtækjanna séu stóm málin í þessum kosningum,“ sagði Guð- mundur Páll Jónsson sem skipar efsta sæti framboðslista Framsókn- arflokksins. „Það er engum blöðum um það að fletta að staða bæjarsjóðs er orðin veik. Hann hefur lagt mikið af mörk- um til að bjarga bæði Hafeminum og Þorgeiri og Ellert hf. og nú er komið aö lánardrottnunum. Það yrðu meiri háttar mistök ef Þ & E yrði keyrt í gjaldþrot. Verkefnastað- an þar er nú t.d. mun betri en fyrir 4 árum.“ Aðspurður hvemig kosningarnar legðust í hann svaraði Guðmundur Páll því til að slagurinn stæði um aö halda áfram þremur fulltrúum. „En við emm með ungt, kraftmikið fólk og kvíðum ekki neinu.“ Guðmundur Páll Jónsson. þessu sinni, einn frá Alþýðuflokki og annar frá Alþýðubandalagi. Framsóknarflokkur og Alþýðuflokk- ur mynda nú meirihluta bæjar- stjórnar Akraness, þrír fulltrúar frá hvorum flokki, en Alþýðubandalag með einn og Sjálfstæðisflokkur tvo fulltrúa eru í minnihluta. Úrslitin 1990 Fjórir framboðslistar vom í kjöri á Akranesi í kosningunum árið 1990: A-listi Alþýðuflokks fékk 816 atkvæði og þrjá fulltrúa, B-listi Framsóknar- flokks fékk 879 atkvæði og þijá full- trúa, D-listi Sjálfstæöisflokks fékk 778 atkvæöi og tvo fulltrúa og G-listi Alþýðubandalags fékk 436 atkvæði og einn fulltrúa í bæjarstjóm. Sam- starf hefur verið milli Alþýðuflokks og Framsóknarflokks á yfirstand- andi kjörtímabili. Þessir fulltrúar hafa verið í bæjar- stjóm: Gísli S. Einarsson (A), Ingvar Ingvarsson (A), Hervar Gunnarsson (A), Ingibjörg Pálmadóttir (B), Stein- unn Siguröardóttir (B), Jón Hálfdan- arson (B), Benedikt Jónmundsson (D), Sigurbjörg Ragnarsdóttir (D), Guðbjartur Hannesson (G). Ingibjörg Pálmadóttir settist á þing eftir kosningamar 1991 og kom Giss- ur Þór Ágústsson í bæjarstjóm í hennar staö. Gísli S. Einarsson fór inn á þing haustið 1993 og tók Haf- steinn Baldursson sæti í hans stað. Framboðslist- ar á Akranesi A-llstl: 1. Ingvar Ingvarsson 2. Guömundur Vésteinsson 3. Fiiðrik Alfreðsson 4. Hafsteinn Baldursson 5. Hervar Gunnarsson B-listi: 1. Guömundur Páll Jónsson 2. Sigríður Gróa Kristjánsdóttir 3. Guðný Sigurðardóttir 4. Valdimar Þorvaldsson 5. Sigrún Jónsdóttir Halliwell D-listí: 1. Gunnar Sigurðsson 2. Pétur Ottesen 3. Elínbjörg Magnúsdóttir 4. Sigríöur Guðmundsdóttir 5. Þórður Þórðarson G-listi: 1. Guöbjartur Hannesson 2. Sveinn Kristinsson 3. Ingunn Jónasdóttir 4. Bryndís Tryggvadótflr 5. Georg V. Janusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.