Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 28
36 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 íþróttir________________________________________________________________________iorv Hjalti „Úrsus'' Ámason segir frá frumraun sinni í hnefaleikahringnum í Las Vegas og fleiru: „Hef ekki sagt skilið við boxíþróttina" Hjalti „Ursus“ ásamt Mr. T skömmu áður en hann hélt í hringinn í fyrstu hnefaleikakeppni sinni í Las Vegas í Banda- Ujalti „Úrsus“ Árnason er nýkom- inn heim frá Bandaríkjunum en þar þreytti hann frumraun sína í hnefa- leikum á móti sem haldið var í spila- borginni frægu, Las Vegas. Á þessu móti voru keppendur sem ekki hafa barist oftar en fimm sinnum í hringnum. Hver bardagi var þrjár lotur og stóð hver lota yfir í þrjár mínútur. Á þessu móti var keppt eft- ir útsláttarfyrirkomulagi en kepp- endur voru 16 talsins. Hjalti fór nokkuð létt í gegnum fyrstu umferðina en í þeirri næstu varð hann að játa sig sigraðan. Hjalti hafði betur í fyrstu tveimur lotunum en í þeirri þriðju stöðvaði dómarinn bardagann og úrskurðaði slaginn tapaðan fyrir Hjalta. Hlutirgerasthratt í hnefaleikum „Það var náttúrlega slæmt að tapa, séstaklega þar sem ég var búinn aö vinna tvær fyrstu lotumar. Ég taldi mig því nokkuð öruggan með því að komast í fjögurra manna úrslitin. En hlutirnir gerast hratt í hnefaleikum. Ég fékk þungt hægri handar högg og annað strax á eftir og við þaö datt ég niður á hnén en bara í örfá sek- úndubrot. Ég fór strax upp aftur og dómarinn taldi upp á 8 þar til ég fékk að byija aftur. Fljótlega fékk ég vinstri handar högg á mig. Það var ekki öflugt en dómaranum fannst vörnin ekki nægilega traust svo að hann stöövaði bardagann,“ sagði Hjalti í samtali við DV. „Áður en bardaginn hófst var dreg- ið um hverjir mættust og þessi sem ég tapaði fyrir var sá sem ég hefði síst viljað mæta. Þessi strákur sem ég tapaði fyrir er búinn að vera að boxa í 10 ár. Hann hefur ekkert keppt en æft mjög vel og veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Sá fyrsti sem ég barðist gegn úti var tveggja metra risi og 180 kg að þyngd. Þetta var æfingabardagi fyrir mótið og mér gekk rosalega vel á móti honum og jarðaði hann strax. Síöan mætti ég atvinnumanni, fyrsta daginn í sex lotum og annan daginn í 9 lotum, og þaö gekk mjög vel en ég var að vísu mjög þreyttur. Ég fór því fullur sjálfstrausts í mótið en því miður tókst mér ekki aö fara alla leið eins og ég var búinn að stefna á. Eftir að hafa skoðað þessa bardaga á mynd- bandi fannst mér ég vera að boxa miklu betur á æfmgurn heldur en á mótinu og það er spuming hvort þjálfarinn hefur lagt of mikið á mig á þessum fáum dögum fyrir mót- iö.“ Var kynntur sem ísmaðurinn - Var enginn skrekkur í þér þegar þú gekkst inn í hringinn í fyrsta skipti á móti? „Nei, ég get ekki sagt það. Maður er öllu vanur. Hins vegar var stemn- ingin griðarleg í höllinni sem var troðfull eða um 2 þúsund manns og umgjörðin í kringum keppnina var mikið „show“. Til dæmis var Mr. T, svertinginn sem lék í Rocky-mynd- unum, aðalmaðurinn. Hann sá um að kynna keppnina enda vanur en hann vann sjálfur svona mót og í kjölfarið fór hann að leika í kvik- myndum og ööru slíku. Ég fékk góð- an stuðning frá mörgum áhorfend- um en ég var kynntur á leið inn í hringinn sem ísmaðurinn frá ís- ríkjunum fyrir skömmu. landi. Svona mót hefur alið af sér toppmenn í íþróttinni og þar má nefna Tommy Morrisson, besta hvíta hnefaleikarann í þungavigtinni, sem hóf feril sinn með því að vinna þessa keppni. Það eru rosalega strangar reglur sem fylgja því að keppa á svona móti. Menn frá íþróttaráði fylkisins eru viðstaddir og sitja hvor í sínu horn- inu og sjá til þess að allt fari eftir settum reglum. Þeir fylgjast með þeg- ar hendur hnefaleikaranna eru vafð- 'ar og kanna hvort það sé ekki rétt gert. Þá má bara drekka vatn í hléun- um. Fyrir mótið fóru tveir dagar í læknisskoðun og skráningar og þar er mælt líkamlegt ástand og hvort maður þolir þetta yfirhöfuð. Það sem ég er ánægðastur með er að vörnin hjá mér hefur verið góð, úthaldið hefur lagast mikið en það tekur tíma að fá öll þessi 125 kg til að vinna inní höggunum. Þaö er allt í lagi með snerpuna en ég þarf að læra að nota líkamsvigtina. Það get- ur verið kvalafullt að hafa allan þennan massa. Þá þarf andlega hlið- in að vera í lagi. Lykilatriði í hnefa- leikum er samt að geta þolað þessi högg sem maður er að fá en það eru margir sem gera það ekki.“ Miklir peningar eru í boði „Það er rosalega freistandi aö halda áfram í þessu. Það eru mikhr pening- ar í boði nái maður að sleppa í gegn- um þessi fyrstu mót. Heföi ég unnið þetta mót þá voru ekki nema 1000 dollarar í verðlaun en þá ert þú líka kominn inn á annað mót sem er með 50 þúsund dollara verðlaunafé og svona smáhækkar peningaupphæð- in eftir því ofar kemur. í keppni at- vinnumanna eru upphæðimar sem keppt er um ævintýralega háar. Sim- on Brown, sem er heimsmeistari í 80 kg flokki, var að æfa á sama stað og ég og hann fær 1 milljón dollara fyr- ir hvern bardaga sem hann tekur þátt í.“ Fer ekki nema taka fjölskylduna með - Hvað tekur nú við eftir þessa frum- raun þína í hringnum? Leggur þú boxhanskana á hilluna eða ætlar þú að halda þessu áfram? „Kröfumar em miklar og maður hefði þurft að vinna til að komast lengra í þessari lotu. Það sem háir mér héma heima er að það eru svo fáir ipjög góðir boxarar á íslandi. Þarna úti er allt annað. Þar færðu æfingafélaga sem em mjög góðir. Ég var samt það vel undirbúinn að ég fór í 15 lotur gegn atvinnumanni og er ekki frá því að hafa unnið bardag- ann. Ég hef ekki sagt skilið við box- íþróttina. Ég ætla að halda áfram að æfa hér heima. Umboðsmaðurinn sem kostar mig þarna úti er alveg vitlaus að fá mig út aftur. Ég treysti mér hins vegar ekki til að vera einn þarna úti og svona langt frá fjöl- skyldunni. Hann er tilbúinn til að borga fyrir æfmgaaöstöðu og hjálpa mér íjárhagslega að ákveðnu marki. Ég hef hins vegar sett honum stóhnn fyrir dyrnar og sagt að ég komi ekki út nema aö fjölskyldan komi með. Hann hefur það á móti að það er mikil ásókn í þessa íþrótt og menn frá öllum heimshornum vilja spreyta sig. Þessir menn eru tilbúnir að borga allt sjálfir og þetta notar hann á mig.“ Égvil gefaþessu góðan tíma „Þá er annað að þessi umboðsmaður á guUvinnslufyrirtæki. Gullið hefur hríðlækkað í verði og hann er búinn að tapa miklu fé og virðist nú ekki hafa þetta fjármagn sem haim gaf í skyn upphaflega þegar ég skrifaði undir 4ra ára samning við hann. Ég sé fyrir mér tvo möguleika. Sá fyrri er að fá fyrirtæki hér heima til aö taka þátt í þessu með mér. Sá síðari, sem ég er svona heitari fyrir, er að æfa vel heima, klára mitt nám og reyna svo aftur fyrir mér á þessu móti eftir eitt ár. Þá kæmi maður til leiks reynslunni ríkari og myndi þá ekki renna jafnt blint í sjóinn með þetta. Ég vil gefa þessu góðan tíma. Kröfumar eru miklar og maður reynir að standa undir væntingum en fjárhagslegt öryggi verður að vera í fyrirrúmi,“ sagði Hjalti að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.