Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 Stjómmál Spurt í Garðabæ: Hver verða úrslit kosninganna? Krístjana Geirsdóttir veitingamaður: Það er best að hafa þetta leynilegt. Ólafur Jóelsson nemi: Það er ekki spuming. Sjálfstæðisflokkurinn rúllar þessu. Ólafur Jóhannsson nemi: Þetta er svo mikOl sjálfstæðisbær að ég held að Sjálfstæðisflokkurinn vinni kosn- ingamar. Þórunn Skaftadóttir prófarkalesari: Ég hugsa að það verði status quo og að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu í bæjarstjórn. Maggý Matthíasdóttir húsmóðir: Ég vona aö það verði breyting á stefnu héma. Ég veðja ekki á neinn sér- stakan en vona að annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn komist að. Steinunn Gunnarsdóttir nemi: Ég er svo rosalega hiutlaus í þessu þannig að ég veit það ekki. Garðabær: Mikill stöðugleiki í bæjarstjórn MikUl stöðugleiki hefur verið í bæjarstjórn Garðabæjar undanfarin 30 ár og mjög gott samband milh allra bæjarfulltrúanna þó að stundum hafi verið ágreiningur milli meiri- hluta og minnihluta og þá einkum um áherslur og framkvæmdahraða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið óslitið við völd í Garðabæ frá árinu 1966 enda er Garðabær eitt af höfuð- vígjum flokksins. Nokkur endurnýj- un hefur orðið í forystuUði flokksins í bænum en Benedikt Sveinsson, núverandi oddviti flokksins, hefur verið í bæjarstjóm í 12 ár. Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum árið 1990 þegar hann fékk 67 prósent Gizur Gottskálksson, A-lista: Fleiri félagslegar íbúðir Gizur Gottskálksson. „Við setjum atvinnumálin í bæn- um á oddinn. Við viljum að bærinn beiti sér fyrir því að laða að atvinnu- starfsemi og skipuleggia og gera iðn- aðarsvæðið betur úr garði og það verði hugað að möguleikum á hafn- arsvæöinu," segir Gizur Gottskálks- son, fyrsti maður á A-Usta. „Ég legg tU að gerð verði athugun á skattaundandrætti í Garðabæ í samvinnu við skattayfirvöld. Lengi hefur verið í bígerð að gera eitthvað í skattaundandrættinum í landinu en ríkið virðist ekki komast í það og því betra að sveitarfélögin gangi til samstarfs við ríkið. Garöabær hefur sótt um að verða reynslusveitarfélag og taka við fleiri verkefnum og því verður bæjarsjóður háðari skatt- stofnum," segir hann. „Við vUjum leikskólarými fyrir öU börn, samfelldan skóladag og skóla- mötuneyti fyrir börnin. Ungt fólk hrekst úr Garðabæ vegna þess að það fær ekki hentugt húsnæði á viðráð- anlegu verði. Lóðaframboð er ekki nægilegt og verðið of hátt. Byggja þyrfti 30-35 félagslegar íbúðir á ári til að anna eftirspurn," segir Gizur. Einar Sveinbjömsson, B-lista: Draslaragangur í bænum „Áherslan er á umhverfi og að- stæður tU atvinnurekstrar. Bærinn stendur Ula að atvinnurekstri, göt- umar em ekki malbikaðar og það er draslaragangur í bænum. Engin stefna er í atvinnumálum og því vUj- um við gera atvinnumálanefndina virkari þannig aö hún hafi fleiri verkefni á kjörtímabilinu en svo að hún þurfi bara að halda tvo fundi eins og á síðasta kjörtímabili," segir Einar Sveinbjörnsson, fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins. „Við vUjum að nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð í Arnarneslandi verði tekið til endurskoðunar þannig að gert verði útivistarsvæði meöfram Amameslæknum í stað íbúðabyggð- ar. Útivistarsvæði vantar fyrir þá sem búa í hverfunum við þetta dal- verpi. Þegar bærinn hefur efni á að setja 50 miUjónir í óþarfa flutning á Félagsmálastofnun eru örugglega til peningar í verkefni eins og þetta,“ segir hann. „Við leggjum áherslu á að bæjar- stjórnin taki sig saman og leysi hús- næðisvanda skólans þannig að hann veröi einsettur á allra næstu árum,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson. Benedikt Sveinsson, D-lista: Gætum hóf s í álögum Benedikt Sveinsson. „Helsta áherslan hefur verið sú að gott sé að búa í Garðabæ. Við höfum lagt áherslu á að hafa skólamálin í fremstu röð, leikskólamál og æsku- lýðs- og íþróttamál því að það er mikið af ungu fólki í Garðabæ. Við höfum reynt að styðja viö bakið á þeim félögum sem starfa að málefn- um unga fólksins í bænum,“ segir Benedikt Sveinsson, efsti maður á hsta Sjálfstæðisflokksins. „Við höfum lagt áherslu á að gæta hófs í álögum á bæjarbúa og halda traustri fjárhagsstööu bæjarsjóðs. Við emm að byggja nýjan gmnn- skóla og höfum verið að endurbæta skólahúsnæðiö. Við stefnum að ein- setningu á næstu fjórum til sex áram og erum þegar með efri bekki grunn- skóla einsetta. Við erum búnir að gera samning við ríkið og Bessa- staðahrepp um byggingu nýs fjöl- brautaskóla og veröur farið af stað með framkvæmdir í haust,“ segir hann. „Við höfum haldið uppi fram- kvæmdum í bænum og veitt öllum unghngum sumarvinnu á vegum bæjarins,“ segir Benedikt. Hilmar Ingólfsson, G-lista: Einsetning og skólaskattur „Við leggjum mesta áherslu á að þaö komi nýr meirihluti í Garðabæ og teljum löngu tímabært að Garðbæingar hætti að fylkja sér um Sjálfstæöisflokkinn. Skuldir bæjar- ins aukast ár frá ári og hafa tvöfald- ast á kjörtímabilinu," segir Hilmar Ingólfsson, efsti maður á G-hsta. „í framkvæmdum leggjum við mesta áherslu á að koma á einsettum grunnskóla. Það var samþykkt ein- róma í bæjarstjóm árið 1982 að byggja nýjan gmnnskóla og koma þessum málum í eðhlegt horf. Nú 14 áram síöar er verið að taka fyrsta áfanga af Hofsstaðaskóla í notkun sem þýðir að hér verður áfram tví- setning. Það væri athugandi að leggja á tímabundinn skólaskatt til að koma þessu í horf,“ segir hann. „Við viljum breyta áherslum við stjóm bæjarins. Útsvarið hækkar lögbundið um 20 prósent sem þýðir 32 þúsunda króna skattahækkun á hverja fjögurra manna íjölskyldu. Tekjumar aukast um 60 mihjónir króna og það dugir ekki í þessa hít. Þá hafa alþýðubandalagsmenn um allt land sett atvinnumáhn á oddinn vegna þess að án atvinnu í landinu verður ekkert gert,“ segir Hhmar. Hilmar Ingólfsson. atkvæða og fimm menn af sjö í bæjar- stjórn og hefur slíkur sigur aldrei verið unninn í svo stóru bæjarfélagi. Staða flokksins var hins vegar veik- ust eftir kosningamar 1978 þegar flokkurinn náði að halda meirihluta með 47 prósentum atkvæða. Eins og Garðabær ber með sér hef- ur mest áhersla veriö lögð á lágreista byggð í bænum með einbýhshúsum og raðhúsum enda aðeins tvö til þijú háhýsi í bænum. Heitasta kosninga- máhð nú virðist einkum vera ein- setning grunnskóla í bænum. Úrslitin 1990 Þrír listar voru í framboði í bæjar- stjórnarkosningunum 1990 og urðu úrslitin þau að D-listi Sjálfstæðis- flokks fékk 2532 atkvæði og fimm fulltrúa í bæjarstjórn, A-listi Alþýðu- flokks fékk 466 atkvæði og einn full- trúa og E-hsti Alþýðubandalags, Framsóknarflokks, Samtaka um kvennalista og annarra fékk 765 at- kvæði og einn fuhtrúa. Þessir náðu kjöri í bæjarstjórn: Helga Kristín Möher (A), Benedikt Sveinsson (D), Laufey Jóhannsdóttir (D), Erhng Ásgeirsson (D), Sigrún Gísladóttir (D), Andrés B. Sigurðsson (D), Valgerður Jónsdóttir (A). Framboðslist- ar i Garðabæ A-lisli: 1. Gizur Gottskálksson 2. Ema Aradóttir 3. Hahdór S. Magnússon 4. Anna Magnea Hreinsdóttir 5. Helena Karlsdóttir 6. Bjarni Sæmundsson 7. Sjöfn Þórarinsdóttir B-listí: 1. Einar Sveinbjömsson 2. Sigurður P. Sigmundsson 3. Inga Hrönn Hjörleifsdóttir 4. Ámi Geir Þórmarsson 5. Ólöf P. Úlfarsdóttir 6. Hihnar Bjartraarz D-iisti: 1. Benedikt Sveinsson 2. Laufey Jóhannsdóttir 3. Erhng Ásgeirsson 4. Sigrún Gísladóttir 5. Andrés B. Sigurðsson 6. Már Másson 7. Smári Hauksson G-iisti: 1. Hilmar Ingólfsson 2. Sigurður Björgvinsson 3. Áslaug Bjömsdóttir 4. Karen Haraldsdóttir 5. Hafsteinn Hafsteinsson 6. Áslaug Úlfsdóttir 7. Þorkeh Jóhannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.