Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 Vísmþáttur_________ Gleymska hylur genginn stig „í hvert sinn, sem barn fer að anda að sér lífslofti og horfa í kring- um sig, hefst ný veraldarsaga. Fer- ill þess í móðurlífi hefur verið ágrip af þroskasögu alls lífs á jörðinni, örlög þess síðan, bernska, æska, fullorðinsár, elh, endurtekning allrar mannlegrar baráttu, þar sem mismunur kjara er hverfandi í samanburði við líkingu þeirra lög- mála sem hver maður er undir seldur. Dauðinn kemur aö lokum, heimsendir þessa einstaklings, Ragnarrök, þar sem sólin slokknar, stjömur hverfa og fold sekkur í mar. Ef unnt væri að þekkja og skilja eina mannsævi út í æsar, langa eða skamma, volduga eða vesala, væm rúnir tilverunnar ráðnar." Svo farast Sigurði Nordal orð í For- spjalli bókarinnar íslensk menning sem kom út á vegum Máls og menn- ingar á því herrans ári 1942 og ekki er mér kunnugt að nokkur annar hafi áður eða síðan komist jafnlangt eða lengra í skilgreiningu á mannsæ- vinni í fám orðum. „AUt sem hefur upphaf þrýtur: Allt sem lifir deyja hlýtur“. Skáld og hagyrðingar hafa þó löng- um velt þessum hlutum fyrir sér og Jóhann Eyjólfsson, bóndi í Sveinatungu í Borgarfirði, lýsir skoðun sinni á svofelldan hátt: Á ævidags stund eins ertu, maður, og blómið á grand, þitt líf er ei minna né meira, þó mælirðu fleira. Þórarinn Hjálmarsson, vatnsveitu- stjóri á Siglufirði (1907-1980): Drottinn leikinn setti á svið, sagan borgar gjaldið. Dáölaust hlutverk daðra ég við, dauðinn fellir tjaldið. Sigurður J. Gíslason, kennari á Akureyri: Degi hallar, sóhn senn síðstu geislum stafar. Fótmál stigið eitt er enn áleiðis til grafar. Grétar Ó. Fells, rithöfundur og lengi forseti Guðspekifélagsins: Gleymska hylur genginn stig. Goð af stöllum falla. Loksins enginn þekkir þig. Þögnin gleypir alla. „Ég viðurkenni aö sjálfsögðu aö sérhver trúarskoðun, sem ég kynni að halda fram, bæri að vissu leyti merki þess að ég er orðinn gamall og mun deyja innan fárra ára. Á yngri árum hefði ég eflaust lýst viðhorfum mínum til hlutanna á annan hátt. Nú skyggir afstaðan til dauðans á allt annað. Mér finnst ég vera eins og maður sem er á sigl- ingu og nálgast ákvörðunarstað sinn. Þegar ég kom um borð lagði ég mikið upp úr því aö fá klefa með glugga, að verða boöinn að borði skipstjórans og hvaða farþega ég ætti helst að umgangast. En shkt skiptir mig ekki máh lengur þar sem ég mun bráðlega fara frá borði. Og vegna þess að ég hef ekki trú á því að jarðneskt líf geti veitt varan- lega fullnægju er dauðinn mér eng- in ógn. En heimurinn, sem ég á að yfirgefa, virðist fegurri en nokkru sinni fyrr, einkanlega það sem fjar- lægara er, grasið, trén, lækirnir og mishæðótt engin, þar sem mynd eilífðarinnar er öllu augljósari en inn á milli gatna og húsa. Þá sem ég elska get ég elskað enn heitar þegar ég þarf ekki að biðja um neitt umfram ást þeirra. Þörfin að safna eða að njóta athygli annarra er augljóslega of fjarstæðukennd til þess að ástæða sé til að leggja stund á hana. Þegar ég geri mér grein fyrir hve óumræðilega hamingju- samur ég hef verið verð ég gagntek- inn af þakklæti til skapara míns. Það er brennandi og óbifanleg sannfæring mín að lífið sé blessun- arrík gjöf, að það sé glætt anda kærleikans, ekki hatursins, ljóss- ins en ekki myrkursins. Og þar sem ég auk þess trúi því að lífið kvikni af ást, ekki hatri, þá veit ég að þeg- ar þessi augu sjá ekki lengur og þessi heih hugsar ekki lengur og þegar sú hönd, sem nú skrifar, hreyf- ist ekki lengur, þá mun mér hlotnast gæska í því sem framundan bíður. Sé það ekkert þakka ég fyrir það, sé það annars konar tilvera þakka ég á sama hátt fyrir hana.“ Það var enskur blaðamaður, Malc- olm Muggeridge að nafni, sem komst þannig að orði. Svipað virðist hafa vakað fyrir Kristjáni Eldjám Þórar- inssyni, presti á Tjöm í Svarfaðardal (1843-1917), sem kvað svo: Vísnaþáttur Torfi Jónsson Ef ég lifi eftir hel er því vel að taka, en sofi’eg um eilífð, svo er vel, ég sé þá ei til baka. Síöasta vísa Sigurðar Jónssonar frá Brún í Svartárdal, ort tæpri klukkustund áður en hann lést: Hniginn virðist hróðurinn, hart er að ljúka göngu. Örviti í annað sinn orðinn fyrir löngu. Ragnar Jóhannesson, skólastjóri á Akranesi: Bráðum aldan hinsta burtu þvær úr fjörum mín spor, en hugans hræring innsta heima verður í förum öU vor. Skáldið og klerkurinn Matthías Jochumsson gerir úttekt á eigin lífi (ef rétt er, hvað mættu þá aðrir segja?): Bráðum kveð ég fólk og Frón, fer í mína kistu, rétt að segja sama flón sem ég var í fyrstu. Emi Amarsyni skáldi hefur ekki fundist mikið tU um uppskera ævi- starfsins þegar hann kvað: Dýrt er landið, drottinn minn, dugi ekki minna, en vera allan aldur sinn fyrir einni gröf að vinna. „Hvemig get ég vitað nema ástin á lífinu sé blekking, þegar öllu er á botninn hvolft? Hvað veit ég nema að sá, sem óttast dauðann, sé likur barni sem hefur viUst og ratar ekki heim?“ Veit ekki um höfund og tek ekki afstöðu í málinu en lýk þættinum meö orðum Þor- steins Valdimarssonar skálds: Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir. - Aðrir með söng sem aldrei deyr. Og það gerði hann sjálfur með þeim hætti aö engum gleymist sem kynnsthefur. TorfiJónsson Matgæðingur vikuimar Svínalundir og app- elsínueftirréttur „Ég hef gaman af að borða góðan mat en ekkert sérstaklega að elda hann. Hins vegar kemur það í minn hlut á heintilinu að sjá um matseld- ina,“ segir Sigrún Jónasdóttir, hús- móðir og matgæðingur vikunnar. Sigrún ætlar að bjóða upp á ein- faldan kvöldverð sem samanstend- ur af svínalundum, kartöflubátum og appelsínueftirrétti. „Eftirréttinn má gera aðeins fyrr, síðan er best að byrja á kartöflubátunum og þá verða þeir einmitt tUbúnir um leið og kjötið,“ segir Sigrún. „Annars elda ég aldrei eftir uppskriftum og þess vegna verð ég að sirka öU mál,“ segir hún. Og þannig hljóðar uppskriftin sem Sigrún miðar við fjóra: Svínalundir 2 svínalundir 2 msk. dijon sinnep 2 msk. sítrónusafi pipar 2-300 g sveppir 1-2 rauðlaukar 1-2 dósir sýrður rjómi salt koníak Ég byrja á því að skera lundirnar í þriggja til fjögurra sentímetra sneiðar og pressa þær niður í sár- inu með breiðum hníf. Síðan er sinnepinu, sítrónusafanum og pip- arnum hrært saman og því smurt yfir kjötbitana og látið marinerast meöan laukurinn og sveppirnir era steiktir. Laukurinn er skorinn í tvennt og síðan í finar sneiðar og Sigrún Jónasdóttir, matgæðingur vikunnar. DV-mynd Brynjar Gauti lokst mýktur í olífuolíu á pönnu. Á meðan laukurinn er að mýkjast era sveppirnir hreinsaðir og skornir í sneiðar. Tveim msk. af sítrónusafa heUt yfir sveppina en mér finnst það gefa gott bragð. Laukurinn er tekinn af pönnunni, smjör sett á hana og sveppimir steiktir. Síðan eru þeir teknir af pönnunni og kjöt- ið steikt í olíu ef þarf við góðan hita í þrjár til fimm mínútur á hvorri hhð. Þegar kjötið er steikt er salti stráö yfir og það tekið af pönnunni. Þá er ca hálfum dl af vatni skellt á pönnuna og soðið upp með safanum af kjötinu, lauknum, sveppunum og tveimur til þremur msk. af koníaki. Einnig má bæta við einni til tveimur tsk. af sinnepi ef fólk viU meira sinnepsbragð og krydda með salti og pipar. Loks er einni til tveimur dósum af sýrðum rjóma bætt úti og látið malla saman í mauk í eina til tvær mínútur. Borið fram með lundunum ásamt kartöflubátunum og jafnvel hrásal- ati. Kartöflubátar 6-8 kartöflur 2-3 msk. olífuolía 2- 3 hvítlauksrif salt og pipar Olíunni, fínsöxuðu hvítlauksrifi, salti og pipar blandað saman. Kart- öflurnar eru skornar í báta og þeim velt upp úr olíunni. Síðan eru þær bakaðar á plötu við 180 gráður i ca hálfa klukkustund. Appeisínueftirréttur 3- 4 appelsínur 2-3 msk. amarettolíkjör 15-20 makkarónukökur rjómi Börkurinn er tekinn af appelsín- unum og þær skornar í Utla bita og líkjömum hellt yfir. Rétt áður en rétturinn er borinn fram eru makkarónukökurnar muldar yfir appelsínurnar, blandað saman og síðan er einn peh af þeyttum ijóma settur yfir. Sigrún ætlar að skora á vinkonu sína, Laufeyju Kristinsdóttur píanókennara, að verða næsti mat- gæðingur. „Hún kann ýmislegt skemmtilegt í eldamennskunni." Hinhliðin_________________ Leiðinlegt að vera í prófum - segir Þorsteinn Gunnar Ólafsson söngvari Hljómsveitin Vinir vors og blóma þykir ein magnaðasta hljómsveit dagsins en hún er ársgömul. Söngvari hljómsveitarinnar er Þor- steinn Gunnar Ólafsson og segir hann að þetta sé ein mesta stuð- hljómsveit sem starfrækt er. Þor- steinn vildi jafnvel meina að hljóm- sveitin væri í anda Stuðmanna. Hljómsveitin vinnur nú að fyrstu plötu sinni sem mun koma út í sumar. Þar verða margir sumar- smeUir enda ætlar hljómsveitin að ferðast um landið í sumar og um verslunarmannahelgina treöur hún upp á þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum. Það er Þorsteinn sem sýnir hina hhðina að þessu sinni: Fullt nafn: Þorsteinn Gunnar Ól- afsson. Fæðingardagur og ár: 23. ágúst 1973. Kærasta: Særós Tómasdóttir. Börn: Engin svo ég viti. Bifreið: Toyota CoroUa, árgerð 1990. Starf: Söngvari og tónUstarmaður og nemandi í Menntaskólanum við HamrahUð. Laun: Góð. Áhugamál: Margt, en þó sérstak- lega tónUst og að vera með vinum. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þijár tölur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera uppi á sviði og syngja Þorsteinn Gunnar Ólafsson er söngvari í hljómsveitinni Vinir vors og blóma. og taka upp tónUst. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vera í prófum eins og núna. Uppáhaldsmatur: Humar. Uppáhaldsdrykkur: Hot Shot. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Bæks Jörg- ens, vinur minn. Uppáhaldstímarit: RolUng Stone. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan kærustuna? Cindy Crawford. Ertu hlynntur eða andvígur rikis- stjórninni? Ekkert svar. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Bono í U2. Uppáhaldsleikari: Steve Martin og Chaplin. Uppáhaldsleikkona: HoUy Hunter. Uppáhaldssöngvari: Haukur Mort- hens var aUtaf fínn. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég fylgist ekkert með stjómmálum. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Popp- heimurinn á RÚV og Popp og kók. Uppáhaldsmatsölustaður: Ameri- can Spareribs í Kaupmannahöfn. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ekkert svar. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? AUar jafngóðar. Uppáhaldsútvarpsmaður: Arnþór Örlygsson og Birgir Þórsson sem voru á Sólinni og X-inu. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Gauk- urinn. Uppáhaldsfélag i íþróttum? Ung- mennafélagið Húmi. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Já, að vera hamingju- samur. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? SpUa og syngja um allt land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.