Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 Afmæli 90 ára Sigríður Valdimarsdóttir, Birktmel 8b, Reykjavik. 80 ára Jakob SiRurður Þórðarson, Hafharbyggð 33, Vopnafirði. Guðrún Flosadóttir, Strandaseli 3, Reykjavík. Hún er að heiman, María Steingrímsdóttir, Ásvegi 12, Dalvik. Gunnar Hreinn Björnsson, Engihjaila 17, Kópavogi. Gcstur Bjarki Pálsson, Rauðagerði 46, Reykjavík. Jngibjörg Jóhannesdóttir, Heiðarhrauni7, Grindavik. 75 ára ara Kristbjörg Bjamadóttir, Víðimýri 8, Neskaupstað. Matthildur Mariasdóttir, Kaplaskjólsvegi 33, Reykjavík. Anna María Maríanusdóttir, Nönnufelli 1, Reykjavik. 70 ára Egill Jónasson kjötskurðannað-: ur, Lækjargötu 22b, Akureyri. Eiginkona hans er Sigríður Sig- marsdótiir hús- móöir. Þau taka á móti gestum á afmæl- isdaginn í Lóni v/Hrísalund írá ki. 18 ;u ;:i Maria Eyþórsdóttir, Asparfelli 2, Reykjavík. Guðmundur Pálsson, Barmahlið 13, Sauðárkróki. Kolbrún Jónsdóttir gjaldkeri, Lambhaga 17, Bessastaðahreppi. Eiginmaður hennar er Pétur Axelsson vélfrteðingur. Þau eru að heiman VUhjálmur Knudscn, Heilusundi 6a, Reykjavík. 40 ára Hörður Sigurðsson, Þinghólsbraut 67, Kópavogi. Máni Fjalarsson læknir, Hrísbraut 11, Höfn í Hornaflröi. Eiginkona hans er Gunnþóra Gunnars- dóttir, ritsijóri Eystrahorns á Höfh. Máni dvelur nú í Tuzla í Bosniu i friðar- gæslusveit Noregs á vegum Sameinuðu þjóðanna. Olíufélagið hf ÓDÝRU SUMARHJÓLBARÐARNIR! ROADSTONE hjólbarðarnir iást á bensínstöðvum ESSO STÆRÐ VERÐ m/vsk 155-R13 3.670 kr. 165-R13 3.990 kr. 175/70-R13 4.210 kr. 185/70-R13 4.640 kr. 185/70-R14 5.010 kr. Halldór Pétursson Halldór Pétursson, skipstjóri og stýrimaður, Gljúfraseli 3, Reykja- vík, er sextugur í dag. Starfsferill Halldór er fæddur á Sauðárkróki og ólst þar upp til tólf ára aldurs en á Siglufirði eftir það. Hann stundaði nám í Iðnskólanum á Siglufirði og síðar Iðnskólanum í Reykjavík og lauk þaðan hinu meira fiskimanna- prófi 1958. Halldór lærði einnig húsasmíði. Halldór hóf sjómennsku strax eftir fermingu og var á síldveiðum. Hann var svo á vb. Þormóði ramma, 20 lesta bát frá Siglufirði, sem fórst við Sauðanes. Eftir þetta var Halldór háseti á ýmsum bátum og togurum í Vestmannaeyjum, á Siglufirði og í Reykjavík. Hann varð skipstjóri 1961 á Sævari KE105 og var þar í nokkur ár en 1968 fór Halldór í land og lærði húsasmíði eins og fyrr er getið. Hann vann við iðnina nokk- urn tíma og var ennfremur af- greiðslustjóri á Þjóðviljanum nokk- ur ár en frá 1978 hefur Halldór ver- ið stýrimaður og skipstjóri hjá BÚR og síðan Granda. Hann er nú 1. stýrimaður og skipstjóri á Otto N. Þorlákssyni. Fjölskylda Halldór kvæntist 1970 Ólöfu Ingi- björgu Sigurðardóttur, f. 19.9.1939, húsmóður, en þau hófu sambúð 1959. Foreldrar hennar: Sigurður Pétursson, fyrrum bifreiðastjóri á Seyðisfirði, og Sigríður Markúsdótt- ir. Börn Halldórs og Ólafar Ingibjarg- ar: Pálmar Halldórsson, f. 14.8.1960, matreiðslumaður, maki Helga Hallsdóttir, f. 4.4.1960, kennari, þau eiga fjórar dætur, Stefaníu Helgu, f. 21.3.1982, Hildi Sif, f. 13.6.1988, HalldóruBjörgu, f. 10.6.1992, og Ömu Fjólu, f. 9.5.1993; Bára Hall- dórsdóttir, f. 29.5.1963, rafeinda- virki; Ingibjörg Edda Halldórsdóttir, f. 5.5.1965, fóstra; Birna Halldórs- dóttir, f. 20.10.1967, nemi. Fóstur- dóttir Halldórs: Guðbjörg Sigurðar- dóttir, f. 6.5.1958, maki Ottó Guð- jónsson, f. 18.6.1957, læknir í New York, þau eiga þrjú börn, Guðlaugu, f. 6.4.1986, Tinnu, f. 16.12.1988, og OttóÓlaf.f. 16.11.1990. Systkini Halldórs: Kristín Péturs- dóttir, f. 28.12.1930, skrifstofumað- ur, maki Sigurður Jóhannsson, þau eiga tvö böm; Sigurjón Pétursson, f. 26.10.1937, borgarráðsmaður, maki Ragna Brynjarsdóttir, þau eiga tvo syni; Ingibjörg Soffia Pét- ursdóttir, f. 8.8.1940, iðjuþjálfi í Sví- þjóð, maki Leif Siik, þau eiga tvo syni. Foreldrar Halldórs: Pétur Laxdal Guðvarðarson, f. 13.2.1908, d. 28.5. 1971, húsasmíðameistari á Sauðár- króki, og kona hans, Ingibjörg Ög- mundsdóttir, f. 12.1.1906, húsmóðir. Ætt Faðir Péturs var Guðvarður b. á Hrafnagili í Laxárdal, Magnússon, b. í Ketu á Skaga, Gunnarssonar. Móðir Guðvarðar var Sigríður Guð- varðardóttir, af Skíðastaðaættinni. Móðir Péturs var Soffía Hákonar- dóttir, b. á Hób í Önundarfirði, bróð- ur Guðmundar á Kirkjubóli, afa þeirra bræðra, Ólafs skólastjóra, Guðmundar Inga skálds og Halldórs skálds frá Kirkjubób. Foreldrar Hákonar voru Páll Sigurðsson, b. á Halldór Pétursson. Hób í Önundarfirði, og kona hans, Kristín Hákonardóttir. Móðir Halldórs, Ingibjörg, er dótt- ir Ögmundar, söðlasmiðs á Sauöár- króki, Magnússonar, b. á Branda- skarði, Ögmundssonar, bróður Maríu móður Magnúsar Björnsson- eu:, fræðimanns á Syðra-Hób. Móðir Ögmundar var Sigurbjörg Andrés- dóttir, b. á Syðri-Bægisá, Tómasson- ar. Móðir Sigurbjargar var Ingi- björg Þórðardóttir, b. á Kjama í Eyjafirði, Pálssonar, forfoður Kjarnaættarinnar. Móðir Sigur- bjargar var Kristín Björg Pálsdóttir, b. í Gröfí Víðidal, Steinssonar. Móð- ir Páls var Þorbjörg Ámadóttir, b. á Hörghób, Bjömssonar. Móðir Þor- bjargar var Sigríður, systir Ragn- heiðar, langömmu Lúðvíks Norð- dals læknis, afa Davíðs Oddssonar. Sigríður var dóttir Friðriks, prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þórar- inssonar, sýslumanns á Gmnd í Eyjafirði, Jónssonar, forfóður Thor- arensenættarinnar. Matthew James Driscoll Matthew James Driscoll, handrita- fræðingur og bókmenntafræðingur, Skólavörðustíg21, Reykjavík, verð- ur fertugur á morgun. Starfsferill Matthew fæddist í Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum og ólst þar upp. Hann lauk BA-prófi í ensku máli og bókmenntum frá University of Stirling í Skotlandi 1979, cand magprófi í íslenskum bókmenntum frá HÍ1988 og d.phil- prófi í íslenskum fræðum frá Uni- versity of Oxford í febrúar 1994. Matthew var enskukennari við ME1979-82, kennari í ensku og ís- lensku fyrir útlendinga við Mála- skólann Mími og Ritaraskóla Stjórnunarfélagsins 1983-89, kemi- ari á sumarnámskeiðum Stofnunar Sigurðar Nordal í íslensku fyrir er- lenda stúdenta 1991-93 og hefur ver- ið styrkþegi Vísindaráðs íslands með vinnuaðstöðu á Stofnun Áma Magnússonar þar sem hann vinnur að útgáfu á sögum eftir Jón Oddsson Hjaltalín, prest á Breiðabólstað á Skógarströnd. Matthew sá um útgáfu og skrifaði inngang að útgáfu Árnastofnunar á Sigurðar sögu þögla. Þá er væntan- leg skólaútgáfa á Ágripi af Noregs- konungasögum, útg. afViking Soci- ety for Northern Research í London, sem og sögur Jóns Hjaltalíns. Auk þess hefur Matthew skrifað íjölda greina um íslenskar bókmenntir í ýmis tímarit og safnrit, innlend og erlend. Fjölskylda Matthew kvæntist 8.7.1978 Ragn- heiði Mósesdóttur, f. 4.2.1953, sagn- fræðingi og skjalaveröi á þjóðskjala- safninu. Hún er dóttir Móses Aðai- steinssonar verkfræðings, sem er látinn, og Ingibjargar Gunnarsdótt- ur skrifstofumanns. Böm Matthews og Ragnheiðar em Kári Driscoll, f. 6.4.1980, nemi, og Katrín Þórdís Driscoll, f. 20.10.1987, nemi. Foreldrar Matthews: Arthur Je- rome Driscoll, f. 14.9.1929, d. 8.5. 1989, menntaskólakennari í Worc- ester í Massachusetts, og C. Barbara Driscoll f. Duggan 20.10.1930, hjúkr- Matthew James Driscoll. unarfræðingur. Föðurforeldrar Matthews voru Georg Driscoll, verkamaður í Bos- ton, og Gertrade Driscoll húsmóðir. Hann var fæddur í Boston en hún í Nova Scotia, þó bæði af írskum ætt- um. Móðurforeldrar Matthews: James Duggan vélstjóri, sem nú er látinn, og Kate Duggan húsmóðir, búsett á Cape Cod í Massachusetts. Matthew er staddur í Bandaríkj- unum um þessar mundir. MatreiÖslumeistari Sjónvarpsins: Kjúklingur meö mysusósu Úlfar Finnbjörnsson, matreiöslu- in að kjúklingi í mysusósu lítur birkisalt . meistari Sjónvarpsins og á veit- þannig út: estragon ingastaðnum Jónatan Livingstone l stk. kjúklingur steinselja mávi ætlar að bjóða áhorfendum smjör 50 gr smjör sjónvarpsins upp á kjúkJingarétt í l laukur þætti sínum á miðvikudag. í síðasta 10 sveppir Rrkarinn þætti varÚlfar með gufusoöinn lax 2-3 sneiðar beikon xll isgijuii með graslaukssósu en sá þáttur 3dlmysa hrisgijón verður endursýndur i dag. Gestur 1-2 stk. lárviðarlauf laukur Úlfars verður að þessu sinni Guð- 1/2 tsk. timian rauðrófur mundur Jónsson bóndi. Uppskrift- pipar vatn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.